Þjóðviljinn - 15.11.1959, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1959, Blaðsíða 12
Ný ljóðabók eftir norska sendikenn- arann Ivar Orgland komin út Bókin, sem hefur hlotið mjög góða dóma í Noregi, er nú komin hér í hókaverzlanir í sl. mánuði kom út í Noregi ný ljóðabók eftir norska sendikennarann hér við háskólann, fvar Orgland, nefn- ist hún Mjöd og malurt og hefur hlotið mjög góða dóma i norskum blöðum. Hún er nú komin hér í bókaverzlanir. Ivar Orgland er okkur Is- lendingum að góðu kunnur bæði eem skáld og Ijóðaþýð- andi. Hann hefur áður gefið ut eina frumorta ljóðabók og einnig hefur hann gefið út í Noregi þrjár bækur ljóðaþýð- ánga úr íslenzku, sem allar hafa hlotið góða dóma þar í landi og verið ómetanleg kynning á íslenzkri ljóðlist. Á næsta ári mun væntanleg fjórða bókin í röðinni af þýð- ingym Orglar.ds á íslenzkum Ijóðum, að þessu sinni eftir Stein Steinar. Hin nýja ljóðabók Orglands nefnist Mjöd og malurt og kom bún út hjá Fonna-forlaginu í byrjun október s.l. Hefur hún hlotið óvenjugóðar móttökur í Noregi. Bókin er allýtarleg að efni, flytur eingöngu ádeilu- og skopkvæði. Efni hennar skipt- ist í þrjá flokka auk inngangs- kvæðis, er nefnist Den hengde, en þar lætur hann þann upp- festa gera upp reikningana við dómara sína. Fyrsti flokkurinn er kímnikvæði um þá, sem þykjast og reyna að vera meiri menn heldur en þeir eru. I öðrum flokknum eru gaman- söm kvæði um ástarhneigð mannsins og loks eru í siðasta flokknum fjögur kvæði um norræn efni. Þótt kvæðin í þessari bók Orglands séu gamansöm að yfirbragði er jafnframt í þeim falin ádeila, og oftast er það gamansöm ádeila, sem hittir beinast í mark. Með þessari 30-40 myndir seldust á 1 klst. Bjarni Guðmundsson frá Höfn í Hornafirði opnaði málverkasýningu sína í Bogasal Þjóðminjasafnsins « kl. 2 e.h. í gær. Á sýningunni eru um 70 ■ myndir og seldust um helm- ingur myndanna á fyrsta klukkutima sýningarinnar. Námskeið í fim- leikum fyrir kvenfólk Glímufélagið Ármann býrj- ar námskeið í fimleikum fyrir kvenfólk í þremur flokkum n.k. mánudag 16. nóv. í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Eitt þessara námskeiða er fyrir giftar konur, frúarflokk- ur og stendur það í ,2V2 mán- nð, verða æfingar á mánudög- um kl. 9—10 síðd. og fimmtu- dögum kl. 8—9 síðd. Þá er námskeið fyrir telpur á aldrinum 12—14 ára, ung- lingaflokkur og verða æf- ingar þeirra á mánudögum frá kl. 7 til 8 og miðvikudög- um frá kl. 8 til 9. Þriðja námskeiðið verður fyrir telpur á aldrinum 9 til 11 ára, og verða æíingar á mið- yikudögum frá kl. 7 til 8. Kennari á þessum námskeið- um verður ungfrú Valborg Sig- urðardóttir íþróttakennari. AU- !ar nánari uppl. um námskeiðið gefnar í skrifstofu Ármanns íþróttahúsinu, sími 133 56, er hún opin á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, frá kl. 7.30 til 9.30. Studentafundur Framhald af 1. síðu. stjórn íslénzka íhaldsiili. Stúdentar — fjölmennum á fundinn á morgun og gerum 1. desember að baráttudegi fyr- ir sjálfstæði íslands. Kínverjar af- henda fanga Tíu indverskir landamæraverð- ir, sem teknir voru höndum í átökum við kínverska landa- mæraverði á dögunum voru af- iventir indverskum yfirvöldum í gær. Lik níu indverskra varðmanna, sem féllu í átökunum voru einn- ig afhent Indverjum. Fulltrúar indverskra og kínverskra yfir- valda mættust á staðnum þar sem átökin áttu sér stað hinn 23. október sl. og sömdu þar um afhendingu fanganna. Ekki hefur verið getið um mannfall Kín- verja í áðurgreindri viðureign. IVAR ORGLAND bók sýnir Ivar Orgland nýja og skemmtilega hlið á skáLl- gáfu sinni og er ekki að efa, að marga mun fýsa að lesa bókina. ekki síður Islendinga en Norðmenn, enda munum við hafa lagt skáldinu okkar skerf af efni hennar, svo kunnugur sem hann er orðinn kostum okkar og göllum. Ytri búningur bókarinnar er einkar smekklegur og hún er skreytt mjög skemmtilegum teikningum eftir einn fremsta listamann Noregs á því sviði, Hedland. þlÓÐVILIINN Sunnudagur 15. nóvember 1959 — 24. árgangur — 251. tölublað Frá Hafnarstjórn til lýðveldis endurminningar Jóns Krabbe komnar út Út eru komnar hjá Almenna bókafélaginu bækur mán- aðarins fyrir október og nóvember. Október-bókin er Frá Hafnarstjórn til lýðveldis — minningar Jóns Krabbe ritaöar af honum sjálfum, en nóvember-bókin heitir í sumajrdölum ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Frá Hafnarstjórn til lýðveld- is er 266 bls. auk nafnaskrár og myndasíðna, 18 að tölu. Bókinni er skipt í 6 kafla, er ná yfir tímabilið frá 1899-1953. Fjallar hún fyrst og fremst um menn og málefni, er snerta samskipti Islands og Danmerk- ur á þessu tímabili. Hefur Jón Krabbe haft einstakt tækifæri til þess að fylgjast með þessum málum og verið ná'kunnugur ís- lenzkum og dönskum valda- mönnum, og einnig oft átt sjálfur hlut að máli. Frásögn hans er yfirlætislaus, en hann Bókamarkaður hefst í Ingólfsstræti á mánudaginn kemur — Margar toríengn- bækur verða þar til sölu Á mánudaginn kemur hefst í Ingólfsstræti 8 nýr bóka- markaður og verður þar margt gamalla og torfenginna bóka. i Að markaði þeesum standa tveir fornbóksalar, Bóka- skemma Jóns úr Vör og Stef- án Guðjónsson fornbóksali á Klapparstíg. Næstu 10 daga verður Jón úr Vör með bækur úr sinni Námskeið fyrir kórfólk að hef jast í Reykjavík Einhvern næstu daga hefst hér í Reykjavík sex mán- aða námskeið fyrir kórfólk og aðra þá, sem hug hafa á að starfa í söngkórum. búð. Eru það aðallega dálítið af fágætum bókum, tímarits- hefti. barnabækur og allskonar smárit sem vegna þrengsla í venjulegum fornbókaverzlun- um hverfa á bak við aðrar stærri bækur og því lítt tekn- ar fram nema á markaði einu sinni á ári. Að 10 dögum liðnum tekur Stefán við með sínar bækur og verður væntanlega tóm til að segja frá þeim þegar þar að kemur. Að þeim tíma liðnum hafa þeir sameiginlegan markað til jóla og verður þá einnig tölu- vert af nýrri bókum fyrir gott verð. Námskeiðið verður starfrækt^' sem deild úr söng- og óperu- skóla ítalska söngkennarans Vincenzo Demetz, en opið öll- um kórfélögum, konum sem körlum, og öðrum áhugamönn- um um kórsöng. Þátttakendur í námskeiðinu þurfa að ganga undir hæfnispróf í upphafi, en kennt verður tvö kvöLd í viku hverri, tvær klukkustundir í viku hverri, tvær klukkustund- ir í hvort skipti. Kennslugjald er mjög í hóf stillt. Kennarar á námskeiðinu verða þeir Ragnar Björnsson hljómsveitar- og söngstjóri og Vincenzo Demetz söngkennari. Kennir sá fyrrnefndi nemend- um að eyngja eftir nótum og þjálfar heyrnarskyn þeirra, sá síðarnefndi annast raiddþjálfun. 1 viðtali við fréttamenn í gær kváðust þeir Ragnar og Dem- etz lengi hafa haft í huga að stofna til námskeiða fyrir kór- fólk. Til þessa hefði mjög skort á að söngfólk í kórnum ætti kost á nauðsynlegri til- sögn, t.d. þjálfun í að syngja eftir nótum. Án hæfilegrar Framhald á 3. síðu Hi. Álafoss stofnar dagheimili fyrir börn starfsfólks síns Barnanna verður þar gætt og þeim séð íyrir íæði og aðhlynningu meðan á vinnu stendur Á morgun tekur til starfa að Álafossi dagheimili fyrir börn verksmiðjustarfsmanna, sem verksmiðjan hefur komið á fót. Er hér um algera nýjung að ræða hér á landi sem vafalaust á eftir að ryöja sér til rúms. Fréttamönnum var boðið að skoða dagheimilið á föstudag- inn og skýrði forstjóri verk- smiðjunnar, Ásbjörn Sigur- jónsson, þeim frá tildrögum að stofnun þess og frá rekstrar- fyrirkomulaginu. Heimilið, sem er ætlað börn- um starfsfólks verksmiðjunnar, verður opið alla virka daga nema laugardaga frá kl. 7.15 að rnorgni til kl. 18.15 að kvöldi. Heimilið sér börnunum fyrir hádegismat og mjólk og brauði tvívegis á dag og auk um að koma með börnin og sækja þau og gæta þess vel, að þau séu skjóllega klædd. V erksmið jan hefur komið upp húsi fyrir heimilið. Er þar rúmgóð leikstofa með til- feeyrandi leikföngum, hvíldar- herbergi með kojum fyrir börnin, þar sem þau geta hvílzt og sofið, eldhús og matstpfa. I kring um heimilið er afgirt leiksvæði með nokkrum leik- tækjum, en þeim verður fjölg- að með vorinu, m.a. verður þar þá komið fyrir bæði strætis- þess verður þeim gefið lýsi ragni og báti. daglega, Foreldrar skulu sjá' Framhald á 3. síðu. hefur frá mörgu að segja, sem flestum er ókunnugt áður. Hæglát kýmni gefur frásögn- inni skemmtilegan blæ. Frá Hafnarstjórn til lýðveld- is er frumrituð á dönsku, en Pétur Benediktsson bankastjóri hefur snúið henni á íslenzku. Kemur hún samtímis út á is- lenzku og dönsku. I sumardölum er önnur ljóðabók Ilanesar Péturssonar, en fyrsta bók hans, sem kom út 1955 vakti, eins og kunnugt er gífulega athygli, fyrsta út- gáfa henar seldist upp á skömmum tíma, enda má segja, að með henni hafi Hannes Pét- urssonar skipað sér í hóp beztu íslenzkra skálda. Þessari nýju bók H.P, er skipt í fjóra kafla, er hann nefnir: I faðmi sólar- innar, Ástir, Sumardalirnir munu blikna og Söngvar til jarðarinnar. Ljóðin eru alls 51 og flest ort á síðustu þremur eða fjór- um árum. Sér þess glögg merki að þessi ár hafa verið skáldinu góður t|-ni, og er hér áreiðan- lega um að ræða viðburð í ís- fenzkum bókmenntum. Almenna bókafélagið gefur þessa bók út í samvinnu við Helgafell. Bækurnar hafa verið sendar umboðsmönnum Almenna bóka- félagsins út um land, en fé- lagsmenn í Rvík vitji þeirra í afgreislu félagsins, Tjarnar- »ötu 16. Sigurður á Foss- hóli látinn Akureyri í gær. Aðfaranótt sl. fimmtudags Iézt Sigurður Lúther Vigfússon bóndi á Fosshól af afleiðingum hjarta- bilunar. Sigurður var landskunnur maður vegna sérkennilegs per- sónuleika og óvenjulegs létt- lyndis. Hér nyrðra var hann þó ekki sízt þekktur vegna frábærr- ar lipurðar og greiðasemi við hvern sem til hans leitaði og þeir eru margir sem eiga honum skuld að gjalda að leiðarldkum. Sigurður átti sér fáa líka og hans verður víða saknað í vina- hópi. — Hann var aðeins 58 ára að aldri. Skautasvell á Pollinum Akureyri í gær. f-nótt og dag hefur verið hér bjartviðri og 12—15 stiga- frost og er Pollinn mikið farið að leggja. Síðdegis í dag sáust hinir fyrstu koma út á ísinn á skaut-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.