Þjóðviljinn - 20.04.1960, Page 10

Þjóðviljinn - 20.04.1960, Page 10
ÍO) _ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 20. apríl 1960 +C- Tím ár í töluin Frainhald af 7. síðu. í 10 ár. Samanburður á ein- stökum verkefnum er ekki alltaf mögulegur þar sem sýningarfjöldi leikrita og söngleikja dreifist á mislang- an tíma, sum leikrit eru sýnd tvö leikár í röð, sýningar á öðrum hafa verið teknar upp margsinnis o.s.frv. Hér verða þó nefndar fáeinar tölur sem dæmi um aðsókn að einstök- um leiksýningum. Það leikrit, sem Þjóðleik- húsið hefur sýnt oftast, er gamanleikurinn ,,Topaze“. Hann var sýndur alls 102 sinnum á tveimur leikárum, bæði hér í Reykjavík og úti á landi. ,,íslandsklukkan“ eftir Halldór Kiljan Laxness hefur verið sýnd alls 83 sinnum; leikritið hefur verið tekið þrisvar til sýninga. Af öðrum Skíðalandsmótið Framhald af 9. síðu. arson Reykjavík á 103,8 sek. í Alpakeppni (stigakeppni fyr- ir brun, svig og stórsvig) varð íslandsmeistari Eysteinn Þórðar- son Reykjavík með 0,09 st. 2. Svanþerg Þórðarson Reykjavík 14,79 st., 3. ÓJafur Nilsson Rvík 19,02 st.. 4. Árni Sigurðsson ísafirði 20,54 st. og 5. Jóhann Vilbergsson Sigluf. 23,24 stig. Aí 15 fyr.stu mönnum áttu Siglíirðingar 6. Reykvíkingar 6 og Ísíirðingar 3. í þríkeppni kvenna varð Kristín Þorgeirsdóttir fslands- meistari með 0,0 st. 2. Karólína Guðmundsdóttir Reykjavík með 25,44 stig. Síðasta keppnisgrein mótsins var 30 km ganga, en þar varð íslandsmeistari Sigurjón Hall- grímsson Fljótum á 2 klst. 02 mín 32 sek., 2. varð Matthías Sveinsson ísafirði á 2.04,24 klst. og 3. Sigurður Jónsson fsaí'irði á 2.05,53 klst. Framkvæmd mótsins góð Framkvæmd mótsins gekk prýðilega þrátt fyrir að oft virt- ist sem veður ætlaði að hamla keppni, en alltaf rættist úr á síðustu stundu. Mun óhætt að fullyrða að þátttakendur og gestir mótsins hafi kynnzt öllum tegúndum af siglíírzku veðurfari. Allar brautir í Alpagreinum voru lagðar af Stefáni Kristjáns- syni íþróttakennara frá Reykja- vik. Göngubrautir lagði Baldur Ólafsson frá Siglufirði og voru þær mjög skemmtilega lagðar, því að áhorfendur gátu fylgzt með keppninni svo _til allan tím- ann. Jón Þorsteinsson frá Siglu- firði sá um undirbúning stökk- brautarinnar. Skíðafélag Siglufjarðar — Skíðaborg sá um allar fram- kvæmd mótsins og mun óhætt að fullyrða að þetta mót haíi verið félaginu til sóma. í gærkvöld fór fram verð- launaafhending að Ilótel Höfn. Skiptust íslandsmeistararnir þannig að Siglfirðingar hlutu 7, Reykvíkingar 4, ísfirðingar 2 og Fljótamenn 1. Hermann Stefáns- son fráfarandi formaður Skíða- sambands íslands afhenti við þetta tækifæri bikar þann sem um var keppt í landsgöngunni, en Siglfirðingar unnu hann. leikritum Þjóðleikhússins, sem oftast hafa verið sýnd, má nefna ,,Pilt og stúlku“, sem sýnt var 50 sinnum á sama leikárinu; þá var ,,Te- hús ágústmánans" sýnt 52 sinnum á einu leikári. „Rakarinn frá Sevilla" eft- ir Rossini er sú ópera, sem leikhúsið hefur oftast sýnt eða 31 sinni alls. Óperettan ,,Leðurblakan“ var sýnd oft- ar, 35 sinnum á tveim leik- árum. Mesti ,,skotgangur“ var þó, er óperettan „Káta ekkjan“ var sýnd í leikhús- inu 28 sinnum á cinum mán- uði. Ekki verður svo lokið þess- ari frásögn, að get:ð sé ekki hinnar miklu aðsóknar að barnaleikritinu sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu, „Karde- mommubænum" eftir norska skáldið Torbjörn Egner. Leik- ritið hefur verið sýnt 39 sinnum, jafnan fyrir fullu húsi, aðgöngumiðar að hverri sýningu hafa aUtaf selzt löngu fyrirfram. Á morgun, sumardaginn fyrsta, verður fertugasta sýning Þjóðleik- hússins á þessum vinsæla leik. Sú leiksýning, sem minnsta aðsókn hlaut, var sýning Þjóðleikhússms í fyrra á tveim einþáttungum: „Kvöld- verði kardinálanna" og „Fjár- hættuspilurunum“. Sýningarn- ar urðu aðeins fjórar og þunnskipaðir áhorfendabekk- irnir þau kvöldin. I Drengur slasast Á annan páskadag klukkan að ganga 5 varð drengur, Sumar- liði Guðbjartur Bogason, fyrir bifreið á Suðurlandsbraut á móts við Þvottalaugaveg. Slasaðist drengurinn mikið á höfði og var fluttur á slysavarðstofuna og síðan Landakotsspítala, þar sem hann liggur nú. Drengurinn mun þó ekki vera lífshættúlega meidd- ur. Krana og klósett-kassa viðgerðir Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13134 og 35122 # <. í \ 'k 'wtÆ -fmt 3 && Barnaræningjar Framhald af 4. síðu. Voru í Peugeot-bil Lögreglan hefur ' samt koniizt að ýmsu. Ilún telur sennilegast að ræningjarnir haldi enn kyrru fyrir í París, jafnvel ekki langt frá heimili Peugeot. Fingraför hafa fundizt á bréf- sneplinum sem ræningjarnir skildu eftir á leikvellinum, en þau koma ekki heim við nein slík sem lögreglan á í safni sínu. Lögreglan þykist viss um að kvenmaður hafi verið í vitorði með ræningjunum tveim og grunar þar konu sem vann til fkamms tíma í veiting'askála ein- um á golfvellinum sem leikvöll- urinn tilheyrir. Ræningjarnir voru í b’l af Peugeot-gerð. Slíkur bíll sást aka með ofsahraða um götur í ná- grenni við golfvöllinn rétt eftir að barninu var rænt. Bíllinn var með einkennisstöfum frá París og númer hans endaði á 75. Fundizt hafa íör eftjr hjólbarða bílsins. Þau tvö bréf sem Peugeot- fjölskyldan fékk voru bæði skrif- uð á sömu ritvélina. Finnist hún myndi hún vera öruggt sönnun- argagn. Eric var haldið föngnum í tveggja hæða húsi, eða a.m.k. litlu húsi, í París eða’umhverfi. Sjónvarpstæki var á íyrstu hæð. Ófriður í S-Afríku Framhald af 4. síðu. um að finna þegar hann stóð frammi fyrir dómara sínum. „Við erum staðráðnir að koll- varpa veldi hvítra manna í Suð- ur-Afríku og í allri álfunni“, sagði hann. Verwoerd forsætisráðherra hef- ur nú náð sér svo eítir banatil- ræðið á dögunum að hann er aftur farinn að stunda stjórnar- störfin. Hann er þó enn rúm- fastur, en talinn úr allri hættu. Eins og kunnugt er hafa marg- ir af klerkum ensku biskupa- kirkjunnar í Suður-Afríku tek- ið eindregna afstöðu gegn kyn- þáttakúguninni, og einn þeirra, Reeves biskup, hefur orðið að flýja land. Klerkar Búakirkjunn- ar, sem er afsprengi kalvíns- kirkjunnar hollenzku, eru þó á öðru mali. Þeir notuðu páskahá- tíðina til að lýsa yfir að þeir gætu ekki fordæmt aðgerðir stjórnarvaldanna í landinu, því að stefna þeirra væri rétt. í páskaboðskap sínum sagði Jóhannes páfi að kaþólska kirkj- an væri andvíg allri kynþátta- mismunun, allir menn væru bræður í Kristi, hver svo sem hörundslitur þeirra væri. ElPSPÝTOR ERU EKKI BARNALEIKFÖNG! Húseigendafélag Reykjavíkur Sumarfagnaður sfúdenfa verður haldinn að Hótel Borg í dag, miðvikudaginn 20. apríl og hefst kl. 8.30 e.h. DAGSKRÁ: 1. Háskólakórinn syngur. 2. Akrobatic: Kristín Einarsdóttir 3. Skemmtiþátöur: Steiminn Bjarnadóttir. Aðgöngumiðar verða seldir í dag kl. 9 til 12 f.h. í skrifstofu Stúdentaráðs og kl. 3 til 7 að Hótel Borg- Stúdentafélag Keykjavíkur StúderJíaráð Háskólans Átthagafélag Strandamanna heldur SUMARFAGNAÐ í Skátaheimilinu föstudaginn 22. april kl. 9 e.h. SkemnVtiatriði Dans. STJÓRNIN Árnesin,gafélagið í Reykjavík SUMARFAGNAÐUR Árnesingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sumar- fagnaði í Tjarnarcafé (niðri) í kvöld 'kl. 21, síðasta vetrardag. Skemmtiatriði. Dans. Árnesingar. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórn og skemmtinefnd. Öllurn peim mörgu, einstaklhigum og fyrir- tœkjum nœr og fjær, sem með ýmsum hœtti sýndu mér vinsemd og sóma á fimmtugs- afmæli mínu 9. p.m. — pakka ég lijartanlega. BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON. Svefnsófar 1 og 2 manna með spring dýnum ATH. Spring dýnan er bezta svefn- dýnan. Húsgagnáverzhm Austurbæjar h.f. Skólavörðustíg 16 Sími 24-620

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.