Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 10
20) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 31. janúar 1960 —- Sextugur bóndi og bolsévikki Framhald af 7. síðu. fyrir norðan gekk erfiðlega að fá vinnu 'í veginum, því verkstjórarnir komu með flokka með sér, og þess vegna var félagið eiginlega stofnað — til þess að eiga hægari aðstöðu varðandi vegavinn- una. Félagið var að tveim þriðju hlutum byggt upp af góðum og einlægum Framsóknar- mönnum og að einum þriðja af vondum kommúnistum, — ég var í hópi hinna góðu Framsóknarmanna. Stjórnin var skipuð í sama hlutfalli og félagið. Björn Kristmunds- son var kosinn formaður fé- lagsins en ég og Helgi Þórð- arson, bróðir Gunnars í Grænumýrartungu vorum Framsóknarmeirihlutinn I stjórninni. Helgi var einlæg- ur Framsóknarmaður og heil- steyptur í málum Verkalýðs- og smábændafélagsins. — Það atvikaðist þannig að Björn var ekki í bænum þeg- ar deilan gerðist og lenti þá þunginn á varamanni hans, Jónasi Benónýssyni. © Krati fyrirfannst enginn! Þannig var málum háttað að hvergi á félagssvæðinu fyr- irfannst nokkur Alþýðuflokks- maður, en í þá daga mátti enginn mæta á Alþýðusam- bandsþingi nema hann væri Alþýðuflokksmaður. Við vor- um því ráðalausir með það hvernig við gætum komizt 5 Alþýðusambandið, og varð niðurstaðan að við gengum 'i Verkalýðssamband Norður- lands, er ekki hafði nein slík flokksskilyrði fyrir þátt- töku né fulltrúaréttindum. Við fengum Þórodd Guð- mundsson á Siglufirði til að vera okkur hjálplegur við stofnun félagsins og um venjuleg lög og starfsregl- ur verkalýðsfélaga. Á Hvammstanga var verka- lýðsfélag. Þar var einnig kaupfélag, sem gert hafði samninga við verkalýðsfélagið. Skúli Guðmundsson var for- maður kaupfélagsins. Fór ég tij hans og fékk hjá honum upplýsingar um kaupsamning- ana á Hvammstanga, og eftir þeim var sniðin tillaga okkar að samningi við kaupfélagið á Borðeyri. — Við Fram- sóknarmennirnir efuðumst ekki eitt augnablik um að samningur við okkar eigið kaupfélag væri auðfenginn, töldum hannn liggja á borð- inu. • Jíaupfélag neitar að semja við smábændur — En svo lágu samningarn- ir ekki á borðinu þegar til kom? — Nei, hreint ekki! Það var kallaður saman fulltrúafund- ur, — og kaupfélagið neitaði að semja. Þeir sögðu bless- aðir (við vissum það ekki fyrr en seinna) að þessa bólu yrðu þeir að sprengja áður en hún yrði of stór fyrir þá! Við settum þá kauptaxta. En deilan stóð þó ekki fyrst og fremst um kaup, heldur að hve miklum hluta félagið skyldi hafa forgangsrétt til vinnu. Kaupfélagið vildi tryggja þeim bændum rétt til uppskipunarvinnu sem annars töldu það fyrir neðan virðingu sína að láta kalla sig „smá- bændur“. Þegar afgreiða átti Lagarfoss fórum við Skúii á Ljótunnarstöðum um borð til skipsmanna, sem vitan- lega voru í Sjómannafélagi Reykjavíkur, og tjáðum þeim þá málavexti að deila stæði um kaup og kjör við verka- lýðsfélagið á staðnum og mæltumst til liðveizlu þeirra, en þegar þeir heyrðu að við vorum ekki í Alþýðusamband- inu komu þeim ekkert við kjör manna í litlu norð- lenzku félagi. © Stórbændur vígbúa:>! ,,Stórbændur“ söfnuðu miklu liði, og mátti þar marg- an sjá, er fram að þessu hafði talið sig slíkan stórbónda að honum datt ekki 'í hug að leggja sig niður við uppskip- unarvinnu. Við létum ekki koma til þess að hendur skiptu, en létum Verkalýðs- samband Norðurlands vita hvernig málum var komið. Var afgreiðslubann sett á skipið bæði á Siglufirði, Ak- ureyri og víðar og háðu verka- menn þar harða baráttu við lögreglu og liðssafnað — fyrir okkur á Borðeyri — og hlutu margir fangelsisdóma fyrir. Við fólum Þórodd; Guð- mundssyni á Siglufirði samn- ingsumboð fyrir okkar hönd og áttust hann og Þormóður Eyjólfsson (kunnur siglfirzk- ur krati) við um samning- ana. Félagið okkar er enn við líði á Borðeyri. • Dagsbrún — Kópavogur — Kveðskapur — Já, og þú, einlægur Framsóknarbóndi gerðist bolsevíkki á Borðeyri. — Stórbændurnir kölluðu mig það — og það hef ég verið síðan, en mér finnst að skoðanir mínar hafi lítið breytzt — það er aðallega Framsóknarflokkurinn sem hefur breytzt! — Og þegar mæðiveikin evðilagði bústofninn sem þú ætlaðir að hafa til styrktar hlaupavinnunni á Borðeyri láj leið þin suður. — Já, þá flutti ég hingaðj og gekk 'í Dagsbrún. —- Og hvernig hefurðu kunnað við þig í þeim félags- skap? — Eg kann prýðileea við mig í þeim félagsskan, þar hef ég kynnzt fjölda af indælis- mönnum. — Og hvernig stóð á því að þú fluttir í Kópavog? —1 Eg hafði getað eign- azt húskofa á Hverfisgötunni og bjó þar í 12 ár. En svo varð ég veikur, lenti í upn- skurði og gat lítið unnið, -— hef ekki orðið samur maður síðan. Þá seldi ég húsið og keypti hér uppsteypt hús og dútlaði við að innrétta það. Og þá erum við aftur kom- in að kveðskap Guðlaugs. 1 hópi þeirra er þekkja til hans er hann kunnur fyrir smelln- ar ferhendur og þó einkum hve viðbragðsfljótur hann get- ur verið með þær. — En hvað svo um kveð- skap þinn? — Blessaður vertu, við skul- um ekki vera að minnast á hann. Það er helzt ’í góðum félagsskap að ein og ein staka hefur hrotið. Það er misskilinn góðvilji ef einhver hefur verið að hæla honum, — bezt að slá striki yfir hann, segir Guðlaugur. Og við það hefði orðið að sitja, ef góðir menn hefðu ekki reynzt mér þar hjálp- legir. En það er tilviljun hvað hægt er að fá með siíkum hætti, og því alls ekki um úrval að ræða. — Liklega er rím- feimni enn óþekktur Sjúk- dómur á Ströndum. Eitt sinn fyrir norðan kvað Guðlaugur svo um verkstjóra sinn: Er á stjái alltaf sá, aldrei má því linna. Lítur smáum augum á alla þá sem vinna. En þetta var í vinsemd og gamni gert því að verkstjór- inn var mikill ágætismaður og þeir mátar — og hlóu báðir dátt er Guðlaugur þuldi honum v'ísuna. — Eitt sinn er Guðlaugur var fulltrúi Dagsbrúnar á Alþýðusam- bandsþingi elduðu grátt silf- ur þeir nafnarnir Jón Rafns- son og Jón Sigurðsson. Var hinn síðarefndi orðinn bæði argur og rámur mjög. Guð- laugur skrifaði þá á miða á borðinu: Líkast er það hlakki hrafns hægri Jónsins þvaður. Eg mun fylgja Jóni Rafns, — ég er vinstri maður. Og svo var það eitt sinn á árshátíð Dagsbrúnar að efnt var til kveðskapar. Var þá þetta upphaf kallað yfir salinn: Fljótt, er þrjóta æskuár, undan fer að halla. Guðlaugur sat þannig að hann horfði beint á skallann á Sigurði Guðnasyni — og sendi botninn á stundinni: Ýmsir hljóta úlfgrá hár, aðrir bera. skalla. Dómnefndin verðlaunaði ha.nn með Brekkukotsannál fyrir botninn. Og nú óskum við þessum bónda og bolsevíkka, nú land- nema á Hraunbraut 6 í Kópa- vogi, til hamingju með sex- ■IiiCTCíifTn^ljg - J JJ. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Til sölu Allar tegundir BÖVÉLA. Mikið úrvai af öllum teg undum BIFREIÐA. Bíla- og Búvélasalan Baklursgötu 8- Símí 23136. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDAIÐJA 1. febr. — 13. apríl 1960 TÓMSTUNDAHEIMILIÐ, Lindargötu 50 Starfað alla daga. Verkefni: Föndur (3 flokkar), smíðaföndur (útskurður, útsögun o. fl.), módel- smíði, málm- og rafmagnsvinna, ljósmyndaiðja, taflklúbbar, frímerkjaklúbbur, söfnunarklúbbur (söfnun jurta, steina og skelja), kvikmyndaklúbb- ur barna. Á þriðjudags- og laugardagskvöldum er opið fyrir unglinga frá kl. 8,30—10 e.h. Geta unglingarnir þá leikið sér að tafli, ,,bobbi“, borðtennis, hlustað á útvarp og hljómplötur og lesið blöð og bækur. Sunnudagaskóli Hallgrímssóknar starfar á sunnu- dögum kl. 10,30 f.h. og á sunnudagskvöldum eru fundir hjá æskulýðsfélögum Fríkirkjunnar og æsku- fólki úr Hallgrímssókn. GOLFSKÁLINN: Mánudaga kl. 8,30 e.h Leikklúbbur Þriðjudaga kl. 6,45 e.h. Föndur Miðvikudaga kl. 5,45 e.h. Fr'ímerkjaklúbbur Miðvikudaga kl. 7,30 Taflklúbbur Föstudaga — Tómstundakvöld. Umsjón Samband bindindisfélaga 'í skólum. MELASKÓLI: Þriðjudaga kl. 7,30 e.h. Smíðar LAU GARNESSKÖLI: Þriðjudaga kl. 7,30 e.h. Smiðar MIÐBÆ JARSKÖLI: : Fimmtudaga kl. 7,30 e.h. Brúðuleikhúsflokkur ÍÞRÓTTALEIKVANGURINN I LAUGARDAL: Mánudaga til föstudaga, frá kl. 5,15 til 10.00 e.h. KVIKMYNDAKLUBBAR; fyrir börn: Sýningar í Áusturbæjarskóla sunnudaga kl. 4 e.h. Sýningar í Háagerðisskóla, í samvinnu við sóknar- nefnd Bústaðasóknar, laugard. kl. 4,30 og 5,45 e.h. Sýningar að Lindargötu 50, laugardaga kl. 4 e.h. SKÁTAHEIMILIÐ: Dans- og skemmtiklúbbur. Skemmtanir annan hvern sunnudag kl. 7,30 e.h. BCSTAÐAHVERFI : Föndurflokkur kl. 7,30 á mánudögum TÓMSTUNDAKVÖLD: I Framheimilinu, á vegum Knattspyrnufélagsins “ Fram, alla þriðjudaga kl. 7,30, Föndur, frí- merkjaflokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. í K.R.-lieiniilinu, á vegum Knattspyrnufélags Reykja- víkur, hvern miðvikudag kl. 7,30 e.h. Fönd- ur, taflflokkur, frímerkjaflokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. I I.R.-húsinu, á vegum íþróttafélags Reykjavikur, Föndur og frímerkjaflokkur, mánudaga kl. 7,30. I Ármannsheimilinu, á vegum Glímufélagsins Ár- manns, hvern miðvikudag kl 7,30. Föndur, frímerkjaflokkur, taflflokkur og skemmti- og fræðsludagskrá. I Víkingsheimiiinu, á vegum Knattspyrnufélagsins Vikings, á mánudögum kl. 6,30 e.h. Frimerkja- flokkur, taflflokkur. Það æskufólk, sem áhuga hefði fyrir þátttöku í bréfavinaklúbbi, tónlistarklúbbi eða málfundaklúbbi, láti vita á skrifstofu Æskulýðsráðs. Þátttakendur geta mætt á nefndum stöðum og tímum til innritunar. Allar nánari uppplýsingar á skrifstofu Æskulýðs- ráðs Reykjavíkur, að Lindargötu 50, daglega frá kl. 2—4 e.h., sími 15937.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.