Þjóðviljinn - 28.09.1960, Blaðsíða 2
2) —• ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. september 1960
t
Útför móður okkar
SOLVEIGAR GIS L ADÓTTUR
v'erðúr gerð frá Akureyrarkirkju — laugardaginn 1.
okt. — kl. 10y2 fjh.
Kveðjuathöfn fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík,
fimmtudaginn 29. september, kl. 2 e.h.
Blóm og kransar eru afbeðnir.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir um
að láta líknarstofnanir njóita iþess
Hildi.gunnur Olgeirsdóttir, María Olgeirsdóttir,
Einar Olgeirsson.
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát
og jarðarför konu minnar
INGIBJARGAR ÞÓRU JÓNSDÓTTUR.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og
barnabarna.
Sigurður Jónsson.
Þióðvil jann
vantar unglinga til blaðburðar víðsvegar
um bæinn. — Talið við afgreiðsluna.
Sími 17-500.
Stúlka
Nýjar bœkur fró Leiftri
HANNA fer í siglingu og
MATTA-MAIA sér um sig
Spyrjið ungu stúlkurnar hvaða bækur þeim þyki
skemmtilegastar. Og þær svara flestar á eina
leið: skemmtilegustu og mest spennadi sögurnar
eru um HÖNNU og MÖTTU-MAJU.
K I M og tvitdi lögreqluþjónninn
og ANDI EYDIMEBKURENNAH —
Tvær nýjar bækur í vinsælum bókaflokkum.
B 0 B M 0 R A N. Ungur ofurhugi
Sögurnar um Bob Moran fara nú sem eldur i
sinu um öll iönd. Bob Moran er ofurhuginn, sem
allir drengir dá. Hann er hetja dagsins. UNGUR
OFURIIUGI er fyrsta bókin í þessum vinsæla
bókaflokki. — Hinar koma svo hver af annarri.
Hann bar hana inn í bæinn.
Sögur eftir Guðmund Jónsson.
Guðmundur er Skagfirðingur að ætt og uppruna,
fór ungur til Danmerkur og dvaldist þar í 28 ár,
fyrst við garðyrkjunám og siðan sem sjálfsiæður
garðyrkjumaður. — Guðmundur er góðkunnur á
Norðurlandi og víðar. Hann hefur beitt sér fyrir
síofnun minningarlunda: Hjálmarslunds (Bólu-
Hjálmars), Elínargarðs, og nú síðast minningar-
lunds og styttu Jóns Arasonar. — 1957 gaf
Guðmundur út bókina: „Heyrt og séð erlendis“,
f jörlega og skemmtilega bók, er l'ékk góða dóma.
Nv kemjslnbók í döitsku,
e. Harald Magnússon og Erik Sönderholm lektor.
IsleiEk firæði, 18. hefti.
í heftinu eru 3 ritgerðir: 1. Nokkrar athuganir
á rithætti þjóðsagnahandrita í safni Jóns Árna-
sonar, eftir Árna Böðvarsson. 2. On the so-called
„Armenian Bishops", eftir Magnús Má Lárusson,
og 3. A note on Bishop Gottskálk’s Children,
eftir Tryggva Oleson.
Uerkefui í erska stíla,
eftir Sigurð L. Pálsson yfirkennara. Verkefnin
eru aðallega, ætluð fyrir bókina „Úrval enskra
bókmennta".
í öllum békaverzlunum
vel að sér í enslcu, dönsku og vélritun getur fengið
atvinnu á ritsímastöðinni í Reykjavík.
Nánari upplýsingar hjá ritsímastjóranum.
Hafnfirðingar
Undirritaður ætlar að hefja
enskunámskeið í Hafnarfirði,
ef nægileg þátttaka fæst.
Upplýsingar í síma 1-98-53
— frá kl. 6 t;l 8.
Jónas Árnason.
VOtiflUAVlWNUSTOFA
OO IODTíQUASAIA
Laufásvegi 41a. Sími 1-36-73
Nasser og Castro á þingi S.Þ,
Framhald af J. síðu.
ins Stjórn sín hefði bundið endi
á þessa auðörottnun Bandaríkja-
manna og ákveðið að Kúbubúar
skyldu sjálfir njóta lands síns
og gæða 'þess.
Castro sagði að' Bandaríkja-
stjórn hefði dyggilega stutt
Batista einræðisherra og áhang-
endur hans, og bandarísk yfir-
völd héldu þeim stuðningi áfram
og reyndu eftir megni að ýta und-
ir andstæðinga byltingarstjórn-
arinnar. Þau leyfðu það að flug-
vélar flygju frá Bandaríkjunum
til að varpa íkveikjusprengjum
á sykurekrur Kúbumanna og
stuðluðu að margskonar
skemmdarverkum.
Þá hefði Bandaríkjastjórn
beitt efnahagslegum þvingunar-
aðgerðum gegn Kúbu með því
að rjúfa samninga og hætta að
kaupa aðalframleiðsluvörur
Kúbu.
Herstöðin skapar hættu
Castro sagði að Kúbubúum
stafaði mikil hætta af flotastöð
Bandaríkjamanna í Guantanama
en ekki hið minnsta gagn. Á-
stæða væri til að ætla, m.a.
vegna ummæla bandarískra her-
foringja, að sú herstöð yrði höfð
að yfirvarpi til þess að ráðast;
með vopnavaldi á Kúbu. Banda-
ríkjamenn væru líklegir til að
láta líta svo út, sem Kúbumenn
ætluðu að ráðast á stöðina.
Kúbustjórn hefur sagt upp
samningum um herstöðina og er
nú að íhuga að leita aðstoðar
með skírskotun til alþjóðalaga
til að fá Bandaríkjamenn til að
rýma hana.
Wj
Þórður tók að klifra upp vegginn með aðstoð kað-
alsins. Þá kom Joto hlaupandi. „Fljótur, við komumst
út. Prófessorinn . . .” Þórður sá nú Lupardi og
kastaði til hans kaðlinum og dró hann, síðan upp.
,Nú skall hurð nærri hælum . . . dýrin voru nærri
búin að ná mér“. Undir þeim heyrðust miklir dynk-
ir og drunur. Dýrin reyndu að komast út en það
hrundi meir og meir af hleðslunum við brölt þeirra.
„Við skulum forða okkur áður en dýrin komast út.“
Castro lýsti yfir samúð sinni
með öllum nýlenduþjóðum og
öllum þjóðum, sem þyrftu að
berjast gegn erlendum yfirráð-
um svo sem Als’r og Panáma.
í þessu sambandi sagði Castro,
að sérhver maður vissi áð
bandaríski auðhringurinn Unit-
ed Fruit með öflúgum stuðningi
bandarískra stjórnarvalda, hefði
steypt löglegri stjórn Guate-
mala.
Þá lýsti Castro yfir eindregn-
um stuðningi við tillögur Sov-
étstjórnarinnar í afvopnunar-
málum. Einnig lýsti hann yfir
fylgi við Lumumba, hinn eina
löglega forsætisráðherra í Kon-
gó.
Castro hlaut mikið lófatak frá
þingheimi hvað eftir annað með-
an hann flutti ræðu sína.