Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. maí 1960 ÞJÖÐVILJINN (3 Hagnaður á millilandafluginu en tap á fluginu innanlands Halli á rekstri Flugfélags íslands á sl. ári nam 280 þús. kr. Heildartekjur félagsins voru 79 millj. kr., en rekslurskostna'ður 79.280.000 kr. og eru þá 13,9 millj. kr. afskriftir meðtaldar. Frá þessu var skýrt á aðal- fundi Flugfélagsins í fyrradag, en á honum var félagsstjórnin öll endurkjörin. Hana skipa: Guðmundur Vilhjálmsson, Berg- ur G. Gíslason. Jakob Frímanns- son, Björn Ólafsson og Richard Thors. Raufarhöfn 14 stig Klukkan þrjú í gær var 14 stiga hiti á Rauíarhöfn, en að- eins þriggja stiga hiti á Galtar- vita. Badmintonmót Meistaramót Islands í bad- minton sem hófst í gær með undankeppni, verður háð í KR- húsinu klukkan tvö í dag. Farþegar á innaniandsflugleið- um voru 51.195 árið 1959, 8% íærri en árið áður. Flestir voru fluttir milli Reykjavikur og Ak- ureyrar eða 15064. Heildartekjur innanlandsflugs námu tæpum 20 ■miilj. kr. en reksturskostnaður að meðtöldum 1,15 millj. kr. af- skriftum varð 23,1 millj. Tveir þriðju hlutar hallans er tap á rekstri Katalínuflugbátsins. Farþegar í utanlandsflugi voru á sl.'ári 29.495, 22% fleiri en ár- ið áður. Flestir, eða 11249, voru fluttir milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar. Brúttótekjur félagsins af millilandaflugi námu 59 millj. kr. en reksturskostnað- ur að 12,8 millj kr. afskriftum meðtöldum varð 56:2 millj. og nettóhagnaður því 2,8 rnillj. kr. Háaleitisskóli Framhald af 1. síðu. herzlu á að þeim verði hrað- að, svo að skólinn geti tekið til síarfa um svipað leyti og hverfið verður fullbyggt“. Fjölmennt hverfi að rísa f framsöguræðu sinni minnti Guðmundur Vigfússon á að Háa- leitishverfi væri aðalbyggingar- svæðið í Reykjavík um þessar mundir og það yrði væntanlega fullbyggt á næsta ári. Skóla- bygginganefnd . hefði á sínum •tíma gert ráð fyrir að skólahús yrði byggt í þessu hverfi í tung- unni milli Brekku- og Stóragerð- is. Nefndin gerði ráð fyrir að í hverfinu yrðu 1250 íbúðir alls og íbúafjöldi 56251 Nemendafjöldi á barnafræðslualdri er áætlaður 776 og á gagnfráeðastigi 312 eða alls á skyldunámsstigi 1088. Til- laga nefndarinnar gerði ráð fyr- ir að reist yrði á íramangreind- um stað skólahús. þar sem yrðu 23 skólastofur og leikfimisalur. Guémundur kvað nauðsynlegt að skólahúáin risu áf grunni Skammt út af Reykjanesi er lægð sem hreyiist hægt úr stað. Veðurhorfur: Aust- an og suðaustan gola. Skúr- ir en bjart á milli. nokkurnyeg'inn jafnsnemma og ibúðarhúsiti, svo að skólarnir gætu tekið til starfa strax og hverfin væru fullbyggð. Með þetta í huga væri tillagan fram- borin. Varað við fyrri stefnu Gísli Halldórsson varð fyrir svörum af hálfu íhaldsins og talaði um að „athugun hefði far- ið fram“ og „tillögur verði gerð- ar“ og „áætlanir birtar" o.s.frv. Bar hann fr.am frávísunartillögu. Guðmundur Vigfússon talaði aftur og varaði fuiltrúa bæjar- stjórnarmeirihlutans þá við að taka aftur upp sömu stefnu og á árunum 1951—'56 er alger stöðv- un het'ði orðið á skólabygging- um í bænum svo að fullkomið öngþveiti hefði skapazt, hærinn hefði orðið að taka allt fáanlegt húsnæði til leig'u fyrir skóla- starfsemina, félagsheimili o.þ.h. Það hefði þá verið hlutskipti fulltrúa sósíalista að flytja hvað eftir annað tillögur um skólabyggingar og aukið fé til þeirra. Kvaðst hann vara meiri- hlutaíulltrúana við að taka upp slíka stefnu aftur og fella allar tillögur og skella skollaeyruni við ábendingum um það sem gera þj'rí'ti í skólabyggingamálunum. Að umræðum loknum var frá- vísunartillaga íhaldsins sam- þykkt með 10 atkvæðum gegn 4. Kaffidrykkja til styrktar náms- konum Kvenstúdentafélagið stendur fyrir kaffisölu í Sjálfstæðis- húsinu í dag, og er tilgangur- inn sá að safna fé til styrktar námskonum, Á s.l. hausti veitti félagið tvo styrki, sam- tals kr. 12.500, til náms við trlenda háskóla. Félagið gerir sér vonir um að geta veitt hliðstæða upphæð I styrki næsta haust, en 'þá er ætlunin að miða þá við nám við Há- kkóla Tslands. Otvarpsnot kosta ^ 1251 kr. a an Vopnafirði. Frá fréttaritara Það er orðið æði dýrt að hlusta á útvarp úti á lands- byggðinni, þar sem ekki er rafmagn. Eftir síðustu hækkun á afnotagjaldi og hækkun á verði þurrahlaða vegna gengis- lækkunarinnar kosta útvarpsaf- notin um 1250 krónur á ári. Afnotagjaldið er hækkað um 100 krónur í 300 og hver raf- hlaða kostar nú 162 krónur, en á fjöimennum heimilum þar sem mikið er hlustað þarf sex Núverandi stjórn karlakórsins Fóoibræðra, aftari röð talið frá þurrhlöður yfir árið. TÍM-hóf ó mónudaginn Á morgun. þjóðhátíðardag Tékkóslóvakíu. halda Tékknesk- íslenzk menningartengsl skemmt- un í Framsóknarhúsinu klukkan 8.30 s.d. Þar flytur sendifulltrúi Tékkóslóvakíu ávarp, Karl Guð- jónsson alþm. heldur ræðu. Al- þýðukórinn og barnakór syngja, Karel Lang léikur á óbó og Gísli Magnússbn á píanó og Karl Guðmundsson flytur skemmti- þátt. Síðan verður dansað. Um 2.ooo vangefinna í landinu Konur úr Styrktarfélagi vangeíinna hafa bazar og kaffisölu í Skátaheimilinu vinstri: Ásgeir Hallsson, Þorsteinn Helgason; sitjandi: Sigurður Haraldsson, forinaður og Ágúst Bjarnason, varaíormaður og u*t- anfararstjóri. FéstbrœSur í sörsgför til Norðurlanda árið 1954 til Vestur-Evrópulanda. Þá söng kórinn í útvarp og kom fram í sjónvarpi, bæði í London og Paris. í þetta sinn er förinni fyrst heitið til Stavanger í Noreg'i. Þaðan vérður síðan ferðast yfir Noreg og haldnar margar söng- skemmtanir. Á þjóðhátíðardegi. Norðnianna. 17. maí verður kór- inn i Bergen og tekur þátt í há- tíðahöidum þar. Sungið verður í norska útvarpið og þeim söng útvarpað beint. Næstkomandi laugardag, 14. maí, leggur karlakórinn Fóst- bræður upp í söngför til Norður- landa. Söngstjóri kórsins verður Ragnar Björnsson. einsöngvarar Kristinn Hallsson og Sigúrður Björnsson og undirleikari Carl Billich. Kórin hefur farið i söngferðir til annarra landa áður síðast í dag efna konur i Styrktarfé- lagi vangefinna til bazars og kaífisölu í Skátaheimilinu við Snorrabraut og hefst hvort- tveggja kl. 2. Styrktarfélag vangefinna er aðeins tveggja ára gamalt, eri hefur þegar unnið allmikið starf. Tilgangur þess er að stuðla að velferðarmálum vangefins fólks; en svo sem öllum er ljóst, eru örkuml þess með þeim hætti, að það getur aidrei staðið eitt og óstutt í harðri lífsbaráttu. Styrktarfélagið hefur starf- rækt lítinn leikskóla íyrir van- gefin börn í Reykjavík og er nú að hefja b.vggingu dagheimilis, sem væntanlega tekur til staría í haust. Einnig hefur félagið veitt námsstyrki til sérmenntun- ar í meðferð vangefinna barna, styrkt starfandi hæli og beitt sér fyrir skýrslusöfnun um vangef- ið fólk á öliu landinu. svo nokk- uð sé neínt. Áætlað er að um 500 fávitar séu hérlendis. sem nauðsynlega þarfnist hælisvistar, en alls munu vera um 2 þúsund van- gefinna í landinu. Fyrir atbeina Styrktarfélagsins voru sett lög um styrktarsjóð vangefinna og rennur : hann 10 aura gjald at' öli og gosdrykki- um, sem seld eru í landinu. Hef- ur sá sjóður þegar orðið mikil lyítistöng um byggingafram- kvæmdir við ríkishælið í Kópa- vo'gi. Þar er nú rúm íyrir 85 sjúklingá. Nýlega er byrjað að byggja þar starfsmannabústað og þegar hann verður fullbúinn, losnar rúm fyrir 'a.m.k. 25 sjúk- linga. Æskilegt væri að hægt væri að koma öllum vangefnum börn- um undir handleiðslu sérmennt- aðra kennara, svo að þau geti fengið þann þroska, sem hæfi- leikar þeirra leyfa, og telja má það lágmarkskröfu, að rúm sé til á hælurn fyrir þá sjúklinga sem þess eru þurfi. í Skátaheimilinu verða einnig til sýnis munir, sem unnir eru á þeim hælum, sem nú eru til fyr- ir vangefið fólk. Ollum er ljóst hve nauðsynlegt er að bæta aðstöðu til kennslu og hjúkrunar vangefins i'ólks og gefst fólki kostur á að leggja þessu máli lið með því að styrkja starfsemi Styrktarfélagsins. Verið velkomin i Skátaheimil- ið í dag. S. Th. Frá Osló verður haldið til Kaupmannahafnar. Þar kemur kórinn væntanlega frarn í út- varpi og konsertsalnum í Tívoli, einnig er ráðgert að kórinn syngi inn á nokkrar plötur í Kaup- niannahofn. Ef ástæður leyía munu Fóstbræður heimsækja Sv'þjóð og syngja í sænska út- varpið. Þátttakendur eru 38 söngmenn auk söngstjóra, einsöngvara og undirleikara, sem áður er getið. Fararstjóri verður Ágúst Bjarna- son, skrifstofustjóri; Á mánudag, þriðjudag og mið- vikudag heldur kórinn sam- söngva fyrir styrktarmeðlimi sína í Austurbæjarbíói. P / Fra Einn réttlátur Óheiðarleiki og' spilling hafa hrjáð íslendinga á undanföm- um árurh, og þar hafa marg- ir þeir haft forustu sem vís- astir áttu að vera til varnar. Sá sem er virðulegur embætt- ismaður í dag og þjóðarsómi er kannski orðinn tukthús- matur á morgun. Og\ við þessa iðju hefur einskis verið svifizt. Menn hai'a rænt gjald- eyri, sem þeim heíur verið trúað fyrir, svo milljónum króna skiptir. Þýfið hafa rnenn falið á leynireikningum í öðrum þjóðíöndum og notið aðstoðar erlendra auðhringa við stuldinn. Peningana hafa þeir notað til að standa straum af lúxusferðum sínum en fyrst og fremst þp til þess að kaupa dýran várning. Þess- um varningi hafa þeir síðan smyglað inn i landið með föls- uíum skjölum og mútað í því skyni valdamönnum til gagn- kvæms ábata, en tryggt með samböndum s'num að gjald- eyriseftirlitið skipti sér ekki neitt af neinu. Þetta eru ljótar aðfarir og ekki að undra þótt menn haft fyllzt svartsýni. Og því kem- ur það sem ljós i niyrkri, þeg- ar blöðin skýra frá því að Vilhiálmur Þór seðlabanka- stjóri haíi bannað að birta mynd af bankaseðlunum nýju; hann hafi eftir miklar laga- rannsóknir komizt að þeirri niðurstöðu að það væri ó- heimilt að gera eftirmyndir af peningaseðlum í ábata- skyni. Þar fyrirfinnst loks embættismaður sem gætir þess vandlega í öllu líferni sínu að hvika ekki hársbreidd af hinum þrönga vegi laga og heiðarleika. Og meðan einn réttlátur finnst í landinu er ekki ástæða til að örvænta. — Austri. V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.