Þjóðviljinn - 10.11.1959, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (5
.9Guð blessi yðor, van Doren”, Bíldekk með
J ' svampi í sta*
sagöi
Hvert siónvarpshneykslið aí öðru kemst upp
í Bandaríkjunum — van Doren sagt
upp störfum
Columbia-háskólinn hefur tilkynnt að sjónvarpssvindl-
aranum Charles van Doren hafi verið sagt upp kenn-
arastöðu hans við skólann. Van Doren játaði á mánu-
daginn aö hann hefði fyrirfram fengið svör við spurn-
ingunum í sjónvarpsgetraunaþættinum „21“, þar sem
hann vann rúml. 120.000 dollara fyrir fjölvizku.
Bandaríska þingið skipaði
rannsóknarnefnd í þessu svika-
máli, sem allmargir fleiri en
van Doren eru flæktir í. For-
maður rannsóknarnefndarinn-
ar, Owen Harris, sagði, eftir
að van Doren hafði lokið að
lesa skjalfesta játningu sína
fyrir nefndinni:
„Það er álit mitt að þegar
maður segir sannleikann í
máli, eem er svo mikilvægt
fyrir bandarísku þjóðina, sem
þetta mál, beri honum hrós
fyrir. Guð blessi yður“.
Jazz-sérfræðingurinii sviudlaði
í góðri trú.
Rannsóknarnefndin kannar
nú spurningamál euðuramer-
íska hljómsveitarstjórans Xav-
ier Cugats, en hann svaraði
spurningum í spumingaþœttin-
um „640000 dollarar,“ og það
hefur þegar komið uppúr kaf-
inu, að í þeim þætti hafa verið
viðhöfð svik.
„Að vísu fékk ég hjálp til
að svara spurningunum,“ sagði
Cugat, sem á sínum tíma vann
16000 dollara fyrir frábæra
„þekkingu" í jazzmálum, „en
10 prósent af verðlaununum
fékk blaðafulltrúi minn, sem
skipulagði málið fyrir mig.
Hluti verðlaunanna fór til
spánskra og ítalskra barna-
heimila, bróðir minn fékk smá-
fúlgu og afgangurinn fór í
skatta,“ bætti Cugats við með
sakleysissvip.
Og jazzsérfræðingurinn hélt
úfram: .Enginn sagði mér fyr-
irfram að ég ætti að fá nein
sérstök verðlaun eða að ég
ætti endilega að vinna. Eg hélt
að þetta ætti að vera svona.
Eg hafði áhuga á þessu aug-
lýsingabragði en kærði mig
náttúrlega ekki .um að flaska
á spurningunum. Eg vonaði að
ég myndi fá spurningar um
suðurameríska hljómlist eða
aðrar listgreinar en ég var að-
eins spurður spurninga um al-
þýðlega hljómlist. Eg mót-
mælti þessu við blaðafulltrúa
minn, en hann róaði mig. Ein-
um eða tveim dögum áður en
ég átti að koma fram í sjón-
varpinu kom til mín maður frá
sjónvarpinu og lagði fyrir mig
margar spurningar. Eg gat
svarað nokkrum þeirra, en
ekki öllum. Um svör við þeim
sem ég gat ekki svarað, var
ég fræddur af manni þessum“.
í framtíðinni verður notað
svampgúmmí í stað lofts í bíl-
delck. Þá þurfa bílstjórar ekki
lengur að eiga það á hættu, að
dekk springi. Auk þess er þif-
reið með svamphjólum þýðari
á vegum og liggur stöðugri á
beygjum en bílar með loftfyllt-
um dekkjum.
Tilraunir í þessum efnum
hafa sýnt, að jafnvel þó að
hnefastórt stykki væri skorið
úr dekkinu, þá hefði það ekki
minnstu áhrif á ganghæfni bif-
reiðarinnar.
Svampefninu er dælt inní
dekkið og breytist fyrst þar í
venjulegan þéttan svamp.
Venjulegir fólksbílar þurfa um
16 kíló af svampi í dekkin.
Brundage kærir
franskt blað
Franskur dómstóll hefur ný-
lega kveðið upp dóm yfir
frönsku íþróttablaði, og gert
því að greiða 100.000 franka
fyrir að hafa opinberlega haft
í frammi ærumeiðingar við
formann alþjóðaolympíUnefnd-
arinnar, Bandaríkjamannin Av-
ery Brundage.
Brundage hafði byggt kæru
sína á grein sem birtist í
blaðinu með yfirskriftinni:
„Olympíufáninn, tákn lyginn-
ar“.
Greinin fjallaði um brot á á-
hugamannareglunum og var
þar haldið fram að slíkt við-
gengist etöðugt.
Rétturinn áleit að ritstjóri
blaðsins og blaðamaður sá er
greinina ritaði hefðu lítilsvirt
Brundage.
Dýragarðurinn í Kaupmannahöfn átti merkisafmæii fyrir
skemmstu og fékk í því tilefni margar gjafir. Þessi sæfíll er
ein afmælisgjöfin, og enda þótt liann sé ekld sérlega snoppu-
íríður, hefur hann vakið mikla athygli dýragarðs.gesta, þvi
mjög fáir dýragarðar geta státað af þessari dýrategund. Sæ-
fíllinn var settur í tjörnina hjá rostungnum „Jólianni", en lítii
vinátta hefur tekizt með þeim frændum enn sem komið er.
Rembrandt dó í sárustu örbirsð
c
Jarðneskar leiíar hans íundnar eítir 300 ár
Hérna kemur enn ein mynd af
þeim hjúunum Anette Ströy-
ber og manni hennar, franska
kvikmyndastjóranum Roger
Vadim, sem áður var giftur
B. B.
„Vélkýrin66 nýtir
grasið betur
Aðeins 5 prósentum af eggja
hvítuefnum, sem eru í grasinu,
sem kýrnar bíta, kemur fram
í mjólk þeirra og kjöti. 95
prósent þessa þýðingarmikla
næringarefnis úr jurtarikinu
fer forgörðum í hringrás neyzl-
unnar.
I rannsóknarstofnun land-
búnaðarins í Rothamstead við
London hefur Piere prófessor
og aðstoðarmenn hans smíðað
„Vélkýr“, sem þeir vænta sér
mikils af. Þessi vélkýr er eins-
Belgíumenn óánægðir með háan
herkostnað vegna NATO
Ástandið er annað nú en árið 1954, segir
íorseti þingsins
Belgiska ríkisstjórnin hyggst fara fram á það við
Atlanzhafsbandalagið, aö Belgíumenn fái að lækka hern-
aðarútgjöld sín. Stjórnin mun sjá sig neydda til að
gera þetta, vegna þess að mikil andstaða er gegn fyrir-
huguðum nýjum sköttum á almenning vegna aukinna
hernaðarútgj alda.
Þegar frjárlög stjórnarinnar
komu fram, kom í ljós að
leggja átti stórfellda nýja
skatta á almenning til að
standa straum af vaxandi
hernaðarútgjöldum.
Kommúnistar, sósíaldemó-
kratar og margir frjálslyndir
þingmenn réðust hart gegn
þessum aðgerðum á þingi. For-
seti öldungadeildarinnar, Paul
Struye, varð að viðurkenna að
ekki væri meirihluti í þinginu,
Hinn frægi liollenzki list-
málari Rembrandt van Rhyn
dó í sárustu fátælct og ör-
birgð í Amsterdam árið 1660.
Engin hefur vitað til þessa hvar
jarðneskar leifar ineistarans
hvíla, en núna þessa dagana
hefur legstaður hans fundizt,
að dómi listsögufræðinga.
Þegar verkamenn voru að
endurnýja hitunarkerfi „West-
kerk“-kirkjunnar í Amsterdam,
sem er 350 ára gömul rákust
þeir á geysimikið beinasafn,
sem talið er vera grafreitur
hinna fátækustu í Amsterdam.
Fyrir 300 árum voru lík fátæk-
linga grafin undir kirkjugólf-
inu.
Yfirprestur kirkjunnar, sem
viðstaddur var, þegar beinin
voru grafin upp, mælti: „Það
er sannarlega ekki furða þótt
fólk kjósi líkbrennslur í stöð-
ugt ríkara mæli“.
Listsögufræðingar þykjast
vissir um að í þessu beinasafni,
séu jarðneskar leifar meistar-
ans Rembrarjits.
9724 sjálfsmorð
Berklar eru enn talsvert út-
breiddur sjúkdómur í Þýzka-
landi. Þó deyja fleiri vegna
sjálfsmorða en úr berklum í
Vestur-Þýzkalandi.
Um það bil einn af hverjum
fimmtíu og einum sem deyr
í Vestur-Þýzkalandi fremur
sjálfsmorð. Prófessor Sieg:
fried Koller í Wiesbaden hefur
skýrt frá þessu í nýlegri
skýrslu sinni eftir umfangs-
miklar rannsóknir í þessum
efnum.
Árið 1958 létuzt 553,331 í
Vestur-Þýzkalandi. Þar af
frömdu 9724 sjálfsmorð. Úr
berklum dóu hinsvegar 8731 á
árinu. Hjartasjúkdómar voru
algengasta dánarorsökini Af
völdum hjartasjúkdóma lótust
103,734.
konar efnaverksmiðja, ' sem
vinnur meira en helming eggja-
hvítuefnanna úr grasi.
Bráðlega verður gerð tilraun
með slíka framleiðslu í stórum
stíl, og ef hún gefur góða raun
má búast við að vélkýrnar geti
komið að góðum notum við
að stilla næringarskort og
hungur, sem er landlægt á
sumum svæðum jarðarinnar.
sem fylgjandi væri auknum út-
gjöldum til hernaðar, einsog
ætlunin var samkvæmt fjár-
lagafrumvarpinu.
Ástandið annað en 1954.
Hann hefur auk þess lýst
yfir því, að Belgía geti ekki
nú árið 1959 verið bundin af
ákvörðun frá árinu 1954 um
vígbúnað. Það ár fyrirskipaði
yfirstjórn NATO meðlimaríkj-
unum að verja ákveðnum fjár-
upphæðum til vígbúnaðar, en
Struye lagði áherzlu á það nú,
að þau fyrirmæli hafi verið
gefin á tímum þegar ástandið
var allt annað og miklu ófrið-
legra en nú.
Blaðið La Libre Belgique
segir að það geti ekki verið
um annað að ræða en að
minnka hernaðarútgjöldin, og
leggur til að skipuð verði
nefnd til að semja við NATO
um slíka lækkun.
Svartamarkaðsverzlmi með
börn komst upp í Bandaríkj.
f Bandaríkjunum hefur komizt upp um óhugnanlegt
svartamarkaðs mál. Þar hafa hörn verið seld fyrir svim-
öndi háar upphæðir, og átti verzlunin sér aöallega stað
í New York
Sex karlar og konur hafa fyrir hvert barn hefur verið
verið handtekin, og eru þau
sökuð um að hafa haft foryzt-
una í glæpaflokki, sem fékkst
við svartamarkaðsbrask með
ungbörn, fjársvik og happ-
drættissvindl.
Heildarfjárumsetning glæpa-
samkundu þessarar nam um
milljón dollurum á ári
Lögreglan hefur örugglega
sannað á glæpaflokkinn ólög-
lega verzlun með börn. Verðið
3000 til 5000 dollarar. Meðal
annars hefur flokkurinn brask-
að með fimm vikna gamalt
barn. Foreldrar ungbarnsins
seldu það öðrum hjónum fyrir
2000 dollara, en glæpaflokkur-
inn tók ríflega fjárupphæð í
umboðslaun.
Meðal hinna handteknu er
41 árs gömul hjúkrunarkona
við fæðingadeild Brooklyn-
sjúkrahússins.