Þjóðviljinn - 08.11.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.11.1960, Blaðsíða 12
blÓÐVIUINN Þriðjudagur 8. nóvember 1960 - — 25. árgangur — - 252. tölubl. að hóta löndunarbanni Hef ur Kennedy betur Foringi uppskipunarmanna i Grimsby og Hull er hér á vegum Jóns SigurSssonar Á laugardaginn kom hingað Peter Henderson, einn af foringjum starfsmanna í brezka fiskiðnaðinum. Er- indi hans er að sögn brezkra blaða að hóta íslendingum nýju löndunarbanni sé ekki látið undan Bi'etum í land- helgisdeilunni. Peter Henderson er fram- kvæmdastjóri fiskiðnaðardeild- ar brezka Flutn:ngamannasam- bandsins og á sæti fyrir þess hönd í ráði starfsmanna í fisk- iðnáðinum á sjó og lar.di. Krafa um bann Áður en Henderson lagði af stað hingað átti hann tal við utanríkisfréttaritara Daily Tele- graph, sem segir að ferðin sé merki þess að langt sé frá að lausn eygist á landhelgisdeil- unni. „Hann (þ.e. Henderson) sagði mér í gær að lagt væri fast að félögum í sambandi hans að setja afgreiðslubann á fisk úr íslenzkum skipum í aðal fiskveiðihöfnunum Grims- by og Hull,“ segir fréttaritarinn á fimmtudaginn i blaði sínu. Ennfremur er haft eftir Henderson í Daily Telegraph, að hann mundi beita sér gegn afgreiSslubanni „ef enn er möguleiki á sanngjarnri lausn deilunnar.“ 1 orðunum liggur, að séu ekki horfur .4 að Bret- ar fái fram það sem Hender- son telur „sanngjarnar“ tilslak- anir af íslendinga hálfu, muni hann fallast á að afgreiðslu- bann verði sett á fisk úr ís- lenzkum skipum. Boðflenna? Henderson kvaðst fara til Islands að ræða þessi mál við fulltrúa islenzkra sjómanna. Þeir hafi ekkert samband við brezka starfsbræður ,,en nú er sánnarlega tími til kominn að víð reynum að skilja hvorir aðrá.“ Da:ly Telegraph segir að för Hendersons til Islaids sé far- in í fullu samráði við brezka 'utanríkisráðuneytið og fisk- veiðiráðuneytið. Þegar Henderson kom með flugvélinni frá Bretlandi tók Jón Sigurðsson, formaður sjó- mannasambandsins, á móti honum og hefur hann verið á ! hans vegum síðan. Lítið virð- ist hafa orðið úr að Henderson hitti aðra fulltrúa íslenzkra sjcmanna en Jón Sigurðsson. Síðdegis í gær hafði hann hvorki haft samband við Al- þýðusamband Islands né stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. Svo er að sjá af orðum Jóns Sigurðssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag að Henderson hafi komið h'ngað mót vilja hans. Hafði Morgunblaðið feng- ið skeyti um að von væri á Henderson og borið það undir Jón. Svaraði hann, að hann væri búinn að tilkynna brezka Flutningaverkamannasamb. „að hann myndi ekki be:ta sér fyrir slíkri heimsókn, sem hann te’’Ii ekki æskilega á þessu stigi má'sins". Eftir þessum orðum að dæma hefur Henderson troðið sér upp á Jón Sigurðsson sárnauðugan. 1 gærkvöldi liáðu frambjóð- endur við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þeir Nixon og Kennedy, síðustu orrahríð sína vegna, kosninganna, sein fara fram í dag. Nixon flutti ræðu og svaraði fyrirspurnum í fjórar klukku- stundir samfleytt 'í gærkvöldi. Varaforsetefni repúblikana, Cabot-Lodge, og Eisenhower forseti komu einnig fram í sicnvarpi í gær og skoruðu á fólk að kjósa Nixon. Kennedy kom einnig f ram' í sjcnvarpi í gær, en aðeins í 20 mínútur. Gerði hann mikið grín að fjögurra-stunda sjón- varpi Nixons, sem kostaði milljónir Sagði Kennedy að ör- vænting reoúblikana væri nú komin í ljós og nú köstuðu Bjarnl Ben. vill semja nm allt að 5 ára undanþágu við Breta f gær héldu uraræður enn áfram í efri deild Alþingis um landlielgismálið og töluðu þá Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra og Hermann Jónasson. Umræðunni lauk ekki og er Guðmundur í. Guömundsson utanríkis- ráðherra næstur á mælendaskrá. Bjarni Benediktsson viður- kendi í upphafi ræðu sinnar, að ekki yrði lengur um það deilt, að 12 mílna fiskveiðilög- sagan hefði nú tekið gildi, sem meginregla. Móti þvi yrði ekki lengur staðið. Við værum búnir að fá okkar 12 mílna fiskveiði- lögsögu en réðum því liins veg- ar sjálfir hvemig við notuðum hana. Benti hann á samning Rússa og Breta, sem fyrirmynd þess, að þjóð hefði leyft ann- arri þjóð veiðar innan fisk- veiðilandhelgi sinnar. Bjami raddi síðan samninga- makkið. Lýsti hann því yfir, að engir samningar hefðu enn verið gerðir, aðeins kannað hvort unnt væri að ná samn- ingum og sagði hann, að hvor- ugur aðilinn hefði enn gert formleg tilboð. Lýsti hann þvi yfir, að ekki yrði samið við Breta án þess að leggja málið fyrir Alþingi. Rök Bjarna fyrir því að semja við Breta voru hin sömu og áður, að Bretar myndu ekki, ef við neituðum að semja taka sér með valdi þau rétt- indi, sem þeir vildu fá innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar. Myndi sjómönnum okkar stafa mikil hætta af væntanlegu of- beldi Breta og eins myndu þeir beita okkur þvingunum eins og löndunarbanni, sem gæti orðið örlagaríkt fyrir bátaflotann. Hélt Bjami því fram, að það kæmi mjög til greina að semja við Breta um undanþágur til veiða innan 12 mílna, ef við fengjum jafnframt viss fisk- veiðihlunnindi utan 12 mílna markanna viðurkennd og tím- inn j'rði 5 ár eða helzt styttri. Taldi hann það engu máli skipta þótt Bretar hefðu komið illa fram v:ð okkur. Taldi hann að fordæmi Norðmanna um að semja við Breta og Vestur- þjóðverja ætti að vera okkur fyrirmj’nd. Ósamræmi í málflutningi Hermann Jónasson benti á, að í málflutningi Bjarna hefði verið mikið misræmi. Fyrst hefði hann sagt, að við værum búnir að vinna s’gur og síðan varið mestum hluta ræðu sinn- ar til þess að verja það, að við ættum að kaupa okkur með samningi þennan sigur, sem við erum búnir að vinna. Hermann sagði, að við hefð- um verið sammála um tvennt. Annars vegar að semja ekki um lar.i Ihelgina við neina þjóð heldur færa hana út með ein- hliða aðgerðum. Hins vegar að þær ákvarðan'r, rsem v'ð tækj- um j’rðu ekki aftur teknar. Ef þessum yfiríýsingum má ekki trj’sta, þá brestur margt í fs- lenzkri þjóðarkennd, sagði Hermann. >á benti Hermann á, að aðr- ar 1 jóðir myndu koma á eftir, ef við semdum við Breta, e:ns og hefði orðið raunin hjá Framhald\ á 3. síðu þeir fé á báða bóga, en ekk- ert mundi duga. Skoðanakannanir og kosn- ingasérfræðingar spá Kennedy sigri, en þó er mjótt á mun- unum, Gallup-stofnunin spáir Kennedy 51 prósenti greiddræ atkvæða en Nixon 49 prósent. Kennedy á meirihlutafylgi að fagna í 19 ríkjum, en Nixou, £ 16 ríkjum. I 15 ríkjum er óvist hvor hefur betur. MÍR-FÉLAGAR AKRANESI Vitjið aðgöngumiða að tónleikunum í Bíóhöllinni annað kvöld að Sunnubraut 22 mill kl. 9 og 10 í kvöld, þriðjudag. Tekur þátt í \ fegurðarsant- | keppni ytra | Stóra mvndin neðst á E síðunni var tekin í Lyceum- = danssalnum í Lundúnum jjj sl. íimmtudagskvöld, þeg- jjj ar nokkrir tugir af íríðum jjj stúlkum hvaðanæva úr = heiminum komu þar sam- E an til aefingar fyrir fég- = urðarsamkeppnina ,,Ung- s l'rú heimur 1960“ (Miss E World), sem þær taka áll- = ar þátt i. Meðal stúlkn- — anna er Kristin Þorvalds- ’.jjj dóttir, þriðja frá hægri í = fremri röð. Annars eru = stúikurrar frá þessum j— löndum. talið frá vinstri í = fremri röðitini: Argentína. ~ = Ástralía, Belgía, Bolivía.E Brazilía, Burma, Kanada. ™ Kýpur, Danmörk, Ecuador,= Finnland, Frakklard, = Þýzkaland, Holland, ísland,. ~ írland og ísrael. Aftari jj röð, frá vinstri: Ítalía, = Japan, Jórdanía, Kenýa, jjjj Kórea, Lúxemborg, Mada- ~ gasckar, Nicaragua, Noreg- = ur, Rócíes'a, Suður-Aíríka, =■ Spánn, Svíþjóð. Tangan- = yika, Bretland, Uruguay og ~ Bandaríkin. — Myndin hér fyrir ofan = var tekin -á Lundúna-flug- ~ velli sl. miðvikudag, <er jjj Kristín Þorvaldsdóttir sté =• úr flugvélinri sem ílutti ~ hana þangað. Það var = hvasst á ílugvellinum, E eins og hárgreiðslan ber = með sér. E lilllllllillllillllllllllllllllllllllltllllllllll}

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.