Þjóðviljinn - 15.11.1959, Side 1

Þjóðviljinn - 15.11.1959, Side 1
HHLJINN Sunnudagur 15. nóvember 1959 — 24. árgangur — 251. tölublað ÆFR 1 Leikhópur ÆFR er að hefja vetrarstarfið. — Sjá dálk ÆFR á 2. síðu. Ein og tvær ikviknanir á dag á Akureyri undaníarandi daga Kviknað heíur í út frá kertum, olíulömpum og olíuhitunartækjum . Akureyri í gær. Margar íkviknanir hafa orðið hér á Akureyri í raf- xnagnsleysinu undanfarið. Á hverjum degi hefur kviknað j á einum eöa tveim stöðum, aö því umboösmaöur Bruna- bótafélagsins tjáði fréttamanni blaösins. Kviknað hefur í út frá kertum, olíuljósum og hitunartækjum. Alltaf hefur þó tekizt að slökkva áður en til stórbruna kæmi, en tjón hefur þó orðið töluvert í flestum tilfellum. Sum- staðar hefði orðið erfitt að ráða niðurlögum eldsins ef hann hefði náð útbreiðslu, þar sem ekki hefur verið hægt að koma bif- reiðum slökkviliðsins nema um nokkrar götur bæjarins. Tíu þúsund manns lamast vegna þess að smurolía var svikin í mat Kaupmenn blönduðu véla- og smurolíu frá bandaríska hernum í olífuolíu til matar Um það bil 10 þúsund manns í Marokkó hafa orðið fyrir lömun vegna þess að liafa borðað mat sem í var mat- arolía, blönduð smurningsolíu. Læknar segja að fólkið verði að njóta langrar og nákvæmrar meðhöndlunar, ef takast eigi að lækna það að einhverju ráði. I Marokkó eru mjög slæm skil- yrði til þess að veita þessum mikla fjölda sjúklinga þá lækn- ingu sem þeir þurfa. Bandaríski herinn seldi. Smurningsolían og vélaolían sem hér er um að ræða, voru seldar af bandariska hernum, sem hefur allmargar herstöðv- ar í Marokkó. Vélaolían var notuð til þess að hreinsa flug- vélahreyfla. QBandarísku hernaðaryfir- völdin hafa reynt að afsaka þennan atburð, og segja að miðar hafi verið á olíuílátun- um, sem gáfu til kynna að olian var óhæf til matargerð- ar. Hefur herinn látið dreifa matvælum í sárabætur. Fjöldi kaupmanna hefur ver- ið handtekinn í Marokkó fyr- ir að höndla með olíuna frá hernum og blanda hana olífu olíu, sem notuð er til matar. Tveir þýzkir flugmenn, týndir í þrjár vikur, eru komnir fram Eru heilir á húfi í Tékkóslóvakíu, en orustuþotur þeirra hafa farizt Tékkneska fréttastofan skýrði frá því í gærmorgun, að tvær vesturþýzkar orusluþotur, sem saknað hefur verið síðastliðnar þrjár vikur, liafi farizt í Tékkó- slóvakíu. Birt var tilkynning frá utan- ríkisráðuneyti Tékkóslóvakíu um Rafmagnið enn skammtað Akureyri í gær. Enn er skammtað rafmagn hér á Akureyri. f gær hafði V3 bæjarins rafmagn í senn, tvær stundir í einu og síðan var myrkur í 4 stundir. . í dag hefur það rætzt úr að % bæjarins hafa rafmagn hverju sinni og er því aðeins rafmagnslaust tvær stundir hverju sinni í hverju hverfi en rafmagn í fjórar. þennan atburð. í tilkynningunni eru látin í ljós mótmæli gegn síendurteknum fiugferðum vest- urþýzkra herflugvéla í tékkneskri lofthelgi. Vesturþýzk yfirvöld hafa und- anfarið látið í veðri vaka, að flugmennirnir hafi verið neyddir til að ienda í Austur-Þýzkalandi; en aldrei hafa þau snúið sér til yfirvalda þar í landi til þess að spyrjast fyrir um málið. Hins- vegar leitaði vesturþýzka stjórn- in til Sovétrík’janna og Tékkósló- vakíu um upplýsingar um af- drif flugmannanna og hafa nú fengið svar. Búið var að gera mikla leit að flugvélunum í Vest- ur-Þýzkalandi. Ekki er þess getið með hvaða hætti flugvélarnar hafi farizt, en sagt var að tékkneskar eign- ir hafi orðið fyrir skemmdum er flugvélarnar fórust. Flugmennirnir eru báðir heil- ir á húfi í Tékkóslóvakíu. fslendingar á kínversku leiksviði Þessi mynd er ekki tekin í Þjóðleikhúsinu, heldur í kínversku stórborginni Nanking, Engu að síður eru þrlír Islendingar á Ieiksviðinu ásamt hinum kínversku listamönnum, en það eru frá hægri þeir Sigurður Guðnason, Egg- ert Þorbjarnarson og Gunnar IBénediktsson. Þeir tóku þátt í liátíða- höldunum í Kína í tilefni af 10 ára afmæli alþýðu- lýðveldisins sem fulltrúar Sósíalistaflokksins, og þegar þeir komu til Nan- king var haldin sérstök leiksýning þeini til heið- urs og flutt „Jaðe-arm- bandið“ sem einnig má sjá í. Þjóðleikhúsinu hér þessa da.gana. Myndin er tekin þegar hinum ís- lenzku gestum og iista- niönnunum er fagnað á Ieiksviðinu £ sýningarlok. — Eggert Þorbjarnarson liefur skrifað grein um ferð þeirra þremenning- anna til Kína, og birtist fyrri hluti Iiennar á 7. síðu blaðsins í dag. Aimennur stúdenfafundur um 1. des. kl. hálf sex á morgun Vökumenn og kratar óttast dóm stúdenta Eins og kunnugt er af fréttum skriðu háskólakratar í útbreiddan náöarfaöm íhaldsins í Stúdentaráði eftir kosningar og átu þannig ofan 1 sig stóryrði sín um Vöku- afturhaldið frá því fyrir kosningar. Kratanum í Stúdentaráði var svo mikið í mun að stuðla að myndun afturhaldsmeiri- hluta i ráðinu, að hann seldi sig fyrir gjaldkerastöðu í hinni nýkosnu stjórn. 1. desember. 1 Sl. fimmtudag hélt svo ráð- ið fund um hvernig haga skyldi hátíðahöldum stúdenta á fullveldisdaginn 1. desember. Þar gerðist það, að hægri- menn báru fram tillögu um það, að efnahagsmálin skyldu vera „baráttumál" dagsins. Skyldi aðalræðumaður dagsins verða Jónas Haralz hagfræð- ingur, en hann er sem kunn- ugt er málpípa núverandi Nú er komið að leikritahöfundunum: Menntamálaráð heitir 30 þúsuná kr fyrir bezta íslenzka leikritið . Frestur til að skila handriti er til 1. október næsta haust Menntamálaráö íslands hefur ákveðið aö efna til sam- keppni um gerð íslenzks leikrits. Skilyrði eru þau, að leikritið sé einfalt í sviösetningu og auðvelt’ til flutnings á íslenzku leiksviöi sem víöast um land. Æskilegt er, að persónur séu 5—8 og sýningar- tími 1V2 til 2V2 klukkustund. afturhaldsstjórnar í landinu. Tilgangurinn með þessari til- lögu er greinilega sá, að nota daginn til áróðurs fyrir íhald- ið og til þess að hliðra sér við umræðum um höfuðsjálf- stæðismál íslendinga. Vinstri menn í ráðinu lögðu 'hinsvegar til, að dagurinn skyldi nú eins og ævinlega helgaður sjálfstæðisbaráttu Is- lendinga og þá fyrst og fremst herstöðvamálinu og landhelgis- málinu. Er það líka í samræmi við aldalanga forystu stúd- enta í baráttu Isle:,ý/inga fyrir óskertu sjálfstæði og fullveldi. í ! Afturhaldið óttaslegið. Að lokum var samþykkt með atkvæðum vinstri manna og fulltrúa óháðra stúdenta, að vísa málinu undir dóm stúd- enta á almennum stúdenta- fundi. Við þetta fylltist aftur- haldið ofboði og skelfingu, þar sem það liræðist dóm stúdenta, — og bar fram til- lögu um að halda fundinn á þeim tima, sem fæstir geta sótt hann á, eða kl, hálf sex á morgun. Einnig hefur það haft í hótunum að skipuleggja litla mætingu á fundinum. en minnst 200 stúdentar þurfa að mæta á honum til þess að á- kvörðun hans sé bindandi fyr- ir stúdentaráð. ser sem Ein verðlaun verða veitt, að upphæð 30 þúsund krónur. Menntamálaráð áskilur útgáfurétt á því leikriti, verðlaun hlýtur, án sérstakrar greiðslu til höfundar. Einnig áskilur Menntamálaráð sér rétt til að veita engin verðlaun, Það er því mjög áríðandi að berist ekkert leikrit, sem talið allir íhaldsandstæðingar rneð verði verðlaunahæft. Handritum skal skila til skrifstofu Menntamálaráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 1. októ- ber 1960. Skulu þau merkt dulnefni, en höfundarnafn á- samt dulnefni fylgja með í lok- uðu umslagi. al stúdenta fjölmenni á fund- inn til þess að koma í veg fyr- ir, að afturhaldsliðið geti sett þann sinánarblett á stúdenta, að 1. desember verði notaður til áróðurs fyrir kjaraskerðingar- Framhald á 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.