Þjóðviljinn - 08.11.1960, Blaðsíða 10
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. nóvember 1960
I
10) —
! Handknattfeiksmótið
Víkingur vann KR 10:6
í 2. flokki
Framhald af 9. síðu.
i})á aðeins að skora 2 mörk.
í síðari hálfleik skoraði KR 5
nnörk í röð, ján þess að Þrótti
itækist að skora, en í lok leiks-
ins tókst .Þrótti að skora 2
imörk. Þróttur þarf sýnilega að
leggja mikla rækt við ungu lið-
in sín, og með æfingu geta
Jæssir drengir orðið góðir, en
það þarf að æfa og leiðbeina
þeim. KR-liðið virðist öruggt
Og átti oft lagleg tilþrif. Ann-
ars verður .ekki fullyrt um
getu KR-inga eftir þessum leik,
til þess voru Þróttararnir
veikir.
j iísins. Bæði' liðiri sýndu qfjög
góðan handknattleik, miðað við
þennan aldursflokk. Hraði var
I mikill 'í leiknum og sótt og var-
, ið á báða bóga, og mátti ekki
(á milli sjá hvort liðið mundi
ganga af hólmi með sigur.
Víkingur skoraði fyrsta mark-
ið en Valur jafnaði fljótlega
og tók forustuna, en Víkingur
jafnar aftur 2:2. Valur kemst
I 2 mörk yfir, en þegar að hálf-
leik kom höfðu Víkingar jafn-
að 5:5. Eftir hálfleik skorar
Víkingur 3 mörk í röð og er
staðan þá 8 ;5.
KR byrjaði að skora-. en það
sýndi sig "að Víkihgfái' eiga yf-
irleitt góð lið í öllum flokk-
um og sveitum yngri flokkanna
og tóku þeir fljótlega leikinn
í sínar hendur, jöfnuðu og tóku
forustuna og í hálfleik stóðu
leikar 4:2"fyrir þá. KR-ingarn-
ir voru ekki fremur en vant
er á því að gefast upp og áttu
góðan leikkafla eftir leikhlé og
náðu að jafna 5:5. En þetta lík-
aði V'ikingum sýnilega ekki og
„hristu þá af sér“ með því að
skora 4 mörk í röð, en leik-
urinn endaði 19:6 fyrir Vík-
inga.
S. fl. AA: IR—Armann 5:4
eftir jafnan leik
Ármenningar höfðu til að
byrja með mun betri tök á
leiknum, og unnu þeir fyrri
■Ihálfleik 3:1. Gaf það fyrirheit
<um að sigurinn ætti að geta
orðið þeirra. En það var eins
og allt færi úr skorðum hjá
þeim. í síðari hálfleik, þar sem
ÍR-ingar tóku leikinn í sín-
ar hendur og skoruðu 4 mörk
en Ármann aðeins 1. Síðasta
xr.arkið og það sem gerði út um
leikinn var skorað úr víta-
kasti. Óvænt úrslit eftir byrjun
leiksins.
S. fl. Valur í úrsliíum eftir
jafntefli við Víkin.g
Það mátti fljótlega sjá að
leikur þessi hafði mikla þýð-
ingu fyrir liðin Isem áttust við,
en hann var úrslitaleikur rið-
Flestir munu hafa slegið föstu,
að Vikingar mundu sigra, en
Valsmenn voru ekki á því að
gefast upp, og nú eru það
Valsmenn sem.taka fram það
sem þeir eiga og skorar Gylfi
Hjálmarsson nú tvö mörk i
röð. Rétt fyrir leikslok tekst
nafna hans að jafna, en það
nægði til þess að komast í úr-
slitin, því að Víkirgur gerði
jafntefli í leiknum við Ármann.
Eftir leikjum beggja liða í
mctinu má eins gera ráð fyrir
að þetta hafi verið hin raun-
verulegu úrslit í mótiou 'i þess-
um flokki. Hvernig svo sem
úrslitaleikurinn við KR kann
að fara, mun ekki ofmælt að
þetta' séu sterkustu þriðja
flokksliðin í mótinu.
Ef lið þessi halda áfram
að æfa og halda saman þurfa
Víkirgur og Valur ekki að
kvíða framtíðinni.
2. fl. B- Fram vann
Þrótt 10:5
Til að byrja með var leik-
urinn jafn,,og um skeið hafði
I Þróttur góð tök á leiknum og
stóðu leikar 4:1. En það var
j eins og Framarar hefðu verið
seinir í gang, því að nú tóku
þeir að skora, én þeim hafði
ekki tekizt að jafna í hálfleik.
Eigi að síður var það stað-
rejmd að eftir þessa nokkuð
jgóðu byrjun Þróttar skoruðu
Framarar 9 mörk í röð. En
lokastaðan varð 10:5.
Ármann sýndi gcðan leik
í 2. flokki
Síðasti leikur dagsins var
leikur Ármanns við IR í öðr-
um flokki, og sýndu þessir ungu
1 Ármenningar að þeir hafa náð
mjög góðum tökum á leikn-
um. Þeir ráða yfir mikilli
leikni og það sem skemmtileg-
ast er við leik þeirra er hrað-
inn, sem að vísu byggist á
lejkni — og . þjálfun —. Þeir.
halda út, svo' að segjæi ailan.
tímann þegar þeir hafa knött-
inn, að leika hratt og það
þó þeir séu komnir mikið yfir,
eins og t.d. 7:0 en þannig
stcðu leikar í hálfleik. Annað
er l'ika athyglisvert við leik
þeirra og það er það að þeir
eyða næstum aldrei tíma í það
að „stinga niður“, en láta
knöttinn ganga frá manni til
manns, vitandi það að það er
fljótlegra og allt gengur h’rað-
ar með því.
ÍR skoraði fyrra mark sitt
úr vítakasti. Ármer.ningum
tókst ekki að skora. eins í síð-
ari hálfleik og í beim fvrri, en
eigf að síður léku þeir með
hraða og hreyfingu allan tím-
ann.
Aðeins einn þessara ungu
manna gengur uppúr öðrum
flokki um áramótin, svo að
næsta ár eru líkur til að þeir
verði erfiðir viðfangs.
Dómarar í jakkafötum,
og með ,,hálstau“
I leikum þessum komu fram
nokkrir dómarar, sem voru að
dæma prófleiki sína og tókst
misjafnlega eins og gengur,
enda ungir. Þessum ungu mönn-
um má benda á það að fremur
er það óíþróttamannslegt að
vera með hendur í vösum við
dómarastörf, en framhjá þv'i
verður ekki gengið að dómar-
inn er þátttakandi í leiknum
og þeirri íþrótt sem þar er
sýnd. Þessum ungu mönnum
má líka benda á að taka ekki
upp það sem sumir eldri dóm-
arar gera, að koma í_ „selskabs-
klæðum" ,í dómarasíarfið, Það
er smekklegra að koma í létt-
um búningi, sem fellur inn í
það sem er að gerast í salnum.
„Karlinn í kassanuin“
Sú nýbreytni hefur verið upp
tekin í sambandi við tilkynn-
ingar um ieikstöðuna þegar
leikið er í Hálogalandi, að
manni þeim sem það gerir hef-
ur verið komið fyrir í kassa
uppi á vegg. Á kassanum eru
tveir gluggar og eru þeir á
hjörum og í gluggana er svo
stillt út' leikstöðunni með góð-
um stöfum.
„Karlinn í kassanum" hefur
þv'i mjög gott yfirlit yfir það
sem er að gerast, og gera má
ráð fyrir að kassinn sé sknt-
heldur, og manni þeim sem sér
um þetta sé ekki lengur hætta
búin af skotum og mannaferð,
en slíkt gat hent áður.
Leikdómur
Framhald af 7. síðu.
kvæm, viðfeldin og vel unnin.
Leikurinn virtist ekki vekja
sérstaka kæti eða hrifningu
írumsýningargesta, en á aðal-
æt'ingu rikti glaumur og gleði.
Hver sem verða örlög „George
Dandins" á hinu íslenzka sviði
er það víst að koma Ilans
Dahlins hingað til .lands hefur
reynzt harla iærdómsr’k og
örvandi öllum sem hlut eiga
að máli. er sem ferskur gust-
ur utan aí haíi. Á.Hj.
HALLDÓR STEFANSSON
hefur lengi verið einna mest virtur
íslenzkra smásagnahöfunda.
En skáldsögur hans hafa einnig áunnið
sér hylli margra lesenda.
FJÖGRA MANNA PÓKER, sem kom út
í fyrra er nœr uppseld.
Ný skáldsaga eftir Halldór Stefánsson,
barnabækm
SAGAN UM NÍZKA HANANN
og LATA STELPAN
Sagan af manninum sem steig
ofan á höndina á sér
er komin út.
Þetta eru óvenjufagrar ævintýra-
bækur fyrir yngri lesendurna
prentaðar í mörgum litum og með
mörgum heilsíáumyndum.
Byltist, fóstra, brim í geði þungu.
Barnið leitar þín.
Legg mér hvessta orðsins egg á tungu,
eld í kvœðin mín.
Lífsins mátt og orðsins afl þar kenni
ármenn réttar þíns.
Níðings iljar alla daga brenni
eldur Ijóðsins mins.
Tilvaldar jólagjafir.
Fázt í bókaverzlunum
Ljóðaunnendur minnast hinna skapheitu kvæða
Jakobínu Sigurðardóttur í timaritum og kvæða-
safninu Svo frjáls vertu móðir, sem Mál og
menning gaf út árið 1954.
Skólavörðustíg 21. — Sími 1 -50-55,
fyrsta bók Jakobínu Sigurðardóttur er komin út,