Þjóðviljinn - 28.09.1960, Blaðsíða 7
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 28. september 1&60 —-
Miðvikudagur 28. septémber 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (T
imM.h
“■22HSCBÍSJ5ÍJ5
HIIOÐVIUINN
Úwclandl: Sameinlngttrílokicur alþýOu - Sósíaiíataflokkurlnn. —
Hltnti^rar: Magnúe KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Blc-
arffnr GuOmundsson. — FréttarltstJórar: ívar H. Jónsson, Jón
#ja,»nasor - Augiýslngastjórl: GuOgeir Magnússon. — RitstJórn.
»»grei6sia auglýsingar, prentsmiðJa: Skólavörðustig 19. — Bíml
i7-500 (K llnur). - Askrlftarverð kr. 45 á mán. - Lausasðluv. kr. 3.00.
PrentsmlðJa ÞJóðvllJana.
ZlT'
er
l|/|orgunblaðið birtir í gær forustugrein um sér-
fræðinga og kveðst bera mikla umhyggju
fyrir 'þeim; það þurfi að hagnýtia þekkingu
þeirra miklu betur en gert hefur verið og þeir
þurfi að ráða meiru. Ekki hefur þessi áhugi á
sérþekkingunni birzt í verki, þegar undan eru
skildir noikkrir hagfræðingar sem fáanlegir hafa
verið til þess að lána nöfn sín og titla til fram-
dráttar afturhaldssömum stjórnmálamönnum,
innlendum og erlendum. Þvert á móti hafa
tæiknimenntaðir menn og sérfræðingar haft hin
hraklegustu skilyrði til starfa hérlendis, marg-
ir orðið að eyða kröftum sínum í brauðstrit
fjarri sérgrein sinni og langfæstir getað sinnt
hugðarefnum sínum að nokkru gagni. Og sér-
fræðingarnir hafa fengið sérstaklega kaldar
kveðjur að undanförnu hjá Sjálfstæðisflokknum
og m-álgögnum hans. Þegar verkfræðingar hafa
krafizt sómasamlegra launa og starfsskilyrða,
hefur Morgunblaðið hrakyrt þá og stjórnarvöld-
in þverneitað, með þeim afleiðingum að tækni-
menntaðir menn hafa í sívaxandi mæli hrakizt
af landi burt. Þegar hinir ágætu sérfræðingar
sem starfa að flugmálum ætluðu að beita afli
samtaka sinna til þess að tryggja sér kjarabætur
í sumar voru sett sérstök lög sem bönnuðu allar
athafnir þeirra.
Ijessi viðbrögð eru eðlileg afleiðing af stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Þótt blítt sé talað, er
sérfræðingunum ætlað smátt hlutverk. Morg-
unblaðið orðar það svo í forustugrein sinni í
gær að sérfræðingarnir eigi að starfa í þjónustu
„þeirra sem fjármagn vilja leggja fram til fyrir-
tækjanna í trausti þess að þau séu byggð á svo
öruggum grundvelli að fjármagnið skili eigend-
um og þar með þjóðarbúinu eðlilegum arði“.
Það eru með öðrum orðum gróðabraskararnir
sem eiga að ráða, sömu mennirnir sem mest
hafa mótað þróunina hér á landi allt til þessa,
mennirnir sem bera ábyrgð á hinni skipulags-
lausu fjárfestingu og notuðu fjármuni þjóðar-
innar þannig á árunum 1949—1955, að þeir fluttu
ekki inn einn einasta togara en 5000 lúxusbíla
og þykjast nú mjög undrandi á því að sú fjár-
festing skuli ekki hafa aukið þjóðarframleiðsl-
una!
fjað er augljóst mál að hið stjórnlausa gróða-
dkipulag hentar engu landi verr en íslandi,
og það gefur sérfræðingum aldrei þau tækifæri
sem beir verðskulda. Við erum svo fámenn þjóð
og fjármagn ckkar svo takmarkað, að okkur
ligvur lífið á að hagnýta getu okkar og fé af
skynsamlegu viti og 1 samræmi við heildaráætl-
anir hinna færustu og fróðustu manna. Við höf-
um ekki efni á að fórna framtíð okkar fyrir
skammsýna stundarhagsmuni braskara, sem
hafa gjaldbrota útgerð, glersteypu, Faxaverk-
smiðju og Hæring að minnisvörðum. Áætlunar-
búslkapur er hvergi óhjákvæmilegri og sjálfsagð-
p-r: pn á ffVndþ banti einn getur tryggt fram-
sýnar og raunsæjar stórframkvæmdir sem lyfta
lardi og þjóð: hann einn færir sérfræðingum
tækifæri til að beita þekkingu sinni og gáfum
til þess að leysa vandamál íslendinga. — m.
tzx
tnt
ua
Fyrir nokkrum dögum birt-
ist greinarkorn eftir mig i
Þjóðviljanum sein ég nefndi
Opið bréf til Benedikts Grön-
dal, ritstjó'-a Alþýðublaðsins.
Vegna þess að þessarar grein-
ar hefur að nokkru verið get-
ið í Alþýðub'aðinu og einnig
í Morgunblaðinu, þá finn ég
ástæðu til að segja enn nokk-
ur orð, ef verða mætti mál-
stað okkar liernámsandstæð
inga til skýringar og fram
dráttar. Er gott eitt um joð
að segja að lialdið sé vak-
andi málinu af beggja hálfu
og ekki um það að fást þó
þessum tveim blöðum hafi
þótt. eitthvað harkalega barið
að dyrum. Stundum fást.
menn ekki til viðtals á annan.
hátt.
Eg hlýt þó strax að játa.
að undirtektir Benedikts Grön
dal, sem ég vottaði þó virð-
ingu mína í upphafi bréfs
míns, ollu mér . sárum von-
brigðum. Eg hafði búizt við,
vegna þeirrar greinar sem var
tilefni bréfsins, að hann vildi
ræða málið á þann hátt að
lesenidur blaðsins fengju hug-
mynd um hvað hér kæmi til
greina, sem rök og gagnrök í
málinu. Það gerir hann, því
miður, ekki, heldur tínir blað-
ið út úr 'bréfi mínu öll hin
hörðustu orð án alls sam-
hengis, og æpir síðan af öll-
um kröftum: ,,Það er Alþýðu-
flokkurinn sem skáldið er að
ávarpa“. Mér er spurn: Er
Benedikt Gröndal Alþýðu-
flokkurinn?, því það var til
hans, sem ég skrifaði þetta
bréf og það var sú blaða-
mennska sem hann og aðrir
ritstjórar bera ábyrgð á, sem
ég var að áfellast. Vonin um
árangur af viðbrögðum, slík-
um sem þessum, eru ein-
göngu byggð á þeirri ályktun
að þeir sem sjá þennan orða-
tíning, hafi ekki og muni
aldrei sjá það 'bréf, sem var
tilefni þessa neyðaróps í Al-
þýðublaðinu. Þetta er ekki að
bregðast við eins og sá sem
veit sig hafa nóg rök fram
að færa, máli sínu til varnar
og sóknar, þetta er eins og
þegar hræddur strákur hleyp-
ur bak við pilsið hennar
mömmu sinnar og hrópar há-
stöfum: mamma mamma, það
er vondur maður að hrekkja
mig. — Eg veit einu sinni
ekki hvort maður á að nenna
að hneykslast á því þó að í
þessu sama blaði hins við-
kvæma Benedikts, stæðu í
einni ritsmíð kurteisleg mál-
blóm um andstæðinga, eins
og: þeir eru alltaf með fing-
urinn á gikknum,--------þeir
eru alltaf að prumpa og
prumpuðu sig dauða —, fyrir
nú utan orðið „asnaspörk",
sem þeir gátu vel hafa lært
af bréfinu mínu. jEg held við
sleppum því að hneykslast,
því „fátt er mannlegt full-
komið“, en hitt fær mig eng-
inn til að viðurkenna að Ben.
Gröndal sé Alþýðuflokkurinn.
Eg þekki marga mæta menn'
innan Alþýðuflokksins og
engum þeirra dytti í hug að
berja sér á brjóst og segja:
ég er flokkurinn. Veit ég ekki
cg læt mig engu skifta hvort
flokksmenn hans telja við-
brögð hans við bréfi mínu
sömu ættar og ég geri: ákall
um hjálp í nrklum vanda,
eða þýða þau á þann veg að
hér sé aðeins um að ræða
íslendingar komnir saman á ÞingvöIIuni til að kref jast broltfarar erlends hers úr landinu.
sviplegan snert af mikil-
mennsku brjálæði. Og hvort
sem Ben. Gröndal hefur sjálf-
ur rekið upp þetta ramakvein
í Alþýðublaðinu eða einhver
annar í hans stað, þá er jafn
csvarað fyrir því, og óhrakin
af hans hendi, þau rök sem
liggja til þess að þráseta
Bandaríkjahens á íslandi er
ógnun fullkomin við líf og
framtíð þessarar þjóðar, —
sem og harðyrtri ádeilu bréfs-
ins á þau blöð sem hafa uppi
siðlaust og þjösnalegt orð-
bragð um helztu viðskipta-
þjóðir okkar í sama mund og
á það er treyst að þær skapi
okkur lifsnauðsynlega mark-
aði fyrir helztu útflutnings-
vörur okkar.
Þá kem ég að þeirri heil-
síðugrein í Morgunblaðinu,
sem þar er rituð í tilefni
sama bréfs og Alþýðublaðið
kveinkar sér svo mjög undan.
Því miður er einnig hún með
því marki brennd, að hún er
fyrst og fremst ætluð þeim
sem ekki hafa lesið marg-
nefnt bréf, en hún er að því
leyti merkiieg að eftir að hún
er á þrykk gengin þá er
minni dul yfir vissum sjónar-
miðum en áður var. Við, sem
höfum sett okkur það að
vinna að burtför Bandaríkja-
hers af íslandi, vitum það
fullri vissu að stöðvar hans
h'ér eru langt frá því það lóð
á vogarskálinni að þær geti á
nokkurn hátt komið í veg fyr-
ir styrjöld á milli þeirra stór-
velda sem nú deila harðast,
helclur þjóna þeim tilgangi
einum, sem er arjistæður öll-
um friði, og sitja, hér í skjóli
þeirra póker- og bingcspilara
sem talca hermang fram yfir
þjóðarheill, setjandi okkur öll
í geigvænlegri hættu en áður
hefur ógnað okkur nokkru
sinni, því „varnir í nútíma-
hernaði eru engar til“, (óg þó
greinarhöfundur láti í það
skina að það séu aðeiris mín
orð, þá voru þau, og þees við
getið um leið og þau voru
skrifuð, höfð eftir færustu
hernaðarsérfræðingum Banda-
ríkjanna á ýmsum stað og
tíma á undanförnum árum).
Þetta eru höfuðrök fyrir því
að við hernámsandstæðingar
viljum losa land okkar úr
klóm stórveldis sem býr sig
til styrjaldar, og aldrei síðan
ljá neinu stórveldi né nokkr-
um öðrum þar fangastað á.
Hér skal þvi viljandi sleppt
að telja fram margt það ann-
landi, ssm væri umkringt
rjúkandi a heimsrústum ?“
Þetta eru furðu'ega ábyrgð-
arlaus orð og væri fróðlegt
að vita hver sagt hefur.
Þa.rna er sem sagt kveðið
skýrum orðum að því of-
stæk'ssjónarmiði. sem mann
hefur að vísu grunað að lægi.
að baki þrálátri .streitu sumra
hersetuvina á jslandi, þ.e.: Ef
Riissar og Bandaríkjamenn
fara að skjóta kjarnorku-
skeytum hv rir á aðra og
eyða hvorir öðrum svo þar
verður ekki lífi líft né held-
ur stendur ste'nn yfir steini
maður, eða veit hann ekki að
það er mannkindinni eði's-
lægt að klóra í bakkann,
reyna að lifa af hverja hre’l-
ingu, freista þess að bjarga
sér sem bezt hún getur, forð-
ast dauða sinn í lengstu lög?
Og því skyldum þá við, frek-
ar en aðrir láta teymaist vilj-
ugir fram af því heng'flugi
sem við okkur gín?
Það hefur á öllum tímum
verið talin hei’ög skylda for-
ystumanna hverrar þjóðar
að bægja frá eftir megni
hverjum voða sem orðið gæti
þjóð þeirra að grand:, en
GuBmundur BöBvarsson,
að sem hnígur til hins sama
skauts. þ.e. öll sú þjóð-
skemmd sem hersetan vinnur
á okkur, því það hefur verið
talið og aldrei oftalið af
mönnum sem eru mér færari,
og hefur enginn hersetuvinur
komið þar með gagnrök sem
hald væri í.
En nú segir í Morgunblaðs-
greininni 21. sept. sl.; „það
er barnaskapur að halda að
kjarnorkuárás yrði bunöin
við Islani eitt“. (Eg tek það
fram að ég skil ekki kjarn-
ann í þessari speki. Hver hef
ur nokkru sinni haldið því
fram að kjarnorkuárás yrði
bundin við ísland eitt?) Síð-
an segir í beinu framhaldi
þessara orða: ,,En þó svo ís-
land slyppi eftir slíkan hild-
arleik, hver vildi þá lifa í
í þeim löndum, þá oku’.um við,
þessi fámenna þjcð, sem
byggt hefur þetta ’anti frá
upphafi, imifram alla muni
búa svo í pottinn að við fá-
' um. að tort’mast með þe:m í
hinum hryllilega e:li eyðing-
arinnar, ungir og gamlir,
börn, konur og menn, svo
hér verði ekki framar lífi lif-
að í landi.m og enginn ís-
lendingur framar til. Aðra
skýringu en þeesa fæ ég ekki
lesið út úr orður.i höfundar
og man ég ek-ki tii að ég
hafi kynnzt öllu meira h'sp-
ursleysi í leiðsögu eins manns
á framtíðarvegi hei’lar þjóð-
ar. Elf hór er um að ræða
sjónarmið hins dauðtrygga
þjóns, sem endilega v'll deyja
með sínum húsbónda, þá segi
hann aðeins fyrir sig, góði
ekki hitt, að lcka hana vit-
andi vits inni í vítahring böls
og dauða, þó aðrar þjóð'r
vit'i lokka hana þar til und-
ir yfirskini gjafmiHi og vin-
áttu.
E'ns og nú horfir er það
einmitt. he'zta von mannkyns-
ins, til að afstýra því að
heimurinn verði að rjúkandi
rústum, að ncgu margar þjóð-
ir gerist t’l þess að bera
lclæði á vopnin, — að nógu
margar hætti þútttöku í því
að kynda þann eld haturs cg
tort- yggni sem heitast brenn-
ur.
Nei, höfundi Morgunblaðs-
greinar verður ekki hugsað
til allrar þeirrar æsku, bæði
hér og annarstaðar, sem
ekki vill deyja þó ódæmi hafi
skeð, he’dur fretsta þess að
byggja nýjan heim á rústum
þess sem brenndur var, enda
myndi honum finnast það lít-
ilsvert hjá þeirri hugsjón að
farast með stórveldum i ófriði
sem er svo yfh'vofandi eft-
'r því sem Eisenhower forseti
Bandaríkjanna sagði um dag-
inn, ,,að m:sskilningur einn
gæti komið af stað ógur-
legri t:rtímingarstyrjölcl“. —
— En samtök hernámsand-
stæðinga hafa það fyrst og
fremst á sinni stefnuskvá að
bjarga landi sínu frá þeirri
styrjöld — og lái þeim það
hver sem vill. |
Má segja að seint sé að
spvrna fótum við þegar kom-
ið er á yztu nöf, en betra er
seint en aldrei, ■— er það
heystileg fullyrðing hjá
greinarhöfundi að íslendingar
lmfi fylgzt betur með þróun
mála en margir aðrir og þess
vegna séu þeir þar komnir
sem nú standa þeir. Væri ekki
sanni nær að segja að á þá
hefði verið borið meira fé
en marga aðra og því sé nú
kom'ð sem lcomið er?
Eg get 'ekki látið hjá líða,
áður en ég lýk þessum línum
að minnast fáum orðum á
það sem höf. Morgunblaðs-
greinar gerir að meginstoð
máls síns, en það er Kói’eu-
styrjöidin sællar minningar,
en af því upphlaupi hlutum
við íslendmgar þá bölvun að
herinn var skikkaður á okk-
ur til fram'búðar. IXemst
greinarhöf. svo að orði að
Kcreuævintýri kommúnista
hafi orðið mannkyn:nu til
blessunar þogar til lengdar
lét. Svo höfundi verði engin
fölsun ger af mínum völd-
um, þá skal það tekið fram
að þessi orð hans fela í sér
þá fullyrðingu að kommún-
istar hafi vald'ð upphafi
þeirrar styrjaldar og ráðizt
inn í Suður-Kóreu. Ekki get
ég gert greinarhöfundi það
eftirlæti að þræta við hann
um það, því þar vitum við
báðir jafnlítið með sannindl-
um. Skal ég aðeins benida
honum. á að þar stendur full-
yrðing gegn fullyrðingu og
mun það aldrei koma í okkar
hlut, mín eða hans, að kveða
þar upp endanlegan dóm.
Hitt er augljóst að Kórea er
eitt hið hryggilegasta dæmi
þess hvernig fer þegar þjóð-
ir bera ekki gæfu til þess að
fá að ráða sjálfum sér fyrir
afskiftum stórvelda, sem
koma vilja sér upp herstöðv-
um, en verða bitbe:n þoirra
og land þeirra vígvöllur. Er
fátt seinheppilegra fram að
færa Bandaríkjamönnum til
ágætis en það er þeir drógu
Syngman Rhee upp á tróninn
í Suður-Kóreu sem drottins
smurða, frelsará þjóðarinnar
og sannan dándimann. Sat
hann þar á valdastóli í skjóli
Bandaríkjahers um langa
hríð og illa og er þess
skammt að minnast er þraut-
píndu fólki Suður-Kóreu tókst
með blóðugum átökum að
varpa af sér hurdi þeim, sem
allur heimurinn viesi löngu
að var opinber glæpamaður,
og voru átök þjóðavinnar svo
ákveðin cg örvæntingarfull að
Bandaríkin treystust ekki til
þess enn á ný að kúga hana
undir þennan erfðaprms sið-
gæðis og mannhelgi og ást-
mög hinna sönnu lýðræðis-
þjóða. Hygg ég að það yrði
mörgum Suður-Kóreubúa
strembin gáta hvernig stríð
þetrra og þjáningar alit fram
á þennan dag hafa orðið öllu
mannkyni til blessunar.
Eg vil þakka höfundi grein
hans, þó þar komi óþyrmilega
í ljós trúleysi hans á það að
þjóð hans geti staðið á eigin
fótum eða lifað af þá styrj-
öld sem við báðir óttumst að
sé í nánd, enda vafasamt að
það borgaði sig að hans áliti.
En það er hans trú en ekki
okkar, sem trúum því að
hlutlaust land Island geti átt
framtíð með vinsamlegum
samskiftum við' allar þjóðir,
og meira að segja haft merki-
legu hlutverki að gegna sem
fordæmi þeim þjóðum er þrá
það að losna undan álögum
og hersetu þeirra stórvelda
sem nú tefla glæfralegast á
skákborði heimsins.
Að endingu þetta: Vill ekki
heiðraður greinarhöf. gjöra
svo vel að segja mér livað
hann á við með því að enda
grein sína með þessum orð-
um: ,,Og Guðmunúur Böðv-
arsson mætti einnig minnast
þess, að Þjóðvdjinn birti
ekki af honum tveggja dálka
mynd þegar hann neitaði að
kingja ungverska bitanum“
— Það kemur að vísu ekki
við þiví máli sem hér er höf-
uðmál: hlutlaust eða hersetið
Island, í hvors okkar hálsi
rottan stendur, enda ætla ég
ekki á þessum vettvangi að
segja eitt eða neitt um álit
mitt á Ungverjalandsmálinu
né Egiftalandsmálinu, sem
gerðist í sama mund. En ég
fæ heldur ekki munað að ég
hafi nokkru sinni lát;ð í ljós
opinberlega skoðanir mínar á
þessum hlutum. Hvar hef ég
gert það og hvenær? Eða er
hér enn á ný treyst á það að
kaupendur MorgunbEðsins
lesi aldrei annað en „blaðið
Lamb og Ijón
Þessi vísa kom í hugann,
þegar fréttist um einslegar
viðræður forsætisráðherra.
Bretlands og íslands, Mac-
millans og Ólafs Thors, á,
Keflavíkurflugvelli á sunnu-
daginn:
Friður er á Fróni,
framtíð gæfurík.
Leikur sér með ljóni
lamb í Keflavík.
j'-
Sex EifSir álft-
gnsisgar þéttust
nn fleygir...
Kjartan Ólafsson brunavörður
kom að máli við blaðið í gær
og sagði, að einn þýzki álitar-
unginn á Tjörninni hefði þá una
mcrguninn flogið á ljósastaur
Við Fríkirkjuveg og vængbrotn-
i að svo illa, að það varð að>
skjóta hann. Eins og kunnugt er
voru þýzku álftarungarnir 6 a$
tölu en nú eru aðeins eftir 4
á Tjörninni þar eð einn þeirra
viiltist þaðan um daginn út í
Skerjafjörð og heldur sig nú’
inni í Fossvogi. Það má því
segja, að þeim hafi orðið slysa-
hætt þýzku álftarungunum sex.
síðan þeir þóttust vera orðnir
fleygir og héldu út í lífið, ekkí
síður en negrastrákarnir 10,
sem frægastir hafa orðið af ó-
förum þeim, er þeir biðu, þegar
þeir þóttust vera orðnir stórir.
Um 500 manns
skoðuðu skóg-
rœktarsföð
Mikill fjöldi bæjarbúa not-
færði sér boð Skógræktarfélags
Reykjavlkur og skoðaði Foss-
vogsstöðina um helgina. Munu
um 500 manns hafa komið þang-
að á laugardag og sunnudag og’
má fullyrða að öllum hafi þótt
koman í skógræktarstöðina
ánægjuleg.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá, vinnur Skógræktarfé-
lag Reykjavíkur þessa dagana
að dreifingu á kynningarriti un:
skógrækt á íslandi, jafniram'
því sem nýjum félögum er safn-
að. Hafa mjög margir þegar lát-
ið skrá sig félagsmenn í Skóg-
ræktarfélaginu, en ársgjaldið i
því er 50 krónur.
citt“
Bandarísk hersýning á Keflavíkurflngvelli.
Ný tillasga
Krúst|offs
Krústjoff lagði í gær fram
nýja tillögu varðandi viðræður
um afvopnun Leggur hann til
að fulltrúar frá Asíu, Afríku
og Latnesku Ameríku bætist í
hóp þeirra fulltrúa, sem tóku
þátt í Tíu-ríkja-ráðstefnunni í
Genf, sem strandaði í júnímán-
uði s.l. Hinir nýju fulltrúar
verði frá Indlandi, Indónesíu,
Ghana, Sameinaða arabalýð-
veldiru og Mexíkó. Leggur
Krústjciff til að ráðstefnarr
liefjist að nýju að viðbæltum
þessum fulltrúum.
Krústjoff lagði tillöguna.
fram til umræðu, og verður
ihiún tekin fyrir þegar afvopn-
unarumræður hefjast á Alls-
herjarþinginu.