Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. júni 1960 ÍþlOÐVILJINN ÓtKefandi: Satnelnlnearílokkur alþýBu - Sósiallstaflokkurlnn. — RltstJAi-ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Toríl’ Olafsson, Blg- urSur QuSmundsson. - PréttarltstJOrar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnaso:-.. - Auglýslngastjóri: Guðgeir Magnússon. - Rltstjórn, aígrelðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Biml 17-500 (5 línur). - Áskrlftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00 Prentsmiðja ÞJóðvilians. 7KÍ Usc: ■ttc S 1 nc 1 ky jiói **■»■»! gs Á að hlífa Bretura? ’ííerður hjá því- komizt að gera ríkisstjórninni T bað skiljanlegt með einum eða öðrum hætti að íslendingar láta sér ekki lynda, að ráðherrar og ríkisstjórn íslands liggi aðgerðarlaus og flat- magandi fvrir natóvinum sínum, stjórnendum á- rásarríkisins Bretlands, samtímis því að ofbeld- isverkum fjölgar með hverri viku á Islandsmið- um, og brezkir togarar eru farnir að reyna að stofna til skiptapa og manndrána á íslenzkum sjómönnum langt inni í landhelgi Islands? Fer ekki að verða alveg óhjákvæmilegt að Bjarni Benediktsson, Ólafur Thórs og Guðmundur í. Guðmundsson geri sér ljóst, að þeim verður ekki þolað að 'halda áfram þeim hráskinnsleik í land- helgismálinu, að vera sífellt að makka og reyna að finna leiðir til að bjarga natóvinunum brezku úr smáninni sem Bretland hefur bakað sér með flotaárásinni í íslenzkri landhelgi? jPngmn íslendingur trúir loðnum yfirlýsingum Bjarna Benediktssonar og Guðmundar í. Guð- mundssonar um að þeir séu ekkert að makka. Enda vantaði ekki drýldnina í Bjarna vegna yfirlýsinga brezkra togaraútgerðarmanna um að þeir ætluðu ekki að láta togara sína veiða innan 12 mílna landhelginnar í þrjá mánuði og fram- komu brezku herskipanna fyrst eftir Genfarráð- stefnuna. Hvort tveggja átti að sýna að allt væri að falla í liúfa löð. Menn eins og Bjarni og Ólaf- ur og Guðmundur eru fyrst og fremst agentar og ábyrgðarmenn Atlanzhafsbandalagsins á ís- landi og við það miða þeir framkomu sína og stjórnarathafnir en ekki við íslenzka hagsmuni. Og það hefur líklega hvergi orðið eins augljóst og áberandi og í baráttunni um 12 mílna land- helgina. þetta vita fjandmenn íslendinga í landhelgis- málinu. Þeir telja sýnilega að bjóða megi manni eins og Bjarna Benediktssyni flest, að maður tali ekki um utanríkisráðherrann. Margt bendir til að Bjarni hafi verið ginntur eins og þurs til að gefa öllum brezku veiðiþjófunum upp sakir, og meira að segja til að ganga svo langt í þjónkun við brezka ofbeldið að hann hefur lát- ið hætta a.m.k. fyrst eftir uppgjöfina að kæra veiðiþjófa Breta í landhelgi íslands. En í stað þess að efna gagnloforðin ætla natóvinir þeirra ráðherranna bara að ganga á lagið. Hefja að nýju ofbeldisárásirnar á íslandsmiðum og láta sér nú ekki nægja herskipaárásir til verndar veiðiþjóf- unum, heldur gera Bretar nú margendurteknar tilraunir til að sigla niður skip og stofna til stórslysa á íslenzkum sjómönnum. Og þeir gera þetta í þeirri trú að natómennirnir í ríkisstjórn íslands láti þetta viðgangast án þess að íslenzka þióðin greiði Bretum það högg sem dugar- jslenzka þjóðin á ekki að láta bjóða sér slíkt : ofbeldi lengur, það samrímist ekki þjóðar- j metnaði Islendinga né stöðu íslands sem sjálf- j stæðs ríkis. Ofbeldinu ber að svara með ráðstöf- ; unum, sem tafarlaust béindu athygli alls heims- j ins að árásarríkinu, sýndu ásýnd Bretlands sem : sjóræningja- og ofbeldisríkis. íslendingar eiga að slíta tafarlaust stjórnmálasambandi við árásarrík- ið, kæra ofbeldisárás þess fyrir Sameinuðu þjóð- unum og tilkynna úrsögn íslands úr hernaðar- bandalagi við Bretland, Nató, bandalagi sem rík- isstjórn Bretlands sýnir íslendingum nú grímu- laust með ofbeldisárásinni á íslenzk landsrétt- indi. — s. tzv mt ua fö cmr Tveim dögum fyrir hvarf hans sátum við á bekk upp á Skólavörðuholti og létum hug- ann reika í dumbrauðu skini kvöldsólarinnar. Mér er í minni þetta'“hljóðláta fas per- sónu hans, varkárni í orð- ræðu með þessum hlýia undir- straumi mannlegrar góðvildar. Svart ský hefur án efa bólgn- að í sjónhring hans og skerpt djúpan, lifandi skilning hans á umhverfinu, nærgætni hans og húmanisma g'agnvart ungviði náttúrunnar eins og hugur hans var þetta kvöld. Núna, ári s’ðar. er ég hug- leiði bessa stund, skynja endur- minningu persónu hans í huga mínum — fyllist ég sárum trega yfi.r örlögum þessa góða drengs. Þetta heita júlíkvöld verður mér dýr minning um hugprúðan félaga. II. Bogi Guðmundsson var fædd- ur 7. ágúst 1927 í Steinnolti, Staðarhreppi í Skagafirði. For- eldrar hans voru Sigríður Gísla- dóttir og Guðmundur Gíslason kennari, bóndi og skáld. Sigriður er systir sira Þor- steins í Steinnesi og' eru þau systkin ættuð úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu. en Guðmundur var sonur Gísla bónda í Geita- gerði, Arasonar bónda á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd. Bogi hlaut þannig arf hún- vetnskra og skagfirzkra bænda- ætta Hann var næst yngstur ai' fjórtán systkinum og flutti bú- ferlum á.rið 1942 með aldraðri móður sinni hingað til Reykj a- víkur. Hérna stundaði hann verka- mannavinnu og var sérstaklega hneigður að garðyrk.iustörfum á sumrum og snemma leitaði hug- ur hans til náms. Ilann stund- aði nám í Verzlunarskóla fs- lands og útskrifaðist þaðan stúdent árið 1951 og innritað- ist sama ár í Viðskiptadeild Háskóla íslands. Þaðan lauk hann prófi vorið 1955 með ágætum vitnisburði. Sama ár réðst hann i þjónustu Kaupfé- lags Reykjavíkur og nágrennis og var fulltrúi framkvæmda- stjóra þar til yfir lauk. Bogi hreifst snemma af hug- sjón sósíalismans og var ein- staklega hugprúður baráttufé- lagi. Hann var gæddur þesari ró- legu íhygli. skörpum skilningi, hijóðlátri glaðværð og sterku siðferðisþreki. Það er varla ofmælt að hreyfingin missi þarna einn af sínum beztu sonurn, er var gæddur farsælustu forystu- hæfileikum. Er stórt skarð höggvið í vaxt- arbrodd hreyfingarinnar með falli hans. Trúnaðarstörf Boga voru margvísleg. Hann var formað- ur Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavik og varaforseti henn- ar um skeið og endurskoðandi um árabil. Hann átti upptök að útgáfu bókarinnar „Dagur rís“ og átti drjúgan hlut að rit- stjórn þeirrar ágætu bókar. Formaður Félags róttækra stúdenta og sat í Stúdentaráði Háskólans sem fuiltrúi þess fé- lags. Einnig var hann formaður fiokksdeildar sinnar í Sósíai- istafélagi Reykjavíkur og átti sæti í efnahagsmálanefnd flokksins. Hvarvetna hlaut hánn virð- ingu og traust félaga sinna í þessum störfum. Seint á námsárum sinum kvæntist hann eftirlifandi konu sinni N'nu Björgu Kristinsdótt- ur — ættuð frá Fáskrúðsfirði. Þeim auðnaðist þrjú börn: Helga Halla og Jóhann. Var það fallegt og elskuiegt heimilislíf. III. Eftir því sem ég hugleiði nán- ar samskipti okkar á iifsleið- inni — finnst mér sárari miss- ir hins mæta og góða félaga. Viö vorum bekkjaibræður V Verzlunarskólanum, baráttufé- lagar í Æskulýðsfylkingunni og Félagi róttækra stúdenta og síðar höfðum við mikíl sam- skipti gegnum vinnustaði okk- ar. Ætíð hreiist ég af kur-teisi hans, nærgætni og hlýrri glað- værð í öllu dagfari. Hann var gæddur frjórri lífs- nautn, sem fékk útrás eftir heil- brigðum leiðum mikiilar mann- eskju. Líisgleði hans og' lífslöngun var mikil og sterk. Þannig hrýs manni hugur þau þungu spor hans, þegar hann vék út af vegi lífsins. Það hefur verið stórt bjarg, sem lagðist yfir götu hans. En hvílík karlmennska og reisn hvíldi yfir lokadögum hans. Minning hans er eins og ljós á vegi göfgi og mannúðar, hug- sjónar og hreinleika. Guðgeir Magnússon. ★ Að hampa orðum andspænis staðreynd dauðans má virðast fáv’slegt athæfi. Engu að síð- ur eru þau þeim, sem lífs eru talin, hans deiga von til að brjóta skarð í múrinn þykka, sem skilur mann frá manni. Sú er viðleitni okkar nú, er við félagar Boga Guðmundssonar minnumst hans fáum orðum að ári liðnu frá falli hans — að láta fall eins tengja þá, sem eítir standa, traustari böndum. Við höfðum ætlað Boga Guð- mundssyni stór verkefni að leysa á staðföstum ferli langr- ar æfi. Honum sæmdi að fara fyrir mönnum, standa þar sem mest á reyndi og neyta svo þess styrks, sem hann átti að dómi okkar ailra. Þarna fór þó á annan veg' en ætlað var. Sá, sem dauðinn virtist sízt eiga tilkall til, hlaut að hníga í upphafi sinna mann- aómsára. Slíkt er harðleikið, en auðna skal ráða enn sem fyrr. Annað er það, að þótt Bogi Guðmundsson hafi þegar lokið sínum ævidögum, þá munum við, sem áttum hann að félaga á námsárum hans við Háskóla fslands, halda áfram að telja hann einn af okkur og svo mun verða unz það lið allt, sem að honum stóð þar, hefur gengið sinn veg á enda. í hans liði var gutt að vera. Hann var traustur maður og vaskur í senn og átti í ríkum mæli þá kosti, sem flestir, er við viðskipti fást, hafa glat- að — brennandi vilja til fé- lagslegra úrbóta og óbifandi siðferðisstyrk þess, sem aldrei Htu.r á persónulega hagsmuni sjálfs sín, en vinnur réttum mál- stað allt, sem hann má. Slíkir menn eru alls staðar og- ávallt J dýrmætir en aldrei fcemur en hér og nú. Með okkar þjóð er hver ein- stakur heildinni meira l ir'ði en í mannhafi stórþjóða. Þvi er það, að nærri okkur öllum er höggvið þegar að velii er lagð- ur góður maður .úr þeim ’hópi. er bera skuli.uppi manndóm og reisn íslenzkrar þjóðar á ni'iur- lægingartímum. Harm persónulegra a.ðste d- enda Boga Guðmundssonar ræði ég ekki. Ég votta föllnum félaga okk- ar virðingu mína óskerta. Kjartan Óiafsson ★ Þegar allt í einu skal minn-. ast félaga og' skólabróður. sem kvatt hefur lífið fýrir aldur fram, er torvelt að tjá hug sinn . og „tregt tungu að hræra", ein's og skáldið kvað forðum. Fráfall Boga Guðmundssönar' vár sáf’s- aukafullur missir fyrir alla, er hann þekktu, og því sársauka- fyllri fyrir vini hans og 'félága,; sem hér hvarf á brott fró’oær maður, er þeir báru meira traust til en flestra annarra.. Þegar ég hóf háskólanám og komst fyrst í kynni við Boga Bog Fæddur 7 Guðmundsson, sem þá var að hefja nám í viðskiptafræðnm, vakti þessi ungi stúdent sér- staka eftirtekt mína. Svipur hans bar með sér traustan per- : sónuleika, þar sem margt bjó inni fyrir. Við náin kynni okk- ar næstu ár komst ég líka að raun um hversu þessi traust- vekjandi einkenni voru fast- mótuð í eðli hans og slur.gin góðum þáttum. Bogi Guðmundsson hafði ung- Ur að árum aðhyllzt hugsjón sósíalismans, svo að hún varð honum hjartfólgið málefni Sú afstaða byggðist fyrst og fremst á afburðaþekkingu á tjóðfélags- málum og grundvaHarkenning- um sósíalismans, enda var hann vel menntaður maður og fróð- leiksfús um flestar greinir. Hann varð því "fljótt virkur þátttakandi, bæði í Æskulýðs- fylkingunni, þar sem hann var í röð fremstu forystumanna, svo og Sósíalistaílokknum. En u!nfram,allt mun-þó starf hans í samtökum róttækra stúdenta verða eftirminnilegur hluti ævi- starfs hans í augum þeirra, sem með honum unnu þar. Svo félagsvanur maður og traustur sem hann var, þá fór ekki hjá því, að augu manna beindust í átt til hans, þegar um for- ystu í róttækustu sámtökum. háskólastúdenta var að ræða. 1 Hann var kjörinn til for- mennsku í Félagi róttækra stúdenta þegar fyrsta vetur sinn í Háskólanum, eða í mar/. 1952, og gegndi eftir það for- ystuhlutverki í félaginu alla sína tíð þar. Enfremur hafði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.