Þjóðviljinn - 11.02.1961, Blaðsíða 7
jfC) '— ÞJÓÐVILJTNN'— Laugðrdagur .11. febrúar 1961
Laugardaírur 11. ít'brúai- 1961 W ÞJÖÐVILJINN *— (T
^^áæ:Sjffi53Si5SM!SSasiS5i!Snil
TT
1 ÞlðÐVIUINN!
•Síl
ÚtKeíandl: SamelnlngarflokKur aiþýðu - SÓBlallstaflokkurlnn, —
Rltstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi ólafsson. Slg-
uröur Quömundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón
BJarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magrússon. — Rltstjórn.
afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiÖJa Skólavörðustíg 19. Síml
17-500 (5 linur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr 3.00.
Prentsmiðja Þjóðvil.iane.
Vaxtaokur viðreisnar-
innar er staðreynd
llerðbólgubraskarar Sjálfstæðisfltíkksins láta nú
" öllum látum í Morgunblaðinu nema góðum,
ýegna þess að Þjóðviljinn hefur undanfarna daga
bent á hverjir það eru sem vilja verðbólgrma og
hafa hag af henni og hafa valdið henni á undan-
förnum áratugum. Þjóðsagan og blekkingin að
kauphækkanir verkafólks séu orsök verðbólgunn-
ar á íslandi er ekki tekin alvarlega lengur. Þá
blekkingu og staðleysu hefur Morgunblaðið tugg
ið ntíkkur hundruð ef ekki þúsund sinnum, og
getur nú senn hætt alveg að prenta hana upp, því
áhrif hennar eru að verða nákvæmlega engin.
Hvað eftir annað hefur verið sannað, að kaup-
hækkanir verkamanna hafa komið eftir að dýrtíð-
arflóðinu hafði verið veitt vfir, þær eru því afleið-
ing verðbólgunnar en'ekki orsök hennar. Þetta
er staðreynd sem ekki breytist þó Morgunblaðið
birti áróðurstugguna eitt þúsund sinnum enn.
f^érstaklega virðist það þó hafa komið við hjart-
^ að í verðbólgubröskurum stjórnarflokkanna
þegar á það hefur verið bent, hve viðreisnarróð-
stafanirnar hafa velt dýrtíð og erfiðleikum yfir
þjóðina. Fyrir nokkrum dögum var Gylfi Þ.
Gíslason sendur í umræður á Alþingi til að
„sanna“ að vaxtaokur Sjáifstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins hefði varla komið neitt við út-
gerðarfyrirtæki eða fiskiðnaðarfyrirtæki. Hver
þingmaðurinn eftir annan — menn sem gerþékkja
atvinnulífið á íslandi — kom á eftir og sannaði
ráðherranum það með skýrum tölum, hve stór-
kostleg áhrif einmitt vaxtahækkunin hefur haft
á rekstur fyrirtækja útvegs og fiskiðnaðar. Lúð-
vík Jósepsson ,bauð ráðherranum að útvega hon-
um reilkninga tiltekins fiskvinnslufyrirtækis, til
að sannreyna áhrif okurvaxtanna á rekstur slíks
fyrirtækis, og var ekki revnt að hrekja þær upp-
lýsingar sem hann gaf um þetta efni.
T því tiltekna fyrirtæki voru allar vinnulauna-
greiðslur árið 1959 3.3 milljónir króna.
moldviðrið. — s.
ují
ur
Vaxtagreiðslurnar í þessu fvrirtæki voru árið
1959 rétt innan við eina milljón kr. Reiknaðir
voru út vextir sem yrðu hiá fyrirtækinu við
sams konar rekstur árið 1980 eftir nýja vaxta-
kerfinu, og var vaxta-hækkunin um 720 þúsund
krónur. Vaxtahaékkunin nam því 22% af öllum
vinnulaunagreiðslum þessa frvstihúss. Frá því
hefur einnig verið skýrt á Alþingi að ú aðal-
fundi Landssambands íslenzkra útvegsmanna
hafi tveir alkunnir útvegsmenn og jafnþekktir
Sjálfstæðismenn, Ólafur Jónsson í Sandgerði og
Finnbogi Guðmundsson úr Gerðum gert ná-
kvæma grein fyrir áhrifum vaxtahækkunarinn-
ar á tiltekinn rekstur í þeirra fiskiðnaði. Töldu
þeir að vaxtahækkunin hefði numið heldur
hærri upphæð en tilgreind var í dæminu hér að
framan. Á Albinei trevstu hvorki ráðherrar né
aðrir þingmenn stjórnarliðsins sér til að vefengja
þessar tölur um áhrif vaxtaokursins. Hins vegar
eru þeir sem skrifa í Morgunblaðið látnir halda
því fram dag eftir dag að það sé fjarstæða að
vaxtaokur ríkisstjórnarinnar valdi slíkum trufl-
unum og tilkostnaði, og • Mog^a er trúandi til
að endurtaka þetta þrjú hundruð sinnum eða svo.
í þeirri von að einhver taki mark á því að lokum.
En staðreyndir eru harðar að stangast við, það
mu.n ríkisstjórnin finna gegnum allt áróðurs-
Á s.l. sumri heyrði ég
menn vera að gamna sér við
lýsingar á útgerð eins síld-
arbátsins. Það hvarflaði ekki
að mér annað en sögur þess-
ar væru verk mikiís meist-
ara í lygasagnagerð, slíkt
gæti ekki gerzt árið 1960.
Svo var það eitt. sinn í janú-
ar s.l. að ég átti góðar
stundir með sjómönnum
n'ðri í bát þeirra. Stýrimað-
urinn Reynharð Sigurðsson,
sem er ungur maður, rabbaði
við mig um ferðir sínar, en
hann er einn þeirra er flakk-
að hefur um öll heimsins
ihöf. Þar kom að ég spurði
hann um s.l. sumar. ,,Á
síld“.. „Og græddirðu mik-
ið?“ „Nei, við fiskuðum
ekkert.“ „Hvernig stóð á
þvi ?“ Og þá sagði hann mér
frá úthaldinu — og ég stóð
frammi fyrir því að sög-
umar er ég heyrði s.l. sum-
ar höfðu alls ekki verið
lvgi, — Það er víst betra
að rengia ekki fregnir af út-
gerð á islandi f'rrr en sann-
revnt er að þær séu stað-
leysa. 'Fvrri hlutinn af frá-
sögn stýrimannsins af æfin-
týri sumarsins fbr hér á eft-
ir Vonandi er að lesendur
Þjóðviljans sjái einhvem-
tima síðar örlitið um heims-
flakk Reyn'hards Sigurðs-
sonar.
J. B.
Seint um kvöld kom kost-
urinri um borð. Fullhlaðinn
stór sendiferðabíll. r Mér leizt
ekki á blikuna og spurði btt'-
stjórann hvort hann væri ekki
að villast, þetta hlass hlyti að
eiga að fara sem flutningr.r
um borð í Skjaldbreið.
— Nei, nei“, sagði 'bíl-
etjórinn, ég er með nóturnar,
og þær eru allar stilaðar á
Stel’.u.“ — Okkur reiknaðist
þetta eitthvað á milli 12 og
14 þúsund kr. í matvörum.
Lítið var um matargeymslur í
Stellu, en við reyndum að
hola þessu hingað og þangað
um skipið, þar á meðal í
fataskápana. Kokkurinn kom
um borð kvöldið sem við fór-
um af stað norður. Kokkurinn
reyndist. vera tengdamóðir
skipstjórans; gömul kona sem
búin var að vera veik í þrjá
mánuði og var ekki orðin
heilbrigð þegar ‘hún kom um
borð. Hún hvarf í land þeg-
ar við komum til Siglufjarð-
ar.
kennilegt; en hugsaði svo- ekki
frekar um það. Þannig gekk
þetta alla leið til Siglufjarð-
ar: þegar skipstjórinn breytti ■
um stefnu munaði alltaf
miklu við þá stefnu sem ég :;
fékk út, úr kortinu — og far-
ið var eftir.
Þegar við komum til Siglu-
fjarðar cg ætluðum að leggj-
ast að bryggju, kom bak-
borðskinnungur skipsins að
bryggjunni, en afturendinn
var eina fimm m. frá henni.
35g setti „spring" upp að
framan og reyndi skipstjórinn
að keyra í springinn til að
koma skipinu að, — en allt-
af breikkaði bttið að aftan,
milli skips og bryggju, vegna
þess að skipstjórinn hafði
stýrið í bakborða. Þegar ég sá
að hann ætlaði ekki að koma
skipinu að bryggjunni, kallaði
ég til hans að snúa stýrinu
í stjórnborða. Hann gerði það,
og loksins komst afturendi
bátsins að bryggjunni.
Frá Siglufirði fórum við
t
. ■.,, ■ ■., . .. , ■ ...
■ yU.-w'- y; é
týps:' VW vj
***■ •*
myndir kasta á hana!“ Ég
fór í kringum torfuna og var
alitaf 50-—60 m frá lienni.
Þegar ég hafði farið kringum
torfuna kom skipstjórinn nið-
ur í stýrishúsið og tók við
stýrinu. Kallaði hann til
strákanna í bátnum að láta
KJOTVINNSLUMAÐUR
GERIST SKIPSTJÓRI
H’ð fyrsta sem mér fannst
einkennilegt um borð í Stettu
GK 350 var áhöfnin. Áðal-
umræðuefni hennar var kjöt-
vinnsla: pylsugerð, kjötfars
o.fl. þ.h..
Skipstjórinn hældi sér mik-
ið af því að hafa unnið
þriggja manna verk hjá
„Tómasi“ (þ.e. kjötverzlun
Tómasar). Hann hafði flutt
kiðtvörur um öll Si'.ðumes og
séð um pökkun á öllum vör-
nm út á land. Þegar hann
hætti varð að ráða þrjá Dani,
til bess að anna'st starf hans
meðan hann var á síldveiðun-
um. (Duglegur maður það).
Skipstjóri, annar vélstjóri
og fimm hásetar voru búnir
að vinna í há’fan mánuð þeg-
ar ég kom um borð, við að
undirbúa bátinn fyrir kom-
andi síldarvertíð Flest sem
búið var að vinna varð að
vinna að nýiu. Þar kom fyrst
í ljós vankunnátta skipstjóra
um skip og útbúnað fyrir
s/’darvertíð. Þnð þurfti að
„sróæsa augu“ á nokkra víra.
Skipstjórinn fór að splæsa, en
þegar einn þátturinn var eft-
ir gaf hann mér splæsið. Að
minnsta kosti sagði hann':
„Þetta mátt þú eiga“.
Þar sem ég var með einn
vanan mann á mínum veg-
um,. spurði ég skipstjórann
hvort búið væri að ráða alla
áhöfnina. Hann svaraði því til
að bróðir sinn yrði með, ef
'ha.nn kæmjzt. Bróðirinn gat
ekki komizt, svo skipstjórinn
•spurði mig hvort þessi mað-
ur sem ég væri með væri al-
vanur, það væru 10 um hvert
plá.ss hjá sér. Ég svaraði að
maðurinn hefði verið 10 sum-
ur á síldveiðum, svo ég teldi
hann alvanan. Maður þessi
var svo ráðinn. — Hann
revndist vera eini vani mað-
urinn nm borð.
Við fórum frá Reykjavík til
Hafnarfjarðar til þess að
sækja nótina og nótabátinn.
Þegar við vorum að leggja
þar að bryggju, setti skip-
stjórinn á fulla ferð áfram —
skyndilega. Hásetinn sem van-
ur var tók eftir því og gat
kallað til skipstjórans að
bakka. Nýsmíðuð fjögurra
tonna trilla var aðeins 5—6
metra fyrir framan skipið.
Þegar ég minntist á þetta við
skipstjórann, sagðist liann
'hafa séð trilluna, en hefði
aðeins verið að prófa hvort
Stella stanzaði ekki á punkt-
inum. Það hefði orðið „dýr
prufa“ ef hún hefði ekki
stanzað.
norður að Kolbeinsey. Þaðan
höfðum við fréttir af sttd á
stóru svæði. Skipstjórinn svaf
þegar við sáum þrjár sæmi-
legar síldartorfur. Það var
strax kallað klárir, og skip-
stjórimi kom strax upp. Við
Uppúr miðnætti. var lagt af
slað frá Hafnarfirði. Skip-
stjórinn gaf upp stefnuna sem
stýra átti. Ég leit aðeins á
kortið og sá að pennaslrik
var 'iregið frá Hafnarfirði að
Malarrifi og skrifað hver
stefnan væri. Þegar komið var
að Öndverðarnesi gaf skip-
stjóri upp strikið yfir Breiða-
fjörð, en sagði við mig áður
að hann væri búinn að vera
svo lengi í strandsiglingum
að hann myndi allar stefnur
kringum landið, en bað mig
að athuga á kortinu hvort
stefnan væri ekki rétt hjá sér.
Eftir að ég var búinn að setja
stefnuna í kortið, sá ég að
það munaði 3/4 úr striki og
sagði skipstjóranum frá því.
Hann sagði þá við „rórmann-
inn“ að fara stefnuna sem ég
gaf upp, en sagði við mig að
auðvitað. gæti hann verið far-
inn að g’eyma einhverju, en
sér fyndist það samt ein-
kennilegt; hann hefði verið
búinn að læra stefnumar ut-
anað. Mér þótti þetta ein-
Eg mófmœli
Rakari þarf fjögra
ára nám til þess að
mega raka skeggið af
útgerðarmanni. En hvað
þarf maður langt nám til
þess að fara út á sjó
með 10 mannslíf og
verðmæti sem talið er í
milljónum króna?
Hann þarf aðeins und-
anþágu, leyfi frá skip-
stjórafélagi, og sam-
þykkt frá félagsmála-
ráðuneytinu.
Sumarið 1960 voru um
20 skipstjórar cg stýri-
menn ekráðir atvinnu-
lausir hjá Lj.U., en
samt var kjötiðnaðar-
manni veitt leyfi til þess
að vera skipst.jóri á 65
tonna síldveiðiskipi á
veiðum fyrir Norður-
landi.
Hver ber ábyrgð á
gjörðum þessa manns
R. W. Sigurðsson.
gerðum bátinn kláran á síð-
unni. Strax þegar því var lok-
ið fór skipstjórinn upp í
bassaskýlið og kaillaði til mín
að taka stýrið og keyra að
fyrstu torfunni. Þegar við,
vorum rétt komnir að torf-
unni kallar hann til mín:
„Farðu að henni eins og þú
.Ævintvrin gerasf ennþá með þessari þ|éÓ
Síldarskip að veiðum á miðunum fyrir Norðurlan.di.
■ I
pokann fara. Var nú byrjað
að. kasta með hægustu ferð.
Síldin virtist vaða í sömu átt
og við stýrðum. Virtist hún
halda sömu ferð og við.
Kallaði ég þá til skipatjórans
að setja á meiri ferð, annars
næðum við a'drei fyrir torf-
una. Skipstjórinii setti þá á
fulla ferð og var kominn
þvert af torfunni þegar strák-
arnir í nótabátnum kölluðu
til hans að hann yrði að
beygja strax því nótin væri
að verða húin í bátnum. Skip-
stjóri lagði strax hart í
borðið. Þegar við áttum eftir
um sextíu faðma í baujuna
náði nótin ekki lengra, en
brjóstlínumar voru sextíu
faðma langar svo við náðum
hringnum án þess að þurfa
að teygja á nótinni. Snurp-
að var af krafti og dróst
Sfella inn i nótina. iLét ég þá
hætfa að snurpa á annarri
trommunni, kallaði svo á
strákana á dekkinu að koma,
alla nema einn en hann varð
að stýra vírnum inn á tromm-
una niður-í bálimi, til þess að
ná inn brjóstlínunum, því
síldin var enn að vaða í
vængnum. Þegar búið var að
snurpa kom skipstiórinn nið-
ur í bátinn og sagði að nót-
in væri föst á hælnum, en við
getum atliugað það þegar við
eru búnir að kafa inn nótina.
Nú spurði ég hann hreint út
hvort hann væri brjálaður, við
næðum nótinni ekki af hæln-
um þegar við værum búnir að
strekkja á henni. Stökk ég
svo upp i Stellu og sagði 1.
vélstjóra að hjálpa mér. Eftir
allmikið streð tókst okkur að
losa nótina án þess að rifa
nema nckkra möskva. Tvo
líma vorum við að kafa nót-
ina inn, en einhver síld var
eftir í henni. Við tókum sjö
liáfa svo það hafa verið
20—30 mál í nótinni.
Um leið og búið var að háfa
var bát.urinn tekinn á síðuna
og gert klárt fyrir næsta
kast, Ekki þurftum við lengi
að keyra þar t.il við lentum
aftur í vaðandi síld. Þegar
við voru að ná'gast torfuna
kom skipstjórinn niður úr
skýlinu og inn í stýrishúsið.
Ég var að athuga torfuna á
asdiktækið og segi strax að
torfan komi fínt inn á mælinn.
Segir hann þá: Kastaðu á
hana. Ég fór að stýrinu og
sagði strákunum í bátnum að
setja baujuna út. Strax á eflir
létum við nótina fara. Þegar
ég var að nálgast baujuna
aftur sagði ég við skipstjór-
ann að taka við stýrinu en
sjálfur hljóp ég fram á hval-
bak, og um leið og ég náði
með hakanum í baujuna kall-
aði ég til skipstjórans að
bakka. Hann setti þá fulla
ferð afturábak og hélt áfram
að bakka þannig þar til ég
kallaði til hans að hætta þessu
helv... því hann sliti poka
brjóstlínunnar ef við reynd-
um meira á hana. Hætti hann
þá að bakka, við náðum paka-
brjóstinu upp á stefnið, fór-
um niður í bátinn, var þá langt
komið að snurpa. Þegar hring-
arnir komu upp heyri ég að
vélstjórinn kallar: „Ásbjörn,
nótin er að fara aftur fyrir!“
Heyrist þá svarað úr brúnni:
„Ég veit það, hún er föst á
hælnum!“ Rauk ég þá bölv-
andi upp úr bátnum og aftur
náðum við nótinni af hælnum,
en nú var komið kul og rifn-
uðu því um 3 faðmar, en
sttdinni náðum við. Voru um
200 mál í kastinu.
Farið var með eíldina til
Siglufjarðar. Jafnerfiðlega og
fyrr gekk skipstjóranum að
leggja að bryggju, en það
tókst. samt þegar búið var að
sýna honum hvernig stýri á
bát verkaði. Skipst jórinn gekk
á undan mér upp bryggjnna.
Sá ég að hann tók mann tali
er hann mætti, töluðust þeir
eitthvað lítið við en svo héit
skipstjórinn áfram og maður-
inn kom móti mér. Við hei's-
uðumst því þetta var kumi-
ingi minn frá Siglufirði. Spyr
hann strax að því hvort sá
sem hann mætti ofar á
bryggjunni sé með mér á
skipinu. Ég kvað já við því
og sagði að þetta væri skip-
stjórinn. „Ha?.... Skipstjór-
inn??... Hann hlýtur að vera
í meira lagi skrítinn! Hann
spurði mig að því hve marg-
ar tunnur væru í einu máli,
en hann trúði mér vist ekki
því hann sagðist. ltafa heyrt
að þær væru þrjár!“.
Þegar lokið var við að
landa og gera við nótina var
'ha’iiið út á miðin aftur. Leit-
að var að síld um kvöldið og
nóttina, en enga síld sáum
við né fengum neinar fréttir
um síld frá hinum bátunum
Um kl. 11 cíaginn eftir vorum
við staddir 5 sjómílur út af
Kolbeinsey. Heyrum við þá í
talstöðinni ttt báts sem sagð-
ist. vera í mikilli síld 12 sjó-
mílur NA af cyjlinni. Viö
settum strax á fulla ferð-
Þegar við höfðum keyrt í
fimm til tíu mínútur kemur
fyrsti vélstjóri upp í stýris-
hús og segir: „Skipstjóri! Viffi
verðum að fara strax til
Siglufjarðar, — það er engiit
olía í skipinu.“ Við snérum
strax við til Siglufjarðar. Þá
var liðinn rúmur ‘•ólarhring-
ur frá því \ið fórum frá
Siglufirði. Skipstjórinn sagði
ekki orð út af þessu við vél-
stjórann, en ég hellti mér yfir
hann og hótaði honum því að
láta liann synda í land, ef
þetta kæmi fyrir aftur. Hann
spurði þá skipstjórann hvort
þetta væri uppsögn.
„Nei, nei“, sagði skipstjór-
inn. .„Þetta er taara ykkar á
milli.“
Næsta dag, þegar við vor.-
um komnir út á miðin aftu'r
sáum við torfu. Sagði ég
skipstjóra að við ættum að
kasta á hana. Hann
jánkaði þvi. Þegar ég sá
að hann gerði sig ekki líkleg-
an. að framkvæma það, kast-
aði ég en lét hann stýra síð-
asta spottann að baujunni.
Þegar við vorum hálfnaðir að
snurpa var nótin orðin föst
á stýrinu, — ætlaði maður-
inn aldrei að læra! Nótin var
þrælföst. á stýrinu og loks
þegar við náðum henni af því
var hún orðin talsvert rifin.
Við fengum rúm sjötíu mál
í kastinu — og urðum að
fara með það til Siglufjarðar
til að láta gera við nótina.
Þegar ég var að kjaga suð-
ur í Kennaraskóla á morgnana
fyrir fjörutíu árum mætti ég
venjulega einhverstaðar á
Laufásveginum tveim vaskleg-
um piltum sem voru á leið
niður í Menntaskóla. Þetta
voru tveir frændur séra Magn-
úsar Helgasonar: Jóhanr.es,
sonur séra Kjartans í Hruna,
og Magnús, sonur Ágústs í
Birtingaholti, en þeir dvöldust
■báðir á heimili föðurbróður
s'íns á námsárunum. Jóharmes,
sem talinn var hið mesta
mannsefni, varð hryggilega
skammlífur. Hinsvegar varð
Magnúsi bræðrungi hans góðu'
heilli lenyra lífs auðið, því
hann verður sextugur í dag.
Af gildum ástæðum urðu
kunnleikar okkar Magnúsar
engir næstu þrjátíu árin —
þar s'kildu fiarlægðir á milli.
En spurnir hafði ég af því
að bann hefAi að loknu námi
gerzt héraðslæknir uppi í
Borgarfirði og dvalizt þar við
mikinn orðstí nær tvo tugi
ára. Líður nú og b'iður, unz
ég er búinn að vera búsettur
austur i Hveragerði heilan
áratug. Þá gerist það eitt
vetrarkvöld fvrir ellefu árum
að ég rekst á Maignúg Ágústs-
sorv þar niðri í þorpinu og
var í för með honum frú hans,
Magnea Jé-hannesdóttir leik-
kona, sem ég hafði ekki áður
augum litið, en virtist yfrið
björ't, iafnvel þótt nokkuð
væri tekið að rötkkva Trúa
•þau mér nú fyrir því þamá
í húminu að hau séu í þam
veginn að flytja þangað í
þcrpið, með því Magnús
Lítil aimœliskveðja
Magnús Ágústsson héreðslœknir sextugur
ilxafi fengið veitingu fyrir
læknishéraðinu. Þóttu mér
þetta góð tíðindi, iþví enn var
drengilegur svipur Magnúsar
hinn sami og fyrir þrjátíu
ámm — og ekki spillti kon-
an sú hin bjarta fyrir eftir-
væntingunni. Það fór líka
svo að á milli heimila okkar
urðu skjótt gangvegir góðir.
Tilkoma þeirra hjóna reynd-
ist mikill fergur hinu fábrotna
menningarlífi þorpsbúa: frúin
brennandi af leiklistaráhuga
og læ'knirinn stoð herinar og
stytia í aliri slíkri viðleitni,
auk þess sem hann var sjálf-
ur boðinn og búinn til að
skemmta með sörig og hljóð-
færaslætti, þegar hann mátti
því við koma. Eru ótaldar
þær stundir sem þau hión
hafa fórnað til að gleðja fólk-
ið þar austanfjalls undanfar-
inn áratug.
Magrrís Ágústsson er 'ítur-
vaxið glæsimennit enda hefur
manni stundum virzt sem
fleiri en ein frú hafi rennt til
ham fránum sjónum þegar
svo hefur borið nndir. Hann
er hrókur alls fagnaðar á
gc.ðra vina fundi og — svo
sem fleiri í þeirri ætt —
gæddur riku tónlistarskyni,
hefur ákaflega þýða og að-
laðandi rödd og býr yfir því-
ÍÍkri söngvagleði að það er
sem ham forklárist ailur
þegar hann sezt við slaghörp-
una og tekur lagið.
í dag rifjast upp mörg
stundin á 'heimili þeirra læ'kn-
ishjónanna, eni þar er höfð-
ingsskapurinn og ljúfmennsk-
an af því tagi að maður
Magnús Ágústsson
steingleymir að um gestaboð
sé að ræða —- svo fullkom-
lega er maður heima hjá sér.
Þar mætti kannski helzt út
á eitt setja: ástrikið og ein-
drægnin milli þeirra lista-
konunrar og læknisins er slik
að hin breyzkustu skáldmenni
telja varla viðeigandi að gjóa
geislandi auga til frúarinnar,
hversu heitt sem þeim kam
að vera í hamsi, Þetta veit
Magnús vel og er náttúr-
lega rogginn af. Og þettá
gerir það að verkum að svo
ungleg sem konan hans er
finnst manni endilega að húm
hljóti 1‘ika að vera sextug í
dag.
Nú þori ég ekki að hafa)
þessar línur fleiri — fæst orðí
hafa minnsta á-byrgð. Þetta
er liripað í flaustri, ekki tit
þess að rekja neina ævisögut
æskuteits manns, heldur til
'þess að árna afmælisbamimi
og fjölskyldu hans heilla og
langlífis í tilefni af deginumt
og færa þak'kir okkar hjóna
fyrir óglejananlegar ánægju-
stundir á liðnum árum.
En nú meður því að Magn-
ús læknir er alla daga á!
hnotskógi eftir nýjum kviðl-
ingum finnst mér aldeilis ó-
fært að rota ekki tækifæriði
til þess að punda á hanni
einni x-vísu svona í lokin:
Sextuigur ljósin settu á vax%
sextugur greiddu vel þitt fax,
sextugur farðu að syngja strax,
sextugur dragðu stóran lax.
Þetta má raula undir lagijní
Víst ertu, Jesús, kóngur klár
— en varla þó fyrr en heilag-
ur andi er kominn yfir post-
■ulana.
Kærar 'kveðjur. Biðjum aðt
heilsa öllum.
Jóliannes úr Kötlunu
LJb