Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. nóvember 1959 — ÞJÓÐjVILJINN — (3
Næsti skáli Ferðafélags íslands
Þjórsárdal eða Húsafellsskógi
Þátttakendur í ferðum félagsins fleiri nú en í fyrra
Næsta sæluhús Ferðafélags íslands verður sennilega
reist annaðhvort í Þjórsárdal, Húsafellsskógi eöa að Laug
í Biskupstungum.
í félaginu eru 6 þús. manna og þátttakendur í ferðum
þess á árinu urðu fleiri en næsta ár á undan. Næsta
árbók félagsins verður um Suðurjökla.
Frá þessu skýrðu þeir Jón
Eyþóreson varaforseti Ferðafé-
lagsins og Lárus Ottesen fram-
kvæmdastjóri þess í hófi er
stjórn félagsins hélt í Skíða-
skálanum í Hveradölum s.l.
sunnudag.
Jón Eyþórsson minntist í
upphafi ræðu sinnar þeirra
Cíeirs G. Zoega forseta Ferða-
félagsins og Helga Jónssonar
frá Brennu, er var í stjórn
þess, en þeir létust báðir á
þessu ári. Vottuðu viðstaddir
minningu þeirra virðingu með
því að rísa úr sætum.
Þjórsárdalur —
Húsafellsskógur ?
Jón Eyþórsson kvað siðasta
stórátak Ferðafélagsins í sælu-
húsabyggingum hafa verið
Skagfjörðsskálann í Þórsmörk.
Þórsmörk er vinsælasti stað-
urinn af skálum Ferðafélags-
ins, og aðsókn þangað meiri
en skálinn rúmar, og er hann
þó beirra langstærstur.
Tekjur félagsins eru aðeins
árgjöld félagsmanna og lítils-
háttar fé úr Fjallvegasjóði.
Líða því venjulega nokkur ár
milli þess að hægt er að ráð-
ast í eæluhúsbyggingar. Fyrir
nokkru hélt stjórn félagsins
fund með fararstjórum og bíl-
stjórum sínum til að ræða
hvar næsta eæluhús skyldi
reist, Mæltu flestir með Þjórs-
árdal, Húsafellsskógi og Laug
í Biskupstungum, en hver
þessara staða verður fyrir val-
inu er ekki afráðið enn. Sum
sæluhús félagsins eru nú orðin
gömul. Þau voru fyrst hugsuð
fyrir hópa gangandi manna,
síðan fyrir fólk úr einum lang-
ferðabíl og eru því orðin of
lítii nú. Um stækkun þeirra og
endúrbyggingu er ekkert af-
ráðið, en að slíku hlýtur að
koma.
Árið 1927 og nú
Lárus Ottesen ■ kv>ð "m ROOO
Þfóðhátíðacdagur Svia
I tilefni af Þjóðhátíðardegi
Svía hefur sænski ambassa-
•dorinn Sten von Euler-Chelpin
og kona hans rnóttöku í sænska
sendiráðinu, Fjólugötu 9, mið-
vikudaginn 11, 'nóvember frá
kl. 5—7,
16 ára afmæli Selvarar-
manns vera í félaginu — og þá
aðeins taldir þeir sem greitt
hafa árgjöld sín. Deildir eru á
Akureyri, Húsavík, ísafirði og
Vestmannaeyjum og á árinu
var stofnuð ný deild í Kefla-
vík. Ferðir á vegum félagsins
á þessu ári hófust í marz og
var hin síðasta í október.
Skrifstofa félagsins er sem
fyrr i Túngötu 5 og hefur
Helga Teitsdóttir annazt lag-
leg störf í sambandi við ferð-
irnar eins og undanfarin ár.
Þátttakendur í ferðum félags-
ins urðu fleiri nú en á síðasta
ári. Jóhannes Kolbeinsson var
fararstjóri í flestum ferðum,
samtals 10. Hann hefur líka
séð um plöntun í landi félags-
ins í Heiðmörk og hafa nú
verið gróðursettar þar 58 þús.
.plöntur, eða helmingur þess er
heitið var að planta þar. —
Með hverju ári hefur þó orð-
ið erfiðara að fá fólk til starfa
þar.
í sumar var Geir G. Zoega
forseta félagsins reistur bauta-
steinn þar sem hæst ber á
Kili, og þar á að koma sjötta
hringsjá félagsins; Jón Víðis
hefur teiknað þær allar. —
Fjórar kvöldvökur hafa verið
haldnar á árinu — og næsta
kvöldvaka verður innan
skamms, en þar verður frum-
sýnd ein af kvikmyndum Os-
valds Knúdsen, en hann hefur
oft sýnt kvikmyndir sínar á
kvöldvökum félagsins.
Lárus vék nokkuð að mun
á ferðalögum nú og um það
leyti er Ferðafélag íslands var
stofnað, en þá, sumarið 1927
fóru reykvískir iðnaðarmenn í
skemmtiferð — inn að Laug-
arnesi! Kvenfélögin voru iðn-
aðarmönnum kjarkmeiri, því
þau fóru skemmtiferð í Kópa-
vog — 0g þótti mikil lang-
ferð!
Hvergi komizt í nánara
samband við1 . . .
Hallgrímur Jónasson, einn
vinsælasti fararstjóri félagsins
ræddi um göngur og réttir og
ferðalög um öræfin, og kvað
hvern ósp’lltan ís’ending hafa
gott af því að koma inn á ísl.
öræfin, kynnast þeim, lúta
þeim — og vera þó sjálfstæður
í mati á þeim.
Jóhannes skáld úr Kötlum,
sem verið hefur húsbóndi í
Skagfjörðsskálanum í Þórs-
mörk undanfarin eumur sagði
m.a. í ræðu: Ég hef hvergi
komizt í nánara samband við
það tvennt sem mcr þykir
vænzt um, landið og fólkið,
en einmitt í óbyggðum. Mér
finnst ég aHtaf vera að kynn-
ast nýju fólki sem ég hitti
Framhald á 10 siðu
Leigubílstjórinn bar ekki á-
byrgð á tjóninu, sem varS
vegna flugeidaíkveikjunnar
Dómendur Hæstaréttar þó ekki á einu máli
um niðurstöðuna — 2 skila sératkvæði
Hæstiréttur hefur kveðið upp
dóm í skaðabótamáli, sem reis
út af íkviknun $ leigubíl fyrir
nokkrum árum, er eldur komst
í flugelda, sem farþegar fluttu
með sér, og þeir fuðruðu upp.
Meirihluti Hæstaréttar taldi
leigubílstjórann ekki bera fé-
bótaábyrgð á tjóni, sem varð
vegna eldsvoða þessa, en tveir
hæstaréttardómaranna skiluðu
þó sératkvæði og voru þeirri
niðurstöðu andvígir.
Þegar slysið varð, sem í
málinu greinir, var leigubif-
reiðin að aka um götur Reykja-
víkur I framsæti við hlið öku-
mans sátu tveir farþegar, karl
og kona, og hélt karlmaðurinn,
sem sat út við aðrar dyrnar,
á tveim kössum með skraut-
flugeidum á hnjám sér I aft-
ursæti bílsins voru einnig far-
þegar og var þeim öllum kunn-
ugt um flugeldana.
Konan hætt komin
Farþegarnir í bílnum reýktu,
þ.á.m. þeir tveir sem sátu í
framsætinu. Skyndilega var
mikið neistaflug frá flugeld-
unum og bifreiðin þegar al-
elda. Stöðvaði bifreiðarstjórinn
þá bifreið sína án tafar, hrað-
Örn Erlendsson
endurkjörinn
formaður ÆFR
I gærkvöld var haldinn að-
alfundur Æskulýðsfylkingar-
innar i Reykjavík. Fundurinn
var mjög fjölsóttur. Formað-
ur Fylkingarinnar, Örn Er-
lendsson, flutti skýrslu um
störf stjórnarinnar á liðnu
starfstímabili og verður sagt
frá því í bláðinu síðar.
I stjórn Fylkingarinnar fyr-
ir næsta starfstímabil voru
kjörin: Formaður Örn Er-
lendsson_, starfsmaður ÆFR,
varaformaður Hafsteinn Ein-
ársson menntaskólanemi, rit-
ari Þuríður Magnúsdóttir bók-
ari, gjaldkeri Ólafur Thorla-
cius lyfjafræðingur, meðstjórn-
endur Einar Ásgeirsson af- j aði sér út úr henni, náði í
greiðslumaður, Þórir Hall- j slökkvitæki og reyndi án ár-
grímsson 'kennari og Leifur , angurs að slökkva eldinn. Far-
Vilhelmsson símamaður. Vara- þegar þeir sem voru í aftur-
menn í stjórn voru kjörnir sætinu komust brátt slysa-
Hörður Bergmann kennari, laust út úr bífreiðinni og karl-
Borgþór Kærnested nemandi maðurinn í framsætinu kast-
og Ólafur Einarsson mennta- aði sér út úr bílnum um sömu
skólanemi. Endurskoðendur
dyr og ökumaðurinn Telur
voru kjörnir Isak Örn Hrings- j hann sig hafa farið yfir kon-
son bankamaður og Ingólfur una, sem fallið hafði á gólf
Ölafsson verzlunarmaður, til bifreiðarinnar, án þess að hann
vara Jón Norðdahl verzlunan
maður.
omstumeas:
Sextán ár eru í dag liðin
frá því að Pétur Hoffmann
sáði Selsvararorustuna frægu
við lögreglumenn erlends her-
liðs. Hann hefur nú gefið út
póstkort í litum af málverki er
gert var af orustu þessari.
Kortin fást í Býkaverzlun Isa-
foldar, Blöndals og Bókabúð
Helgafells á Laugavegi 100.
Þá hefur Pétur sjálfur kortin
til sölu, hvar sem hann er
á ferð
Allir vegir færir
austanfjalls
Selfossi í igær.
Hér eru allir vegir færir
— nema Hellisheiði,
Hér snjóaði nokkuð aðfara-
j nótt sunnudags, en hvessti
I á sunnudaginn og tættist. snjór-
inn að mestu í burtu í fyrri-
nótt I dag er hvöss norðan-
' átt' og dálítill skafrenningur.
Krýsuvíknrleið
sin fær í gær
Hellisheiðarleiðin var ófær í
gærmorgun og Mosfellsheiðarveg-'
urinn var lokaður í Almannagjá. ^
Allir bílar sem fóru austur eða
komu þaðan fóru um Krísuvíkur-
leiðina, en hún var rudd og fær
öllum bílum. I
■----------------------—$>■
veitti henni athygli, Strax og
hann kom út úr bifreiðinni,
fór ihann úr frakka sínum,
sem logaði utan á honum.
Var honum þá sagt að hverfa
frá bifreiðinni, því að spreng-
ing mundi verða í henni. En
í sama bili varð honum ljóst,
að stúlkan mundi enn vera
inni í bifreiðinni. Seildist hann
þá inn i eidinn eftir konunni
sem lá algerlega ósjálfbjarga
á gólfi brennandi bifreiðarinn-
ar og dró hana út úr bifreið-
inni. Loguðu þá föt konunnar
og hafði hún hlotið brunasár
á báðum fótum upp á mið
læri, ennfremur á báðum hönd-
um upp að úlnliðum. Smábletti
á enni.
Ekki líklegt að flutningurinn
væri skaðvænn
Konan fór í skaðabótamál
við bifreiðarstjórann, en hann
var sýknaður í héraði og stað-
festi meirihluti Hæstaréttar þá
niðurstöðu m.a. á þessum for-
sendum;
,Leitt er í ljós, að flugeldar
þeir, sem um ræðir í málinu,
eru seldir hömlulaust í verzl-
unum, og mun vera altítt, að
slíkir flugeldar séu fluttir í
bifreiðum. Við flutning máls-
ins í Hæstarétti var sýnd
paopaaskja sem talin var a£
sömu gerð og öskjur þær, er
ofangreindir flugeldar voru
geymdir í. Eru pappaumbúðir
þessar allsterklegar, og fellur
lok vel að öskju. Leggja verð-
ur til grundvallar, svo sem
sakargögnum er farið, að lok
■hafi verið á öskjum þeim, er
í málinu greinir. Þegar þetta
er virt, var ekki líklegt fyrir-
fram, að flutningur varnings
þessa væri skaðvænn, enda
voru farþegar í bifreio stefnda
allt fulltíða fólk . .
Öltnmanni bar að banna
reyldngar
Tveir dómenda Hæstaréttar,
Gizur Bergsteinsson og Jónat-
an Hallvarðsson, töldu að
dæma hæri leigubílstjórann til
greiðslu nær 9 þús kr. skaða-
Framhald á 10 síðu
200 ára afmæli Schillers
Fyrir 200 árum, 10. nóvember 1759, fæddist þýzka
skáldið Friedrich Sohiller. Af þessu tilefni flytur þýzki
sendikennarinn, Hermann Höner lektor, fyrirlestur í
Háskóla íslands í kvöld kl. 8,30 e.h.
Ásamt Goethe mótaði Schil-
ler hinn klassiska þýzka skáld-
skap. Með samvinnu þessara
tveggja vina ná þýzkar bók-
menntir bámarki. Schiller orti
ijóð og .skrifaði * sögur og Var
jafnfranit mikill beim'spekihg-
ur. Kunnust eru þó leikrit
hans, sem leikin' hafa verið
og eru enn leikin um víða ver-
öld. Leikrit Schillers fjalla
mest um söguleg efni. Má t.d.
nefna Don Carlos, *Wallenstein,
Maria Stuart og Mæs.n frá
Orleans
Alkunna er, að Schiller hafði
mikil áhrif á skáldskap ann-
arra þjóða að íslendingum ekki
undanskildum.
Sehiller var ídealistiskt skáld,
og samt svífa verk hans ekki
í lausu lofti. Þau hafa sígildan
boðskap að flytja.
Fyrirlestur sendikennarans
mun einkum fjalla um streit-
una milli hugmyndar og raun-
veruleika í skáldskap Schillers.
Fyrirlesturinn verður fluttur
á þýzku í I. kennslustofu há-
skólans. Öllum er heimill að-
gangur.
Kvenfélsg
sósíalista
Kvenfélag sósíalista
lieldur félagsfund mið-
vikudaginn 11. nóvember
kl. 8,30 í Tjarnargötu 20.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Erindi: Máttur áróð-
ursins, María Þor-
steinsdóttir.
3. Aðalfundur Banda-
lags kvenna í Reykja-
vík.
4. Kaffi.
5. Félagsniál.
6. Önnur mál„
Stjórnin.