Þjóðviljinn - 05.08.1960, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 05.08.1960, Qupperneq 5
Föstudagur 5. ágúst 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 /Cv/lcmyndahátfð n í Karlovy Vary í ár fékk hin sérstöku heiðursverð- laun, Grand Prix, og átti þau að allra dómi vel skilin, þótt marg- ir teldu aðra sovézka kvikmynd Litlar hetjur, fyllilega jafnast á við hana. Þessar tv.ær nýju sovézku kvikmyndir eru að því leyti frábrugðnar öðrum sovézk- um verðlaunamyndum á síðari árum. að þær fjalla um fólkið Sovétrikjunum á líðandi stund. ! í>eim er það líka báðum sameig- ! inlegt. að höfundar þeirra eru j ungir menn, þessar myndir frumsmíði þeirra. „Nýja aldan“ i rís því víðar en í Frakklandi. Ein af LITLU HETJUNUM í samnefndri sovézkri verð- launamynd. Á hverju ári eru haldnar kvik- myndahátíðir víða um heim. Meðal þeirra hátíða sem nú þykja merkasrtar er sú sem haldin er í tékkneska bænum Karlovy Vary. Hátíðin þar sker sig nokkuð úr öðrum. Það er t.d. ekki annað eins umstang og auglýsingabrall við hana og margar hinar, en þarna mæla sér mót kvikmyndahöfundar, leikstjórar og leikarar új: fjölda landa. ræða þar sameiginleg áhugamál sín í ró og næði í hinum friðsæla fjallabæ sem er löngu víðkunnur fyrir heilsu- Hndir sínar. Kvikmyndirnar sem sýndaj: eru í Karlovy Vary eru líka margar hverjar af öðrum Litlar hetjur var þá einnig sæmd einum af tveim fyrstu verðlaunum, en hin hlaut vest- Mexflianska leikkonan Kitty de Hoyos í myndinni í skugga einræðisherrans sem þótti með- al hinna lakari mynda. Leik- konan sem kom sjálf á hátíð- ina þótti liins vegar góður gestur. toga spunnar en þær sem sýnd- ar eru annars á hinum alþjóð- legu kvikmyndahátíðum. Kjör- orð hátíðarinnar þar er friður j og samlyndi meðal mannanna og við úthlutun verðlauna er það j kjörorð haft í huga, þótt list- rænt gildi kvikmyndanna sé ekki '• láið sitja á hakanum, enda verð- i ur þar vart á milli skilið: Góð listaverk hljóta að þjóna mann- inum og velferð hans. Tólftu kvikmyndahátíðinni í Kajdovy Vary er nýlega lokið. Sovézka kvikmyndin Serjosja Cr verðlaunamynd Kosselinis Nótt i Róm. urþýzka kvikmyndin Rósir lianda saksóknaranum, en höfundur hennar Wolfgang Staudte er einn kunnasti kvikmyndahöfundur Þýzkalands (Morðingjarnir eru á meðal voj:, Keisarans þegn). Rúmenska myndin Dóná logar hlaut önnur verðlaun og var vel að þeim komin, en kvikmynda- iðnaður Rúmeníu þróast ört þótt ungur sé. Sérstök verðlaun voru veitt síðustu mynd ítalska kvikmynda- höfundarins Roberto Rosselini, Nótt í Róm, en hún fallar um þriá hermenn, sovézkan, banda- rískan og brezkan, sem sleppa úr fangabúðum Þjóðverja á Ítalíu, um tortryggni þeirra hvers í annars garð í fyrstu, sem verður þó að víkja fyrir gagnkvæmu trausti, sáttum og samlyndi. Þetta er föguj; hugs- un, en því verður þó ekki leynt, að myndin olli mönnum von- Karlovy Vary í Vestur-Bæheimi er undursamlega fagur bær, ekki sízt þegar hún er upp- ljómuð að kvöldlagi. brigðum, Rosselini hefur dottað á meðan hann gerði hana. Ýmsar aðrar myndir fengu séj:stök verðlaun t.d. fyrir góða leikstjórn eða frábæra ljósmynd- un, og þá voru veitt verð- laun fyrir bezan leik. — Að allra dómi var sir Laurence Olivier vel kominn að sínuria verðilaunum fyrir leik sinn i myndinni eftir leikriti Osbornes The Entertainer, og leikkonuna Mari Töröscik sem fékk verðlaun fyj:ir leik sinn í gamanleiknum Galfrans. Sérstök ástæða er til að minna á teikni- og brúðumyndir, en þarna var sýnd 51 slik mynd frá 15 löndum. Þar gengu austmenn með sigur af hólmi, Rúmenar, Tékkar. Ungverjar og sovézkir. Lifandi mænusóttarbóluefni er ( öruggara og fljótvirkara f Kaupmannahöfn hefur staðið yfir alþjóð’aþing mænu- sóttarlækna Mesta athygli á þinginu vöktu skýrslur um hinn góða árangur sem fengizt hefur af bólusetn- ingu með lifandi bóluefni, en þar hafa Sovétríkin rutt brautina. Serjosja hefur fengið fyrsta hjólið sitt (Boris Bartjator sovézku verðlaunamyndinni Serjosja). Sovézki fulltj'úinn Tjúmakoff gaf skýrslu um bólusetningu með þeirri aðferð í Sovétríkjunum. Hann sagði að á árunum 1956 til 1957 hefðu sjö milljónir sovétborgara verið bólusettar með bóluefni Salks, þ.e. dauðu bóluefni. Lömunartilfellum fækk- aði við bólusetninguna um 70 til 80%, en bóluefnið var þó ekki alveg öruggt. 20 til 30% af hinum bólusettu fá engar varnij' gegn mænusótt og það ónæmi sem hinir fá er ekki óbrigðult. Frumurnar í kokinu og vélind- anu eru móttækilegar fyrir mænusóttarsmitun þrátt fyrir bólusetninguna. Veirurnar geta jafnvel skipt sér þar og smitið borizt í aðra menn. Salkbóluefn- ið getur því haldið mænusótt niðri, en ekki girt alveg fyrir hana. Kostir lifandi bóluefnis. Lifandi bóluefni veitir betri vörn, af því að það eflir varan- armátt þess líkamshluta sem bóluefnið fer um, þ.e. í melting- argöngunum, en það ónæmi fæst ekki með dauða bóluefninu. Það er líka kostur við lifandi bólu- efni að það er tekið inn í töflum en ekki með innspýtingum. Og þá þarf líka miklu minna magn af því en Salkbóluefninu, 100 sinnum minna, en það dregur að sjálfsögðu úr framleiðslu- kostnaði þess. Bólusetningin í Sovétríkjunum. Hið lifandi bóluefni ber nafn bandaríska vísindamannsins sem fyrstur framleiddi það, Sabins. Eftir að gerðar höfðu verið ýms- ar tilraunir með Sabinbóluefnið í Sovétríkjunum, var hafin bólu- setning með því í stórum stíl. Nú er verið að bólusetja 75 milljón- ir sovétborgara með því á aldr- inum tveggja mánaða til þrítugs. Á fyrsta ársfjó.rðungi þessa árs hafa verið framleiddir 104 millj. skammtar af bóluefninu í Sovét- ríkjunum og hefur talsvert magn verið sent til annarra landa. Bólusetningin er þannig fram- kvæmd að fyrst er gefin tafla með bóluefni gegn einni teguncl Framhaid á 9. siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.