Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1960, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur S. maí 1960 6) — *•••«••« ft r«(W« »l< p»f »»• M ryr*^-f+m Útgef&ndi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjói-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnú.s Torfi Ólafsson. 61g- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn. afgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — 8fml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa Þjóðviljans. JBjargráð6i og ríkisafskipti! Segja má að nokkurrar feimni kenni hjá aðal- blöðum ríkisstjórnarinnar í gær varðandi birt- ingu á þeirri fregn að stórfelldar útflutningsupp- bætur hafi verið ákveðnar að nýju, með þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinriár að hverfa frá fyrri ákvörðunum um innheimtu útflutningsgjalds- ins. Morgunblaðið hefur e.indálka fyrirsögn á baksíðu og segir þar fréttina að samkomulag um fiskverð á tímabilinu 15. febrúar til 20. maí hafi tekizt milli Landssambands íslenzkra út- vegsmanna og þriggja sölusamtaka fiskframleið- enda, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, Sam- bands íslenzkra fiskframleiðenda og Samlags skreiðarframleiðenda. Fréttinni lýkur með þess- um yfirlætislausu orðum: „Samningaviðræður ■um fiskverðið hafa staðið yfir síðan í febrúar og mun það hafa greitt mjög fyrir saihkomulagi að ríkisstjórm'n laekkaði 5% útflutningsskattinn á íiskinum um helming. niður í Blað sjáv- arútvegsmálaráðherra og nær helmings, ríkis- stjórnarinnar, Alþýðublaðið, hefur hins vegar ekki svo mikið við að birta fréttina. trt: asri aá; í|2 Bh Bl wó P ZZZZi jsr; i! -t: ju; jííj KU Md MÚ i*ji J?:» Kiíi rr m M iíi' cái ¥»ó mun það þykja nokkrum tíðindum sæta á ís- *- landi að ríkisstjórn íhaldsins skuli hafa neyðzt til að grípa á ný til ,,bjargráða“ og ríikisafskipta aðeins tveimur mánuðum eftir að nýja efnahags- kerfið kom til framkvæmda. Það leið þó nærri ár frá gengislækkuninni 1950 þar til þáverandi r'ikisstjórn varð að játa uppgjöf kerfis síns með bátagjaldeyrinum svonefnda. En nú mun verða enn meir eftir þessu tekið vegna liins gífurlega skrums og áróðurs sem stjórnarflokkarnir hafa látið dynj'a á landsmönnum um ágæti og full- komleik hins nýja efnahagskérfis. um allan hinn „sérfræðilega“ undirbúning innlendra og er- lendra hagfræðinga sem reiknað hefðu að með hinum visdómslegu aðgerðum ríkisstjórnarinnar skyldi öllum útflutningsuppbótum og ríkisaf- skiptum hætt, með gengislækkuninni og öðrum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar ætti útvegsmönn- um, fiskíðnaðinum og öðrum atvinnurekendum í landinu að vera vel borgið. Þeir fengju engar uppbætur framar, og ríkisstjórnin hyggðist hætta öllum afskiptum af samningum milli útvegsins og sölusamtaka, milli atvinnurekenda og laun- þega, hér eftir yrðu íslenzkir atvinnurekendur að gera svo vel að standa á eigin fótum, án af- skipta og hjálpar ríkisvaldsins. Ný öld einka- framtaksins skyldi renna upþ, ríkisíhlutun og rík- isstyrkir yrðu úr sögunni, enda óþarfir einungis ef frelsislögmál auðvaldsstefnu og einkaframtaks fengju að njóta sín! Díkisstjórninni hefur rækilega verið sannað það ■á Alþingi og í blöðum hversu óhæft og skað- samlegt þetta nýja efnahag'skerfi er og raunar óframkvæmanlegt við íslenzkar aðstæður. Og menn taka eftir bví að efnahagskerfið bilar í meginatriðum þegar í byrjun, rökin fyrir hinni stórkostlegu kjaraskerðingu alþýðunnar reynast falsrc'k áður en verkalýðshreyfingin er farin að í’eyna að bæta alþýðunni upp tjónið, snúast til varnar gegn árásinni. Og eftir því mun tekið um allt land að ríkisstjórnin skuli þegar á fyrstu mánuðum viðreisnarinnar verða að grípa inn í samninga sjávarútvegsins með nýjum „bjargráð- um“ í gömlum stíl, tilney.dd af samtökum sjáv- arútvegsins sem stjórnarflokkarnir sjálfir mega heita einráðir i. mt un iriri Ivort þar sem Hellissandur, Rif og Ölafsvík sjást, staðir sem Danilíus talar um. Danilíus Sigurðsson er mað- ur nefndur vestur á Ilellis- sandi. Hann fæddist seint á öldinni sem leið. Nú er hann hafnarvörður í Rifi — hinn fyrsti í því starfi — og er jafnfrarr.t leiðsögumaður skipa um Breiðafjörð utan- verðan. Þegar Danilíus fædd- ist, bjó á Öndverðarnesi Cýr- us Andrésson, sá er áður var síðastur bóndi á Hólahólum. 1 aðra ættina er Danilíus kominn af Gísla Nespresti, er marg'r munu hafa heyrt ein- hverntíma getið. Það var nótt eina þegar vestangarrinn lamdi utan liús- in á Hellissandi og brimið öskraði við ströndina og við Danilíus sátum á öruggum stað yfir góðu kaffi hjá vini okkar beggja, að ég spurði hann um lífið á Öndverðar- nesi ,,í gamla daga“. — Á Öndverðarnesi voru gerðir úf bátar frá tveggja manna förum til sexæringa. Þeir réru á haustin, en lítið mun hafa verið um róðra frá í janúar og fram í marz að farið var að rca aftur, segir Danilíps. — Þegar mamma var ung- lingur voru á Öndverðarnesi um 50 manns á vegum Nes- bóndans, er hafði útveginn og jörðina. Þá var fiskur oft uppi í landsteinum, svo nærri að taia matti við þá úr landi som voru að dorga í bátunum á Nesbrúiiinni. — Komstu ungur hingað á Hellissand og byrjaðir að róa? — Eg byrjaði að róa í ÓI- afsvík þegar ég var 16, ára. Kom svo hingað og réri hér í þrjár vertíðir þangað til ég fór að verða formaður sjálf- ur. Annars stóð til að ég yrði áfram í Ólafsvík. — Hversvegna fórstu þá hingað ? — Það stóð til að ég væri áfram á bát frá Ólafsvík, og mamma viidi endi'ega að ég réri þaðan, því hún var þar þá, en þegar ég var 17 ára fór ég aftur til Sands, — hvað sem hver sagði. — Hvern'g stóð á því? — Svipur Danilíusar yngist skyndilega og hann verður g'ettnislegur eins og strákur áður en hann svarar: — Það var ......... ég var nefnilega farinn að kynnast stúlku — sem nú er konán mín. Hún var hér á Sandi. — Eg fór um áramótin að róa á Sandi, en á þorranum fórst báturinn sem ég hafði átt að vera á í Ólafsvík, með allri áhöfn. — Hvernig var umhorfs hér á Sandi þegar þú komst hingað 17 ára? — Þegar ég kom 17 ára á Sand munu íbúar hafa verið áh'ka margir og nú. Þeir bjuggu flestir í torfbæjum. Þó voru einstöku hús, t. d. Lárusarhús og Munaðarhóll, sem eru eins í dag, nema byggt hefur verið við það síð- arnefnda. Lárusarhús mun hafa verið byggt fyrir síð- ustu aldamót. — Hvernig komst þetta fólk af þá? — Fjöldi af þessum býlum hafði grasnyt. Keflavík, iYtri- og Innribær, Klettsbúð, Ásgrímsbúð (heitir nú Ár- tún). Dyngja, — þau voru öll fyrir innan á — Munaðarhóll, Hallsbær, Skeggjabúð, Hella og Litla-Hella höfðu öll gras- nyt og útveg saman. — Af hverju er þessi stað- ur kallaður Hellissandur ? Var einhver hellir ? — Brennuhellir var hér undir Brekkunni, — hann er nú að nokkru orðinn fylltur með sandi. Sumir haLla því fram að bærinn heiti Hellis- sandur eftir býlinu Hella, og svo er til Helluskarð. Þannig voru göiniu breiðfirzku bátarnir — Var ekki erfitt að róa hér — það héfur verið alveg hafnlaust. — Jú. Eg get hugsað mér að það sé ein erfiðasta list að stýra bátunum út hér. IBátarnir voru settir upp í snarbratta brekku. Um hásjávað féll sjórinn alveg að brekkurótunum. Það varð að skjóta bátunum í einu slþti á laginu út — aimars fóru þeir flatir, þá fyllti og þeir brotnuðu í stórgrýttri fjörunni. Eg var margar vertíðir hér á róðrabátum,. en ég man ekki til að þetta mktækist

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.