Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 7
!1Iiiiiiiiíiiiiiiiiiii!iíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiii!Iiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Sunnudagur 8. maí 1960 — ÞJÓÐVILJINN (7 „Þegar mamma var unglingur voru á Önd /erðarnesi um 50 manns á vegum Nesbóndans. er hafði úfveginn og jörðina. f>á var fiskur off uppi í landsfeinum, svo nærri að fala máffi úr fandi við þá sem voru að dorga á báfum á Nesbrúninni. Nei, ég hef aldrei (enf í hrakningum, aldrei missf mann.” . nema einu sinni — og þá var það mikið fallið út, að hægt var.að bjarga bátnum. Það var oít að mennirnir sem ýttu bátnum á f lot liöfðu eltki tíma til að fara upp *. batinn, heldur urðu að lianga utan á horðstokknum nieðan hinir réru lífróður út á leguna, þá voru þe:r dregnir inn. Já, þeir voru harðir karl- arnir. Einn morgun þegar auðsjáanlega var að gera vont veður og leit út fyrir byl man ég að einn sagði: Við skuluni fara strax. Við förum ekkert ef við förum ekki strax! Lentir þú ekki oft í tví- sýhu ? — Eg hef aldrei lent í nein- um hrakningum. Aldrei misst mann. — Oft hlýtur þú samt að hafa fengið vondan sjó. — Jú, maður fékk vitan- lega oft vont. Eg man sér- staklega eftir einum róðri eftir að farið var að róa á trillubátum. Það réru ekki nema tveir hátar þann morgun. Eg sá ekki til hins bátsins á útleið- inni. Þegar við vorum að Jeggja rault upp með roki og hyL Við hættum þá við að draga og fórum í land. Við vorum fjórir á bátnum, en' tveir hásetanna voru strák-: lingar, sonur minn og annar, — báðir að byrja að róa. Við ætluðum að lenda í Krossavik, en sáum ekkert frá okkur fyrir byl. Einu sinni tók svolítið í bylinn svo við sáum í svip til lands. Það var ekkert stýrishús á trill- unni og komu þá strákarnir aftur í til mín og sögðu flaumósa: Það er bátur á hliðinni í fjörunni. Það hefur x'arizt bátur í lendingunni! Þetta er mér sérstaklega minnisstætt, því það er ekkert notaleg að fá slíkt framan í sig undir slíkum kringum- stæðum. -— Og hvernig fór? — Við fengum brotsjó — sjórinn var eins og veggur á báðar hliðar, og hann bar okkur langt upp á sand —• við vorum á þurru á eftir! — Var ekki erfitt að stýra ? — Það varð að 'ha’da beinni stefnu í lendingunni, mátti engu muna til hvorrai handar — þá var báturinn farinn. — Þú nefndir trillur áðan, fenguð þið snemma trillur? — Fyrsta trillan sem kom hér á Sand var þegar ég lét setja vél í róðrarbátinn minn, það var 4ra hesta Scandiavél. Áður höfðu verið hér 4—8 Issta vélbátar, sem réru frá maí og fram í ágúst. — Voru trillurnar mikil framför ? — Eg byrjaði um haustið að róa, en í janúar og marz bættust tveir aðrir við. Eg var með fjóra menn á og einn í landi, en róðrarbátarnir 'voru með níu menn. Afrakst- urinn eftir trillubátana varð því m’klu meiri á mann. Það er annars ótrúlegt hve ótrúin á trillur var mikil þá. Við urðum allir fjórir, sem vorum saman um þetta, að veðsetja bæjarkofana okkar fyrir 1500 króna láni fyrir vélinni! — Hvernig var með beitu áður en frystihúsin komu ? Beittuð þ:ð skelfisk? ----- Já, annars beittum við Sandarar Ijósabeitu. — Ljósabeitu? — Já, ýsu og karfa, er ge>undur var í snjó, og úldn- aði vitanlega og var þá lé- leg beita. Annars var stundum mjög erfitt með beitu. Lárus Skúla- son, sá er byggði Lárusarhús og var mikill aflamaður og fyrirsvarsmaður á öllum svið- um, kvaðst einu sinni, ein- hverntíma fyrir síðustu alda- mót, hafa beitt rauðum tuskum þar til hann fékk lýsu til að bíta á og gat beitt henni. — Og þú segir að það hafi aldrei neitt komið fyrir þig á sjónum. — Nei, það kom aldrei neitt fyrir mig. Mér h’ekktist aldrei neitt á, svarar Daniiíus, rétt einsi og formennska hans i 30 ár hafi ekki verið viðburða- ríkari en svefn heima í rúmi. — En þú bjargaðir einu sinni mönnum, skýtur nú vin- ur okkar inn í og bætir enn kaffi í bollana. -— Hvernig var það Dani- líus, segðu mér frá því. — Það var fyrsta árið sem ég var formaður að ég bjargaði fimm mönnum af sex manna fari. Það var ár- ið 1915 um miðjan .lesember. — Hvernig gerðist það? — Það var slæmur sjór. Þegar búið var að leggja var venja að t.aka áfram en síð- an var látið reka. Þeir á þessum bát', höfðu látið flatreka og bára komið ájjlat- an bátinn og velt honuim Við vorum sex á mínum báti. Björn bróðir minn kvaðst hafa heyrt einhver vein og fórum við þá að svip- ast um. Sáum eitthvað sem Danilíus Sigurðsson kom upp úr sjónum og hvarf á mílli; það var langt í burtu. 41- Þegar betur sást reyndist þetta vera maður í báti sem maraði í kafi. Það var á móti og töluvert langt að róa. Við litum í kringum okkur og sáum a'lt í einu sjóskó við bmðstokk- inn. Hjörtur Cýrusson var þá 22ja ára. og e’ztur í hópnum, ég var 20 ára. Maðurinn \ ar að fara aftur fyrir bátinn þegar við náðum í hann og -drógum hann inn fyrir. Hann hreyfðist ekkert. og við héld- um hann væri dauður. Þetta var Pétur Guðmunds- son, formaður á bátnum. Maðurinn sem stcð uppi í bátnum. sem maraði í kafi, Framhald á 10. síðu. iiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiuiiiiiimmiimmimmiMiiiiiiimiMiiiimiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiimimiimiiiimmiimiiiiii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 Endurreist lýðveldi í Tékkó-Slóvakíu 15 ára Á miðju meg'inlandi E.vrópu hefur náttúran hlaðið íjöllum í viðar sléttur og langa dali; þar rís háborg álfunnar lukt ri'sa- fjöhum; þaðan falla ár í allar höfúðáttir og þar hefur verið menningarmiðstöð um aldarað- ir. Fy.rsti háskóli Mið-Evrópu reis i prag 1348, en í Kaup- mannahöfn 1471. Karls-háskól- inn í Prag hafði mikil áhrii' á menntir ög vísindi Norðurálfu um langt skeið; þar stunduðu m.a. ýmsir fræðimenn Norður- landa nám, og danski stjörnu- fræðingurinn Tygo Brahe bar þar beinin landflótta. en grip- ir úr rannsóknarstöð hans skreyta söín borgarinnar. Tékkó-Slóvakar hafa gefið heiminum undramarga smlldar- menp í listum, vísindum og tækni, en framar öllu í tón- list; tónlistin er annað tungu- mál Tékkó-Slóvaka, og allir kannast við Smetana, Dvorak. Fibich, Janacek og fleiri heims- fræg tónskáld mætti nefna. En Tékkó-Slóvakia, hefur ekki ein- ungis alið marga afburðamenn eigin þjóðernis, heldur einnig fóstrað fjölda snillinga annarra þjóða. Austurríska skáldið Rilke er fætt 'og uppalið í Prag, svo að dæmi sé nefnt. Á morgun eru liðin 15 ár, frá bví að Rauði herinn sigraði nazistaliðið í Bæheimi og tók Prag — og þjóðir landsins hlutu sjálfstæði að nýju. Fimmtán ár eru ekki langur t.mi, en þau síðustu hafa orðið óvenju viðburðarík í Tékkó- Slóvakíu. Þótt Tatrafjöll séu söm og áður og Moldá hraði ekki för til fjarlægs sævar frekar venju. þá hefur þjóðfé- lagsþróun Tékka og Slóvaka orðið greiðstígari en nokkru sinni íyrr. Þar hafa kjör manna farið batnandi ár frá ári og kaupmáttur launa vaxið. Iðnaðarframledðsla landsins er nú um það bil fjórföld á við það sem hún var fyrir stríð! Um þessar muhdir er Tékkó- Slóvakia með haþróuðustu iðn- aðarlöndum heims. Þótt Tékk- ar og Slóvakar vrðu fyrir þung- um búsifjum á stríðsárunum, þá var eyðileggingin ekki jafn- gegndarlaus þar í landi og viða annars staðar á meginlandinu. Eftir stríð hafa þessar þjóðir lagt tiltölulega mest fram alh-a jþjóða til hjálpar hart leiknum nágrönnum og bjargarlitlum þjóðum sérstaklega í Asíu. Sennilega hefur óvíða verið lagt jafnmikið frátn til lista, vísinda og almennrar menntun- ar eins og' í Tékkó-Slóvakíu á síðustu árum. Þar hafa verið reistar um 1500 menningarhall- ir, margar mestu glæsibygging- ar. en þar geta félög og starfs- hópar notið listar og stundað alls konar menningarstörf. Hjá Tékkum og Slóvökum eru skáld og listámenn tekjuhæstu menn þjóðarinnar. Þar stendur tón- listarlíf með meiri blóma en víðast annars staðar. Fj'rir fjórum árum. vissi ég, að rúm- lega 2000 manns skipuðu . sin- fóníuhliómsveitir Pragborgar. þessi i'jöldi var ríkislaunaður til þess eins að leika í hijóm- sveitum borgarinnar. og taldi hún þá tæpa milljón íbúa. Á tékknesku er árlega þýtt geysimikið af úrvalsbókmennt- um erlendum, og hefur einnig verið þýtt talsvert úr íslenzku. Þeir eiga marga snjalla höf- unda og gefst íslenzkum les- endum vonandi tækifæri að kynnast einhverjum beirra í ís- lenzkum þýðingum innan skamms. I Tékkó-Slóvakíu gitdir ein- hver fullkomnasta félags- og tryggingalöggjöf sem þekkist. Komist einhver háttvirtur lesandi alla leið hingað i þess- ari lesningu, finnst honum ef- laust, að dökku litina skorti á þetta Tékkó-Slóvakiumálverk. Ég veit af eigin raun að Tékkó- Framhald á 10. siðu. (Frantisek Skroup, tékkneskt skáld á 19. öld) Hvert er það land, hvert er það land, þar sem niða vötn á völlum, viðir laufgir kliða á fjöllum, litskrúð blóms og' bjarmi skýs, barnsins draumi um paradís við hvert fótinál fegra birtir, fegra og sælla óskala^id? Ættjörð kær, þú ert það kuid. Hvert er það land, hvað er það skjól, þar sem frjáls í frioi vaxa. fegurst meðal rósa og axa, bióm sem ekkert auga leit, anga þó í hverjum reit — áslúö, mannvit, orka og gleði, andans sýn af stjörnu og sól? Ættjörð kær, þú ert það skjól. Þ;éðsönciur Slóvnka (Þjóðkvæði) Yfir Tatrafjöllum þruniuleiftur loga, yfir TatrafjöIIum þrumuleiftur loga; þó mun sól senn skelfa sorta’ af Ieið og enn hvelfa regnsins bjarta boga. Bræður hikum ei né mikliiin óvæn efni, bræður, hikum ei né mikluni óvæn efni. Veki liljóð þrumanna vaska þjógi Slóvaka loks af löngum svefni. Enn vex grönin há í hlíðuin Krívan-fjalla, enn vex griinin há í hlíðuni Krívan-fjalla. Hver mun ei ferð búa feginn og hcim snúa, ættjörð. er þú kallar. Þorsteinn VaidimavssOn ji.vddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.