Þjóðviljinn - 15.11.1959, Side 11

Þjóðviljinn - 15.11.1959, Side 11
Sunnudagur 15. nóvember 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (11 H. E.-BATES: RAUÐA * SLÉTTAN l „Ó, ég skil“, sagði hann. „Ný læknisaðferð. Mepacrín og englasöngur“. Hann reis allt í einu á fætur, hélt mittisskýlunni að lendunum og hálfdansaði þegar þunnir sólarnir snertu brennheitt rykið, og um leið gleymdi telpan eðlunni and- artak og leit hlæjandi upp, eins og hún væri að skemmta sér yfir honum. „Hvað er hún að gera?“ sagði Harris. ■ „Að drepa eða ekki“, sagði hann. „Það er allt og sumt. Það er spurningin“. Hann gekk nokkur skref frá musterisþrepunum og veif- aði hendinni til telpunnar í kveðjuskyni. „Hún hefur ekkert hér að gera“, sagði Harris. „Ekki við heldur. Hábölvað land“, sagði Forrester. „Finnst þér það?“ Y ' v, • f ' r. r .. 3*i v : •* * ForresteT svaraði ekki og fór að ganga burtu. í hverju spori lagði brunahita frá rykinu upp gegnurn þunna gúmmísólana á skónum hans. Hann hafði óbeit á'Harris, reyndar meira í gamni og ekki eins ákaft og á Blore og hinum ókomna Carrington. Honum hafði liðið vel meðan hann, var einn og horfði á telpuna. „Þú ættir endilega að koma“, sagði Harris og um leið heyrði Forrester snögg- an skell fpá telpunni á. steininn fyrir aftan hann og hann leit við. til að sjá hvað hún hefði gert. í þetta sinn hafði hún. farið of harkalega að eðlunni þegar hún hljóp yfir steininn, og nú lá hún þar hreyfing- arlaus í síðasta sinn. Og þegar telpan sá að hann leit við, brosti hún til hans rólega og æðrulaust eins og ekkert hefði komið fyrir. „Þú hefðir gaman af því“, sagði Harris. Einmitt það? hugsaði Forrester en svaraði engu. Hann stóð og horfði á telpuna. Þegar eðlan var dauð reyndi hún af kappi að fá hana aftur til að hlaupa. Þegar hún sá að eðlan gat ekki hlaupið, dró hún hana á einni löpp- inni yfir steininn, áfram og á hlið, ýmist hratt eða hægt, unz eðlan sýndist lífmeiri dauð en hún hafði gert meðan hún barðist við óttann í lifanda lífi. Loksins lét hún hana liggja. Og svo brosti hún til hans í síðasta sinn, róleg, möndluaugun blíðleg og æðrulaus, ' neri saman rósbrúnum höndunum, eins og hún væri að þurrka burt snertingu dauðans. Nú leit Harris við líka og svitinn stóð í perlum á vin- gjarnlegu andliti hans meðan hann horfði á dauðu eðl- una á steinþrepinu. Það var eins og hún hefði rýrnað í hitanum. „Dauðinn er undarlega heilandi11, sagði hann. „Það er skrýtið“. „Vissulega11, sagði Forrester. „Kannski hefurðu orðið læknir þess vegna?“ „Ja hérna!“ sagði Harris. Hann sneri sér í áttina að tjöldunum, baðaði höndunum í uppgerðarreiði og gaf frá sér vandlætingarhljóð. „Ja hérna! Fyrir þessa móðgun dæmistu til að koma með mér“. A N N A R K A F L I Læknirinn ók út úr borginni eftir veginum-að sunnan- verðu, framhjá stóra klaustrinu í áttina að sléttunni, ók hratt milli þéttu trjáraðanna, sem skýldu uxaslóðunum sitt hvorum megin. Tveir risastórir fílar, sem stóðu fyrir framan stóra musterið, hvítir og rauðir og gylltir, glömp- uðu ogi glóðu framan við risastóra banýantréð, sem sýnd- ist alveg svart milli hvítra hofanna. Litlir hópar burma- verkamanna og nokkrir indverskir drengir voru að moka möl niður í sprengjugíga hér og þar á veginum, og þá beygði læknirinn út á uxaslóðina og ók gegnum óendan- legt rykið þar, unz þjóðvegurinn var fær aftur. Þéttur, fíngerður ryksalli lá á brúnum, nöktum bökum piltanna, svo að hörundið fékk á sig rjómalit og 'þegar, þeir litu upp voru augu þeirra þrútin og rai'ð p f ryki og svita. Forrester hélt sér í jeppahliðina meðan læknirinn beindi bílnum út og inn eftir uxatroðningunum og laut höfði í þéttri gulri rykmóðunni, sem huldi öðru 'hverju hópa stritandi Burmabúa, klædda rauðum og fjólulitum mittis- skýlum, sem teymdu seinfæran uxa eða vísund og kerru í áttina að sléttunni. „Ég er búinn að koma upp eins konar lyfjabúð fyrir þetta fólk“, sagði Harris. „Mjög skemmtilegt“. Hann var með dökk sólgleraugu sem gátu ekki dulið barnslegt fjör- ið í andliti hans. Hann virtist álíta hernám Burma . skemmtilegt.grín. Forrester sagði ekki neitt og í þessu ók læknirinn út af uxaslóðinni, svo að jeppinn hallaðist og spólaði í þykku ryklagi. Hann hékk andartak eins og köttur á veggjar- brún. Svö þaut hann yfir brúnina og upp á lagða veginn. Læknirinn virtist varla.taká éftir þessu. „Þú ert svo þögull“, sagði hann. „Ertu eitthvað daufur?“ „Líður ágætlega“, sagði Forrester. „Þreytulegur. Dreklcurðu saltvatnið þitt?“ „Nei“. „Tekurðu mepacrín töflurnar þínar?^ „Nei“. Læknirinn þagði. Hann ók áfram nokkra stund eins og hann væri að brjóta heilann 'um nýja aðferð til áð komast að honum, en loks ýtti hann gleraugunum upp frá aug- unum, leit sem snöggvast á Forrester, og hélt síðan áfram með gömlu aðferðina: „Þú ættir að taka þessar töflur. Það er mikilvægt“. „Og verða gulur“, ■ sagði Forrester. Læknirinn setti gleraugun á sig aftur og um leið datt honum nokkuð nýtt í hug. „Þú ættir líka að h'afa 'gler- augu“, sagði hann. „Það má geta nærri“. „Það er hægt að fá sólsting gegnum augun“, sagði Harris. „Það veiztu sjálfsagt?“ „Nei“. „Þá æt-tirðu að vita það. Það getur verið skelfilegt". „Að hugsa sér“, sagði Forrester. Læknirinn gafst upp. Hann ók þegiandi áfram, beygði aftur út af 'veginum og niður á uxatroðninginn, síðan upp á veginn aftur, unz hann fann annað umræðuefni en heilsufar Forresters. „Mér er sagt að. Blore sé að fara frá þér“, sagði hann. „Já, ég er guð$feginn“, sagði Forrester. „Þú ert eitthvað miður þín, er það ekki?“ „Nei“. • KÍNA ! Framhald af 7. síðu. ir' höfðu skipt jörðum stór- jarðeigenda og sveitaaðals milli sín, en þeirri skiptingu lauk 1952. Alþýðukommún- urnar eru sósíalistísk sam- starfs- og sameignarform. —■>. Stofnun þeirra fór eins og eldur um sinu yfir Kína árið 1958 þegar bændaalþýðan sannfærðist um yfirburði hinnar sósíalistísku sam- vinnu og sameignar á lani.Ii og framleiðslutækjum. ViS heimsóttum nokkrar alþýðu- kommúnur og allsstaðar olöstu við sömu kennimerkiní stóraukin framleiðsa í rækt- un og iðnaði, gróska í mennt- un og menningu, bjartsýni og hamingja í hugum fólks. I kommúnu þeirri, er við he’msóttum nálægt Nanking, voru 10900 fjö'skyldur og náði liún yfir sjötiu ferkíló- metra svæði. Hún starfrækir, margháttaðan atvinnurekst- ur svo sem títt er umcaðrar kommúnur. Þarna voru aðal- lega ræktuð hrísgrjon, hveití og grærímeti, og hafði upp- skeran ár'ð 1958 orðið þriðj- urígi rríéiri en árið áður. Ei^ auk akuryrkju starfrækir kcmmúnan tíu verksmiðjur; m.a. kúluleguverksmiðju og pappírsverksmiðju. Kommúiú an hafði kom:ð á fót 230 matstofum, 200 dagheimilum, 16 vöggustofum, 5 lækninga- stofum, 2 sjúkrahúsum og 11 fæðingarheimilum að ó- g}eýindum skólum. Flestaf" þessara stofnana eru alger nýmæii fyrir kínverska bærídaalþýðu; Það ef- - óðum. ver'ð að útrýma lestrar- og -skriftarvankunnáttu. Við heirn sóttum ýmsar þessar stofnan- ir, m:a. barnaskóla, þar sem hin gömlu kínversku les- tákn og hið nýja letur þeirra voru kennd jöfnum höndum, (Niðurlag). Herðáreið i austur um land til Vopnafjarð- I ar hinn 20. þ.m. Tekið á mótí flutningi á mánudag til Horna- fjarðar. Djúpavogs, Breiðdals- víkur, Stöðvarfjarðar, Borgar- I fjarðar og Vopnafjarðar. —« Farseðlar seldir á fimmtudag. •r- „Blessáður gamli doxi“. Allt í einu stóð Forrester á i' áama. „Bíessað ■ mepacínið og englasöngurinn“. „Þú getur kómið og séð hvaci menningin gerði fyrir þetta land, áður eri stýrjöldin eyðilagði það allt“, sagði læknirinn. „Þú getur komið og séð landið sjálft. Fólkið sjálft“. „Góðu, gömlu, gulu hættuna“, sagði Forrester. Þeir voru komnir að tjaldinu og meðan hann lyfti tjaldskörinni til þess að læknirinn gæti gengið inn, stóð hahn andartak og horfði til baka gegnum skjallahvíta birtuna yfir að musterisrústunum þar sem telpan var. Og hann sá að hún var enn brosandi, reyndi enn að vekja dauðu eðluna til lífsins í sólskininu. /En hann sá ekki .hvernig Harris og Blore horfðu hvor á annan. Þeir horfðust í augu með alvörusvip og Harris hristi höfuðið. KðPAVOGSBOAR ATHUGIB Efnalauq Kópavogs sækir cg sendir. Sími 1-85-80. (GEYMIÐ AUGLÝSINGUN.|j Es ] a 1U AI vestur um land í hringferð hinn 20. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi á þriðjudag og árdegis æ miðvikudag til Patréksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Súgandafjarðar, Ísaíjarðar, Siglufjarðar, Dalvikur,' Akur- eyrar, Húsavíkur, Kópaskers, Baufarhafnar og’ Þórshafnar. — Farseðlar seldir ú fhnmrtu- dag. ÞJÓÐVILJANN INNI í BLAÐiNU:

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.