Þjóðviljinn - 16.09.1960, Síða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1960, Síða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. september 1960 Gamla bíó FORBOÐNA PLÁNETAN (The Forbidden Pianet) Amerísk mynd frá M.G.M. Walter Pidgeon, Anne Francis Lesiie Nieisen, Warren Stevens. Special Effects: Gillespie, Newcombe, Irving G. Ries og Joshua Meador. Kvikmyndun; G. J. Folsey. Leikítj.: Fred McLeod Wilcox. Undanfarin ár hafa nokkuð margar af þessum nútíma- fantasíum kvikmyndafélaganna verið sýndar hér heima og ailflestar við frekar lélegar undirtektir. Er það að mörgu leyti svolítið furðulegt, því vel mætti halda að við fylgdumst sæmilega vel með tækni nú- tímans, að minnsta kosti virð- umst við haía haft nokkurn á- huga f.yrir þeim máium og eru b=ð þá ekki nema eðlileg við- brögð nútíma þjóðar. Margir af þeim sem þessar myndir sjá, fussa og sveia og telja sig langt yfir það hafna að sjá svona ,,endemis vit- leysu“, eins og þeir kalla það. Monn virðast gieyma því nokk- uð fliótt, að það var einnig fussað og sveiað hér áður fyrr, þegar sú tækni sem okkur finn t sjálfsögð nú til dags, var fyrst að þróast svo nokkru næmi. Menn virðast einnig gleyma því, að þetta eru ein-^ ungis fantasíur, svolitlar hug- dettur um ókomna framtíð, sem einungis heimskingjar }jora að andmæla. Við erum komin ó það stig tækninnar, að það er eins gott fyrir okk- ur að segja sem minnst þegar að einhverjum tilgátum er skeilt framan í okkur. hvað vit- lausar sem okkur finnst þær vera. Svo er enn ein vitleysan, sem við gerum varðandi þessar myndir, mörg okkar einblína eins og fáráðlingar á efni myndanna og dæma myndina VIÐTÆKJASALA BUÐIN VELTUSUNDI 1. Sími 19800 I) A M A S K — Sængurveraefni Lakaléreft Flauel Léreft Ilvít og mislit ULLAK-VATTTEPPI eítir því, en hlaupa gersam- lega fram hjá þeirri tækni sem þessar myndir hafa upp á að bjóða og sýna okkur um leið hvað menn eru þó komnir á því sviði. Þessi mynd t.d. er eitt það vandaðasta og bezt gerða á því sviði sem sézt hefur. Það er allt svo fágað og vandað að furðu vekur. Litirn- ir, hljómarnir, þó maður tali nú ekki um Special Effects, eða tæknilega effekta, sem eru framúrskarandi, svo ekki sé meira sagt. Getið þið í raun- inni ímyndað ykkur hvernig þetta er alltsaman gert? Vafa- laust ekki, en ef þið eruð eft- irtektarsöm þá getið þið séð einungis einu sinni eítt af brögðum þeirra sem er ekki nægilega gott, miðað við annað í myndinni. Þetta tæknilega at- riði er senan með Francis og tígrLdýrinu, þegar að hún klappar því. Eitt augnablik má sjá að Fráncis klappar aldrei neinu tígrisdýri (hefur eins líklega aldrei séð þetta tígris- dýr og þá ekki það hana held- ur) heldur eru tvær tökur skeyttar sáman, bragð sem nú orðið þykir ekkert sérstakt og er í rauninni lítilfjörlegt mið- að við margt annað í myndinni. Það er óþarfi að ræða meira um þessa mynd, en allir þeir sem hafa áhuga fyrir kvikmyndum og. tækniþróun þeirra ættu að sjá hana, því hún er vissulega þess virði. SÁ Réttarhöldin á Sey ðisfirði Framhald af 1. síðu. vörzlu bæjarfógetans og lög- regluvörður settur um börð. Rétfur settur Klukkan 4 síðd. í dag var réttur settur í skrifstofu bæj- arfógeta. Mættir voru í réttin- um Guðmundur Kjærnesteð skipstjóri á gæzluflugvélinni Rán sem ákærandi, auk Ásgeirs Þorsteinssonar flug- stjóra og Erlings Magnús- sonar stýrim. Perey Allen Bed- ford skipstjóri á Wire Mariner og verjendur ihans Gísli G. Isleifsson héraðsdómslögmaður og Brian Holt frá brezka sendi- ráðinu. Einnig fulltrúi eigenda togarans, Geir Zoega yngri. ■Lesin var kæra frá gæzlu- flugvélinni Rán um brot á 12 mílna landhelginni og lögð fram skjöl og mælingar þess efnis að toaarinn hefði verið að veið- um á t'imabilinu kl. 13,17—13,45 frá 8—10.6 sjómílur suður af Hvalbak Þann tíma hefði flug- vélin marggefið togaranum stöðvunarmerki. Lýsti vantrausti á mæl- ingar flugvéla Skipstjóri togarans var þvi- næst tekinn til yfirheyrslu. Aðspurður um réttmæti kær- unnar vildi hann ekkert seg.ia, kvaðst bera ótakmarkaða virð- ingu fyrir mælingum varðskipa, en lýsti vantrausti sínu á mæl- ingum flugvéla, Lagði hann fram dagbók skipsins og sið- asta færsla í henni 7. júlí s.l. er kl. 1.50 (13.50) og var tog- arinn þá staðsettur á 100 faðma dýpi, sem er ca. 10—12 mílur fyrir utan landhelgi á ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson SÍMI 18393. Nýlendugötu 19. B. WUÍWJIÐ RAFþRAÞl- FARIP miLEÓ'A MED RAFIÆK!! Húseigendafélag Reykjavíkur Hvalbaksmiðum. Var hann þá að koma að heiman og h.efja veiðar. Síðan er dagbókin ékki færð fyrr en á heimleið. Segir skipstjórinn að enskum sjó- mönnum iberi ekki að færa dag- bók nema á stími. Aðspurður neitaði hann að hafa nokkurn- tíma s.l. 3 mánuði verið inn- an 12 miílna og taldi sig viss- an um þetta, þar eð hann hefði bæði amerískan lóran og decea- radar með 45 milna sjónsviði. Til að undirstrika traust sitt sem skipstjóra kvaðst hann hafa farmannapróf og vera yfirskipstjóri útgerðarinnar. Hann kvaðst hafa verið skip- stjóri hér við land i 27 ár, að- allega á svæðinu frá Vest- mannaeyjum til Langaness. Heldur láíið togar- ann sökkva- Togaraskipstjórinn kvaðst ekkert muna frá þessum á- kveðna degi(!) segist oft hafa séð landhelgisflugvélina, en hún aldrei gefið ihonum merki, hvorki fyrr né s'iðar. Skipstjór- inn kvaðst hafa lagt af stað með Lord Lloyds í togi til Færeyja en séð eftir klst. stím að hann yrði sokkinn áður en hann kæmist alla leið. Hafði hann samband við lierskipið Saints er ráðlagði honum að fara hingað til Seyðisfjarðar. Gat hann iþess, að ef hann hofði haft nokkurn grun um að ■fyrir lægi kæra á sig hér hefði hann aldrei komið hingað held- ur látið togarann sökkva. Keyndu að ná sam- bandi í 3 tíma Næstur var kvaddur í rétt- inn Guðmundur Kærnested skipstjóri. Lýsti hann meintu landhelgisbroti í samræmi við iþað sem fram hafði komið i ákærunni, sagði mælingarnar gerðar með segulgíró og rad- ar og framkvæmdar af sér sjálfum, Erlingi Magnússyni 1. stýrimanni, Garðari Jónssyni loftskeytamanni og Ásgeiri Góð prjónavél Til sölu góð prjónavél. — Upplýsingar í síma 36422.. Þorleifssyni flugstjóra. Þeir réyndu að bafa samband við tögarahn eftir mælinguriá með rakettum og ljóskúlum af og til í 3 tírna, svo og með alþjóða mors-ljósmerkjum og talstöð. Sem dæmi um merkjagjöf má nefna að skotið var á tímaibil- inu kl. 13,43—13,55 sjö Ijós- kúlum, og tók hann það fram 1 að það væri dauður maður sem ékki yrði slíkra merkja var og nafndi sem dæmi að sjómenn- irnir brygðu oft fískkörfum yf- ir ihöfuð sér þegar slíkjum merkjum væri skotið, svo harla ólíklegt væri að þeir tækju ekki eftir þeim! Kvað ihann áhöfn skipsins liafa verið að veiðum umrædd- an tíma, bæði tekið inn troll og kastað. Lengra var réttarlialdinu ekki komið þegar því var frest- að. Aðspurður kvaðst skipstjóri landhelgisbrjótsins ekki óska eftir að réttarhöldunum væri hraðað. Dóminn skipa Erlendur Björnssoo bæjarfógeti og sýslu- maður og meðdómendur eru ’ Sveinlaugur iHelgason og Guð- [lausrur Jónsson. Réttartúlkur jer Már Ingólfsson. | Verðhækkanir ' Framhald af 1. síðu. Hækkunin er kr. 7,40 eða 15,4%. Súpukjöt liækkar úr kr. 18,90 kílóið í kr. 22,00. Hækkunin er kr. 3.20 eða 16,5%. Heil læri liækka úr kr. 22,25 kílóið i kr. 25,30. Hækkunin er kr. 3,05 eða 13,7%. Iíótelettur hækka úr kr. 24,90 k'ílóið í kr. 27,95. Hækkunin er kr. 3,05 eða 12,2%. Lifur hækkar úr kr. 30,08 kílóið í kr. 33,80. Hækkunin er kr. 3,72 eða 12,4%. Á móti þessum lið kemur að verð á nýrum og hjörtum er lækkað, til þess að auka eftirspum, úr kr. 28,94 kílóið í kr. 26,20. Lækkunin á þeim vörum nemur þannig kr. 2,74 á kíló eða 9,5%. Slátur með sviðnum haus hækkar úr kr. 32,29 stykkið í kr. 34,30. Hækkunin nemur kr. 2,01 eða um 6,2%. Svjðnir liausar liækka úr kr. 19,88 kílóið í kr. 21,10. Hækk- unin er kr. 1,22 eða 6,2%. Kartöfluverð helzt óbreytt vegna aukinna niðurgreiðslna. T ft©fl ~t/ÍMM44fÖt (tezt Þórður sjóari Hvaðan kom þessi rödd? Nei, það gat þó aldrei verið. .. . Þórður leit á tækið, sem hann hafði sett upp í bátnum .... þaðan kom röddin. Röddin kom aiftur: „Þórður skipstjóri, ég er í mikiili hættu. Fisk- amir sækja að ókkur. Bjargið okkur, en svikið okk- ur ekki. Við erum á eyjunni Pampus, hér rétt hjá“. „Nú fer ég að skilja ýmislegt", sagði Þórður. „Þetta er Lupardi. Hann hefur heyrt allt sem við höfum sagt hér um borð!“ Þau stóðu bæði furðu lostin og ringluð. Ofan á allt annað sáu þau hvar lögreglu- bátur kom þjótandi í áttina til þeirra.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.