Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 1
Sósíaiistar, Reykjavík Athugið. Deildafunduhiim, sem áttu að verða n.k. mánudagskvöld er frestað um eina viku. Sósíalis‘tafélag' Reykjavíkur, USA—flugvélin var skotin niður yfir Öralfjöllum! FlugmaSurlnn á lífi og fullar sannanir fyrir þvi oð hann var i njósnaerindum Bandaríska flugvélin sem skotin var niður yfir Sovétríkjunum fyrsta ma’í var yfir Úralfjöllum í nágrenni borgarinar Sverdlovsk þegar sovézkt flug- skeyti hæfði hana. Flugmaðurinn kastaði sér út í fallhlíf og komst lífs af. Hann er nú í Moskvu og hefur játað að hafa verið í njósnarför þvert yfir Sovétríkin frá'Pakistan til Noregs. Sunnudagur 8. maí 1960 — 25. árgangur — 104. tölublað. Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, skýrði Æðsta- ráðinu frá þessu í gær, þriðja og síðasta fundardag þess að þessu sinni. Krústjoff lagði fram óyggj- andi 'saniianir fyrir þvi að banda'ríska flugvéhn hafði ver- ið send yfir Sovétríkin vitándi vits til njósna! Flu'gmaðurum heitir Francis Harry Powers og var höf- úðsmaður í bándaríská flug- hernum til ársins 1956, þeg- ar hann gekk í þjónustu | Vorosjilov Vorcsjiloff hefur látið af embætti Kliment Vorosjiloff, sem verið hefur forseti Sovétríkj- anna síðan árið 1953, hefur látið af því embæti sökum van- keilsu. Vorosjiloff er 79 ára gamall. Við embætti hans tekur Leoníd Bresnéff, sem verið hefur einn af sex riturum mið- stjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Bresnéff er 54 ára. njósnamiðstöðvar Bandaríkj- anna, Central Intelligence Agency. Hann haiði flogið frá Tyrk- landi til Pakistans og dval- izt þar í þrjá daga. Þaðan hafði hann svo lagt upp í njósnaferð sína þvert yfir Sovétríkin, og var ætlunin að hann lenti á flugveilin- um við Bodö í Noregi. Hann var því kominn helming 5.000 km leiðar þegar flug- vél hans var skotin niður af loftvarnaeldflaug. Hann liafði Iiaft fyrirmæli um það að ef hann yrði að skilja við flugvél sir,a á lofti, ætti haiín að setja í gang sérstakan útbúnað sem myndi gereyðileggja vélina og öll tæki og útbún- að hennar. Þetta gerði hann eklii, heldur kastaði sér út í fallhlíf og bjargaði þannig lífi sínu. Sérfneðingar athuguðu vél- arflakið og komust að raun] um að vélin væri hálofta- þota af gerðinni Lockheed U-2, sem fyrst og fremst er ætluð til njósna. Njósnatækin í vélinni fundust einnig, þ..á.m. ljósmynda- filmur þar sem á voru myndir af flugvöllum og iðjuverum í Sovétríkjunum á þeirri leið sem flugvélin hafði lagt að baki, Á korti sem flugmaðurinn hafði meðferðis voru merkt- ir þeir staðir sem njósnað skyldi um, flugvellir, aðrar herstöðvar og iðjuver. Með- al borga sem merktar voru á kortið voru Arkange’sk og Múrmansk i Norður-Rúss- iandi, skammt frá norsku landamærunum. Povvers hafðj e’nnig ströng fyrirmæli um að hann mætti ekki láta sovézk yfirvöld ná sér lifandi, kæmi eitthvert óhapp fyrir á leiðinni. Þá skyldi hann heldur fremja sjálfsmorð og hafði hann með sér eitursprautu í þe:m tilgangi. Þeim fyrirmælum óhlýðnaðist hann einnig. Óyggjandi isannanir Krústioff sýndi þingheimi ljósmyndir þær sem Powers hafði tekið af sovézkum her- Framhald á 4. síðu. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 1 Hvenær kemst | maður í land? = Hún var orðin óþolinmóð E að komast af skipsfjöl litla E stúlkan, og þólti Gullfoss E lcngi að síga upp að liafn- E arbakkanum á fiinmtudags- E morguninn. Æði var hún E fcrðamannsleg bíspert á þil- E farinu mcö veskið hennar E mömmu sinnar í höndun- E um. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). II11111111111111 i 111111111111111111 i! 11111111111 Skólahúsin þnría að rísa jaínsnemma íbúðarhúsum Bæjarstjórnarmeirihlutinn iellir tiliögu Guðmundar Vigfússonai um að haíinn sé undirbúningur að byggingu shólabúss í Háaleitishveríi Háaleitishverfi er nú það bæjarhverfið sem. örast byggist íbúðarhúsum og er áætlað aö í hverfinu full- byggðu verði íbúar á sjötta þúsund. Bæjarstjórnaríhald- ið telur þó, þrátt fyrir fram- ángreindar staöreyndir, enga þörf á að hefja nú þeg- ar undirbúning að byggingu skólahúss í hverfinu. Kom þessi afstaða ihaldsfull- trúanna í bæjarstjórn fram á síðasta bæjarstjórnarfundþ er þeir íelldu svofellda tillögu frá Guðmundi Vigfússyni, bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins: „Bæjarstjórn ákveður að hefja nú þegar undirbúning að byggingu skólahúss fyrir Háaleytishverfi, í samræmi viö tillögur skólabygginga- nefndar frá 2. febr. 1957, er samþykktar voru í bæjar- stjórn. Felur bæjarstjórn borgarstjóra og bæjarráði að láta gera uppdrætti að skóla- byggingunni og undirbúa framkvæmdir, og leggur á- I Framhald á 3. síðu iiiiimiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiii! hverfið Mesta byggingasvæði í i Reykjavík er nú Háaleitis- i hverfi. Þar eru risin upp mörg ný íbúðarhús, m.a. stórar sambýlisbyggingar eins og sjást á myndinni til vinstri. Yfirlitsmynd þessi af Háaleitisliverfinu nýja var tekin í fyrradag. (Ljósm.' Þjóðv)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.