Þjóðviljinn - 07.01.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 07.01.1960, Page 12
Talið er að um íkveikju hafi verið að ræða að Laugavegi 1 Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar eru nú taldar miklar líkur á því, að foruninn á Laugavegi 1 á gaml- árskvöld og nýársnótt hafi stafað af 'íkveikju. Komið hef- ur 1 ljós, að brotizt hefur ver- >ð inn í húsið, og hefur lík- lega verið farið inn um hurð á kjallara, en þaðan er hægt að komast inn í húsakynni Nýja bókbandsins í gegn um miðstöðvarherbergi. t skrifstofu Nýja bókbandsins höfðu skúff- ur verið teknar úr skrifborði og lágu þær eins og hráviði um gólfið. Þá hefur verið gerð tilraun til þess að brjóta upp forstofuhurð Nýja bókbands- ins og hefur það verið gert innanfrá. Það, sem bendir til, að um íkveikju hafi verið að ræða, er, að eldur var mestur á þrem stöðum í húsinu, og virðist helzt, sem kviknað hafi í á öllum stöðunum nálega sam- t’ímis. . Skiptimyntar- þjófar á ferð S fyrrinótt voru framin tvö innbrot hér í bænum. Brot- izt var inn í veitingastofuna, Adlon á Laugavegi 126 og var stolið þaðan peningakassa með um 1000 krónum. Þá var einn- ig brotizt inn hjá Bifreiða- stöð íslands. Þar var stolið um 3—4 þúsund krónum í pening- um og auk þess sælgæti og tóbaki. — Á báðum stöðun- um var mest af peningunum skiptimynt. Talið er nú sannað, að af neðri hæð hússins hafi eld- urinn komizt upp í húsakynni Prentmynda meðfram niður- failsröri, er liggur í gegn um steingólfið á milli hæðanna og hafi hann leynzt þar, þeg- ar talið var, að búið værj að slökkva í fyrra skiptið. Riddari í Austurstrœíi Um kl. 1 í gærdag renndi gljásvartur Fólksvagn að horni Útvegsbankans í Aust- urstræti. Út úr bifreiðinni steig al- brynjaður riddari, vopnaður löngu spjóti. Hér var á ferð einn félagi úr U.M.F. Aftur- eldingu í Mosfellssveit, ásamt tveim félögum öðrum og voru þeir komnir til bæjarins í þeim tilgangi að selja miða á álfabrennu þá er fram fór á íþróttavelli Aftureldingar i gærkvöld. í viðtali við riddarann kvaðst hann vera óvanur að bera búning sem þennan, en að stíga á hestbak, því væri hann vanur og það myndi hann gera þá um kvöldið, ásamt fleiri riddur- um. ,,Þó Fólksvagninn sé góður, þá er tilbreyting að stiga á hestbak“, sagði riddarinn. Vér spurðum hvort þetta væri í auglýsingaskyni gert. „Ekki eingöngu“, var svar- ið. „þetta er einnig þjónusta .við fólkið, til að forðast þrengsli og biðraðir, því við búumst við fjölmenni uppeft- ir“. Félagslíf stendur, með mikl- um blóma í Aftureldingu um þessar mundir og er þessi þrettándahátíð félagsins til fyrirmyndar, enda var miklu til kostað og unnu félagar vel að því að gera hana sem há- tíðlegasta og skemmtilegasta. Nánar verður sagt frá þessu í blaðinu á morgun. — r. Myndin var tekin í gærdag utanvið Útvegsbankann. — Ljósm. Sig Guðm. þlÓÐVIUINN Fimmtudagur 7 janúar 1960 — 25. árgangur — 4. tölublað Fasistar svivirða minnis- merki Roosevelts í Oslo Hatursheríerðin gegn gyðingum heldur áíram í Vestur-Þýzkalandi og víðar um heim Hakakrossfaraldurinn í Vestur-Þýzkalandi magnast enn. í gær var meira um svíviröingar í garö gyðinga og uppivöðslu nazista en nokkru sinni áður, síðan gyð- ingahatarar hófu ódæðisverk sín þar í landi um jólin. Faraldurinn heldur áfram að breiðast út um önnur lönd. í gær voru óhæfuverkin gegn gyðingum í Vestur-Þýzkalandi orðin svo mörg, að þau verða ekki talin lengur. Nazistar héldu áfram hatursherferð sinni um allt landið og í Vestur-Berlín. Sami ófögnuðurinn heldur áfram víða um heim. í gær bár- ust t.d. fregnir um gyðingaof- sóknir og nazistaupphrópanir í Brússel, Mexíkó og í Saloniki í Grikklandi. í fyrrinótt var eitt- hvert ógeðslegasta verkið af þessu tagi unnið í Osló. Þar voru orðin „Gyðinga-verzlunar- þraskarinn í Potstam" máluð á styttu Franklins Roosevelts Bandarikj aforseta. Nazistar verða að hverfa Gyðingahatrið er aðalefni blaða um allan heim. Brezka blaðið Guardian segir að aðal- hættan stafi ekki af fávísum unglingum með málningadollur. Hættulegastir séu hinir harð- sviruðu nazistar, sem enn séu í valdamiklum stöðum í Vestur- Þýzkalandi. Eina ráðið til þess að fá rotturnar til að skríða aft- ur inn í holur sinar væri að reka alla nazistaforingja úr hin- um háu embættum. Néw Chronicle segir að það sé skylda vesturþýzku stjórnar- innar að þæta fyrir þá van- rækslu sem hún hefur sýnt í því að kenna skólaæskunni sann- leikann um Hitler og ódæðis- verk nazista. Sami tónninn er í flest öllum stórblöðum heims. Þau krefj.ast þess, að stjórnarvöldin í Vestur- Framhald á 10. síðu. Breyttur lokunar- tími sölubúða Um næstu helgi breytist lokunartími sölubúða hér í Reykjavík. Verða þá söluþúð- ir opnar til klukkan 7 á föstu- dögum en lokað kl. 13 (kl. 1) á laugardögum. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinm = Þannig liafa fasistar á = E Spáni komið gyðingaha*iri = E sínu á framfæri. Þeir liafa = = klínt hakakrossi á kvik- E E myndaauglýsingu kvik- E E myndarinnar „Dagbók E E Önnu Frank“ í Barcelona. E E Það er bandarísk kvik- E E mynd sem hér er um að E E ræða og leikur Millie E E Perkins aðallilutverkið. E

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.