Þjóðviljinn - 29.10.1960, Síða 4
8) ■— ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 29. október 1960
í lögúm nr. 40 frá 23. maí
1949 um áburðarverksmiðju
er svo ákveðið í 10. grein,
að framlag áburðarverksmiðj-
unnar til fastra sjóða hennar
ekuli árlega vera:
a. Til fyrningasjóðs 2/2% af
kostnaðarverði húsa, lóðar
og annarra mannvirkja og
7% % af kostnaðarverði
véla og annarra áhalda.
b. Til varasjóðs allt að 3%
af kostnaðarverði fram-
leiðslunnar.
1 8. gr. verksmiðjulaganna
er ennfremur ákveðið að í
áætluðu kostnaðarverði á-
burðarins skuli „reikna með
nauðsynlegum og lögákveðn-
um tillögum í fyrningasjóð
og varasjóð verksmiðjunnar".
Öll árin sem verksmiðjan
hefur verið rekin, fram til
ársins 1959 hefur fyrninga-
sjóðsgjaldið verið reiknað •
með þeim hundraðstölum, sém
í lögunum standa þ.e. 21/> %
það verð í krónum, sem verk-
smiðjan kostaði fullgerð, en
hún var reist á árunum
1952—1954. Á þeim tíma,
sem síðan er liðinn og þó
miðað sé við árið 1959, hefur
verðgildi krónunnar, þ.e.
kaupmáttur hennar, stór-
kostlega breytzt til lækkunar
eins og öllum má vera kunn-
ugt.
en var, í krónum áran'na 1952
til 1954. Krónufjöldinn sem
miða verður við á síðasta
ári, er miklu meiri en fimm
til sjö árum áður. Þann’g er
það álit sérfróðra manna, að
kostnaður við slika fram-
kvæmd og áburðarverksmiðj-
uha, hafi frá 1954 hækkað
kostnaðarverð verksmiðjunn-
ar hefði þannig á síðasta
ári numið um 245 millj. kr.
Svo stórfelldar hafa verð-
breytingarnar orðið á þess-
um tíma, mældar í íslenzkum
krónum. Væri miðað við
kaupmátt krónunnar á þessu
ári þ.e. 1960,, mundi kostnað-
arverð verksmiðjunnar reyn-
ast mun hærra.
Fymingar mannvirkja eða
annarra eigna eru jafnan
miðaðar við áætlaða endingu
þeirra, þ.e. þann tíma sem
talið er að af þeim séu full
not, þó með eðlilegu viðhaldi,
en án endurnýjunar. Fyrn-
ingatími húsa úr varanlegu
efni er jafnan talinn íengri
en véla og áhalda og annarra
Iausra muna og fyrningagjald
af slíkum byggingum því mun
lægra en af hinu.
Frá því fyrst að áburðar-
verksmiðjan var undirbúin
hefur verið. ætlazt til að hún
j Sjálfa ,sig er til kæmi að þess
þyrfti. Með það sjónarmið
voru ákvæðin um fyrninga-
gjald og fyrningasjóð sett í
verksmiöjuiögin og áskilið í
þ.eim, að þau framlög séu
reiknuð í verði áburðarins ár-
lega.
Framlag til varasjóðs verk-
smiðjunnar er miðað við
kostnaðarverð framleiðslunn-
ar eins og það reynist hvert
árið, en þar sem það verð er
mælt í þeim krónúm, sem á
þess framlags og framleiðslu-
verðsins. Þar helzt eðlilegt
hlutfall og samræmi við það
sem til var ætlazt, er ákvæðin
voru sett.
Allt annað verður upp á
tengingnum er til fyrninga-
gjalds af verði fasteigna og
annarra eigna verksmiðjunn-
ar kemur, ef það gjald ætti
nú. og um ókominn tíma að
miðast við verðlag, sem gilti
árið 1954 eða fyrr. Því veld-
ur hið breytilega og síminnk-
andi gildi verðmælisins, þ.e.
krónunnar.
Þegar gjaldið til fyrninga-
sjóðs var ákveðið fyrir meira
en ellefu árum, er það sett
tvenns konar þ.e. 2Vó% og
7]/2%. Lægri taxtinn miðað-
ur við hús, lóðir og mann-
virki og þá reiknað með 40
ára endingu þ.e. að er.dur-
nýja mætti þær eignir að
þeim tíma liðnum með eigin
fé.
Hærri taxtinn fyrir aðrar
eignir 7V2% og þá miðaður
við miklu skemmri endingu
en fasteignanna og að end-
urnýja þyrfti þær að 13—14
árum liðnum. Á þeim tíma,
sem hér er greint, átti sem
sé áð myndast' sjóður, er
nægði til að standa straum af
endurbyggingu verksmiðjunn-
ar ef þyrfti, án þess að
lánsfé væri til þess fengið.
En vegna hins stórlækkaða
kaupmáttar krónunnar, sem
orðin var þegar á síðasta ári,
mundi sá sjóður við lok hins
áætlaða tímabils hafa aðeins
svarað til rúmlega lielmings
þeirrar fjárhæðar, sem verð-
lag ársins 1959 krefst til end-
urnýjunar. Við slíkt varð
ekki unað lengur. Fyrninga-
sjóðinn — endurbyggingar-
féð varð að auka í samræmi
við uþphaflegan tilgang hans
og tilæílun löggjafarvaldsins
með hönum.
Þetta mátti géra með tve'm-
'ur aðferðum, Þeirri, að breyta
hinu bókfærða verði, kostn-
aðarverðinu frá 1954 — til
hækkunar, og láta það sam-
svara því sem slík verksmiðja
kostaði nú, ef reist væri og
halda þá hundraðsgjaldinu til
.fyrningasjóðs jóbreyttu þ.e,
21/2% og 7/2%. Eða þá hinni
að láta hið bókfærða verð
etanda óbreytt,, ,en hækka
hundraðsgjaldið. til fyminga-
sjóðs verulega og sem næst
því, að endurbyggingarfé
safnaðist á hinum áður áætl-
aða endingartíma.
Hin síðarnefnda leið var
farin, sem kunnugt er, eftir
að hafa leitað álits bæði lög-
fræðinga og annarra aðila,
sem kynntu sér málið eða
báru kennsl á það. Hérlendis
munu ýmsar aðferðir hafðar
um bókfærða fyrningu eigna
og verður ekki rætt um það
hér, en aðeins minnt á, að í
framtölum til skatts er gert
ráð fyrir að tiltekin fyrning
eigna sé talin með rekstrar-
kostnaði stofnunar eða fyrir-
tækis, eða í frádrætti tekna.
Nú fyrir skemmstu hefur ver-
ið skýrt frá, að á þessu ári
verði fyrning á íbúðarhúsum
úr steinsteypu hækkuð úr
1% í 4% og á timburhúsum
úr 2% í 6% o.s.frv. miðað
við fasteignamateverð, og er
með þvi viðurkennd þörfin á
að fyrningagjald breytist frá
því sem verið hefur.
Erlendis mun vera talið og
látið gilda, að efnaverksmiðj-
ur ýmsar, þar með áburðar-
verksmiðjur, þurfi að endur-
nýjast að því er kemur til
vélbúnaður og : þess konar, á
ekki lengri tíma en einum tug
ára og eru fymingar og fyrn-
ingagjöld þeirra eigna miðað
við þann tíma.
Það verður að teljast, ekki
aðeins forsvaranlegt, að miða
fyrningatíma vélbúnaðar á-
burðarverksmiðjunnar hér
við 13-—14 ár heldur væri það
skortur á ábyrgðartilfinningu
hjá stjórnendum hennar að
taka ekki til greina þær stað-
reyndir sem orðnar eru um
verðlag og skilyrði til endur-
byggingar verksmiðjunnar
þegar nauðsyn kallar,
Framarlega í ú; þessari
greinargerð erú tilfærð á-
kvæði verksmiðjulaganna um
árleg gjöld til fyrningasjóðs
í liundraðstölum, en einnig
bent á, að. í 8. gr. þeirra-- sé
ákveðið að reikna skuli með-í-
kostnaðarver<|j áburðarins
„naiiðtlynleguHi og lögáte^ðn-
um“ útii'iögum til fyýþiíiga-
sjóðs. Með því ákvæði er
greinilega bent á, að auk þess_,
lágmarks, sem lögákveðið er,
sé jafnframt ástæða til at-
hugunar þess hvort hið lög-
ákveðna hundraðsgjald full-
nægi því sem nauðsyn krefur
og að þeir sem málin hafa á
hendi geri sér einnig grein
fyrir því. Þess vegna, meðal
annars hafa stjómendur
verksmiðjunnar talið rétt að
fara inn á þá braut að binda
eig ekki við lágmarks hundr-
aðstölur sem verksmiðjulögin
tilgreina, heldur gert tillögu
til aðalfundar Áburðarverk-
sm. h.f., sem hann hefur
einnig samþykkt einróma, um
að hækka gjöldin til fyrninga-
sjóðs í 3% og 12>4% í stað
2i/2% og 71/2% sem lögin til-
greina.
Hinn minnkandi kaupmátt-
ur verðmælisins hlýtur í
þessu, sem öðru verðlagi, að
verða áþreifanlegur og koma
fram bæði í hækkuðu verðlagi
á vömm miðað við krónuna
og sem fjölgun á krónum á
slíkum framlögum eem gjöld-
in til fyrningasjóðs eru.
Látið okkur
mynda barnið.
Laugavegi 2. Sími 11-ððO.
Heimasími 34-890.
Mstoðarstúlka
óskast á tannlækningastofu.
Upplýsingar í Efstasundi 84,
kl. 6 til 7.
Hallur Hallsson.
um 80 af hundraði og að
MaHailBHMHHBaHHHIiaMHIHBHaaHnaMIIiIHMHaBaHHMHaHBHlIIHHHKBHIIMHiaHBHIMaaHgHMHNHaHaMBHMaHHaaBnBBHHHHHHaHBBaBH
Og 71/2% og þá miðað við endurnýjaði eða endurbyggði
Kostnaðarverð hvers hlútar
og alls, er nú orðið allt ann-
að og miklu hærrá, mælt í
krónum síðasta árs, heldur hverjum tíma gilda, verður
jafnan fúllt . samræmi. millí.
ÍSLENZK TUNGA
Ritstjóri: Árni Böðvarsson.
124. þáttur 29. okt. 1960
Orðabelgur
Frænka mín úr Skaftafells-
sýslu (Landbroti) sagði ein-
hvem tíma í sumar: „Hann
er eitthvað að bausta“. Með
því átti hún við að sá er um
var rætt væri eitthvað að
bauka eða dunda. Mér er
þetta orð ekki tamt úr dag-
legu tali, og því tók ég eftir
því. Nú sé ég að það er ekki
heldur í orðabók Sigfúsar
BIöndaLs í þessari merkingu,
heldur aðeins þýtt með beysta
og talið þar austfirzka. En
það er löngu kunnugt að
Austfirðir og Skaftafells-
sýsla, einkum austursýslan,
eiga margt sameigimegt í
máli. Sögnin að „beysía“ er í
orðabókinni þýdd með að
„berja“ og nefnt orðasam-
bandið „beysta kom“. Það
kemur einnig fyrir í skálda-
máli í sams konar merkingu
(„láta nú blakkana beysta
grund“). I fornu máli er orð-
ið til í sömu merkingu, og
Bjöm Halldórsson hefur það
í orðabók sinni i sambandinu
„beysta kampinn11 = skæla
sig. Nafnorðið baust kemur
fyrir í rímum og merkir högg.
Talið er að í dönsku hafi orð-
ið samruglingur á þessu orði
og sögninni að bursta, þannig
að sú síðarnefnda hafi tekið
upp eitthvað af merkingu
hinnar fyrri, og þar sé upp-
runi merkingarinnar „að
sigra“, t.d. í íþróttakeppni.
Það er allveruleg breyting,
þegar orð sem merkir að slá,
berja, er notað í merking-
unni „bauka, dimda“.
— MyncLin „baústa" kynni
að vera leifar af fornum
framburði á ey, en hans sjást
allvíða merki, t.d. í heiti
Rauðarárstígsins í Reykja-
vík, því að Rauðará hét áður
Reyðará. Það væri fróðlegt
að frétta frá lesendum þátt-
arins, ef einhver þeirra kann-
ast við sögnina að bausta
(eða beysta) og þá í hvaða
merkingu.
Einkenni góðra stílista er
það að þeir kunna að velja
rétt - orð á réttan stað. En
það kemur ekki með inn-
blæstri einum saman; til þess
þarf mikla • vinnu *og nárm 1
Meðal snjöllustu íslenzku-
skrifandi manna að þessu
leyti er Ilalldór Kiljan Lax-
ness, enda leggur hann
stöðuga stund á að læra ís-
lenzkn af vörum alþýðu og
úr bókum. Það er býsna gam-
an að sjá hvað hann gerir til
þess að fella slík orð inn í
stíl siún. Mikið ber á þessu
til dæmis í síðustu bók hans,
Paradisarheimt, og allmörg
líttvenjuleg orð þar þekki ég
af bernskuslóðum mínum í
Rangárþingi, en fyrirmynd að
aðalvettvangi sögunnar eru
QEyjafjöllin.
Steinar bóndi í Hlíðum
kemur að mormónatrúboð-
anum bundnúm við aflóga
hestastein á kirkjustað á
messutíma, Hann leysir mann-
inn og segir: „Þú hefur feng-
ið skrollu j lagi.“ (50. bls.).
Og 11 blaðsíðum framar seg-
ir mormóninn: „O þetta
hérna var nú ekki mikið . ..
Eg hef skjaldan verið barinn
svona lítið. Eg hef þrisvar
fengið stórskollu, margsinnis
glóðarauga og það er laus í
mér tönn.” Nafnorðið skrolla
er ekki til í orðabók Sigfúsar
nema í merkingunni „ólag-
leg kona“. Hins vegar-hef ég
heyrt það í svipaðri merkingu
og uppákoma, og til er það í
merkingunni mikil skúr,
hryðja. „Þetta er nú meiri
skrollan“ var stundum sagt,
þsgar mikla hryðju gerði um
sláttinn. Ekki getur Harald-
ur Matthíasson úr Ytrihrepp
um þetta orð í hinni ýtarlegu
grein sinni, Veðramál, í Af-
mæliskveðju til Alexanders
Jóhannessonar 15. júlí 1953.
Má því ætla að þetta orð
tíðkist lítt eða ekki í upp-
sveitum Ámessýslu. — Til að
koma í veg fyrir misskilning,
skal bent á að framburður
þessa orðg er eftir venjuleg-
um reglum tungunnar, það er
„skroddla", en ekki „skrol-la“
eins og sagt er um þá sem
nota úfmælt r (eru gormælt-
ir).
Á 106. bls. Paradísarheimt-
ar segir kona Steinars, eftir
að hann hefur látið heimilið
í reiðileysi fleiri missiri: „Það
gefur augaleið, lýsumat höf-
um við ekki á hurðir borið.“
Eg er ekki viss um að allir
lesendur skilji til fulls hvað
við er átt, en lýsumatur er
mjólkurmatur — og er orðið
merkt Austfjörðum í orðabók
Sigfúsar. Orðtakið „bera á
hurðir” er þar einnig notað
um að hafa gnægðir af ein-
hverju.
1 orðabók Sigfúsar er orðið
lýsugrautur um vatnsgraut
með litilli mjólk í (sú merk-
ing talin sunnlenzk), einnig
um mjólkurgraut (og sú
merking talin austfirzk). Eg
þekki hvorugt orðið, lýsumat-
ur eða lýsugrautur, en hins
vegar hef ég heimildir um
orðið grálýsugraútur um
graut úr vatnsblandaðri
mjólk. Það orð var notað í
Landsveit, en orðabók Sigfús-
ar hefur það ekki.