Þjóðviljinn - 15.11.1959, Page 6

Þjóðviljinn - 15.11.1959, Page 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur 15 nóvember 1959 PrentsmlðJa Þjóðvlljaab öameimiiKnrtioKKur alpýðu - öosiaiistaflofckurinn. - Kitstjorar víairnVis KJartansson <áb ). Sleurður Ouðmundsson. - Préttarltstjórl: Jón öJarnason. - Blaðamenn: Ásmundur Sigrurjónsson. Eystelnn Porvaidsson ‘uðniundur Vigíusson. Ivar H Jónsson. MaKnUs Torfi Ólafsson. SlguröUT PrlðbJófsson Auglýsln^astjórl: Ouðgelr Magnússnn - BltstJórn aí- “USrÍý‘'^r>t»« - nrootRmiðin • 8kóln vórðustív S1ml n-500 linur). — Áskrlftarverð kr. 30 á mónuðl. - Lausasftluverð kr 3 Úti á þekju TT’ngin stórnmálaskrif á ís- ■“•'* landi eru jafn barnaleg og fjarstæð veruleikanum og for- ustuvreinar Albýðublaðsins. Oft er svo að sjá sem höfundar þeirra fylgist alls ekki með því sem er að gerast í kring- um þá. heldur séu staddir úti á einhverri annarlegri þekju. Þannig skrifar leiðarahöfundur blaðsins i gær fiálglega grein um það að Albýðuflokkurinn ]á*i rnáiefnin ráða: ..Alþýðu- flr>kktii-inn lætur hins vegar rnálefni ráða því með hverjum hann vinnur hveriu sinni. Hann hefur unnið með öllum hinum stjórnmálaflokkum landsins og þannig framkvæmt mörg bar- áttumál sín gömul og ný. Al- þýðuflokkurinn mun hafa sama hátt á í framtíðinni . . . Al- þýðuflokkurinn var til þess stofnaður að gegna hlutverki sínu í íslenzkum stjórnmálum en ekki til þes að vera í hús- mennsku hjá öðrum. Þess vegna spyr hann um málefni, þegar f amstarf og stjórnarmyndun ber á góma hverju sinni. Þessa hefur hann spurt Alþýðubanda- iagið, Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn — og gerir enn“. Leiðarahöfundur Alþýðublaðs- ins virðist þannig halda að undanfarið hafi átt sér stað allsherjarviðræður allra stjórn- málaflokkanna, þar sem flokk- arnir hafi lagt fram hugðarefni sín og baráttumál, og séu leið- togar Aiþýðuflokksins nú að meta hverjir bjóði bezta fram- kvæmd á hugsjónum Alþýðu- flokksins. Hann virðist ekki hafa hugmynd um að síðustu vikurnar hafa forsprakkar Al- þýðuflokksins setið á leynifund- um með íhaldsleiðtogunum ein- um saman. Það virðist hafa farið aigerlega fram hjá hon- um að Framsókn bauð Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalag- inu til viðræðna um málefna- samning og myndun ríkisstjórn- ar, en leiðtogar Alþýðuflokks- ins hafa ekki svo mikið sem anzað því boði. En kannski veit leiðarahöfundur blaðsins þetta alit en er aðeins að reyna að stuðla að því að fá- fræði lesenda sinna verði sem algerust. og er það raunar í samræmi við annað efni blaðs- ins. i TVTei. leiðtogar Alþýðuflokksins -*• ’ eru sannarlega ekki að hugsa um málefni eða kanna viðhorf annarra flokka til þeirra. Þeir eru ráðnir í hús- mennsku til' Sjálfstfeðisflokks- ins og hefja það ráðningar- skeið af fyllstu undirgefni. Þeir þvarga um það eitt hvernig skipta skuli embættum og bitl- ingum. Og stefnan? Þeir segj- ast vera reiðubúnir til að fram- kvæma aila stefnu Sjálfstæðis- flokksins — að svo miklu leyti sem íhaldið þorir það! Fyrirmyndarríkið: Fjórar milljónir atvinnuleysingja ¥>jartsýni er góð, en hún getur " leitt til jafnóþægilegra at- vika og þeirra, að mikilsvirtur ráðherra verður að éta hattinn sinn opinberlega. Þetta kom íyrir James Mitchell verkalýðs- rnálaráðherra Bandaríkjanna, nú í vikunni. Hafði hann í apríl í vor heitið að fram- kvæma þessa óvenjulegu at- höfn, ef tala atvinnuleysingja i Bandaríkjunum yrði ekki komin niður fyrir þrjár millj- ónir í október. En tala atvinnu- ieysingja í Bandaríkjunum um síðustu mánaðamót varð yfir íjórar milljónir manna, og iey.sti ráðherrann þraut sína möð þeim undanbragðshætti að borða opinberlega hatt úr sæta- brauði. IT’rétt þessi er alvörufrétt, enda þó hún hafi reyndar fyrst og, fremst orðið að heimsfrétt vegna þessa skoplega og mjög bandaríska atviks með hatt ráðherrans. En bak við skopið er staðreyndin unt fjórar millj- ónþ- atvinnuleysingja í Banda- ríkjunum nú í haust, og viður- kenningin á því að bandarísk stjórnarvöld hafi staðið mátt- laus eðai viljalaus gagnvart því óhemjulega böli sem þessi tala — fjórar milljónir — felur í sér. Fréttin er mikið umhugs- unarefni íslenzkri alþýðu. Bandarísku fiokkarnir hér á landi, flokkarnir sem kölluðu hingað bandarískan her, láta stanzlaust d^nja á íslendingum áróður um hin afburða góðu kjör verkamanna í Bandaríkj- unum, og er þá jafnan miðað við hæst launuðu verkamenn og iðnaðarmenn. En hinu var- anlega, stórkostiega atvinnu- ieysi í Bandaríkjunum er venjulega gleymt í þeim á- róðri, og hefur það komið harkalega niður á íslenzkum fjölskyldum sem trúað hafa bandaríska áróðrinum og lof- söngvum íslenzkra Bandaríkja- leppa og beiniínis flutzt úr „eymdinni" á íslandi í „sæl- una“ vestra. Einn þeirra, sem þóttist að vísu hafa orðið ofan á og komizt í gróðann, skýrði frá því heimkomínn, að þar væri gaman að vera verktaki. Ef vantaði tvo ménn vaéri bara áuglýst. Nógir kæmu ög tíu rrianns værn, tekpjr í vinnu einn-dág, og að ;hórium loknurn væri hægt að velja úr þá dug- legustu og þá sem atvinnurek- andanum fellur bezt við. Hinir látnir fara. ;.s.. i W j£h m viimingsskákin Eftirfarandi skák er styzta skákin sem tefld var á nýaf- stöðnu kandídatamóti, að und- anteknum hinum fáu „stór- meistarajafnteflum“. Að ó- reyndu myndi maður vart trúa því, að fvrrverandi heimsmeist- ari stýrði þar hvíta iiðinu. Hvítt: Svart: Smisloff Gligoric Kóngs-indvers vörn 1. d4 Rf6 Friðrik 2. c4 gG 3. Rc3 Bg7 4. Bg5 (Fremur sjaldgæfur leikur, en ekki slæmur. Algengara er 4. e4, 4. Rf3 eða 4. g3.) 4. ------- c5 5. dxc5 (Einnig þessi leikur er tefl- andi fyrir hvítari, þótt eðli- legra virðist 5. d5 eða 5. e3.) 5.------- RaG ¥¥vilik aðstaða á vinnumark- aðinum, munu þeir íslenzk- ir atvinnurekendur hugsa sem á undanförnum árum hafa orð- ið að búa við það ástand á ís- landi að heita má næg atvinna handa öllum vinnufærum mönn- um. Er ekki von að þeir dá- semi atvinnuástandið og verka- mannakjörin í Bandaríkjunum þar sem fjórar milljónir at- vinnuleysingja á þessu hausti munu tryggja bað að slegizt er um vinnuna. En íslenzkir verka- menn þurfa að vita að í öllum auðvaldslöndum er atvinnu- leysi og víða mikið, nema á ís- landi. Sú einkennilega stað- reynd byggist eingöngu á því, að hér á landi hefur hin rót- tæka verkaiýðshreyfing haft miklu meiri áhrif á þróun þjóð- málanna en í öðrum „vestræn- um“ ríkjum, og hefur m. a. stuðlað að því að íslendingar hafa gert stórsamninga um af- urðasölu við sósíalistísku lönd- in, sem búa kreppulausum á- ætlunarbúskap. Sú sérstaða veldur því, að ísland hefur ekki enn sogazt í hræsvelg eftirstríðskreppu auðvalds- heimsins, sem hingað til hefur verið að nokkru falin í gífur- legri hergagnaframleiðslu stór- veldanna, en er að blossa upp og veldur atvinnuleysi og neyð. 6. g3 Rxc5 7. Bg2 dG 8. Hcl’ (Fyrsti liður áætlunar, sem reynist miður vel. En Smisloff finnst svartur fá of þægilegt tafl eftir 8. Rf3, Rf—e4 o. s. frv.) 8.--------- 0—0 9. b4? (Smisloff veikir stöðu sína of mikið, áður en hann hefur lokið liðsskipan sinni. Betra var 9. Rf3, Rf—e4, 10. Bd2, Rxd2, 11. Dxd2 o. s. frv., enda þótt hvitur yrði þá af með hlunnindi biskupaparsins.) 9. --------------ReG 10. Bd2 a5 11. a3 (11. b5 gæfi svörtum reitinn c5 til frambúðar.) 11. -------------axb4 12. axb4 Rd4 13. Rh3? (Eftir þennan leik á Smisl- off sér varla viðreisnar von. Betra var 13. e3, Rc6, -14. Db3, Be6, 15. Rf3 og hvítur sýnist halda velli, þótt svartur standi betur.) 13. --------------Be6 14. Rd5 Rxd5 15. cxd5 Bd7 (Nú á hvítur ekkert nothæft svar við hótuninni------Ba4.) 16. Hc3 (Við 16. Bc3 kæmi 16. — — — Ba4, 17. Dd3, Bb5 o. s. frv. Nú hyggst Smisloff svara 16.------Ba4 með 17. Dbl, en Tal Gligoric á sterkara framhald). 16. -------Ha2! (Hótar — — — Ba4 af tví- efldum krafti. Skársti úrkost- ur Smisloffs væri nú 17. 0—0, þótt það bjargi ekki skákinni.) 17. Dbl(?) Da8! (Þegar einni hótun er and- æft kemur önnur sterkari. Gligoric teflir skák þessa mjög markvisst.) 18. Hcl Bf5 og Smysloff gefst upp. 19. e4 strandar á 19. — — — Bxh3, 20. Bxh3, Rf3? o. s. frv. l Hér kemur svo loks skák Tals og Friðriks úr 18. um- ierð með skýringum Frey- stelns Þorbergssonar. Hvítt: Svart: Tal Friðrik S,pánskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0—0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0—0 8. c3 d6 9. h3 Rd7 10. d4 Rb6 11. Rb—d2 (Fram áð' þessúm leik var fylgt skákinni Gligoric—Frið- rik frá 17. umferð.- Gligoric ?ék 11. Be3, eins -og- skákfræðip mælir með og Tal hefur venju- lega leikið áður). 11. -------------exd4 12. cxd4 d5 (Áður hefur verið talið. að þessi leikur, sem kenndur er við búlgarska meistara. gefi svörtum jafnt tafl.) 13. Bc2! (Mikilvæg endurbót hjá Tai. Reynzla síðustu ára hefur sýnt, að hvorki 13. e5, Bfö né 13. exd5, Rxd5, gefur hvítum betra tafl). 13. ------------ Be6 14. e5 Dd7 15. Rb3 (Til tilbreytingar velur Tai nú einu sinni rólega stöðubar- áttu. Næstu leikir hjá hvítum stefna að því. að ná þrýstingi á c-iínunni og staðsetja mann á c5. Svartur virðist ekki eiga vörn við því). 15. Ra4 16. Bg5 Rb4 17. Bxe7 Dxe7 18. Dbl! h6 19. Hcl! Ha-c8 20. Bh7f? (Alvarleg skyssa, sem veld- ur straumhvörfum í skákinni. Rétt var 20. Rc5! og eftir 20. ------— Rxc5, 21. Bh7t, Kh8 22. Hxc5, ^6, 23. a3, Bf5, 24. Dcl! ynni hvítury þar sem báð- ir reitirnir h6 og b4 verða ekki varðir.) 20. --------Kh8 21. Rc5 yfi! (Nú verður hvítur að fórna manni, þar sem hrókurinn stendur í vegi fyrir drottning- unni á cl og svartur hótar Bf5.) 22. Bxg6 Rxc5 23. Hxc5 fxg6 24. Dxg6 Hf7 (Hér bjuggust ýmsir við framhaldinu: 24. — — Bf5, 25. Dxhöf, Dh7, 26. Dxh7f, Kxh7, en eins og Tal tjáir okkur mun leikur Friðriks sízt iakari.) 25. DxhGf Hh7 26. Df6f Dxf6 27. exf6 Rd3 28. Hc6 Bd7 29. Hxa6 Hg8 30. h4 Hvítt: Tal. ABCOEFGH 30.----- — Rf4? Framhald á 10. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.