Þjóðviljinn - 24.11.1960, Page 4

Þjóðviljinn - 24.11.1960, Page 4
5) — ÞJÖÐVILJINN — Firamtudagur 24. nóvember 1960 J-’ P A 'N ; ' W Ilngir menn á Alþýðusambandsþingi Hvenær verður lagt út í baráttu fyrir hækkuðu kaupi? •! Á Alþýðusambandsþingi því sem nú er nýlokið var ó venjumargt ungra manna og gafst tóm til að tala við nokkra þeirra. Við byrjum að spjalla við Pétur Geirsson, mjólkurfræðing frá Borgar- nesi. — Hvað er að frétta af atvinnumálum í Borgarnesi, ■Pétur ? — í Borgarnesi gætir minni sveiflnla 'í atvinnulífinu en víðast annarsstaðar. Atvinnan 'byggist mest á iðnaði og verzlun sem er nokkurnveg- in í föstum skorðum; það er ekki að ræða nm stökkbreyt- ingar í atvinnulífinu þar. — Hverskonar iðnaður er þetta hjá ykkur? — Það er mjólkuriðnaður, trésmið.fur, 2 bílaverkstæði o. fl. slíkt fyrir héraðið. At- vinna er langmest á vegum kaupfálagsins, við verzlun, ' vörudreifingu og sláturhús. — Og íbúatalan? — Það munu vera nálægt 850 íbúar í Borgarnesí nú. — Og atvinnuhorfurnar nú ? —- Byggingarframkvæmdir, sem verið hafa miklar á und- anförnum árúm, eru nú að hætta, þvi það sem verið hefur í byggingu er langt komið. Eina byggingin sem byrjað hefur verið á í Borg- arnesi á þessu ári er spari- sjóðshús. Lánsfjárskortur kemur til með að síöðva ail ar byggingaframkvæmdir. Á undanförnum árum hefur atvinna verið sæmilega igóð. Þó hafa komið tímabil á vetr- um sem menn hafa orðið að Ieita burt til verstöðva. At- vinnuhorfur nú eru verri en á undanförnum árum og má búast við því í vetur að ekki aðeins einstaklingar heldnr og fjölskyldumenn verði að fara burt úr þorpinu í at- vinnuleit. -- Einhverntíma voruð þið með útgerð í Borgarnesi ? — Já, þegar Eldborgin var gerð út mátti segja að væri blómlegt atvin iulíf i Borgar- nesi. Það munu hafa verið keyptir þangað 2 bátar árið 1946 og um tima voru gerðir Péíur Geirsson út 3 bátar frá Borgarnesi. Þótt þeir legðu lítið af afl- anum upp í Borgarnesi færðu þeir töluveft fjármggn inn í bæinn. En fjárskortur og úr- ræðaleysi hamlaði því að út,- gerðin uppfyllti þær kröfur sem til hennar voru gerðar — og endaði þetta > svo með sölu bátanna. — Er enginn áhugi fyrir því að auka atvinnu í bæn- um? — Jú, hugur almennings stendur mjög til þess að bætt verði úr atvinnuástandinu. Bæjarstjórnin hefur kosið atvinnumálanefnd sem skipuð er fulltrúum þeirra flokka er mynda hreppsnefndina. Það er einmitt mikill hug- ur í iBorgnesingum áð efla um einhverskonar iðnað, en ekkert hefur enn verið afráð- ið í því efni. Ef einhver dugur er í þjóð- inni er það ástæðulaus svart- sýni að ætla að örðugleikar útgerðarinnar nú verði var- anlegir. — Hvaða ráð telur þá vænlegast til úrbóta ? — Til þess aff laga nú- verandi krej)j)u þarf nýtt vald í landinu — nýja ríkisstjórti, nýja stjórnarstefnu. Eg hef ekki trú á þvi að þegar nú- verandi rikisstjórn fellur — sem væntanlega verður fyrr en margan grunar — muni nokkrum detta í hug að hægt verci að halda áfram á braut sömu eða svipaðrar ctjórn- arstefnu. Það verður því að vænta þess- að þá verði betur búið að atvinnuvegum þjóð- arinnar en nú er, og þv'i er engin ás'.æða til að vera svartsýnn í landi sem hefur jafnmikla miiguleika og okk- ar cg bar sem fclkið er jafn harffduglegt élg Islendingar raunverulega eru, — aðeins ef viff látum ekki þá flokka og menn fara mcð vöklin í landmu sein þreng.ia aff yfir lögffu ráffi kosti alls almenn- ings. — Þið Borgnesingar vor- uð að gera bvltingu í verka- lýðsfélaginu í haust ? — Já, sós'r.listar og. frjáls- lynd vinstri öfl sameinuðusl um að taka verkalýðsfélagið úr höndum íhalds og krata, sem hafa haldið því síðan 1948. Þeir munu fáir í Borg- /arnesi nú sem treysta r'ikis- stjórninni. Undanfarna mán- uði hefur maður spurt mann hve lengi. þetta ástand geti haldið áfram. Allir telja að nú þegar verði að bæta kjör fólksins. Þegar ég hef hitt' fólk úr byggðarlagin,u á götu þessa daga og það vitað að ég væri á Alþýðusambands- þingi hafa allir spurt sömu spurningarinnar: Hvenær verður lagt út í baráttu fyrir liækkuðu kaupi? Sigurður Tryggvason Vestmannaeyjum: Aðaikrafan er hækkað fiskverð Annar ungur maður á Al- þýðusambandsþinginu sem okkur tekst að ná tali af, með- an einhver ,,Sjómannasam- bands“ fulltrúi (eða var það kannski Iðjufulltrúi?) heldur skelfing fávíslega ræðu, er Sig- urður Tryggvason, fulltr. Vél- stjórafélags Vestmannaeyja. Þetta er kornungur piltur. Hann fór fyrst á síldveiðar 14 ára gamall — sem fullgildur háséti. Háseti á vetrarvertíð var hann fyrst 18 ára gamall. Nú er hann vélstjóri. — Hvernig var atvinnan í Vestmannaeyjum í sumar? — Það var sæmileg atvinna í sumar, einkurn í sambandi við humarveiðarnar. Margir voru á síldveiðum fyrir norð- an, en fiskuðu yfirleitt lítið. — En þeir sem voru á drag- nótaveiðum? — Þeir sem voru á dragnóta- veiðum fengu kr. 1 70 fvrir kg. af kolanum, en í upphafi var rætt um 5 kr. fyrir kg. Eyja- menn telja að fluttur hafi ver- ið. út koli fyrir 5 mill.j. kr.. en aðeins 1 millj. hafi kotn- ið upp af þeim útflutningi, hitt hafi farið í flutnjngskostn- að og milliliðagróða. Hlutur þeirra sem stunduðu dragnóta veiðar var þvi lélegur. í sumar hefur líka geugiff mjög erfiðlega að fá hlutinn greiddan. Fiskvinnslustöðvarn- ar borga útgerðarmönnum ekki nema takmarkað, og eiga því sjómenn mikið inni af snmar- kaupi sínu. — Er ekki margt ungra sjó- manna í Vestmannaeyjum — og heldur æskan uppi ein- hverju félagsstarfi? —• Það er margt ungra manna á bátunum í Eyjum. Það er fremur lítið um félags- starf, en Æskulýðsfylking'n hefur rú endurhaíið starf af talsverðum þrótti. — Hvað segið þið um vinnu- tímann? — Það eru allir með styttum vinnudegi — við höfum fengið nóg af löngum vinnutíma. —• Hvað er helzta áhugamál sjómanna í Vestmannaeyjum nú? — Sjómenn ræða rnjög það óréttlæti hve fiskverð er hér lægra en á Norðurlöndum. t.d. í Noregi Aðalkrafan nú er hækkað fiskverð. Karvel Pálmason Bolungavík: Tílslökyn kemur ekki ti! mála Meðan Pétur Sigurðsson (fulltrúi ,,Sjómannasambands“ Jóns Sigurðssonar) flyt’ur 4. eða 5. þrefræðu sina í ein- hverju máli náum við í þriðja unga manninn á Alþýðusam- bandsþinginu; Karvel Pálma- son, formann Verkalýðsfélags Bolungavíkur. — Allt gott að frétta af at- vinnumálum ykkar? — Já, það hefur verið nóg atvinna í Bolungavík. Það var mikið um byggingar í sumar; stækkað frystihús og lokið við 8 verkamannabústaði að utan. — Það er nýtt að heyra um byggingaframkvæmdir á þessu sumri »— mér þykir þið ver.a bjartsýnir í Bolungavík. — Það er algerlega útilokað fyrir venjulegt launafólk að ráðast í byggingar eins og nú horfir, en bygging verk?-- mannabústaðanna í Bolungavík var undirbúin og ráðin áður en stjórnarskiptin fóru fram. Þeg- ar menn réðust í byggingu þeirra miðuðu þeir við þáver- andi verðlag og kjör. atvinnul'ifið. Helzt er þá rætt SHHHHBHHBaHKBMIBMSBSBnaHHHRBSBHEmKmaiaHaHmHBHHHKHBMBBHHBflHMBKaaHBHEiBHEaHHHaHHBSiaHBHHaHHHHaM Bréfritarar í feluleik. Bæjarpósturinn einsetti sér strax í upphafi, að birta ekki nafnlaus bréf og hann mun ekki víkja frá þeirri reglu. En til mikillar hrell- ingar fyrir póstinn, eru ís- lendingar undarlegir menn, lítillátir og hégómlausir og kemur það m.a. fram í því, að fæstir vilja kannast við skrif sín. Nú vil ég skora á þá, sem hafa sent mér svona ómerkinga, að skríða út úr skelinni og gera vart við sig. Sérstaklega beini ég þessu til „Sængurkonu", sem skrifaði mér núna á dögun- l um. Bréf hennar er þess eðl- is, að sjálfsagt er að vekja athygli á því. Svo er rétt að ítreka, að nöfn eru alls ekki birt, ef bréfritari aðeins tekur fram, að hann óski þess ekki. -— Nafnið er semsé algert trún- aðarmál milli póstsins og bréfritara. Varðandi bréf frá einum atvinnulausum, vill bæjar- pósturinn taka þetta fram: Hann hefur sjálfur glímt við atvinnuleysisdrauginn und- anfarið og getur því af heil- irm hug tekið undir með bréfritara og rengir ekki eitt orð af þeim, sem, í bréfinu star.iia. Pósturinn gerir það því að tillögu sinni, að hann og bréfritari sendi Ó. Jensen & Co. svo- hljóðandi kveðju: Þiff $ jál fstæffj smenn og kratar, úílenzlár kalla ykk- ur vini og rétta ykkur $, valdjiíffingar skuluð þið heita á íslenzku. Bretar lofa ykkur vinátíu og £, ef ykkur tékst að sölsa undir þ.á landlielgina og þið skuluff lieita landráðamenn á íslenzku. Þið viljiff leiða at\lnnu- leysi, eymd, hungur og hall- æri, yfir þetta land og reyra þaff í fjötra hins vest- ræua kapítalisma, meff þ\í aff selja náttúruauðlindir landsins í liendur erlenduni bröskurum, en gera alþýð- una aff auðmjúkum þrælum, meff því aff halda lienni mátulega hungraffri. Draum- ur ykkar er: Betlandi al- þýða, sem fús væri til að vinna dagsverk fyrir brauð- bita, effa aflóga fat. Þessi draiunur ykkar mun ekki rætast, meðaii ég og bréfritari minn og þúsundir verkafólks halda fullu bar- áttuþreki. Þið skuluð gera ykkur ljóst, aff hver tilraun ykkar til aff koma þessum skuggalegu fyrirætlunum í framkvæmd, er dæmd til að mistakast og ykkur verður ltennd sú lexía, aff harð- stjórmn eru ekki búin far- sæl endalok á Islandi. Karvel Pálmason — Fengu þeir ekki lán meff lágum vöxtum? — Lániff frá byggingarsjóðn- um um 140 þús. kr. er á „lágu vöxtunum", en það sem framyfir er þá upphæð er á núgildandi okurvöxtum. Kaup- lækkanirnar og kjaraskerðing- arnar gera sitt til að torvelda mönnum að standa í skilum. — Hvernig eru viðhorf manna þar vestra til kjara- málanna? — Það munu flestir telja að buið sé að biða nógu lengi eftir því að launafólk rétti hlut sinn. Það hefur í langan tíma ekki verið ráðizt eins harka- Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.