Þjóðviljinn - 12.07.1960, Page 7

Þjóðviljinn - 12.07.1960, Page 7
Þriðjudagur 12. júli 1960 ÞJÓÐVILJINN (7 Bogi Guðmundsson n memoriam wuðmnndsson dfjptafrœ&íngur st 1927 — Horlinn 12. júlí 1959 hann mikinn veg og vanda af útgáfu Nýja stúdentablaðsins lengstum. í því sanibandi er mér sérstaklega minnisstætt hve mjög hann lagði sig allan fram um að gera afmælisblað félagsins vorið 1953 svo vel úr garði, að það yrði félagi okkar til sóma. Með slíku hugarfari vann hann öll sín sxörf. Við byrjun annars skólaárs síns, haustið 1952, tók nann sæti í Stúdentaráði sem fulltrúi fé- lagsins á þeim vettvangi. í Nýja stúdentablaðinu sama haust komst hann svo að orði, að kosningar innan Háskólans hefðu mikið gildi, fylgzt væri með þeim aí áhuga og mikið tillit væri tekið til afstöðu stú- denta. f samræmi við þetta sjónarmið starfaði 8ogi Guð- j'.iundsson. Honum var ætið efst í hug, að stúdentar köfnuðu ekki undir nafni, en vildi gera veg þeirra sem mestan, — að þeir sýndu framsækni sína í athöfnum og orðum. Hann \ ildi l.áta stúdenta reka af sér það slyðruorð, sem loddi við sam- tök þeirra á þessum árum, og gefa þeim þá reisn, er var við hæíi menntaðra manna. Þess- vegna reyndi hann að vinna félagsmálum og hagsmunamál- um stúdenta allt er ’nann megn- aði í þá átt. En eins og viða vili verða, átti hann ' g félagar hans að mæta þröngsýni, lág- kúrusvip og illvilja, og for- svarsmönnum þeirra afla var aldrei jafnmikið í nöp við neinn andstæðing sem Boga Guð- mundsson. Og aðstæðurnar voru erfiðar fyrir hann til að iáta verulega að sér kveða í vonlausum minnihluta. Und- ir forystu hans í Félagi rót- tækra stúdenta var þessvegna lagt kapp á að skapa hinni frjálslyndu og róttæku fylk- ingu öruggan meirihluta í íé- lagslífi háskólastúdenta Þetta var því erfiðara sem óvæniega blés í þessu tilfelli, eins og valda- hlutföllum var þá skipað á sviði þjóðmálanna í landinu, en innan Háskólans var og tr stjórnmáiabaráttan oítast speg- ilmynd landsmálabaráttunnar. Þetta tókst þrátt fyrir al.t, vinstri fyikingin fékk meiri- hluta innan veggja þessarar menntastofnunar og með sam- vinnulipurð ólíkra aðila tókst að mynda eina heild út á við, þar sem á oddinn var sett stærsta krafa sjálfstæðisbarátt- unnar, sem þá var og enn er i fullu giidi: Krafan um afnám herstöðva á íslandi. Afleið- ing þess varð sú, að meiri ljómi lék yfir hátíðisdegi stúd- enta, fullveldisdeginum 1. desember 1953 en verið hafði lengi áður. Því er þetta nefnt hér, að Bogi Guðmundsson vann öðrum mönnum fremur að því að skapa samvinnu- grundvöil hinna ólíku aðila, enda átti hann stærstu hlut- deild í þeim víðsýna málefna- samningi, er þá var gerður þeirra í milli. Þannig gegndi hann veigamikilli forystu í að- gerðum, sem höfðu talsverð pólitísk áhrif út fyrir veggi Há- skólans og voru í rauninni tákn þess sem koma skyldi í náinni framtíð. Er hér aðeins eitt minnisstætt dæmi tekið um hlutdeild hans á þessum vett- vangi, en ýmis störf vann hann í því skyni að auka veg stúd- enta, þótt þeim hafi ekki ver- ið sérlega flíkað. Þ.á.m. er að nefna það áhugamál hans að vinna að alþjóðlegum samskipt- um stúdenta, sem of langt mál yrði þó að rekia að þessu sinni. 1 staríi hans meðal stúdenta komu skýrt fram þau einkenni Boga Guðmundssonar, sem voru orsök hins ríka trúnaðartrausts er menn báru til hans. Það var ekki háttur hans að flana í neinu máli, heldur beita ró- legri íhugun og grandskoða málin af varfærni áður en dómur var upp kveðinn. Að þessu studdi góð greind hans og viljástyrkur, sem hélzt í hendur við stefnufestu og skipulagshæfni. Af þessum sök- um var hann öll sín skólaár lífið og-sálin í Félagi róttækra stúdenta, svo að ráðum var þar ekki endanlega ráðið fyrr en hans álit hafði komið skýrt fram. Et’tir þessi liðnu sam- . starfsár okkar Boga Guðmunds- sonar, bæði i Háskóla og á öðr- um vettvangi batt ég sérstakar vonir við framtíð hans á þjóð- málasviðinu. Ég fann í fari hans flesta þá eisinleika. sem : forystumönnum stjórnmála er nauðsynlegt að eiga í r:'kum mæli. en það er heiðarleiki, ó- sérdrægni. hreinlyndi og sið- ferðisþrek. Nú er sú von brost- in og missirinn mikið harms- efni hinni róttæku hreyfingu í iandinu. En við félagar Boga söknum líka vinar í stað, er við hug- leiðum manninn sjálfan, það sem í honum bjó við persónu- l.ega viðkynningu. Þó að alvar- an væri ríkur þáttur eðlis hans og hann væri dulur maður, er ekki flíkaði tilfinningum sínum, þá fann maður heitt hjarta, sem undir sló. Hann var trygg- ur vinum sínum og hafði skemmtun af að dveljast í þeirra hóp, hvort sem var í alvarleg- um viðræðum ellegar gleði- stundum, þar sem kímni hans gat notið sín vel. Mér eru ekki sízt minnisverðar samveru- stundir okkar erlendis, sem svndu mér hvílíkur vinur og félagi hann var. Það er sár söknuðurinn eftir slíkan heilsteyptan hæfileika- og mannkostamann sem Boga Guð- mundsson. fyrst og fremst fyr- ir ástvini hans, — en huggun harmi gegn, að minning um góðan dreng verður öllum er honum kynntust, dýrmæt eign um ókomin ár. Einar Laxness. Mér fór eins og mörgum, er ég frétti um hið hörmulega frá- fall Boga Guðmundssonar, að ég átti erfitt með að trúa því, að hann væri ekki lengur í tölu lifenda. Hann var á bezta skeiði ævinnar, virtist eiga fram und- an farsæl starfsár, og ég vissi ekki til, að hann gengi með neinn alvarlegan sjúkleika. En það var einmitt í fullu samræmi við skaplyndi Boga að ílíka ekki persónulegum erfiðíeikum. Bogi var dulur maður og fáskiptinn, og ég var alltaf fáfróður um persónulega hagi hans, þó að ég • hefði • kynni af honum alit frá unglingsárum hans. í skóla var Bogi ástundunar- samur námsmaður, gréindUr og traustur. Hann- var þá þegar hlédrægur og hávaðalaus í framgöngu, en átti.þó til sina kvrrlátu glaðværð.''Aí kýniium mínum af honum á skólab :1 k gerði ég mér þá hugmynd, að vel myndi séð fyrir því starfi, sem hann tæki að sér, þegar þar að kæmi. Það gekk lika eftir. Hann reyndist nýtasti starfsmaður, glöggskygn og öt- ull, og þeir, sem fylgdust með þroskaferli hans, máttu gera sér vonir um, að hann ætti enn eftir að bæta við sig. En sjúk- leiki hans batt sviplegan enda á þær vonir. Bogi gekk af ráðn- um hug út af sviðinu — hljóð- látlega eins og hann hafði lif- að — heldur en lúta í lægra haldi fyrir þeim sjúkdómi. sem hann kenndi ofjarl sinn. Bogi Guðmundsson féll frá á ungum aldri og átti óefað flest ógert af því, sem hann langaði að koma til leiðar. Vinir hans sýna því minnuixru hans mestan sóma með því að kappkosta að vinna 'ð hugðar- efnum hans af sömu elju og hollustu og hann gerði. Gísli Ásmuiulsson. ★ í dag er ár liðið síðan Bogi Guðmundsson dó. Mér er Ijúft að minnast hans. ' Það er sárt að sjá að baki svo ungan mann. sárt að kveðja vin sinn og félaga í blóma lífs- ins. Bogi Guðmundsson var um flesta hluti óvenjulega ágætur maður. Við sem þekktum haan og störfuðum með honum ! fé- lagsmálum um árabil, vissum það bezt. Því var hann kvaddur til þegar mest á reyndi, ’ iví t óttu öll ráð betur ráðin, ef ha:in var viðstaddur. En nú er sæti hans autt. Við erum manni fátækari, og hann var einn þeirra sem við máttum sízt missa. Bogi aðhylltist snemma lífs- skoðun sósíalismans ng íyrir hana voru öll störf hans unn- in. Hann va.r réttur maður á rét.tum stað. Vandvirkni hans og samvizkusemi var yfirtak. Ungir menn taka hlutina ekki alltaf alvarlega, og ekki skal það lastað. En slíkum inönnum var Bogi góður félagi. Hann taldi ekki eftir sór að vinna störfin, sem aðrir éttu að vinna, ljúka því, sam aðrir trössuðu. En nú er hann horfian. Einkum vildi ég mega þabka honum störf þau, er hann á háskólaárum sinum vnnn fyrir Félag róttækra stúdenta. Undir forustu hans eign- aðist félagið samstæðan og harðskeyttan hóp, sem það bjó lengi að. Það er ekki efamál, að Bogi Guðmundsson átti eilra ein- staklinga mestan þátt í að móta þá framsæknu pólitík háskóla- stúdenta, sem rekin var í Ilá- skólanum á þessum árum. Sú samstaða hernámsandstæðinga, sem þar náðist var mikill sig- u.r — langt út fyrir veggi Há- skólans. Við erum fámennir íslend- ingar. Því sárara er það, þegar ungur maður fellur. En hver mun nú skipa hið auða sæti'? Sigurjóii Einarsson. , * Þegar fráfall Boga Guðmunds- sonar skyndilega bar að fyrir einu á.ri, var það augljóst, að hér kvaddi vinsæll maður. Þó var Bogi fremur dulur og ekki! fljótur að kynnast, gátu því mannkostir hans leynzt nokkuð þeim, sem ekki þekktu hann! allnáið. Ég, sem þetta rita þekktil Boga lítið, þar til fyrir fimm árum að hann hóf að starfa hjá KRON, en upp frá því og allt til hans skapadægurs átt- um við að jafnaði meira og minna saman að sælda. Til að vera hreinskilinn, skal1 ég játa, að fyrst í stað þóttí mé.r Bogi ekki sérlega aðlað- andi, en er frá leið birtust mér æ því fleiri góðir eiginleikar hans sem fundir okkar urðu fleiri, og fannst mér hann sí- fellt vaxa í mínum augum. Svipað fullyrði ég að var einn- ig viðhorf annarra vinnufélaga hans. Starf sitt rækti hann af kunnáttu og festu og þeirri; samvizkusemi, sem óvíða verð- ur meiri. Þar sem annars stað- ar kaus hann að leggja sigi fram af alúð, því að þótt hann væri alvörumaður og rasaðí hvergi um ráð fram, þekkti hann ekki hik né hálfvelgju. Bogi Guðmundsson var hug- sjónamaður í góðri merkingu þess orðs, hann fy.rirleit rang- læti allt í hverri mynd og skip- aði sér ótrauður þar í raðir, er hann taldi sig verða réttlæt- inu til mestra þarfa. Þéttur á velli, staðfastur í lund, athugull og traustur, al- vörugefinn en þó hýr i við- móti og allri framkomu, svo stendur hann okkur sem þekkt- um hann fyrir hugarsjónum. Með slíkum manni var gott að vera og gott að stai’fa. Skað- inn verður ekki bættur, en gott mun þeim, sem um sárast eiga að binda, að geta í öllu minnzt hans með aðdáun. Vinir og félagar Boga í starfi og félagsl-íi munu jaínan minn- ast hans með þökk og virðingu. Hilmar Pálsson. ★ Boga Guðmundssyni kynntisí ég fyrst 1947 eða 1948, þó að- eins lauslega, í félagi ungra sósíalista í Reykjavík. Áhuga hans á hlutlægum þjóðfélags- fræðum tók ég strax eítir. Bogi Guðmundsson var með- al þeirra ungu manna, sem ára- tuginn frá inngöngu íslands í Atlanzhafsbandalagið 1949 til stjórnarskrárbreytingarinnar 1959 voru sannfærðastir um, að Sósíalistaflokkurinn, stefna hans og starfsemi, væri nauð- synlegur til að tryggja giftu- samlega framtíð þjóðarinnar; að Sósíalistaflokkurinn einn vekti yfir sjálfstæði ríkisins; að Sósíalistaflokkurinn einn skildi þörf þess að beina atvinnulegri framvindu landsins að setturn markmiðum i stað þess að láta hana ráðast af stundarhags- munum íjárgróðamanna; að Sósíalistaflokkurinn einn sýndi viðleitni til að varðveita það jafnrétti manna á meðal, sem verið hefur einkenni pess þjóð- félags, sem upp úr sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar hefur Framhald á 11. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.