Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. júní 1960 ilacfs afvinnuf lugmanna Framhald af 1. síðu. Með því mun vera átt við er málgögn og áróðurstæki sljóvga dómgreind og ályktun- arhæfni almennings að því marki, að um rökrétta hugsun og ályktanir er lítt að ræða, heldur liggur í loftinu „tilbú- ið“ almenningsálit og skoðanir, sem einatt fá ekki staðizt. Al- menningsálit af þessu tagi svífur nú að nokkrum mæli yf- ir vötnunum hvað snertir kjaramál flugmannastéttarinn- ar, og ti'lögur hennar til vinnuveitenda sinna um kaup og kjör. Er nú svo komið, að óhjákvæmilegt er, að flug- mannastéttin, sem hefur þó lengi setið á sér, geri nokkra grein fyrir máli sínu. Flugmenn, hérlendir og er- lendir, telja, að þeim beri að greiða g'óð laun. Starfsævi þeirra er tiltöiulega stutt; Nám þe'rra er dýrt. Til þeirra eru gerðar alveg skily.rðislausar og miklar kröfur um hæfni og kunnáttu í starfi með hæfnis- prófum á sex mánaða fresti. Þeir verða, þrisvar á ári hverju að gangast undir strang ar læknisskoðanir, sjúkdómar og smáslys geta fyrirvara- laust svift flugmenn atvinnu sinni. Þeir telja síg bera mikla ábyrgð, þar sem þeir hafa í höndum geysidýr at- vinnutæki og mörg mannslíf. Flug er erfitt starf, sem krefst mikillar líkamlegrar og ekki síður andlegrar áreynslu. Sam- felidur vinnutími er einatt mildum mun lengri en annarra stétta og unnið á öllum tímum sólarhrings. KÚBA Framh. af 12. síðu sjónvarp af sjúkrabeði. Hann hefur fengið lungnabólgu og læknar hafa skipað honum að vera rúmfastur fyrst um sinn. Castro þakkaði Sovétríkjunum loforð þeirra um liðveizlu ef Bandaríkin réðust á Kúbu. Frá því var skýrt í Havana í gær að Sovétríkin hefðu hoðizt til að kaupa þær 700.000 lestir af sykri sem Bandaríkin hafa bann- að innflutning á. Þá var einnig sagt .að Kúbu- stjórn myndi skila Bandarikjun- um aftur því íé sem hún h“íur nýlega greitt í leigu fyrir bv o’a- ríska ilotastöð í Guani.anamo. Forseti landsins sagði að K'iba væri hvorki til leigu né sölu. U2-fiugvélar farn- ar frá Japaa Japanska stjórnin tilkynuti í gær að allar flugvélar af gerð- inni U-2 sem Bandaríkjarnenn hafa haft í Japan veru nú farn- ar þaðan. Fara ekki fram á sömu Iaun Eitt það sem almenningi hefur verið sagt ósatt í sam- bandi við deilu þessa er að ís- lenzkir flugmenn krefjist sömu launa og erlendir starfsbræður þeirra. Því er hér með lýst yfir, að þetta er ekki satt, nema hvað þeir una því að sjálf- sögðu alls ekki að norskir flug- menn Loftleiða, sem vinna sömu störf á hinum íslenzku flugvélum félagsins njóti betri kjara en íslenzkir. Það er að vísu rétt að laun íslenzkra flugmanna eru alveg óheyrilega lág, miðað við laun erlendra flugmanna, svo lág að erlemla flugmenn furðar er þeir heyra um kjörin. Svo er gjarnan far- ið um sérmenntaða menn í ábyrgðarstöðum hins íslenzka þjóðfélags. Er íslenzkur flug- stjóri og norskur aðstoðarflug- maður Loftleiða fljúga saman á íslenzkum flugvélum fé- lag;sins, sem ekki er fátítt, ber hinn norski aðstoðarflugmaður Iangfum meira úr býtum en hinn islenzki yfirboðari hans, sem ber ábyrgð á flugvél sinni og farþegum og starli hans. Hvernig yrði íslenzkum sjó- mönnum við, ef á sama skipi væru starfandi erl. sjómenn og það undirmenn þeirra, sem bæru miklum mun meira úr býtum fyrir vinnu sína en þeir? Hver var ekki afstaða ís- lenzkra sjómanna við launa- kröfum Færeyinga á síðustu vertíð ? íslendingar taki við Flug norskra flugmanna á íslenzkum flugvélum er ís- lenzkum atvinnuflugmönnum þyrnir í auga af atvinnu- og metnaðarástæðum, og er þetta eitt þeirra mála, er hæst ber við samningaumleitanir F. I. A. ;Á sama tíma og Flugfélag ls- dands sagði upp þremur flug- Jmönnum s.l. haust vegna verk- efnaskorts héldu norskir flug- (menn áfram að fljúga í þjón- ustu Loftleiða. Þá eru íslenzkir flugmenn minnugir þess, er norskir stéttarbræður þeirra meinuðu þeim störf í Noregi á j sama tíma og norskir flugmenn ; mötuðu krókinn við flug á | flugvélum Loftleiða. Er það því I sjálfsögð krafa vor, að íslend- iingar taki við störfum hinna Blll brann Framhald af 1. síðu hægt að gera. Bíllinn er alónýt- ur og „litur út eins og brunnm mjólkurdós", sagði Einar. Bifreiðin var Skoda fólksbif- reið, G—-1095, og hafði veiið ekið um 20 þús. km. og því sem ný, að verðmæti um 70-—80 þús- und krónur. norsku flugmanna. Annað, sem mjög hefur verið hampað er „að flugmenn séu meðal allra hæstlaunuðu stétta þjóðfélagsins“. Þetta er heldur ekki rétt. Fjöldi iðnaðarmanna, handverksmanna, gæzlumenn véla og stjórnendur jarðyrkju- verkfæra, svo eitthvað sé nefnt bera meira úr býtum cn -flug- menn, að þessum störfum al- veg ólöstuðum. Nýlega boðuðu þvottakonur þær, sem annast ræstingu íbúða bandarískra líðforingja á Keflavíkurflug- velii verkfall vegna lágra launa pg þófcti engum míltið. En er almenningi kunnugt, að þvV.tta- konur þessar, alls góðs mak- legar, höfðu nálega sömu laun og. tveir þriðju hh ‘-'ar aðstoð- arflugmanna Flúgfé'ags Islands á innanlanílsflugleiðum, sem fó eru sérmenntaðir menn í ábyrgðarstöðum, og eiga að geta lent flugvél sinni við erfið sldlyrði, ef flugstjóri veikist skyndilega eða fær aðsvif? Sömú grunnlaun í fjögur ár Sannleikurinn er sá, að flug- menn hafa haft sömu grunn- laun í meira en fjögur ár. Við gerð kjarasamningsins í febrú- ar 1957 var ekki samið um neina grunnkaupshækkun, held- ur fengu millilandaflugmenn svipuð gjaldeyrisfriðindi og aðrir farmenn. Þessi fríðindi fengu innaiúandsflugmenn ekki nema að því leyti sem þeir kynnu að fljúga utan einstakar ferðir, en það er mjög lítið vegna starfstilhögunar hjá Flugfélagi Islanös. Aðstoðar- flugmenn á innanlandsflugleið- um hlutu engin gjaldeyrisfríð- indi. Um aðrar kjarabætur var naumast að ræða, nema le;ð- réttingu á dagpeningum erlend- is, ásamt dagpeningauppbót og nokkur smáatriði. Vafalaust hefðu þó mi’.li'andaflugmenn fengið hin ofangreindu gjald- eyrisfríðindi, án sérsþ^jja, kjarasamninga, eins og aðrir farmenn, um svo augljóst rétt- lætismál var hér að ræða, og háfði Alþýðusambandsþing lof- að fulltingi sínu árið 1956. Þess ber að geta, að laun flugmanna hafa tvisvar verið lagfærð með ákvörðun hins opinbera, í bæði skiptin eftir nokkurt þóf. Tryggðar lágmarkstekjur Framannefndur kjarasamn- ingur var gerður til þriggja ára, sem var algjört nýmæli meðal stéttarfélaga, en er þrír mánuðir voru liðnir af samn- ingstímabilinu, komu til sög- unnar nýjar og hraðfleygari tegundir flugvéla en hinar eldri gerðir, en þar eð veru- legur hluti tekna flugmanna byggist á flognum flugstunda- fjölda var hér um beina tekju- rýrnun að ræða meðal þeirra flugmanna, er mesta reynslu höfðu. Þá er sett fram krafa, um að trýggðar séu lágmarkstekj- ur á ári hverju, en árstekjur eru háðar fjölda flugtíma og ætti enginn að hafa. neitt við það að athuga, enda liafa ófáar stétt’r slík ákvæði í sínum samningum, og eru samskonar ákvæði í vinnusamningum ná- loga a’.lra flugmannasamtaka og þykja sjálfsögð. Kröfur F. I. A. við samninga- um’eitanir þær, sem staðið hafa yfir undanfarið, eru fyrst og fremst þær, að bætt verði það tjón, sem stéttin varð fyrir við gíldistöku laga um efna- hagsmál á síðasta vetri um- I fram aðrar stéttir, . enda er beinlínis til þess ætlazt í lög- unúm, a.ð flugfélögin bæti flug- mönnum sínum tjón þetta með frjálsum samningum milli að- ila. Það var m.a. þetta atriði, sem samið var um, er bráða- b'rgðalögin um bann við hinu boðaða verkfalli F. I. A. voru sett. ÍJrclt f'uglög Af öðrum atriðum í samn- : ingsuppkastinu voru skal þetta nefnt. Sumarleyfi: Flugmenn æt’azt til þe.ss, að þeir fái ekki rninna sumarleyfi á orlofstím- | anum, en aðrar stéttir þjóðfét | , lagsins Jög um orjof, en þeir fá nú aðeins 9 daga leyfi j á- orlofstímanum fyrstu 10 starfsár sín hjá viðkomahdi flugfélagi, þótt lögin geri ráð fyrir allt að 12 daga orlofi. Öryggismál: Félagi voru þykir mikið fyrir því að þurfa að gera jafn alvarlegt mál og öryggismál flugsins að samn- ingsatriði, en þetta er af illri nauðsyn. I islenzkri lög^jöf er sú gloppa, að í hana vantar hæf fluglög. Til eru mjög svo forsvaranleg bifreiðalög, lög um siglingar skipa og báta o.s.frv. Eina löggjöfin, sem til er um flug er frá 1929, og er gersamlega úrelt. Að vísu mun hafa verið skipuð launuð nefnd fyrir nokkrum árum til þess að undirbúa og vinna að samn- ingu fluglaga fyrir lýðveldi vort, en ókunnugt er oss á hvern rekspöl það mál er kom- ið. Enginn flugfróður maður mun vera í nefndmni, að því er vér vitum bezt. Vökulög við siglingar eru til en engin lög eða reglur af hálfu þess opin- bera, er kveða á um hámark flugtíma eða vakttíma sam- fleytt á gefnu tímabili. TJndan]iágu móhnælt Naumast er þess þörf að skýra fyrir lesendum hver áhrif langt flug og þreyta, sem af því leiðir, hefur á hæfni manna til þess að inna af hendi slík nákvæmnisstörf sem að- flug og lending flugvélar við slæm veðufskilyrði er. F.f A. hefur í fórum sínum skýrslur um fjölda flugslysa, sem talin eru hafa orsakast af ofþreytu flugmanna. Hér á landi setja flugfélögin sínar eigin reglur, sem síðan eru samþykktar af flugmála- stjórninni, sem getur ef - svo býður við að horfa, veitt und- anþágur sbr. undanþáguna til handa Loftleiðum, sem heimil- ar félaginu að fljúga fram yfir 12 klst. á leiðinni milli New York og Reykjavíkur án við- komu með aðeins 2 flugmenn innanborðs. Undanþágu þessa álíta flugmenn óhæfu af ör- yggisástæðum, enda hefur henni verið mótmælt bréflega við flugmálastjórnina, án þess að um kjaradeilu væri að ræða. Þess skal þó getið, að öryggis- reglur flugfélaganna í heild skulu ekki gagnrýndar, þótt þær séu hvað hvíldartíma áhrærir að baki reglum, sem flest erlend flugmannafélög vinna við, og að baki sam- þykktum alþjóðasambands at- vinnuflugmanna. Það skal skýrt tekið fram, að vér vilj- um á engan hátt væna flugfé- lögin um öryggisleysi i hinni tæknilegu hlið flugrekstrar síns. Verulegur árangur Óhjákvæmilegt er að geta að nokkru samningaumleitana F.,f.A. Frá þvi um miðja sið- ustu viku höfðu staðið yfir lang’r, en í fyllsta máta hóg- værir samningafundir undir forystu sáttasemjara, svo sem lög mæla fyrir um. Eins og ávallt við gerð vinnusamninga voru settar fram meiri kröfur en samið hefði verið um. Samningum hafð' þakað vcru- Iega í samkomuSag'''tt^ og hefði alveg eins mátt æ.tla, að ‘aml4>iúulag hefði náð -t, er flúgféliigin ðrógu ríð 1 í ii'boð sitt s.kyndilega til fcaka um kl. 19 á mánudagskvöklið þ.ann 5. ]mii. Var full ástæða til þess að ætla, að saman myrdi ganga, ef bætt hefði verið við viliavfirlýsinau um. að unnið yrði að afgreiðslu mála, sem ýtrasta áherzla er lögð á, svo sem öryggismál flugsins og ráðningar útlendinga til flug- félaganna. Nefndin ekkert Iátin vita Samninganefnd var ekki kunnugt um setningu bráða- birgðalaganna fyrr en um kl. 22 kvöldið, sem Iögin tóku gildi, er hún þóttist á heiðar- legan hátt og í góðri trú vinna að samningsgerð við flugfé- lögin. Þótt ekki sé minnst á. það einu orði í lögunum, að samningar út af fyrir sig séu bannaðir, hafa flugfélögin lýst ' yfir af sinni hálfu þeirri túlk- un laganna, að ekki sé einungis um verkfallsbann að ræða, heldur sé hér um að ræða toann við gerð vinnusamnings yfir- leitt. I í anda 27. gr. laga uin efna- liagsmál hefur flugfélöganum i'erið- heimilúð hækkun far- og' farmgjahla til að standa strauin af þeirri kauphækkun flúgmanna, sem var beim af- leiðii'g af gildistöku laganna. Verði ekki um samninga að ræða virðist einsýnt, að fltig- félögin Iækki ai'tnr far- og farmgjöM, ella væri hér um ranglega íengið fé að ræða, sem bæri að skila. Ráð.herra ekki til viðtals Strax að fenginni vitneskju - um þennan skilning forráða- manna flugfélaganna áttum vér símtal við flugmálaráðherrá og 1 óskuðum eftir viðtali við hann hið fyrsta til þess að fá túlk- un hans á bráðabirgðalögun- um. Var fyrst gert, ráð fyrir , fundi með ráðherra sl. fimmtu- (dags- eða . föstudagsmorgun, en á Töstudag tilkvnnti hann, að flugmenn yrðu að bíða al- ménns viðtalstima n.k. mið- ’ vikudág. I I Vonsvxknir og náuðugir | Flugmenn munu vinná störf • sín af ábj'i'gðartilfinningu eftir ■ sem áður, en farþegar mega - vita, að við stjórn flugvélanna • sitja menn, sem vinna von- sviknir og nauðugir. Það er lít- ið ánægjuefni vinnuveitenda, sem á óneitanlega mikið undir , gcðri og heilbrigðri samvinnu . við starfsfólk sitt, að vita af , þessu hugarástandi meðal . starfsmanna sinna. A þetta . ekki hvað sízt við um hin „mvndarlcgu íslenzku flugfé- lög“, sem bæði hafa starfsfólk á r láuaum:! til þéss, áð ségja fólki live vel reksturinn gangi, I sbr. „Óvenjulegar annir í j Grænlandsf'ugi ', „Aldrei fleiri ' farþegabókanir'1, „Sætanýting Loftleiða vekur athygli" o. s. , frv., o. is. frv., en af því iná draga þá ályktun að rekstur- inn sé síður en svo. á vonarvöl. ! Hér er ckk; við félag vort að sakast. F.Í.A. er L senn fag- félag og stéttarfélag og ermeð öllu ópólitískt, og alls ekki kosið í trúnaðarstöður eftir meintum stjórnmálaskoðunum, þótt ýmsum kunni að þykja þ’Ctta torskilið. MeðHmir F. í. A. hafa hrein- an skjöld og góða samvizku cg óska einskis fremur, en að ná viðunandi kjara- og öryggis- sa.mningum í friði, í vinsamleg- um og sanngjörnum samning- um við vinnuveitendur sína, sem þeir bera traust tih Stjórn Félíigs íslcnzkra atviimu Ihignianna. , í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.