Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. janúar 1960 Sunnudagur 31. janúar 1960 — ÞJÓÖVILJINN (7 r ÓÐVIUINN Ötgeíandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurlnn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (ab.), Magnús Torfj Olaisson, Slgurður Guðmunas- Eon. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsínga- stjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgrciðsla, auglýsingar, prent- emlðJa: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). — Áskriítarverð kr. 30 á inánuði. — Lausasöluverð kr. 2.00. Prentsmiðja ÞjóðvilJans. ^ -----------------------------------/ /...................................................N \ Ekkert alþýðuheiniili uudanjiegið j^júrgunblaðið kveinkar sér sárlega í gær vegna þess að Þjóðviljinn varaði ríkisstjórnina við því að alþýðufólk á íslandi myndi snúast til varn- ar gegn þeirri stórárás á lífskjör vinnandi fólks í landinu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk- urinn eru nú að framkvæma. Er engu líkara en Morgunblaðsmenn hafi haldið að hægt væri að gera slíka árás á lífs'kjörin án þess að nokkur þeirra er fyrir árásinni yrðu hreyfði hönd eða fót. Svo vit- lausir eru þeir sem árásunum stjórna þó ekki í raun. Þeir vita fullvel, að gegn slíkri stórárás á lifs- kjör alþýðufólks hlýtur verkalýðshreyfingin að berj- ast af öllum mætti.Verkamenn skilja það á stundum eins og þessum, að stéttarandstæðingur þeirra hef- ur ákveðið að beita. til hins ýtrasta tökum sínum á nkisvaldinu og Alþingi til árásanna á lífskjörin, til þeirra árása sem Vinnuveitendasambandið treyst- ir sér ekki til að gera með öðrum hætti. Og fyrr eða síðar verður alþýðufólki ljóst samhengið milli kjarabarátu og alþingiskosninga og hættir að kjósa yfir.sig kjaraskerðingaríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks- ins -og liðsauka hans. það sýnir árásareðli efnahagsráðstafana ríkisstjórn- arinnar nú, að ekkert samráð við verkalýðs- samtökin hefur verið haft í undirbúningi málsins. Einn flutningsmanna kjaraskerðingarfrumvarpanna nú vissi fyrir tíu árum hvað það þýddi er hann varaði eindregið við því á Alþingi að slík vinnu- brögð væru höfð. „Frumvarpið hefur að engu leyti verið undirbúið í samráði við verkalýðssamtökin“, sagði Gylfi Þ. Gíslason í nefndaráliti um gengis- lækkunarfrumvarpið 1950. „Ýmis ákvæði þess eru til þess fallin að vekja tortryggni þeirra, og er það miður farið“. Hvað mætti þá segja um stórárás þá sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins er nú að dengja yfir alþýðu manna? Er líklegt að það veki traust verkamanna, að nú á að banna að greiða vísitöluuppbót á laun, afnema með öllu þann hemil, ófullkominn að vísu en hemil þó, á tilhneigingar afturhaldsríkisstjórna að lækka kaup verkamanna með skipulögðu dýrtíðarflóði. Og jafn- framt eru gerðar ráðstafanir til stórkostlegra verð- hækkana og samdráttar fram'kvæmda og atvinnu. ^ldrei eru skrækir Morgunblaðsmanna um „hót- anir kommúnista11 eins áhrifalausir og þegar alþýða manna stendur frammi fyrir árás á lífskjör- in. Frumvörpin eru ekki bara um kjaraskerðingu þeirra sem Morgunblaðinu þóknast að kalla komm- únista, heldur er ráðizt á lífskjör allrar alþýðu. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar til kjaraskerðingar i sneiða ekki fram hjá heimilum þeirra alþýðumanna sem glæptust á því í haust að kjósa yfir sig kjara- skerðingarflokkana. Þess vegna verður það ekki fremur einn hópur verkamanna sem rís til varnar lífskjörum sínum og velferð heimila sinna, heldur verkalvðsstéttin öll. Þess vegna berast nú þegar þessa dagana harðorð mótmæli verkalýðsfélaganna gegn kjaraskerðingaráformum ríkisstjórnarinnar, I einróma samþykkt og hitt heyrist hvergi að verka- ! menn úr hópi Sjálfstæðisflokksins eða Alþýðu- flokksins rísi upp og þakki fyrir árásina á lífskjör- in. Morgunblaðsmenn og „liðsaukinn“ hafa kosið sér hlut, og munu finna það eins og í fyrri stór- árásdm á lífskjör fólksins og rétt, að verkamenn snúást til varnar. — s. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði hefur nokkrum sinnum birt hér í blaðinu þætti úr lífi sjómanna, sem vakið hafa athygli fyrir sterkan stíl og hnitmiðaða frásögn. Hér birtist enn einn þáttur frá Magnúsi. Þessi er í samhengi við þættina Útlagar og Nótt í Sæluvík, sem áður hafa birzt hér. Þjóöviljinn vill nota tækifærið og' heita á fólk, hvort heldur er verkamenn eða bændur, sjómenn eða flökunarstúlkur, að senda blaðinu þætti sem þessa af starfi sínu eða öðru sem mönnum liggur á hjarta. Helaidaqur við Höfðann EBBZSSgCg5B5ga«l!T5W!B8C8gSB8HM Það var kcmið undir páska þegar við komum að Höfðan- um, vorhljóð í fuglinum og sjórinn næst iandinu skolplit- ur. Hann var eins og eyja þvi við greindum ekki sandinn frá sænum sökum móðu yfir land- inu. Við höfðu séð hann lengi í radarnum áður en bert aug- að nam hann. Þetta var á skírdag, óvenju tregur fiskur, utan þúsund í eina trossu, ufsaborið, stein- snar frá Höfðanum. Við urðum að hjálpa honum innfyrir, því hann var vænn og austanylgja í sjóinn. Það var lagt á sama. Bátarnir voru á austurleið, sumir til heimahafna, aðrir til Hornafjarðar til að liggja þar yfir hátíðina. Um kvöldið var lagzt við ljósabauju, andæft. Það var bræluskratti og hundur í strákunum. Kallinn kom frammí eftir fréttirnar. Hann lét ekkert uppi um fyrirætlun sina, glettist dálitið við Benna. En það var til- gangslaust, ekkert fjör. Þegar hann var farinn byrj- uðu smávegis orðahnippingar. Á að hanga hér í helvítis brælunni yfir hátíðina? Er það meiningin? Ég er með í að draga á rnorgun, sagði Siggi. Við fár um kannski þúsund. Fari allar þúsundir til fjand- ans. Ég snerti ekki handtak. stræka. Ég hef einu sinni unnið á föstudaginn langa. Það var í Eyjum. Við vorum allan dag- inn og fram á nótt að bæta í og greiða úr beinagrindur. Ég geri það ekki aftur. Við skiptumst á vöktum um nóttina eins og venjulega. Hann jók bræluna og það var leiðinda veltingur. Maður drakk mikið kaffi og sló met í reykingum. Ég átti síðustu vakt. Það var þoka í bestikkinu hjá kaHinum og sauð í honum í svefninum. Ræs! Hann var fljótur að vakna og' bæta við þokuna í bestikkinu. Lofðu strákunum að sofa, sagði hann. Það er hátíð. Það er bræla, segi ég. Aust- an. Já, við tökum það bara ró- lega, sagði hann. Hlustum á messu. Baujan, segi ég. Ég sé um hana. Farðu að leggja þig, laxi. Ég heyrði stuttu síðar hann kippti á. Það var móthögg, skrölt í keðjum og tunnum í gangin- um. Dagurinn kom drungalegur ■i. wwnqg; undan möttuðum himni, þung-- lamaleg tónlist í útvarpinu,. hvinur í reiða. Kokkurinn á í brösum með’ steikina. Það er Jæri og sláttur á. feitinni í skúffunni. Við veltumst í kojunum, les- um eða mókum. Svo er lærið til ásamt græn- um baunum, brúnuðum kartöfl- um og sultutaui.' Þröngt meg'a sáttir sitjá. Þessir tíu menn þjappa sér saman við borðið og lærið ásamt baununum. sultutauinu. og kartöflunum er uppétið,. utan beinin. Það er sami drunginn 3'fir deginum og tónlistinni í út- varpinu. Svo kemur messan. Presturinn talar af miklum fjálgleik um krossfestingu Krists. Allir eru hljóðir og alvarleg- ir. Það fylgir þessum degi. Síðan er farið að keyra. Stefán Árnason er að draga, segir stýrsi iogandi af áhuga. Ætli við kíkjum ekki í eina. Við fáum kannski þúsund, segir Siggi. Átta skippund. Enginn mótmælir. Ekki einu sinni maðurinn með beinagrindurnar, sem hót- aði að stræka í gær. Við búum okkur undir ágjöf, afla. ~.3»tí9£ Baujan! Það er hörku straumur. aust- an belgingur og ekki gott að fá í skrúfuna svona nærri Höfðanum, fjarán undir berg- inu hvít af spreki. Það er logn á garðinum, enginn skottís, bukuð net og tveir á rúllunni. Þetta er rígvænn fiskur, ufsaborið og níð á netunum. Þegar helmingur trossunnar hefur verið dreginn, þyrmir snögglega yfir aflann enda koma teinarnir naktir upp. Bæta í! ■ Við leysum sundur og drög- urn í ganginn. Það aflast ekki í teinana eina saman. Hún verður litskrúðug tross- an sú tarna, en það vantar í hana bláa litinn. Það aflast bezt í blátt. Duttlunga skepna þessi þorskur. í fyrra fúlsaði hann við öllu nema gulu. Það er leiðinda belgingur, súid yfir landinu og rugl á grjótinu. Maður getur ekki setið á sér að skemmta skrattanum. Þetta fer allt í einum djöf- uls hnút. Passaðu hnutana, segir Siggi. Það er ekki nógu slétt undir þeim. . I-Iva, ætli maður eigi bara ekki að hafa straujárn við hendina. Þeir kippa öllu út með sér, segir hann. Sjáðu þennan, end- arnir skaga upp í netið. Þeir eru komnir í aðgerð framá, stýrsi, Jón og Gúddi, og veizla hjá múkkanum. Þetta er iifrarfeitur fiskur. og ég' er feginn hverri körf- unni sem þeir bera afturá. Og svo er trossan klár. Það hefur slegið á kvikuna, glotti yfir jöklinum, enda spá- in norðlæg. Ennþá er þó bakki í austr- inu, en hann dregur ört nið- ur og' á loftið, sem verið hef- um muggað og þungskýjað, koma bláar vakir. Þeir eru snöggir að afgreiða þessi fimm hundruð, strákarn- ir, koma þeim í lest og ís. Það er mikil grytta í fiskin- um og ekki gott hann liggi iengi á dekkinu. Þetta eru fimm skippund, segir Siggi. Ekki eru þau eft- ir. Það er spýtt í hann auslar, lagt. Dagurinn er ekki lengur drungalegur og þungskýjaður, hundurinn rokinn úr strákun- um og bakkinn í austrinu orð- inn að ljósri þokurönd yfir hafinu. Magnús Jóliannsson, Hafnarnesi, Fáskrúðsfirði. ur reki áður, — aðalrekinn er þó norður á Ströndum. Reki kom helzt 1 hrönnum undan hafís áður fyrr. Nú er þetta ekkf orðið nema svipur hjáí sjón. Annars sagði Guðmund- ur G. Bárðarson mér eitt sinn1 skemmtileg ummæli um rek- ann — eftir Magnúsi bróður minum. Þeir voru þá báðir unglingsstrákar, Magnús á Hvalsá en Guðmundur á Kollafjarðarnesi. Hittust þeir eitt sinn og Guðmundur spurðx Magnús hvort nokkuð hefðí rekið á Hvalsá nýlega. Nei, blessaður vertu, svaraði Magn- ús; ekki svo mikið sem hval! © Dimmiif er hann, drottinn minn! — Og hvað er að frétta af búskaparárum þínum þarna fyrir norðan ? — Það mætti kannski segja eins- og einhverntíma var gert: Hann bjó, hann bjó, e'tt ár, eitt ár — og þó með skömm. Eg hafði nokkrar ■ kinda- skjátur og tvær beljur Það eru lélegar slægjur á Kol- beinsá, sem annars var á- gætisbújörð á gamla vísu. Þar er , selveiði og nokkurt varp. Eg var mikið í vega« vinnu á sumrin, — en þó aðal- lega eftir að ég fluttist til iBorðeyrar, og böðlaðist konan þá ein við heyskapinn. (Kona Guðlaugs er Mar- grét Ólafsdóttir, hin ágæt- asta kona). Það 'kemur seinna að kveð- skap Guðlaugs, en sjálfur varðist hann allra frétta um hann. Aðrir hafa þar verið mér hjálplegir. Það var eitti sinn meðan hann var bóndi fyrir norðan að hann kom út á þorradagsmorguni. sá ekkí út úr dyrunum fyrir byl —■ og kvað: Bóndi opnar bæinn sinn, brýnnar fer að gretta. Dimmur er hann, drottinn minn! — Djöfuls hríð er þetta- iiillllllllliiiiiillllillllllllllllllllllilllllllllllllllilllllllillllllllllllllll 1111111111111111111111111111II11111111111■ i■ 111111111111111)111111111111111111■ 11 (11111111111111111111111111111111m11111111111111111111111111111111111!I!111(1111111!1111II111111111111111i11i1111II1111111111111111111111■ 11111i11111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui 9 Smábænclafélag Sextuaur bóndi o jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiij Þar sem fyrrum léku óháðir vi ndar allra átta um berar urðir noröan = = í Kópavogshálsinum, býr nú sá er eitt sinn var bóndi noröur á „Strönd- = 1 um“, þá bolsévíkki á Borðeyri og síðar borgari í höfuðstaðnum. Guðlaug- | | ur Jónsson heitir hann. Á morgun er hann sextugur. Nú er hann landnemi = = í Kópavogi. Og það mikill bóndi er hann enn, að í sumar mun grænn i = gróður kominn í stað gráa gamburmosans umhverfis húsið hans. iiiiiiiiiuil siiiiiliiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiii! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiniiiiuiniiiiiTÍ Guðlaugur Jónsson — Þú ert Strandamaður, Guðlaugur, fæddur hvar? •— Á Heydalsá í Kirkju- bólshreppi í Strandasýslu. — Ætterni? — Föðurættin mun hafa verið mann fram af manni í Tungusveitinni en móður- ættin að nokkru vestan úr Dölum og rekst einnig til hinnar svonefndu Tröllatungu- ættar. — Og æviferill? — Fór 17 ára gamall inn x Hrútafjörð, að Kolbeinsá, bjó þar fáein ár, flutti s'íðan inn til Borðeyrar, reisti þar ný- býli, Lyngholt, bjó þar nokk- urt skeið, en þegar ég ætlaði að fara að koma upp bú- stofni þar helltist mæðiveik- in yfir okkur svo ég hrakt- ist burtu og flutti hingað suð- ur 1942. ® Bjartur æskudagur Þar með finnst Guðlaugi hann hafa sagt allt um ævi sína; svo vel kunna Stranda- menn enn þá list að segja frá í fáum orðum. En ég sætti mig ekki við að sleppa honum svona auðveldlega. — Segðu mér, Guðlaugur, hvernig var norður þar í æsku þinni. var ekki hafís og harð- indi? — Mér finnst æskúdagur minn norður frá hafa verið mjög bjartur, svarar hann og brosir eins og ungur piltur. Eg var í skemmtilegu úm- hverfi, — þá var Heydalsár- skólinn svonefndi í blóma sín- um, og þar var margt af skemmtilegu fólki. — Hvað var þessi Heydals- árskóli ? — Það var barnaskóli fyrst og fremst, en miðkaflann úr vetrinum var þar framhalds- skóli, unglingaskóli. Sigurgeir Ásgeirsson frá Heydalsá var driffjöðrin í stofnun skólans, fyrsti kennari hans og kenndi þar um fjöldamörg ár. — Kristmundur Jónsson, síðar kaupfélagsstjóri á Borðeyri var þar einnig kennari. wwmssBxs^wmmimBi 9 Stunduðu jafrJi sjó og land — Veiztu að fjöldi manna af flestum landshornum setur Húnaflóa og Strandir alltaf í samband við hafís, harðindi og kulda — næstum óbyggi- legt land? -— Það eru nokkrar dag- leiðir fyrir gangandi mann úr Hrútafirðinum norður á lúnar eiginlegu Strandir. Og mér finnst unga fólkið í Tungusveitinni tryggara átt- högum sínum en víða annar- staðar. Og það er mesti myndarbúskapur hjá því; þeir hirða vel um bú sín. — í Hrútafirðinum er prýðilegt landbúnaðarland og fjárlönd góð. —Áður fyrr skilst mér að þið hafið róið norður þar? — Já, í gamla daga gekk fiskur inn I Steingrímsfjörð og þá stunduðu menn sjóinn jöfnum höndum og landbún- aðinn. Þá var róið á árabát- um. En svo tók fyrir fisk- göngurnar og þurfti/að sækja æ lengra og lengra norður í Húnaflóa, og þá hættu bænd- ur sjósókn. En á Hólmavik og einkum Drangsnnesi mynd- aðist vísir að fiskimannabæj- um. Á einum bæ í Tungusveit, Hvalsá, var tij skamms tíma stundaður isjór, bóndinn þar ól upp marga efnilega sjó- menn, einn sonur hans mun hafa verið í hópi duglegustu skipstjóra síldarflotans á sl. sumri. , Á morgun, 1. febrúar. yerður Guðlaugur Jónsson, Hraun- braut 6 í Kópavogi, 60 ára. . Enda þótt ekki sé um háan aldur að ræða miðað við líf og endingu flestra nútíma- manna, get ég ekki látið ógert að minnast þessara tímamóta í lífi Guðlaugs rheð nokkrum orðum. Mér er þetta því skyld- ara þar sem ég hefi haft af honurn og fólki hans rúmlega tveggja áratuga náin kynni sem aldrei hefur borið skugga á. Ég vil því nota tækifærið til að færa honum og fjöl- • Ekki svo mikið sein hval! — Og svo 'hafið þið æðar- varp fyrir norðan. , — Það er lítið sem ekkert í Steingrímsfirði, en mikið á Broddanesi og dálítið 4 Kollafjarðarnesi, Kolbeinsá og víðar. j — Einhverja hef ég hitt er hafa öfundað Strandamenn af rekanum, hvað um hann? — Á yztu bæjum í Hrúta- firði, en þó sérstaklega norð- ur i Steingrímsfirði var nokk- skyldu hans þakkir og heilla- óskir mínar og minna á þess- um tímamótum, þakkir fyrir vináttu, hjálpsemi og tryggð sem aldrei hefur brugðizt. Hér verður engin ítarleg æviferilsskýrsla rakin í til- efni sextugsafmælis Guðlaugs Jónssonar. Þess skal þó getið að Guðlaugur er Strandamaður að ætt og uppruna, sonur hjón- anna Jóns Þorsteinssonar, er lengst bjó á Gestsstöðum í Tungusveit, og Júlíönnu Orms- dóttur. Missti hann móður sína ungur en ólst upp hjá föður — Mér hefur skilizt það Guðlaugur. rð þú haf'r ekki verið fiarstaddur þegar Borð- eyrardeilan eæla gerðist? — Nei. ég var þar ein- mitt nálægur. — Segðu mér tildrögin að þeirri frægu deilu. — Snemma á árinu 1934 var stofnað Verkalýðs- og smábændafélag Hrútfirðinga. Á þessum árum var vega- vinna að færast norður eftir Holtavörðuhe!ðinni, en okk- ur sem vorum atvinnulitlir Framhald á 10. síðu sextugur sínum og seinni konu hans, Guðbjörgu Jónsdóttur. Guð- laugur hóf búskap á Kolbeinsá í Hrútafirði, skömmu eftir að hann giftist Margréti Ólafs- dóttur, Björnssonar frá Kol- beinsá, en fluttist þaðan til Borðeyrar 1931. Vann hann þar að ýmsum störfum til ársins 1936, en þá réðist hann í að reisa nýbýli skammt innan við Borðeyri og nefndi það Lyngholt. Bjó Guðlaugur þar til 1942, er hann fluttist bý- ferlum til Reykjavíkur. Þau Framhald á 9. síðu Guðlaugur Jónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.