Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. janúar 1960 — ÞJÓ0VILJINN — (3 Annað krabbalví í Sovétríkjunum, þar hef- ur mænusóttarlömun einnig verið læknuð Brezkir vísindamenn thafa fundið efni sem virðist geta lœknað krabbamein í lungum. Lœknar eru gjarnan tor- tryggnir á fréttir sem berast alltaf öðru hverju af því að fundizt hafi ný lyf sem lækni krabbamein. Sérfræðingar vilja ekki vekja of miklar vonir, þegar um er að ræða sjúkdóm sem menn vita jafn lítið um og krabbameinið, því bæði er ekkert vitað með vissu um or- sakir hans og auk þess hagar hann sér misjafnlega. Bjargar Iífi manna sem tahlir voru af Það er því athyglisvert að hið viðurkennda brezka lækna- rit The Lancet birtir skýrslu um lyf sem gefið getur vonir um að lækna megi lungna- krabba í isjúklingum eem áð- ur voru taldir ólæknanlegir. Þrír brezkir læknar skýra þar frá niðurstöðum af rannsókn- um sínum á efninu tretamine sem þeir hafa gefið lungna- krabbasjúklingum. 4 af 43 sjúldingum batnaði alveg, en líðan 30 annarra skánaði. Hefðu þessir 43 sjúklingar ekki feng- ið tretamine, hefði enginn þeirra lifað lengur en þrjá mánuði. Afbrigði af sinnepsgasi Efnið tretamine er afbrigði af hinu baneitraða sinnepagasi, þannig að köfnunarefni er lát- ið koma í stað brennisteins. Rannsóknir á lækningamætti efnisins hófust 1950 í rann- sóknarstofum Imperial Chemi- cal Industries, þar sem menn höfðu veitt því athygli að efn- ið dró úr vexti æxla sem fram- kölluð höfðu verið á tilrauna- dýrum. Síðari rannsóknir leiddu í ljcs, að efnið reyndist vel gegn hvítblæði, cg læknarnir þrír gerðu síðan rannsóknir sínar á tímabilinu júní-nóvember i fyrra. Of snemmt að fullyrða The Laneet slær þann var- nagla að of snemmt sé að full- yrða nokkuð um árangur af notkun þessa lyfs. Það segir nægjanlegar sannanir fyrir þvi að einhverskonar sinnepsgas- blanda kunni að reynast ve) gegn krabbameini í lungum ,,en ekki munu allir sammála um að það sé tretamine“. Rann- sóknir á verkunum lyfsins hafa enn staðið of stutt til þess að vitað sé með vissu að það hafi enga aukakvilla í för með sér, en röntgenmyndir af lungum þeirra sem það læknaði sýna að þau eru nú alheil, enlda þótt krabbameinið hefði áður leikið þau illa. Blóðvatn gegn krabba Frá Sovétríkjunum berst samtímis frétt um að þar hafi verið gerðar tilraunir sem bor- ið liafi góðan árangur með nýtt blóðvatn (serum) gegn krabba. En þar eins og í Bret- landi er varað við of mikilli bjartsýni. Rannsóknum á lyfi þessu er enn ekki að fullu lok- ið. Nýtt lyf gegn mænusóttarlöm- un En frá Sovétríkjunum berst einnig sú gleðifrétt að þar hafi fundizt lyf sem læknar sjúkl- inga sem lamazt hafa af mænusótt. Fyrst var tekið eftir lækningamætti lyfsins í efna- fræðistofnun Úsbekistans, en síðan hefur það verið notað með góðum árangri i mörgum sjúkrahúsum í Moskvu. Sovétstjórnin tilkynnti ann- ars um daginn að rannsóknir á krabbameini myndu stór- aukast í Sovétríkjunum á næstunni, og mun m.a. 18 mill- jónum rúblna eem áður voru ætlaðar til landvarna verða á þessu ári varið til krabba- meinsrannsókna. 28. febrúar — 8. marz 1960 Kaupstefnan -- Leipzig vöru- og tæknisýning Aðalmiðstöð viðskipta milli austuxs og vesiurs. Spegill íramfara I tækui — 9500 sýningaraðilar frá 50 löndum. Vegabréfsáritun ókeypis i— hentugar flugsam- göngur — niðursett fargjöld með járnbrautum. Upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum. Skipulagningu hópferða, kaupstefnuskírfcinj og upplýsingar veitir Kaupstefnan í Reykjavík, Lækjargötu 6 A, sjmi 1-15-76. hefir beinar flugferðir: Kaupmannaliöfn— Leipzig. Upplýsingar um viðskiptasambönd veitir endurgjaldslausft: Leipziger Messeamt Hainstr. 18 A, Leipzig C 1. Nýtt á útsöluimi á morgiih Gardínudamas’; — Æfingaföt drengja og unglinga — Innkaupatöskur — Nælonsokkar. — 20% afsláttur — Ullargarn á kr. 12.00 hespan. — Kápupoplin — ódýrt Sængurveradamask — Molskinn — Rifflað flauel Kjólatau og sirs — Jerseybuxur á 8 til 12 ára. Morgunsloppar á kr. 125.00. Vefnaðarvöruverzlunin, Týsgötu 1. Sími 1-23-35. Poplinrykfrakkar Mjög góðir Verð frá kr. 595.00. Vetrarkápur Verð frá kr. 795.00. Athugið: útsalan hættir á þriðjudag. Hafnarstræti 5 LTSAUMUR Létt og skemmtilegt nútíma-mynztur. Kvöldnámskeið. Handíða- og myndlistaskólinn. Upplýsingar í síma 19821 mánud. 1. febr. kl. 16—19 eða á venjulegum skrifstofutímum skólans. Nýtt og fjölbreytt úrval tekið fram á morgun. Aðalstræti 8.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.