Þjóðviljinn - 28.09.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.09.1960, Blaðsíða 4
'4) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 28. september 1960 — - Myndir frá Leopoldville Belgiskir hermenn eru enn í Kongó þrát* fyrir samþykktir Öryggisráðsins um að þeir skyldu á brott. 1 Katanga stjórna belgiskir herforingjar liði sem Mobútú ofursti hefur sér til ráðuneytis. Heitir þessi Fernand Keyers. Myndin var tekin í Leopoldville nokkru eftir að Mobútú hafði lýst yfir að hann hefði tekið öll völd í Kongó í sínar hendur með tilstyrk hersins. Hermaður úr liði Sameinuðu þjóðanna stendur á verði við forsætisráðherrabústaðinn í Leopoldville, liöfuðborg Kongó. I'atrice Lúmúmba forsætisráðherra hefur haft aðsetur í for- sætisráðherrabústaðnum á hverju sem gengið hefur í skiptum bans við aðra stjórnmálamenn og lierforingja. Sendilierrar Afríkuríkja í Leopoldville vinna sífellt að því að sætta þá Lúmúmba og Kasavúbú forseta. Bridgeþáltur í þessum þætti skuium við hregða okkur aftur í tímann, til ársins 1958. Það ár var Evröpumeistaramót í bridge haldið í Osló og' áttu íslend- ingar þátttakendur bæði í karla- og kvennaflokki. Ekki var það nein frægðarför en þó átti íslenzka sveitin því láni ‘að fagna að hún sigraði Evr- ópu- og þáverandi heimsmeist- ara, ítali, með þó nokkrum stigamun. Eftirfarandi spil er frá þeim leik. Er það spii nr. 2 úr leikn- um og er ég ekki frá því, að nokkurs taugaóstyrks hafi gætt hjá íslenzku spilurunum ef dæma má eftir úrslitum spils- ins. Staðan var n—s á hættu og austur gaf. Stefán Sp: K-G-7-4-3 Kj: 10-5 Tí: D-7-5 L: D-6-3 Bel'adoiina Sp: A-9-6-2 Hj: A-4-2 T.': ekkert L: K-8-7-5-4-2 Jóhann Sp: D-8-5 Hj: K-D-G-9-8-6-3 Tí: A-G L: A Avarelli Sp 10 Hj: 7 Tí: K-10-9-8-6 ^1-3-2 L: G-10-9 N V A S í opna salnum gengu sagnir eftirfarandi: A: 2H — V:2S —- A:3H — V: 4H — A:4G — V:5L — A:6H. Þetta gekk yfir til Belladonna sem doblaði. Út- spilið var tígultía, sem var trompuð. Eítir nokkra um- hugsun spilaði norðui laufáttu og austur komst inn til að trompa út. Eftir það fékk norð- ur einungis ásana, svo að aust- ur slapp með tvo niður. Eins „Borgari" skriíar um lögreglumál: % » %. 'f. v '*’■d ' '4 % -p. /j % ^*3**2^ r Ostfórii vernduð og t óregla verðlaunuð Kunningi okkar ,,Borgari“ hefur verið fjarverandi um tíma meðan ýmis tíðindi hafa gerzt í lögreglumálum liöfuð- staðarins. Víkur hann að þeim nýjustu á sinn hátt í efitir- farandi grein. Til Þjóðviljans, Keýkjavík. Það hefur nú komið ber- lega í ljós í dagblöðum, að dómsmálaráðherra, herra Bjarni Benediktsson, er að gera sjálfan sig að viðundri með því að sitja svona fast með félaga sinn fyrrv. lög- reglustjóra Sigurjón Sigurðs- son, S kjöltu sinni, alveg eins og „rakka“, sem hann getur ekki losnað við. Bjarna fer vonandi að verða ljóst, að ekki er um annað að ræða fyrir hann en að ráða um- ræddan „rakka“ á siitt eigið iheimili til lífstíðar, til þess eins að iforða mannorði sínu frá alvarlegum skakkaföllum. Eg gat ekki látið -hjá líða að skrifa blaði yðar nokkrar línur, þegar ég hafði lesið, að ráðherra neitaði að áminna Herstein Pálsson. Dómsmálaráðherra gerði þó tvennt í einu, sem sé lög- reglustjórann að engu, en það varð mikið igleðiefni fyrir all- an almenning, og svo gaf ihann öllum fordæmi til þess að svívirða hver annan, — sem ég ætla að notfæra mér eftir þörfum og þá á misk- unnarlausasta ’hátt, ef því er að skipta, og þá jafnt ráð- herra sem aðra. Eigi má eftir geðþótta og sjá má getur austur orðið íjóra niður eí' norður tekur spaðaásinn og aftur spaða, en hver getur láð Belladonna að halda að austur væri með eyðu í spaða, þar eð hann fór rak- leitt í slemmuna þó að vestur gæfi upp engan ás. í lokaða salnum sátu n-s, Eggert og Stefán St., en ítal- irnir Siniscalco og Forquet, a-v. Þeir sögðu eftirfarandi eftir Neopolitan Club keríinu: A:1L (gervisögn, sem spyr strax um ása og kónga íélaga) — V:1H (ég á einn kóng) — A:3Ií (krefur um úttekt) — V:3S — A:4II og allir pass. Hjartasögn vesturs hefur gert það að verkum að illmögulegt er að setja spilið niður, þar eð spaðaásinn er haria ógirni- legt útspil upp i spaðasögn vesturs. Suður hefði hinsvegar eflau-t rnilað út tígli og hefði vörnin þá mjög iíklega tekið íimm íyrstu slagina og tapið á spilinu ekki verið mjög til- finnanlegt, eða .3 EBL-stig, í stað þeirra 6, sem töpuðust. Útspil Eggerts var laufafimm, í þeirri von að Stefán ætti annað hvort eitt eða ekkert lauf og tvö tromp . .. Forquet tók með ásnum í borði og gaf einn slag á hvern hinna lit- anna. .raska heimilisfriði nokkurs manns, vanvirða hann eða lítillækka. Allir menn skulu jafnir fyrir lögum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án manngreinarálits . Ekki má eftir geðþótta ta'ka menn fasta, hneppa þá í varðhald eða fangelsi. Hvern þann mann, sem bor- inn er sökum fyrir refsivert athæfi, skal telja saklausan, unz sök hans er sönnuð lög- fullri sönnun fyrir opinberum dómstóli, enda hafi tryggi- lega verið húið um vörn sak- bomings. Yfir allt þetta er nú aug- Ijóst að dómsmálaráðherra getur slegið striki, fyrir kunningja sinn Sigurjón, enda þótt Bjarni fórni sjálfum sér um leið, því hvert mannsbarn, sem eitthvað hefur lesið, hef- ur orðið þess áskynja að ein- mitt Bjarni hefur talið fólki trú um að hann vildi tileinka sér þessi boðorð og fara efit- ir þeim. Öll þjóðin fordæmir slíkar hugveilur æðsta manns dóms og laga, að hann kasti allri rökréttri hugsun fyrir borð, aðeins til þess að reyna að skýla nekt manns, sem er orðin ein beinagrind og von- laust er að geti nokkurn tíma orðið annað fyrir al- menningssjónum. I apríl sl. upplýsti Morgun- blaðið, að lögregluþjónn hefði verið itekinn ölvaður við akstur og sagt upp starfi, sem var ofur eðlilegt, en hvað skeður eftir að um- ræddur lögregluþjónn hafði hlotið sinn dóm, réttinda- missi í sex mánuði og sekt fyrir að hafa ætlað öðrum sín verk, þá var þessi virðulegi maður gerður að yfirlögreglu- þjóni á Húsavik og skartar þar með sex stjörnur ásamt fleiru. Eg hygg að þetta séu verk þeirra vinanna Bjarna og iSigurjóns Sigurðssonar, en eins og allir vita fór dóms- málaráðherra fram á það fyr- ’ ir skemmstu, að sönnuð yrðu fylleríisafrek Sigurjóns lög- reglustjóra og ýmissa lög- regluþjóna, en ráðherra virð- ist það nauðsynlegt, ef hann hafði í hyggju að hækka menn í tign, eins og hlið- stætt dæmi sýnir. Eg get ekki betur séð en að lögreglustjóri og dóms- málaráðherra séu festir í klafa, líkt og þegar bíllinn varð að klafa um háls þeirra Bjarna og Sigurjóns Inga- sonar, er þeir keyrðu fullir á Fossvogsbrúna og munaði minnstu að þeir dræpu sig, og eyðilegðu brúna. !Hve lengi ætlar almenning- ur að láta bjóða sér upp á öngþveiti og vitleysu í allri stjóm lögreglumála höfuð- staðarins? Og ætlar almenn- ingur að kingja því, að dóms- málaráðherra sjálfur auglýsi sig vemdara slíkrar óstjóm- ar? „Borgari“. Sérstakur fulltmi annist öll kjara- mál Pósts og síma Aðalfundur félagsdeildar símstjóra á 1. fl. B stöðvum var haldinn í Hveragerði dag- ana 17. og 18. september sl. Rædd voru á fundinum mörg hagsmunamál félagsmanna o.g ’ opinberra starfsmanna yfirleitt, og margar ályktanir gerðar þar- að lútandi. M.a. taldi fundurinn nauð- synlegt, að sérstakur fulltrúl Póst- og símamálastjórnarinn- ar hefði með öll kjaramál að gera, með ihliðsjón af því hva fjölþætt þau eru orðin. Af sömu ástæðu taldi fund— urinn tímabært orðið, að fé- lagssamtök símamanna réði fastan starfsmann í þjónustu sína. Úitaf skrifum blaða undan-i farið samþykkti fundurinn svo- hljóðandi ályktun: Fundur símstjóra á 1. fl. B. stöðvum, 'haldinn að Hvera- gerði 18. september 1960, vill, að gefnu tilefni, láta 'í ljós þá skoðun sína, að stjórnmálablöð- unum beri að stuðla að bættu siðgæði í stjórnmála- og við- skiptalífi íslenzku þjóðarinnar. Hinsvegar fordæmir fundurinn þá 'blaðamennsku, sem æ meir hefur ,rutt sér til rúms, að not- aðar séu ámyndaðar sakir ein- stakra manna sem æsifregnir í iblöðum til fjárhagslegs fram- dráttar, af fullkomnu tillits- leysi til viðkomandi manna ó,g fjölskyldna þeirra. Sérstaklega hefur fundurinn i huga ihina hatrömu árás á póst- og símamálastjóra, Gunn- laug Briem. Telur fundurinn af fenginni reynslu, að þrátt fyrir margt, sem á milli hefur borið í sam- skipitum við núverandi póst- og símamálastjóra. þá sé hann í hópi þeirra 'embættismanna er sizt myndi nota embættisað- stöðu sína sér i vil. Ungur sjómaður af Akranesi sýn- ir í Mokka-kaffi Ungur Akurnesingur, Hreinn Elíasson, sýnir þessa dagana um 20 myndir eftir sig, mos- aik, svartlist og olíumáiverk, í veitingastofunni Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Mosaikmyndimar eru 7 tals- ins og málverkin 4, en aðrar myndir, sem til sýnis eru á veggjum veitingastofunnar, eru svartlistarmyndir (grafik). Allar eru myndirnar til sölu. Hreinn El'íasson er Akumes- ingur sem fyrr segir og hefur verið sjómaður, enda bera margar myndirnar það með sér, mótdfin eru mörg frá sjó. Hreinn hefur haft af því mik- ið yndi að teikna og mála allt frá barnæsku. Tvo síðastliðna vetur stundaði hann nám í Handiða- og myndlistarskólan- um. Hreinn Elíasson hefur eltki sýnt myndir sínar opinberlega hér í Reykjavík fyrr, en tvö undanfarin vor hefur hann hald- ið sjálfstæðar sýningar á Akra- nesi. Þykir hann hinn efnileg- asti myndlistarmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.