Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur S. maí 1960 Formaður við Fra\nhald af 7. síðu. var Guðmundur Þórarinsson. Hann taldi sér óhætt svo lengi sem ekki hvolfdi. Óskar hékk utaná bátnum, en var hættur að anza þó á hann væri yrt. Við sættum lagi að koma að bátnum og þrifum þá tveir í Óskar, — báturinn lyftist upp, en Óskar losaði ekki takið. Við urðum að hætta í það skiptið og fara frá. Næst tókum við hann tveir — urðum að losa hvern fing- ur fyrir sig, svo föst voru dauðatök hans. Hann var meðvitundarlaus. Eftir nokkra stund fund- um við tvo aðra; fæturnir . vissu upp, höfuðin beint niður. Þeir voru skinnklæddir iSjötta manninu sáum við aldrei. Það var 6—7 gráðu frost. Við tókum af okkur vettlinga '■ og húfur til að reyna að hlúa að þeim. Eg sat við stýrið, — og Pétur, formaðurinn, sem við txHdum ver-a dauðan, lá þar. Allt.. í einu skellir hann hendinni á hné mér — mikið ■ Varð ég forviða! — og sþyr: „Erum við allir?“ Eg vissi ekki hvort óhætt væri að segja honum satt, og hikaði því við. Hjörtur Cýrusson varð fyrri til að svara og sagði: Já, við erum allir. Þá reis Pétur upp, litaðist um og spurði: „Hvar er III- tigi?“ „Hann sáum við aldrei — og hann er ekki með“, sögð- um við. Þá varð Pétur órólegur; Iþað varð að halda honum. Þeir Illugi voru leikbræður. Það var vont 'í sjóinn. Pét- ur var reyndur formaður — og utan við lendinguna hafði hann jafnað sig svo að hann gaf mér ráð við landtökuna. Það verður nokkur þögn. Danilíus hefur auðsjáanlega verið þetta óljúft frásagnar- efni, En svo spyr ég: ' — Var þetta i eina skiptið að nokkuð óvenjulegt gerðist hjá þér? — Já. — Og komstu aldrei í hann krappan? — Nei. Aðeins einu sinni í formannstíð minni þurfti ég að hleypa frá heimahöfn. — Og hvar lentirðu þá? — í Rifi. Það var á ára- bátaöldinni. Rif er albezta lendingin á öllu nesinu tóan- • verðu. — Svo þú telur Rif fram- ■ tíðarstað? : — Já, það er ábyggilegt að ’ þar er hægt að gera eina * beztu höfn á landinu, aðeins ef rétt væri farið að því Það er alltaf hægt að lenda í Rifi. Þó það brjóti svo á Rifi og Tösku (Taska er boði fram- { an við rifið) að utanfrá virð- ist ólendandi að sjá, þá dett- ur þetta niður þegar inn fyrir er komið og það er nóg dýoi til að sigla framhjá Tösku inn í lygnuna. ★ Það er liðið á nótt, og við spjöllum ekki meira. Vestan- garrinn lemur húsin á Sandi, én éeifiiilega hefur hann ekki Jökuf í 30 ór haldið vöku fyrir Danilíusi, þessum manni sem var hér formaður í 30 ár, lenti róðr- arbátum i Krossavíkinni þann- ig að hann hafði aflann á seil. um, eignaðist siðar fyrstu trilluna í bænum, og nokkru síðar mótorbát. — Brimið svarar við ströndina fyrir neðan. J. B. Tékkó-Slóvakía Framhald af 7. siðu. Slóvökum l'innst mörgu ábóta- vant hjá sér, bess vegna munu þeir sækja fram til meiri far- sældar á næstu árum, en eitt er þeim jáinan efst i huga. Það ríkir mikil _újfúð í heiminum. og V.-Þýzka!and hefur ennþá ekki samþykkt landamæri Tékkó-Slóvakiu. Tékkar og Sló- vakar eru vel vopnum búnir og staðráðnir í að verja hend- ur sínar. en fyrst og síðast þrá þeir eins og flestar aðrar þjóð- ir að lifa í friði. Það þarf eng'- inn að gera sér neinar tálvon- ir um það. að Tékkar og Sló- vakai hverfi af þeirri þróunar- braut, sem þeir hafa valið sér. Vonandi verður þeim og öðr- um að ósk sinni um frið og alþjóðaafvopnun. Síðustu 15 árin hefur Tékkó- Slóvakía verið eitt af helztu viðskiptalöndum okkar íslend- 'inga, eins og kunnugt er. Við veiðum fisk, þeir eru einhverj- ir mestu landkrabbar í heimi og framleiða iðnaðarvörur. Eðlilegar forsendur liggja til grundvallar hagkvæmum sam- skiptum þeirra og okkar. fs- lenzkum stúdentum, sem stunda nám í Prag á kostnað tékk- neska ríkisins fjölgar með ári hverju. í Tékkó-SIóvakíu fá stúdentar laun fyrir að stunda nám eins og í öðrum alþýðu- veldum. Fjöldi íslendinga gistir árlega land Tékkanna, og hingað ber öðru hvoru kær- komna gesti þaðan að sunnan. Nú sem stendur dveljast hjá okkur tveir tékkneskir tónlist- armenn, obóistinn Karel Lang og dr. Smetacek, en hann er með snjöllustu hljómsveitar- stjórum, sem nú eru uppi, og flýgur um þessar mundir á milli hljómsveitanna í Berlin, Prag og Reykjavík. Fyrir okkar hönd óska ég Tékkó-Slóvökum árs og friðar í framtíðinni. • Björn Þorsteinsson. Leiðir allra sem ætla afl kaupa eða selja BIL liggja til okkar. BÍLASALAN Klapparstíg 37. Sími 1-90-32. Rósir afskomar. (gróðrarstöðin við Miklatorg). Sölarhringur Skáldsaga Stefán Júliusson Verð kr. 110 í bandi Bókaútgáfa Menningarsjóðs um bótagreiðslur lífeyrisdeildar almanna- trygginganna árið 1960 Bótatimabil lífeyristrygginganna er frá 1. jan. s.l. til ársloka. Lífeyrisupphæðir á fyrra árshelmingi eru ákveðnar tii bráðabirgða með hliðsjón af bótum síðasta árs og upplýsing- um bótaþega. Sé um tekjur að ræða til skerðingar bótarétti, verður skerðing lífeyris ár- ið 1960 miðuð við tekjur ársins 1959 þegar skattframtöl liggja fyrir. Fyrir 10. júní n.k. þarf að sækja á ný um eftirtaldar bætur skv. heimildarákvæðum almannatryggingalaga: Hækkanir á lífeyri munaðarlausra barna, örorkustyrki, makabætur og bætur til ekkla vegna barna. 1 Réýkjavík skal sækja til aðalskrifstofu Tryggingastofnunar rrkisins Laugavegi 114, en úti um land til umboðsmanna stofnunarinnar, bæjarfógeta og sýslumanna. Þeir, sem nú njóta hækkunar elli- og örorkulífeyris, sömuleiðis ekkjur og aðrar ein- stæðar mæður sem njóta Ufeyris skv. 21. gr. almtrl., þurfa ekki að endurnýja umsóknir sínar. Áríðandi er að örorkustyrkþegar sæki fyrir tilsettan tíma, þar sem ella er óvíst að hægt sé að taka umsóknirnar til greina, vegna þess að fjárhæð sú, er verja má í þessu skyni er takmörkuð. Fæðingarvottorð og önnur tilskilin vottorð skulu fylgja umsóknunum, hafi þau eigi ver- ið lögð fram áður. Þeir umsækjendur, sem gjaldskyldir eru til lífeyristrygginga skulu sanna með kvittun innheimtumanns eða á annan hátt að þeir hafi greitt iðgjöld sín skil- víslega. Vanskil geta varðað skerðingu eða missi bótaréttar. Norðurlandaþegnar, sem búsettir eru hér á landi, eiga samkvæmt samningi um félags- legt öryggi bótarétt til jafns við íslendinga, ef dvalartími þeirra og önnur skilyrði, sem samningarnir tilgreina eru uppfyllt. íslendingar, sem búsettir eru í einhverju Norðurlandanna eiga gagnkvæman rétt til greiðslubóta í dvalarlandinu. Athygli skal vakin á því, að réttur til bóta getur fyrnzt. Er þvi nauðsynlegt að þeir, sem telja sig eiga rétt til bóta og óska eftir að fá þær greiddar, dragi eigi að leggja fram umsókn s'ína. Frá 1. apríl 1960 breytist réttur til fjölskyldubóta þannig, að nú eiga 1 og 2 barna fjölskyldur bótarétt. Auglýst verður síðar eftir umsóknum um þessar bætur. Munið að greiða iðgjöld til lífeyristrygginga á tilsettum tíma, svo að þér haldið jafn- an fullun bótarétti. Reykjavík, 6. maí 1960 Tryggingastofnun ríkisins. Tilkynning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.