Þjóðviljinn - 08.11.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.11.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8, nóvember 1S60 — ÞJÓÐVILJINN — (S|, Smyglhringar.... Framhald af 1. síðu. haía' Þeif að sjálfsögðu jgert mik- ið rask í s'kipinu: Smyglhringar? 6 menn liafa játað á sig þátt- tiiku í smyglinu og verður bráð- lega hægt að skýra frá niður- stöðum rannsóknarlögreglunnar, en liún verst allra frétta á með- an málið er í rannsókn. Að svo stöddu fer rannsókn málsins ekki út fyrir skipsmenn, þótt liverjum hugsandi manni sé ljóst að þessar vörur hafi átt að fara í verzlanir hér í bæ og ckkert sé líkiegra en smygl- liringur í landi hafi lagt á ráðin í samráði við skipsmenn. Komi í ljós að þessi tvö fyrirtæki fái ekki sína réttu kassa, með rétt- xim varningi samkvæmt farm- skrá, þá verður málið nokkuð flóknara. Ekki er hugsanlegt að skipverjar hafi komið vörur.um íyrir í kössunum og þá fellur á- byrgðin á hcrðar yfirmönnum skipsins eða fyrirtækjanna tveggja, sem getið er um hér að íraman. Skipverjar á Lagari'ossi hafa orðið uppv’sir að allmiklu smygli og réði þar tiiviljun ein um, að tollverðir komust á spor- ið, eítir því sem sögur. herma. Áreiðanlega hefur margoft ver- ið smyglað inn verðmeiri hlut- um, en þarna fundust. Þó má úlykta að heí’ðu þessar vörur j komizt í land og í verzlanir | hefði ágóði af sölur.ni orðið mjög mikill. Ef tekin er ein peysa, sem er keypt úti fyrir 100 krónur (líklega keypt á mun lægra verði), myndi liún kosta ekki minna en 4—500 krónur út úr búð. Má því áætla að liægt hefði verið að selja allt góssið fyrir um eina milljón krónur. Eiga þeir að lifa á smygli. Þegar smyglmál eru á döfinni er látið í það skína að yfirmenn á skipum viti ekki neitt og því síður stjórnendúr í iandi. Það mun þó mála sarnast að t.d. stjórnendur Eimskipafélagsins gera ráð fvri'r að óbreyttir skipsmenn lifi á smygli að ein- hverju leyti, því að vandlifað mun af launum þeirra. Allar ma’-naráðningar fara i gegnum skrifstoíu Eimskipafélagsins og fá skipstjórar iitlu sem engu ráðið þar um og þar af ieiðandi geta þeir ekki haldið uppi þeim aga um borð sem þeir myndu annars kjósa. Smyglmál þetta gefur tilefni til ýmissa hugleiðinga um Eim- skipafélagið og stjórn þess. en það er rú almennt i háði kali- að „Óskabarn þjóðarinnar" Ýmsir munu þó enn hugsa hlýtt til þessa fyrirtækis, en þær hlýju hugsanir eru af öðrum toga spunnar. Æskilegt væri að fá sjórar- mið stjórnar Eimskipafélagsins á þessu máli og skal fúslega veitt rúm í blaðinu fyrir svör aí hálfu Eimskipaíélagsins. Sovézka skáksveitin kár sigur úr býtum Leip/.ig. Skeyti til Þjóðviljans. Keppni í A-riöli olympíuskákmótsins er enn ekki lokiö en þegar ljóst aö Sovétríkin hafa sigraö meö nokkrum yfirburöum. Tónleikar í Þjóðleikhúsinu í dag þriðjudaginn 8. nóvember 1960 kl. 20.30. Stjórnandi: PÁLL PAMPICHLER Einleikari: RAFAEL SOBOLEVSKl EFNISSKRA: I. Strawinsky: Svíta nr. 1 fyrir kammerhljómsveit A. Khatchaturian: Fiðlukonsert L. Beethoyen: Sinfónía nr. 4, B-dúr Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. Kosningaútvarp Bandaríkj anna mun heyrast á íslandi Voice of America mun skýra frá kosningun- um í Bandaríkjunum 8. nóvember með sér- stöku stöðugu útvarpi á ensku. — Dagskrá- in hefst kl. 1 eitir miðnætti aðfaranótt 9. nóvember. — Útvarpssendingar sérstaklega ætlaðar íslandi og öðrum Evrópulöndum verða á eftirfarandi bylgjulengdum: 791, 1196, 1259 (nema kl. 0400—0600), 3980, 6010, 6040 (nemakl. 0400—0600), 6045, 6090, 6100, 6145, 7200, 7220, 7255, 7265, (nema kl. 0400—0600), 9525, 9615, 9635, 9705, 11740, 11875 og 11895 kilo- cycles. 46 útvarpstöðvar í Bandaríkjunum og cðr- um löndum munu annast þetta fréttaútvarp. Fiðlukonsert Katsjatnríans fluttur í kvöld Myndin er af sovézka tón- ská'.dinu Aram Katsjatúrí- an, og birt hér á síðunri í tilefni af tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Þjóðleiklnisinu í kvöld. Á tónleikum þessum verður sem sé flutt í fyrsta sinn opmberlega hér á lardi eitt af kunnari verkum tón- skáldsins fiðlukonsertinn. Fiðlusnillingurinn Rafael Sobolévskí leikur á einleiksfiðluna, en hljóm- sveitinni stjórnar Páll Pampicliler. Önnur verk á efrisskránni í kvöld eru svíta nr. 1 fyrir kammer- hljómsveit eftir Strawin- sky (einnig flutt liér fyrsta sinni) og sinfónía nr. 4 í B-dúr eftir Beethoven. — Tón’eikarnir hefjast kl. 8.30. ^■■■■■■■■■■■■■■■■■■I7 Flytur 1700 lestir Vs. Langjckull varð fyrst skipa til að leggjast við hina nýju hafskipabryggju í Hafnar- firði, eins og skýrt er frá á öðrum stað hér ‘i blaðinu. Lest- aði skipið í fyrradag 18—20 þús. kassa af freðfiski, þ.e. um 500 lestir. Áður var búið að skipa út í Langjökul 48 þús. kössum eða 1200 lestum af fiskflökum hér í Reykjavík. Farminn flytur skipið til Sovét- ríkjanna. Ein umferð er eftir og stað- an í A-riðli er nú þessi: 1. Sovétríkin 31 vinning, 2. Bandaríkin 251 b, 3. Júgó- slavía 24%, 4. Ungverjaland 20, 5.—6. Tékkcslóvakía 19%, Búlgaría 19%, 7.-8. Argen- tína 18%, Austur-Þýzkal. 18Vá, 9. Vestur-Þýzkal. 16%, 10. Holland 16, 11 Bretland 15%, 12 Rúmenía 15. B-riðli er' eionig ólokið, en þar er ísland nú, fyrir síðustu umferð i næstsíðasta sæti. I C-riðli eru efstu lcud: Indó- nesía með 25% vinning, Filips- eyjar og Mongólía með 24 % vintting. Á laugardagir’n var tefld 9. umferð úrslitakeppninnar á olympíuskákmótinu. Þá unnu Spánverjar Islendinga með 2% vinning gegn 1%. Freysteinn gerði jafntefli við Toran, Farre vann Gurnar, Del Corra! vann Ólaf, en Guðmu”dur vann Puig. I 10. umferð á sunnudaginn tefldu Islendingar við Svia. Arinbjörn vann Nilsson, Skold vann Gunnar og Buskenstrom vann Guðmund, en skák Frey- steins og Lundins fór 'í bið. Var staða Freysteins í bið- skákinni lakari, enda fðr svo, þegar skákin var tefld áfram að Freysteinn tapaði Ellefta og síðasta umferð skákkeppninnar fer fram í dag, þriðjudag. I fyrramálið verða tefldar biðskákir úr síðustu umférðinni, en olymp’uskák- mótinu verður svo slitið með jhátíðlegri athöfn annað kvöld. Ejarni Ben. Framhald af '12. siðu. Nbrðmönnum. Með samningi við Breta viðurkennclum við einnig, að ekki sé hægt að færa út landhelgismörkin án samn- inga. Slíkt mjmdi koma okkur í koll, er við þyrftum næst að færa út landhelgina. 1 öðru lagi mættum við búast við því, að við yrðum aftur beittir þvingunum, þegar samnings- tíminn rynni út. Það væri lítil- mennska, að semja við þjóð, sem hefði barið á okkur, og það væri ekki að afstýra hættunni, að g’úpna fyrir þeim, sem berði á manni. Að lokum sagði Hermann, ^ að í stað þess að semja af okk- ! ur þann sigur, sem við værum | búnir að vinna, ættum við að jsnúa okkur að því að afla við- i urkenningar á rétti okkar til alls landgrunnsins. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■> V erzlunarf ull trúi í nýju húsnæði Pólski verzlunarfulltrúinn hér á landi, Boleslaw Piasecki, hefur fyrir nokkru flutt skrif- stofur sinar frá Hofsvallagötu 55 í Grenimel 7. Símanúmer hans er 1-87-59. SKIPAUTdeRÐ RIKISINS E S I A austur um land í liringferð 12. þ.m. Tekið á móti flutningi 'i dag og árdegis á morgun til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Borgarfjarðar Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar, Raufarliafnar, Kópaskers og Húsavíkur. Farseðlar seldir á fimmtu- dag. M.s. HERJÓLFUR fer til Vestmannaeyja og Homafjarðar á morgun. Vömmóttaka í dag. um Skrif takka Svo virðist sem dagblaðið Tíminn hafi að undanfömu reynt að vinna sig i álit hjá einhverjum annarlegum hús- bændum. Ekkert hernáms- biaðanna hefur að undan- förnu birt jafn fáránlegar „fréttir", jafnt um sósíalist- ísku löndin sem frelsisbar- áttu nýlenduþjóðanna, og hefur þar farið saman ámóta mikil vanþekking á mála- vöxtum og íslenzkri tungu. Er eir.att eins og baksíða blaðsins hafi verið afhent eða seld upplýsingaþjónustu Bandarikjanna, og hefði farið bezt" á því að hún hefði birztr á írummálinu, jíkt og hin lit- prentaða menningarsíða á sunnudögum. Þessir krynlegu áhugamenn á Tímanum hætta sér meira að segja stundum út fyrir það að birta þann efnivið sem þeim er áfhertur á ensku og fara sjálfir að frumsemja, og þá tekur aldeilis í hnúkana. Eitt hið spaugilegasta af því tagi er forustugrein sem birtist í Tímanum fyrir , skemmstu í tiiéíni áf því að íslenzkir skákmenn í Austur- Þýzkalandi höfðu sagt frá því að á gistiherbergjum þeirra væru útvarpshátalar- ar með þremur tökkum, og gætu þeir þar hlustað á út- varpssendingar frá Leipzig, Austur-Berlín og Moskvu. Segir greir.arhöfunc(ur að þessir þrír tlkkar sýni bezt hi'na andlegu kúgun þar eystra, menn séu mataðir á einhliða áróðri, sviptir mál- frelsi og hugsanafrelsi og hver veit hvað. Höfundur þessarar greinar virðist ekki enn hafa hlotiö þá umhun erfiðis síns að komast út fyrir landsteinana. Að öðrum kosti myndi hann vita að hátalárar af þessu tagi fyrirfinnast á góðum hótelum hvar í landi sem komið er. Sá sem þetta ritarr dvaldist fyrir nokkru í Róma- borg á vönduðu gistihúsi sem sérstaklega var ætlað erlend- um ferðamönnum. Þar var hátalari með einum fimm tökkum, en hver takki gaf samband við nýja ítalska út- varpsstöð; annað var þar ekki að heyra, og sízt af öllu hvarílaði það að mér að ver- ið væri að beita mig andlegri kúgun, mata mig, svipta mig málfrelsi og hugsanafrelsi. Væri ekki ráð að valda- menn Tímans gættu sín betur á takkanum sem veitir sam- band við Upplýsingaþjónustu- Bandaríkjanna. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.