Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINNT — Þriðjudagiir 12. júní 1960 ------ > y * Elísabet Eiríksdóttir sjötug Elísabeti Eiríksdóttir. Miðstjórn SameiniiiRarflokJís áiþýðu — Sósíalistaflckksins þákkar þér fórnfúst og lieilla- drjú'ít ævistarf í þjónustn verkalýðslireyfingarinnar og fibkksins. Hamingján fylgi þér og megi ilokkurinn og verka- Týðshreyfingin njóta kraf'a þinna og lioilráða sem lengst. Miðstjórn Sésíalistaflokksins. ★ • Það hefur verið á orði haft, að ýmsar félagslegar hræring- ar. sem borizt hafa til lands vors utan að, hafi .fvrst. num- ið land á Akurevri. Þannig hefur hlutdeild Akureyrar í hingaðkomu templarareglunn- ar og ungmennafélagshreyf- ingarinnar að maklegleikum verið á lofti haldið. Aftur á móti er eins og meiri huluhafi ferugðið á hitt, að á öndverðum þriðja tug þessarar aldar varð Akurevri enn aðnjótandi nýrr- ár félkgslegrar vakningar, þegar Einar Olgeirsson kom þa.ngað heim úr námsdvöl sinni erlendis, funandi af eld- móði sósíalismans. fræðilega þjálfaður, þaulku.nnugur bar- áttuháttum vinnandi stétta víða um lönd. og síðast, en ekki sízt, snillingur í því að miðla öðrum af reynslu sinni og þekkingu. Þessir atburðir koma mér fyrst af öllu í hug á sjötugs- afmælinu þínu, Elísabet Ei- ríksdóttir: Fyrir okkur báðum var þá ævin tænlega að helm- ingi gengin. Um alllangt ára- bil höfðum við verið málkunn- ug og leiðir okkar legið sam- an stund og stund, eins- og gengur. En nú kom það í ljós, að við ólum í brjósti sameiginlega hugs.jón, Á okk- ur var kallað til félagsskapar, til samtaka um þjóðmála- stefnu. Þess var þá skammt að bíða, að vinnandi konur á Akureyri kveddu þig til for- ustu í félagssamtökum sínum, og slepptu þér ekki úr þeirri forustu, fyrr en forustustörf- in voru orðin heilsu þinni of- raun. Sem fulltrúi verkalýðs- ins varst þú kosin inn í bæjar- stjórn Akureyrar 1927. „Ein- hverjir hafa nú svikið“, varð íhaldsverksAjóranum að orði, þegar kosningaúrslitin urðu kunn. Kosnir voru 4 fulltrúar af 3 listum. Það varð í það sinn verkamannalistinn, sem sem flest fékk atkvæðin. Itaka þinna f’ór nú fyrir alvör’u að gæta á fleiri og’ • fleiri sviðum: 1 bæjarmálum Akureyrar, í verkalýðssamtök- unum, í flokkstörfum, bæði heima, fyrir og á landsmæli- kvarða, svo og í félagssamtök- um kvenna. Frá þinni hálfu var hvergi neinum vettlinga- tökum tekið viðfangsefnun- Elisabet Eiríksdóttir um, og jafnan fylgdi hugur máli, að hverju sem þú gekkst. Eigi skal ég orðlengja þessa afmæliskveðjú með upprifjun einstakrá atvika frá sam- vinnuárum okkar á Akureyri. Ekki mátt þú heldur leggja mér það út til vanþakklætis þótt ég fari ekki mörgum orð- um um það, hvers virði mér persónulega reyndist vinátta þín á stundum. Akurej'ri ann ég þess, að hafa notið krafta þinna langan starfstíma. Vafalaust átt þú einna ríkast- an þátt í því, hvað þar lifir ennþá eftir í glóðum áratugs- ins þriðia. Sjálfrar þín vegna, og þá ekki síður vegna Akur- eyrar, óska ég þess af heil- um hug, að þér megi endast starfsþrek enn um sinn. Margt er enn eftir ógert, langt enn að lokasigri. Nýtt þrek, nýja krafta. þarf til þess að lyfta Grett.istökunum. En. þú og þínir líkar halda áfram, ung- ir í anda, að laða fram kraft- ana nýju og leggja á ráðin um beitingu þeirra. Það má dunda við það hlutverk nokk- uð lengi enn. Þess vegna segi ég í fullri alvöru: -Til ham- ingju með dagirin. Þökk fyrir á ratugina liðnu; Steindór Guðmundsson. ★ Áður en ég hafði persónu- leg kynni af Elisabetn Ei- ríksdóttur hafði ég heyrt margt frá lienni sagt. Eg vissi að hún hafði haft for- ustu í verkalýðsbaráttu norð- lenzkrar alþýðu um árabil. Eg vissi að hún hafði staðið í kjaradeilu með félag sitt, Verkakvennafélagið Einingu við atvinnurekanda, sem- vissi það svar helzt við kröfum kvennanna að sprauta á þær ísköldu vathi eða sjó úr stór- um slöngum. Eg vissi að hún hafði staðið við hlið félaga sinna úr Verkamannafélaginu í vinnudeilum, þar sem hend- ur urðu að skipta við verk- fallsbrjóta. Eg vissi að hún hafði verið í fremstu víglínu í hópi verkalýðsins þegar afturhaldið sendi hvað eftir annað á vettvang hvítliðaskríl til að beria -á verkalýðnum. Eg vissi að hún hafði vakað yfir rétti umbjóðenda sinna — verkakvennanna — gætti af alúð þeirra réttinda, sem þegar voru fengin, og sótti stöðugt af festu, harðfengi og hyggindum aukin réttindi, félagsöryggi og bætt lífskjör til handa verkakonum og allri alþýðu á Akureyri. Hún vann að þeim málum með vökulu umbótastarfi í bæjar- stjórn, með þjarki og þráset- um við samningaborðið með atvinnurekendum og með per- sónulegum áhrifum í stöðugu daglegu striti við lausn á vandamálum hinna fjölmörgu einstaklinga, sem til hennar leituðu. Eg vissi að hún var mikill áhugamaður og virkur þátttakandi í kvenréttindabar. áttunni, sömuleiðis um að- búð og menntun barna og unglinga og yfirleitt flesta félagsstarfsemi, sem til þjóð- þrifa horfði. Eg vissi einnig að hún var í forustuliði Sósíalistaflokks- ins og heyrði oft um haná rætt, sem skæðan áróðurs- mann, harðsnúinn flokksmann, sem jafnan liti fyrst á hag flokksins og þörf, en skeytti minna um eigin hag og af- komuöryggi. . Eg gekk þess . ekki dulin. að slíkur baiáttumaður, og alveg sérstaklega þar sem um konu var áð ræða,’ hafði hlotið að verða fyrir hörðum árás- um afturhaldsins, hrópyrðum, og persónulegu aðkasti hleypi- dómafullra smáborgara. Því er ekki að leyna að mér var talsverð forvitni á að kynn- ast þeirri konu, sem ég hafði haft slíka sourn af, og í huga mér hafði hún fengið nokkuð fastmótaða mynd. Eg bjóst við að hún væri mikill per- sónuleiki, heil og hreinskipt- in, en hörð og köld bjóst ég við að hún væri. En strax við fyrstu sam-- fundi breyttist þessi mynd að miklu leyti. Mikill persónu- leiki var hún og heil og hrein- skiptin virtist mér hún, og ■hefur hún jafnan reynzt mér síðan, en köld og hörð var hún ekki — það varð mér strax ljóst. Það er einmitt áberandi í fari Elísabetar Eiríksdóttur hve hlý, fordómalaus og um- burðarlynd hún er gagnvart náunganum. Persónulegs hat- urs til andstæðinga verður aldrei vart, og ég hygg að þeir séu fáir, sennilega eng- ir, sem hún ber kala til. Slíku lífsviðhorfi er vissulega á- nægjulegt að kynnast, og þá sérstaklega þegar það fer saman með þeirri safaríku kýmni og björtu lí.fsgleði, sem Elísabet á í svo ríkum mæli. Mér er ékki fyllilega ljóst hvort réttara er að segja að þessir jákvæðu eiginleikar hafi skapað henni lífsgæfu eða hvort þeir eru afleiðing þess að hún er mikil gæfu- kona. Hins gengur maður ekki dulinn að hamingja lífs hennar er sú, að hún, sem fékk í vöggugjöf svo mikla forustu- hæfileika, fékk notið þeirra í strangri, oft óvæginni en jafnframt jákvæðri og árang- ursríkri baráttu. Foringjahæfileikar Elísabet- ar eru miklir. Gáfur hennar eru. ágætar, menntun 6,«*inar staðgóð, baráttu- og «fcarfs- þrek hennar var mifeið og áræðið óbrigðult. Þó urðu henni e.t.v. drýgst hyggindi hennar, nærfærni og góðvild í skiptum hennar við fjölda fólks. Alúð hennar og for- dómaleysi færðu henni auð- veldlega persónuleg kynni og traust manna. Starfsemi henn- ar í faglegri og pólitískri bar- áttu alþýðunnar gerði hana að foringja, sem hélfc ótal þráðum í hendi sér. Skyggni hennar á kröfur og fcvaðir samtímans gerði hana fram- sýna og réttsýna og kenn- ingar óg úrræði sósíalismans urðu henni það leiðarhnoða sem aldrei brást. Þegar fundum okkar Elísa- betar bar fyrst saman fyrir 12 árum, var hún enn hlað- in önnum síns starfsama lífs. Hún var bæjarfulltrúi og' starfaði í ýmsum nefndum, svo sem í framfærslunefnd, mæðrastyrksne.fnd, skóla- nefnd, ,Jrún var formaður Verkakvennafélagsins Eining- ar, og á herðum hennar hvíldi stöðug pólitísk starf- semi, auk þess sem hún star.f- rækti skóla fyrir börn á for- skóla aldri. Nú hin síðustu ár, hafa veikitidi meinað henni að starfa, svo sem vilji henn- ar stendur til og vinir henn- ar og samherjar myndu kjósa. Það gladdi mig því mjög að síðustu fréttir, sem ég hef af henni haft hermdu að heilsa hennar færi mjög batnandi og sta rfsbrek hennar leystist sem úr dvala. Það er ósk mín til handa afmælisbarn- inu Elíssbetu Eiríksdóttur, sem er sjötug í dag, að henni megi enn um mörg ár end- ast líf og starfsorka og hún megi sjá þjóð sína ganga brautina fram, frjálsa af traðki hermannahæla, frjálsa úr viðium hernaðarbandalaga, að hún megi sjá alþýðuna sækia fram til betri kjara, bjartara lífs, fram til sósía.1- isma. Það er mikið þakkarefni að Framhald á 10. síðu ★ Afmælisgrein frá Akureyri um Elísabetu Eiríksdóttur barst ekki nógu snemma tíl að koma í blaðinu í dag. Hún verður birt á morgun. Misnotkun stefnuljósa Sféfnuljos feYíreiða érii'' nú lögboðnir hlutir. Engum dylst hlutverk þeirra til aukins ör- yggis umferðamála. En því miður er misnotkun þeirra svo algeng að ekki getur óþarft talist að minnast á hana fáum orðum. Það er daglegur viðburður að sjá bifreiðir breyta stefnu sinni í þveröfuga átt við það sem stefnuljós þeirra gefa til kynna. Þessi vangá skapar hættu í umferðinni gagnvart vegfarendum gangandi sem akandi. Vegfarendur taka meira og meira tillit til stefnuljósa og er það vel farið, en þessi misnotkun þeirra getur hæg- lega gert það að verkum að þeir hætti því og.treysti þeim aldrei. Vafalaust gerir lögreglan sitt bezta til að bæta úr þess- ari misnotkun sem stafar af vangá öðru fremur, eða þekk- ingarleysi (sem ér ósennilegt). En tvívegis hefi ég orðið vitni að því, að sjálf lögreglan mis- notaði stefnuljós, og er þar illa farið, þar sem hún ætti að teljast fy.rirmynd annarra í umferðinni. ' En í þessum málum sem öðrum er varða umferðina, verður almenningur að taka höndum saman við lögregluna og hlýða settum reglum. Með því móti einu fæst fækkað þeim tíðu umferðarslysum sem hrjá svo mjög okkar litlu þjóð. * Ný skilti Bifreiðarstjóri kom að máli við póstinn, og bað hann koma því á framfæii fyrir sig að gefinn yrði út bæklingur til skýringar hinum mörgu merkjum sem nú er verið að setja úpp víðs vegar um bæ- inn. Hann kvaðst hafa talað við marga um þetta og vissi enginn þeirra til, að slíkur bæklingur hefði verið gefinn út. Pósturinn hringdi því í lög- regluna og spurðist fyrir um þetta og fékk það svar að bæklingur um þetta hafi þeg- ar verið gefinn út, væri hann fáanlegur þar á stöðinni og í bifreiðaeftirlitinu, svo og hjá bera hana á sig' eins og krem. sýslumönnum úti á landi. Og svo fer þetta iila með húð- Það má furðulegt teljast að ina í þokkabót". Ósköp er nú svo nauðsynlegur hlutur sem að vita þetta, gerfihár, gerfi- þessi bæklingur er, skuli ekki neglur, gerfibrjóst, gerfibrúnka vera auglýstur og fólk hvatt — hvað er næst? til að kynna sér hann, ein- mitt nú á þessum tímum öng- þveitis í umferðarmálum. * Gerfibrúnka Óspart hafa Reykvíkingar baðað sig í og sleikt sólskinið undanfarna daga. Þess má glögglega sjá merki á mörgum, þeir eru orðnii; brúnir og úti- teknir. Einkum er það kven- fólkið sem getur státað af brúnkunni. Maður gæti talið sig kominn til Hawai! — Svo sagði einhver að sumt af þess- ari brúnku ,,væri bara plat“. — Ja, hvað er að heyra, „já þær kaupa brúnkuna í búð og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.