Þjóðviljinn - 07.01.1960, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Síða 1
1 VIUINN Fimmtudagur 7, janúar 1960 — 25. árgangur — 4. tölublað Iíeilir seldi síld Togarinn Keilir frá Hafnar- firði seldi síldarfarm í Bremer- haven í Vestur-Þýzkalandi í gærmorgun. Farmurinn var á þriðja hundrað lestir og fengust íyrir hann 148 þús. mörk. Leitin í gœr árangurslaus Leitinni að vélbátnum Raínkeli GK 510 og áhöfn hans var haldið áfram í gær en án árangurs. Er nú fullvíst talið að skipverjar allir, 6 að tölu, hafi farizt með bátnum. Skipverjar á vb. Rafn- keli vóru þessir: Garðar Guðmundsson skip- stjóri, til heimilis í Vík í Garðahreppi, 41 árs að aldri. Hann lætur eftir sig konu og 9 börn, á aldrinum 4—17 úra. Björn Antoníusson stýri- maður, til heimilis Skipa- sundi 31, Reykjavík, 30 ára. Lætur eftir sig' konu og tvö börn. Vilhjálmur Ásmundsson vél- stjóri, til heimilis Suðurgötu 6, Sandgerði, 33 ára. Lætur eftir sig konu og 4 börn. Magnús Berentsson mat- sveinn, til heimilis Krókskoti, Sandgerði, 42 ára. Ókvæntur. Bjó hjá öldruðum foreldrum. Jón Björgvin Sveinsson há- seti, til heimilis Uppsalavegi 4, Sandgerði, 36 ára. Lætur eftir sig unnustu, tvö börn og aldraða móður. Ólafur Guðmundsson há- seti, til heimilis Arnarbæli, Miðneshreppi, 36 ára. Ó- kvæntur. Bjó hjá öldruðum foreldrum. Brak úr bátn- um rekur Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, fundu menn sem gengu á fjörur í fyrra- dag rekinn lóðabelg af Raín- keli og þilfarsplanka. Fannst þetta í Kirkjuvogi í Höfn- um. í fyrrakvöld og gær fannst brak úr bátnum á Stafnesi. Var þar á meðal hurð úr stýrishúsi bátsins, tvær hurð- ir af lúkarskappa, lestarhler- ar og fl. úr lestum. Leitað í gær Tvö varðskipanna leituðu í alla fyrrinótt og í gær. en án nokkurs árangurs. Einnig hóf landhelgisgæzluflugvélin Rán leit með birtingu í gær- morgun og leitaði meðan bjart var. Garðar Guðmundsson Vilhjálmur Ásmuudsson Björn Antoníusson Jón Bjiirgvin Sveinsson Ólafur Guðmundsson uveri RáSsföfun fil oS fela hefur en áÖur gjaldeyris mál SolumiÖsföSvarinnar og gróÖa hraÖfrysfihúsanna Á fundi útgeröarráðs sl. mánudag var samþykkt aö | hærri upphæð. Skoraði Þjóðviij- Bæjarútgerö Reykjavíkur geröist aöili aö Sölumiöstöö hraöfrystihúsanna, en í því felst aö Sölumiðstööin mun eftirleiöis selja framleiöslu Fiskiöjuversins; þaö annaö- ist hinsvegar sjálft sölu á framleiöslu sinni meöan þaö var ríkiseign. Er þá oröin alger einokun á allri sölu á freöfiski; selur Sölumiöstööin meginhlutann, en SÍS lít- inn hluta, og hafa þessir tveir aöilar hina nánustu samvinnu sín á milli. Tillaga um aðild Bæjarútgerð- arinnar að S. H. var samþykkt með 4 atkvæðum Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins gegn atkvæði Guðmundar Vig- fússonar. Lagði Guðmundur til að (riskiðjuverið héldi áfram að selja framleiðsluvörur sínar í eigin umbúðum og með eigin yörumerki. Skilaði mun meiri gjaldeyri Þegar hin ágæta ríkiseign, Fiskiðjuverið, sem skilaði stór- felldum hagnaði, var selt í fyrrasumar, benti Þjóðviljinn á það að ein meginástæðan til læss að stórgróðamenn vildu það I ríkisfyrirtæki feigt væri sú að það gæfi tilefni til mjög hættu- legs samanburðar fyrir Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna. Reynslan hafði semsé sýnt að Fiskiðjuvcrið skilaði gjaldeyri fyrir útflutning sinn miklu fyrr en Sölumiðstöðin, og skilaði yfir- leitt mun meiri gjaldeyri fyrir sambærilegar siilur, oft 10% inn á ráðamenn Sölumiðstöðvar- innar að gera grein fyrir því hvernig á þessum mismun stæði, en þeir þögðu af alefii. Þá skor- aði Þjóðviljinn á Gjaldeyriseft- iriit Seðlabankans að gera grein fyrir gjaldeyrisskilum þessara tveggja aðila, en Gj aldeyriseft- irlitið hafði ekki meiri áhuga á því máli en levnireikningi olíu- félaganna. í stað þess að gera grein fyrir málinu var Fiskiðju- verið selt, og' nú er verið að innlima það í einokunarkerfi Sölumiðstöðvarinnar til þess að firra Jón Gunnarsson og félaga hans öllu eftirliti og gagnrýni. Var gróðinn 200 milljónir? Annað atriði sem stórgróða- mönnum var þyrnir í augum var það að Fiskiðjuverið birti opin- berlega reikninga um hag sinn og afkomu — en Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna birtir sem kunnugt er enga reikninga. Ár- ið áður en Fiskiðjuverið var selt sýndu reikningar þess á- góða sem nam hátt á fjórðu milljón króna. Þá framleiddi Fiskiðjuverið um 1,7% af freð- JSIatrésfagnað- urinn er í Iðfié í dag Það er kl. 3 síðdegis í dag sem jólatrésfagnaður Sósíalistafélags Reykja- víkur, Kvenfélags sósíal- ista og ÆFR hefst í Iðnó. Urðu fyrir VL-bíl Laust fyrir klukkan 10 í gærkvöld varð umferðarslys á þjóðveginum í Mosfells- sveit rétt austan vift Lágafell. Var bifreið frá bandariska hernámsliðinu ekið á tvo veg- farendur, mæðgin, sem komu gangandi eftir veginum í gagnstæða átt. Vegfarendurn- ir sem meiddusí eru Ólöf Helgadóítir húsfreyja á ný- býlinu Bjargarstiiðum og sjö ára gamall sonur hennar Gunnar Benediktsson. Konan fótbrotnaði og drengurinn meiddist einnig allmikið. Voru þau bæði flutt í Land- spítalann. Meðal skemmtiatriða: Jólasveinninn kemur í heimsókn, sögð verður saga, kvikmyndasýning, veitingar. Kynnir verður Gestur Þorgrímsson. Aðgöngumiðar verða. seldir í Tjarnargötu 20 sími 17510 frá kl. 10 í dag og í Iðnó frá kl. 2, það sem eftir kann að verða af miðum. Verð miða er 30 krónur. Framhald á 10. síðu. ................

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.