Þjóðviljinn - 07.01.1960, Side 11

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Side 11
iFimmtudagur 7. janúar 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (13. H. E. BATES: ■ !!■■■———r— ii rnn——b RALÐA SLÉTTAN Þegar þeir voru búnir að leggja Carrington frá sér þar sem skugginn var þéttastur, sá Forrester sér til undr- unar að Blore hafði einnig haft pokann með sér- Forrester lét fallast niður á jörðina, hálförmagna, beygði höfuðið niður yfir hnén og svitinn rann af því eins og dropar úr þakrennu og hann sá útundan sér hvernig Blore opnaði pokann og lagði innihaldið á sandinn. Og svo tók hann hendurnar upp úr pokanum. Og hann bandaði þeim í átt- ina til sólarinnar. Ilann tók af sér hjálminn, Andartaki síðar var Forrester sjálfur kominn með hjálminn á höf- uðið, Blore hafði troðið honum á höfuð hans með næst- um skipandi látbragði. Hann reikaði aftur út í sólskinið. Undan hjálminum sýndist honum reykmökkurinn og dótið sem Blore hafði skilið eftir, vera mjög langt í burtu. Birtan og þreytan virtust eyðileggja fjarlægðarskyn hans. Sem snöggvast íannst honum sem framundan væri ekki þröngi dalurinn milli lágra ása og kjarrgróðurs, heldur sléttan öll, glamp- andi í síðdegishitanum, jöðruð rauðri móðu fjallanna. Eftir andartak áttaði hann sig betur. Á göngunni þurrk- aði hann svitann úr augum sér. Hendur hans voru ryk- ugar og rykið breyttist samstundis í þunna leðju, sem þornaði á augabragði á andliti hans og blotnaði síðan aft- ur þegar hann svitnaði á ný. Þegar hann var búinn að endurtaka þetta nokkrum sinnum, vissi hann að það var til einskis og leyfði svitanum að renna og streyma eins og verkast vildi. Og þá var hann líka búinn að fá yfirsýn yfir dalinn. Ilann var svo sem hundrað og fimmtíu metrar ' á breidd. Flugvélin hafði rekizt á í skógarjaðrinum og það hafði kviknað í fáeinum skrælnuðum trjám. Þau brunnu með hreinum loga og vörpuðu gullnum bjarma á skuggana undir trjánum. Og hann fann hitann frá eldinum leika um sig eins og hann stæði hjá bræðsluofni og svart sót og neistaflug lék um andlit hans eins og heitt, þurrt regn. Hann komst að föggum Blores og fór að tína þær saman.e^ Hann spennti byssubeltið um mittið á sér. Handtaskan hafði orðið eftir í vélinni. Nú var ekki annað eftir en gasgríman og vatnsflaskan- Hann hristi flöskuna nokkrum sinnum og gizkaði á að hún væri axlafull. Hann tók upp gasgrímuna. Hylkið hafði opnazt. Honum til undrunar var engin gríma í því heldur hrúga af alls konar smádóti: skæri, vasaklútar, naglaþjöl, hárvatn, aspirínflaska, fáein bréf. Hann tróð þessu aftur inn í hylkið í flýti, lokaði því og axlaði það. Á leiðinni til baka fann hann til skynailegs ótta. í ofsa- birtunni kom hann hvorki auga á Carrington né Blore. Það var eins og þeir hefðu horfið, gufað upp. Hann leit allt í kringum sig og honum fannst hann vera einn í þessum örfoka dal. Sár einmanakend lagðist að honum eins og mara. Hann langaði mest til að taka á rás. En uppúr þessari skelfingu sá hann höfuðið á Blore. Hann var alveg nauðasköllóttur og höfuðið virtist hanga í lausu lofti í fimmtíu metra fjarlægð. Það bar við grágrænan frumskóginn eins og feitur, fullþroska ávöxtur á tré. Þegar hann kom til þeirra andartaki síðar, var hann bú- inn að gleyma skelfingunni, einmanakenndinni og níst- andi birtunni. Blore var kominn úr jakkanum og hafði Elsku bróðir okkar UNNSTEINN LÁRUSSON er andaðist 1. janúar að heimili systur sinnar, Miklu- braut 50, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. þ.m. kl. 10.30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd okkar systkinanna Ásta) Lárusdóttir. gert úr honum kodda handa Carrington. Pilturinn lá graf- kyrr með lokuð augu. Forrester tók af sér axlartöskuna, byssubeltið og vatnsflöskuna og fór síðan úr skyrtunni. Hún var rennvot af svita og hann fleygði henni hirðuleys- islega frá sér. „Brjóttu hana saman,“ sagði Blore. „Þú þarft að nota hana seinna.“ Eins og vélrænt tók hann uppp skyrtuna, braut hana saman með hægð, of undrandi til að koma upp orði- „Maður verður að hafa hugsun á öllu,“ sagði Blore. Hann kinkaði kolli. „Þetta var stórkosfleg lending hjá þér,“ sagði Blore. Forrester varð undrandi. Hann hafði engar hugmynd- ir gert sér um lendinguna, vissi varla hvernig hann hafði framkvæmt hana. „Hvernig líður Carrington?" sagði hann. „Við verðum að reyna að ná honum úr sokkunum,“ sagði Blore. „Fáðu mér töskuna. Það eiga að vera í henni skæri.“ Forrester var að því kominn að opna gasgrímuhylkið og taka upp skærin, þegar Blore náði sjálfur í töskuna og fór að rótá í henni. „Nokkrar asoir’'ntöI]ur ættu ekki að saka hann. Fjórar töflur. Ég hef mík1" tr.i á aspiríni. Það ættu að vera þarna tvær flöskur. Komdu með vatnið.“ Hann laut yfir Carrington sem opnaði au«”n. „Allt í lagi. Vertu ekki hræddur. Bara dál'.tið aspirín. Geturðu sezt upp?“ „Ég skal halda honum uppi,“ sagði Forrester. Hann hélt utanum Carrington með hægri handleggn- um. Blore tók við vatnsflöskunni og tók tapnann úr henni og Carrington vætti varirnar- „Jæja,“ sagði Blore. „Kyngdu nú.“ Hann fékk piltinum fjórar aspiríntöflur og hann bar þær veiklulega upp að muninum og saug þær upp ,í sig. „Kyngdu eins og þú getur,“ sagði Blore. „Hér er vatnið.“ Töflurnar molnuðu eins og kalk uppi í piltinum og vatnið skolaði þeim til. Hann tók á öllu sem hann átti til og kyngdi og brosti dauflega um leið. „Vertu rólegur," sagði Blore. „Liggðu bara kyrr.“ Forrester lét Carrington síga hægt niður á koddann sem Blore hafði gert honum úr jakkanum. Nazistadraugur Framhald af 4. síðu. Fólk í öllum löndum hrekkur upp við það að mannhaturs- stefna nazismans er enn lifandi og í hávegum höfð í Vestur- Þýzkalandi, •—- og það er tekið undir í flestum löndum Vestur- Evrópu. Það vekur ekki hvað sízt athygli, að það er ungt fólk sem framkvæmir óhæfu- verkin. Kynslóð Hitlers-nazism- ans er enn ekki liðin undir lok og henni hefur ekki aðeins mistekizt uppeldi æskulýðsins heldur hafa hinir gömlu hern- aðarsinnar laumað sínum á- róðri til æskunnar með sýnileg- um árangri. Gegn s'íkum ófögnuði hlýtur sérhver frjá'sborinn og heil- brigður æskumaður að snúast. Kvikmyndin Unternelimen Teu- tonenschwert er góð hugvekja og ábend’ng um það, að meðan morðing.jarnir eru enn á meðal okkar, getum við aldrei verið örugg fyrir mannhatri þeirra. Heimilisdag- békin íæst í næstu bókabúð. Útgeíandi. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstrætj 18 Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Ilálsmen, 14 og 18 kt. gull. liggja til okkar BlLASALAN Klapparstig 37 Simi 1-90-32 SanmavéSa- viðgerðir Fljót afgreiðsla SYLGJA, Laufásvegi 19. Sími 1-26-56. Heimasími 33-988 Rósir allt árið Mynstruö kjólaefni eru aijög í tízku, ekki aöeins á sumrin, heldur allt áriö um kring. Kjóllinn á mynd- inni er einn þeirra sem hentar á öllum tímum árs. Efniö er bómullarefni meö satínvend sem krypplast ekki, grænt cg brúnt mynstur á hvítum gmnni. Allar tegundir trygginga. Höfum hús og íbúðir til sölu viðsvegar um bæirn. Höfum kaupendur að íbúðum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.