Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 4
4)' — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. maí 1960 iSem kunnugt er varð Júgó- slavinn, Svetozar Gligoric sig- urvegari í Hastings í ár. Við skoðum í dag eina af vinn- ingsskákum hans frá mótinu, þar sem hann sigrar Búlgar ann Bobotsov með skemmti- legri drottningarfórn. Skýringar við skákina eru eftir Gligoric sjálfan. Hvítt: Gli.goric; svart Bob- otsov. — Sikileyjarvörn. I. e4, e5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, a6; 6. Bg5, e6; 7. f4, h6; (Sjá skýringar við 10. lei'k). 8. Bli4, Be7; 9. Df3, Dc7; (Ekki 9.------Rb-d7’ strax. Það er mikilvægt að hindra bæði 10. e5 og 10. Bc4) 10. O—O—O, Rb-d7, (Eg hafði áður fengið þessa stöðu fram í fjölda skáka, en án leikjanna — — h6 og (Bh4. Eg uppgötvaði nú, að ég átti ekki kost á minni uppáhaldsleið; g4 og síðan Bxf6 og g5 og þar sem svart- ur hefði getað svarað 11. g4 með 11. — — g5 og ef 12. fxg5, Re5 og síðan — Rfxg4. Eg rannsakaði þessa stöðu í næstum hálfan annan klukku- tíma (og átti þv'í nauman tíma það sem eftir var skák- arinnar). Tímanum var vel varið, því ég uppgötvaði að lokum, að Bd3, sem er ekki góður leikur, þegar drottn- ingarbiskup hvíts er ennþá á g5, kynni að vera mjög öfl- ugur leikur nú, þar sem svart- ur hafði veikt g6-reitinn. Þessvegna): II. Bd3, b5 ' (Með tilliti til þessarar skákar er líklegt, að menn bóki þennan leik sem yfirsjón, iþótt e'kki sé auðvelt að sjá, fyrir ágalla hans á þessu stigi.) 12. e5, Bb7. (Þetta er auðvitað eini leik- urinn eftir það, sém á undan er komið. Eg átti nú minna en klukkutíma eftir fyrir 28 leiki.) p j Hvítt: Glígoric 13. Rxe6!! (Hér tók ég leikinn 13. Dh3 einnig alvarlega til athugun- • ar. Svartur svarar honum með •13. — — dxe5; 14. Rxe6, fxe6; 15. Bg6f, Kf8 og ef 16. Dxe6 þá á svartur full- nægjandi vörn í 16. — — Dc4! og ætti þá að vinna. ' Svartur getur ekki svarað ' hinum gerða leik með 13. — Bxf3 þar sem hann ætti skiptamun og peði minna eft- ir 14. Rxc7f og 15. Rxa8 osfrv.) 13.-------fxe6; 14. Bg6f, Kf8. (Ef kóngurinn fer hina leiðina, þá er áhættusamt að fórna drottningunni, en hins- vegar á ég þá jafnvel ennþá sterkari árásarmögulei'ka, sem byggjást á því, að kóngur- in lendir í skotlínu drottning- arhróks míns. T.d. 14. — — Kd8; 15. Dh3, dxe5; 16. Dxe6 og ef nú 16. — — Dc6 þá 17. Bf5 hótandi Bxf6 og síð- an Hxd7f. Eða 16.--------e4; 17. Bxf6, gxf6; 18. Hxd7f, Dxd7; 19. Hdl og hvítur vinnur. Næstu leikir eru sjálf- gefnir.) 15. exf6, Bxf3; 16. fxe7f, Kg8; 17. gxf3, Rf6. (Góður leikur, sem þvingar mig til uppgjörs og frelsar svarta kónginn samtímis úr fangelsinu.) 18. Bxf6, gxf6; 19. e8 Df, Hxe8; 20. Bxe8, d5; 21. Hd4? (Þetta er ekki bezti leikur- inn. og koma hér í ljós af- leiðingar tímahraksins. Vinn- ingurinn verður nú mun tor- sóttari þar sem biskup minn lokast úti. Með 21. f5! hefði ég hinsvegar getað tryggt öll- um liðsafla mínum athafna- frelsi. T.d.------Df4f; 22. Kbl, Dxf5; 23. Hh-glf, Kf8; 24 Bg6 osfrv.) 21,-------Kh7; 22. Bh5, Dc5, 23. Hh-dl, Hc8; 24. HdJ-d2. (Ekki var tími til að leika 24. f5 ? vegna 24.-----b4). 24. ------f5 (Nú er biskupinn lokaður útj ng liðsyfirburðir mínir þar með, gerðir litils virði.) 25. Re2, Kg7. (Með þessum og næsta leik sinum saumar svartur enn meir að biskupnum og valdar um leið e- peð sitt, sem er einj veiki punkturinn í stöðu hans eins og stendur.) 26. Kbl, Kf6; 27. a3, a5; 28. Rg3, b4. OSvartur gerir sér ekki grein fyrir varnarmætti stöðu sinnar. Hann ræðst á kóngs- stöðu mína, en þeirri árás ' er auðveldlega hrundið. Rólegri taflmennska mundi •hafa valdið mér meiri erfið- leikum.) *s> 29. a4, Dc6 (?). (Tilgangslaus leikur, því hvítur verður greinilega að leika b3, hvort eð er. Betra var 29. — — Db6 og ef þá 30. fo3 til að hindra, 30.--- Hc4, þá 30.-------Hc3. Svart- ur var nú einnig að lenda í tímahraki.) 30. b3, Dc3; 31. Hd4-d3, Dc5, 32. He2. Stefnir að Hd-e3.) 32.-------Dglf; 33. Kb2, Hc3; 34. Hd-d2, (Ekki 34. Hxc3, Dd4!) 34.-------d4; 35. Hg2, De3 36. Be8. (Frelsun biskupsins táknar upphafið á endinum. Framtíð- arreitir hans eru b5, c4 og d3.) 36. — —- d3; 37. cxd3, Del. (Ef 37. — — Dd4 nær hvítur ágætri varnarstöðu með 38. Re2. Svartur ihótar nú að gera út um skákina með 38.------Dclf. 37. — — Hxd3 hefði þá verið betri leikur. Hvítur mundi þá eftir hrókakaup leika Bb5 og s’íðan IBc4. Hann mundi tapa báð- um f-peðum sínum, en e og f peð svarts mundu falla í stað- inn og ósigur svarts mundi þegar til lengdar léti vera óumflýjanlegur.) 38. Ilc2, Hxd3; 39. Bb5 Hvítt: Glígoric ABCDEFOH Ap 'V//Á P; P; Pj ma. mwm m. wm i w m mm mm m m m u IfiBlBáE,,, ABCDEFOH Svart: Bobotsov 39. ----Hc3. („Vendipunktur" skákarinn- ar. Ef svartur léki 39.--- Hdl, hótandi máti, þá yrði hann sjálfur mátaður: 40. Rh5f, Ke7; 41. Hg7f, Kd8; 42. Hg8f, Ke7; 43. Hc7f, Kd6; 44. Hd7f, Kc5; 45. Hc8f, Kb6; 46. Hc6 mát. Afbrigði frá þessari röktu leið flýta aðeins fyrir ósigri svarts.) 40. Bc4, Hxc2f; 41. Hxc2, e5. (Þetta var biðleikur svarts. Það er eini leikurinn, sem gef- ur honum nokkra von.) 42. fxe5f; Dxe5f; 43. Ka2 f4 (Gefur riddara mínum góð- an reit á e4, en svartur mun hafa komizt að raun um, við heimarannsóknir, að þessi örvæntingarkenndi leikur fæli í sér skásta möguleika.) 44. Re4f, Kg6; 45. H,g2f Kh5. (Leggur smágildru; 46. Hg4 ?, Db2f 47'. Kxb2 patt!) 46. Rf2. (iHótar máti í tveim leikj- um með 47. (Bf7f og 48. Hg4) 46. — — De8; 47. Bd3, Kh4; 48. Hg4f, Kli5; 49. Bg6f gefið. Skýringar lauslega þýddar úr ,,Chess“. Nómsmenn Framh. af 12. síðu gjaldeyri, er sigldu í kjölfar efnahagsráðstafana ríkisstjórnar- innar á sl. vetri. Þeim er því brýn nauðsyn á, að afhending styrkja Menntamálaráðs dragist ekki úr hömlu. Sá dráttur, sem þegar er á orðinn, hefur valdið því, að stúd- entar hafa ekki getað staðið við skuldbindingar sínar um greiðslu húsnæðis og önnur óhjákvæmi- leg útgjöld, og jafnvel verið án matar dögum saman. Vér lítum svo á að framkoma sem þessi af hálfu opinberra að- ila sé með öllu óafsakanleg og getum ekki látið hjá líða að mótmæla- henni opinberlega. Afrit af bréfi þessu verður sent dagblöðum í Reykjavík til birtingar. F.h. Félags íslenzkra stúdenta í Skotlandi, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður.“ Þjóðvdljina hefur aflað sér upplýsinga um það að Mennta- málaráð lauk úthlutun sinni skömmu eftir að fjárlög höfðu verið samþykkt (en ekki er unnt að Ijúka úthlutun fyrr) og. sendi mennamálaráðuneytinu hana með bréfi dagsettu 5. apríl. Reyndi Menntamálaráð að flýta störfum sínum eins og unnt var, þar sem vitað var um bágan hag náms- manna, og gerði ráð fyrir því að þeir gætu fengið styrki sína fyrir páska. En mólið virðist hafa strandað í sjórnarráðinu, hvort sem það hefur verið í menntamálaráðuneytinu, fjár- málaráðuneytinu eða utanríkis- Gísli S. Magnússon Framhald af 2. siðu sem til fyrirmyndar foefur verið og oft ráðið úrslitum mála. VerkalýðshreyfinRÍn á Stokkseyri stendur í þakkar- skuld við G'isla fyrir foans óeigingjarna og fórnfúsa starf. Gísli á Bjargi er Stokkseyr- ingur af lífi og sál. Ann byggðnrlagi sínu og berst fyr- ír öllu því, sem Stokkseyri má til heiðurs og framgangs verða. Hann átti lögheimili ut- an Stokkseyrar um nokkur ár. En bernslcustöðvamar áttu hug hans allan og þang- að lagði hann leiðir sínar aftur, þó ótal möguleikar, og ‘a.ð ýmsu leyti vænlegri til framtiðarstarfs biðust honum annarstaðar. Hér vildi Gísli „una ævl sinnar daga“. Viima Stokkseyri sitt dagsverk af fórnfýsi og skyldurækni son- arlegra víðhorfa. Og sannar- lega má Stokkseyri þakka honum handtökin fyrr og síð- t ar. Kvæntur er Gísli Sesselju M. Eiríksdóttur, góðri konu og dugmikilli, sem búið foefur foonum myndarlegt heimili. Hafa þau nýlega komið upp nýju myndarlegu húsi á fögr- um stað í þorpinu. Eg færi Gísla mínar beztu hamingjuóskir á þessum tima- mótum ævi hans. Enn er Gísli á bezta starfsaldri, full- ur áhuga og eldmóði fyrir ' málefnum framtíðarinnar. Megi honum endast heilsa og starfskraftar til áfram- haldandi starfs og baráttu fyrir málstað alþýðunnar í landinu um mðrg ókomin ár. B. S. málaráðuneytinu, með þeim af- leiðingum að námsmenn í Skot- landi höfðu ekki séð neitt af fé sínu mánuði eftir að því hafði verið úthlutað. Njósncrflug Framhald af l. síðu stöðvum og iðjuverum og til- kynnti að flak flugvélarinnar, tæki þau og útbúnaður sem í henni voru, svo og sjálfsmorðs- sprautan, myndu verða sýnd erlendum sendiherrum í Moskvu, fréttamönnum og öðrum einhvern næstu daga. Krústjoff sagði að gögn þau sem sovétstjórnin hefði i hönd- um svo og játning flugmanns- ins sýndi að yfirlýsing banda- rískra stjórnarvalda að flug- vélin hefði verið notuð til veð- urathugana, en villzt af réttri leið vegna þess að flugmaður- inn myndi hafa fallið í öngvit sökum súrefnisskorts, væri uppspuni frá rótum. Hann kvaðst reiðubúinn til að trúa því að Eisenhower Bandaríkjaforseti hefði ekkert vitað um ferð þessarar flug- vélar eða erinídi hennar, en þetta væri slæmur aðdragandi að fundi æðstu manna og vænt- anlegri heímsókn Eisenhowers til Sovétríkjauna, og sýndi einnig hættuna á því að láta herforingjana fara sínu fram. Norðmenn vilja ekkert segja Þegar blaðið fór i prentun í gær var ekki kunnugt um við- brögð ráðamanna á vesturlönd- um við þessum uppljóstrunum Krústjoffs, en enginn vafi er, að þær munu hafa mikili áhrif á gang alþjóðamálá á næst- unni og eftirköst, ekki sízt í Noregi. Sovétstjórnin hefur marg- sinnis kvartað yfir þvr að flug- vellir í Noregi, og þá einkum sá við Bodö, væru notaðir til njósnaflugs yfir Sovétrikin, en norsk stjórnarvöld hafa jafnan visað slíkum kvörtunum á bug sem hreinni fjarstæðu. En nú vandast málið, þegar sovétstjórnin hefur í höndum óyggjandi sannanir fyrir þess- um ásökunum. Fréttastofa Reuters sagði í gær að óger- legt hefði verið að fá nokk- urn fulltrúa norsku stjómar- innar eða hersins til að segja aukatekið orð um uppljóstranir Krústjoffs. Hvorki yfirmaður norska flughersins í Norður- Noregi, sem Bodöflugvöllur heyrir undir, aðalstöðvar At- lanzbandalagsins í Noregi, norska utanrikisráðuneytið né bandaríska senidiráðið 'í Osló uíirlii lófíi hflfít neitt eftir ser.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.