Þjóðviljinn - 11.02.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. febrúar 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Útvarpjð
Fluaferðir
1 dag er lawgardagTirinn' ll. fe-] króks og Vestmannaeyja. Á morg-
brúar. 17. vika vetrar. Tungl í un er áæt)^ ;að ^úga til Akur-
hásiiðri kí 8.53. Árdegisháflæði
kl. 1.28. Síödegisháflæði kl. 13.44.
Næturvarzla vikuna 11.—18. febrú-
ar er í Ingólfsapóteki sími 11330.
tJTVABPIÐ
t
DAG:
12.50 Óskalög sjúklinga. 14.30
Laugardagslögin. 15.20 Skákþátt-
ur. 16.05 Bridgeþáttur. 16.30 Dans-
kennsla. 17.00 Lög unga fólksins.
18.00 Útvarpssaga barnanna:
„Átta börn og amma þeirra í
skóginum". 18.30 Tómstundaþátt-
ur barna og unglinga. 20.00 Tón-
leikar: Pólsk þjóðlög sungin og
leikin af þariendu listafólki. 20.20
Leikrit: „Erfðaskráin og æran“
eftir Elmar Rice, í þýðingu Helga
J. Haildórssonar. — Leikstjóri:
Gunnar Eyjólfsson. Leikendur:
Herdís Þorvaldsdóttir. Helgi
Skúlason, Steindór Hjörleifsson,
Indriði Waage, Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir, Guðrún Ásmunds-
dóttir, Inga Þórðardóttir og Þor-
steinn Ö. Stephensen. 22.10 Pass-
íusálmar (12). 22.20 Úr skemmt-
analífinu (Jónas Jónasson). 22.45
Danslög.
Snorri Sturluson er
væntanlegur fj'á Hels-
ingfors, Kaupmanna-
höfn og Osló kl. 21.30.
Fer til N.Y. kl.
ey.rai; og Ves(inannaeyja.
Hvassafell er á Húsa-
vik. Arnarfell fer 13.
C\ * þ.m. frá Gdynia áleið-
is til Kaupmanna-
hafnar, Rostock og Hull, Jökul-
fell fór í gær frá Calais áleiðis til
íslands. Dísarfell fór 9. þ.m. frá
Djúpavogi áleiðis til Leith, Hull
Bremen og Rostock. Litlafell ef í
olíuflutningum í Faxaflóa. Helga-
fell fór 9. þ,m. frá Keflavík áleið-
is til Rostock og Ventspils.
Hamrafell fór 3. þ.m. frá B&tumi
áleiðis til Reykjavíkur.
Langjökull væntanl. í
kvö'd til Austfjarða
frá Noregi. Vatna-
jökull væntanlegur til
Reykjavíkur á sunnudagskvöld
frá London.
23.00.
f-
Hekla fór frá Rvík í
^ gær vestur um land
\ fl f í hringferð. Esja er
á Austf jörðum á norð-
urleið. Herjólfur fer frá Vestm.-
eyjum á hádegi i dag til Rvíkur.
Þyrill er í ferð til Manches.ter.
Skjaldbreið kom til Reykjavíkur
í gær að vestan frá Akureyri.
Herðubreið er væntanleg til R-
víkur í kvöld frá Austfjörðum.
Millilandaflug: Milli-
landaflugvélin Hrím-
faxi fer til Óslóar,
Kauþmannaihafnar og |
Hamborgar kl. 08.30 í dag. Vænt-
anleg "á;ftur til ' Réykjavikur kl.
15.50 á morgun.
I nnanlandsflug:
1 dag er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða,
Húsavikur, ísafjaröar, Sauðár-
|3
Brúarfoss kom til R-
\1 ,kur 7. þm. frá Ant-
verpen. Dettifoss fór
frá Gautaborg 9. þm.
til Hamborgar og Reykjavíkur.
Fjaílfoss kom til Rotterdam 8.
þm. fer þaðan til Hamborgar.
Goðafoss fór frá N.Y. 6. þm. til
Rvíkur. Gullfoss kom til Kaup-
mannahafnar 9. þm. frá Hamborg.
Lagarfoss er í Rvík. Reykjafoss
fór frá Keflavik í gærkvöld til
Antverpen, Rotterdam og Ham-
borgar. Selfoss fór frá Húll 9.
þm. til Rotterdam, Hamborgai’,
Rostock og Swinemúnde. Trölla-
foss fer frá Rotterdam 12. þm.
til Hull og Rvíkur. Tungufoss
fór frá Keflavik í gærkvöldi til
Þingeyrar, Súgandafjarðar, Isa-
fjarðar, Siglufjarðai', Akureyrar
og Norðfjarðar og þaðan til Sví-
þjóðar.
Gengisskráning. Sölugengi.
1 Sterlingspund 106.94
1 Bandarikjadollar 38.10
1 Kanadadollar 38.44
100 Danskar kr. 552.15
100 Norskar kr. 533,55
100 Sænskar. kr. 737,60
100 Finnsk mörlc 11.90
100 N. fr. franki 776.60
100 B. frankar 76.30
100 Sv. fr&nkar 883.60
100 Gyl'ini 1.007.25
100 tékkn. krónur 528.45
100 V.-þýzk mörk 912.70
1000 Lírur 61.29
100 Austurr. sch. 146.35
100 Pesetar 63.50
Erindi: Samleiö trúar og vísinda
flytur Guðrún Pálsdóttir frá
Hallormsstað í Iðnskólanum Sel-
fossi klu.kkan 9 annað kvöld. All-
ir velkomnir.
Fríklrkjan. Messa kl. 5. Séra
Hannes Guðmundsson í Fellsmúla
prédikar. Barnaguðsþjónusta kl.
2. Séra Þorsteinn Björnsson.
Kirkja óh'iða safnaðarins. Messa
klukkan 2. Séra Björn Magnússon.
HaUgrímskirkja. Kl. 11. Messa.
Séra Jakob Jónsson. Kl. 2. Messa
séra Sigurjón Þ. Árnason.
Dómkirkjan. Messa kl. 11. (Altar-
isganga). Séra Óskar J. Þorláks-
son. Messa kl. 5. Séra Jón Auð-
uns. Barnasamkoma í Tjarnarbíói
kl. 11. Séra Jón Auðuns.
Fossvogskirkja. Messa kl. 11. Séra
Gunnar Árnason.
LAii glioltssók il. Barnasamkoma í
Sáfnaðarhéimilinu vrð’ "SóSu^iga,
kb 10.30. Messa : á samá stað Tci.'
2,. Séra Árelíus Níelsson.
Iláteigsprestaliall. Messa í hátíða-
sal Sjómannaskólans kl. 2. Barna-
samkoma kl. 10.30. Séra Jón Þor-
varðsson.
Lestrarsalur fyrir fullorðna
Opið alla virka daga kl.10—1!
Samtök hemámsandstæðinga
Skrifstofan í Mjóstræti 3 er opin
alla virka daga frá klukkan 9—
19.00. Mikil verkefni framundan.
Sjálfboðaliðar óskast. — Símar
2-36-47 og 2-47-01.
Slysavarðstofan er opin allan sól
arhringinn. — Læknavörður L.R
er á sama stað kl. 18 til 8, sim* 1 *
1-50-30
Minningarkort kirkjubygginga-
sjóðs Langholtssóknar fást á eft-
irtöldum stöðum: Kambsvegi 33.
Goðheimum 3, Álfheimum 35
Efstasundi 69, Langholtsvegi 163
Bókabúð KRON Bankastræti.
Félagsheimili ÆFR er opiS
■ 3;5Lf3 M0J0kan#S-
11.30 a kvoldin, a sunnudags-
kvö’.dum á sama tíma og önnur
kvöld. Heitar vöfflur og pönnu-
kökur með kaffinu.
LögregSuþjins-
stala
Staða eins lögregluþjóns á
Akranesi er laus nú þegar.
Laun sam'kvæmt launasam-
þykkt bæjarins. — Eigin-
handarumsókn ásamt mynd
af umsækjarda sendist und-
irrituðum fyrir 10. marz
næstkomandi.
Lögreglustj. á Akranesi,
8.2. 1961.
ÞérhalSui: Sæmtmdsson
Látið okhur j
myr.da barnið. }
Félagar! Munið að það er n.
k. sunnudag kl. 2.30 sem Sig-
urður Guðmundsson ritsijóri
flytur erindi sitt um Kína í
Tjarnargötu 20. Fjölmennið og
mætið stundvíslega.
ÆFR, Innheimta félagsgjalda
stendur yfir. Sparið félaginu
tíma og fyrirhöfn með því að
koma í skrifstofuna og greiða
félagsgjaldið.
Bollultaffi — Bollukaffi
Á morgun, sunnudag, í félags-
heimili ÆFR að Tjarnargötu
20. Opið frá klukkan 3.
Laugavegi 2. Sími 11-930.
Heimasimi 34-890.
Smurt brauð
snittur \
Miðgarður
Þórsgötu 1 — Sími 17514.
Trúlófanir
Skugginn og tindurinn : Ef£ANRD
62. DAGUR
Og þó var þetta ekki nægi-
lega skýrt. Þetta var aðeins
staðfesting á því sem hann
hafði þegar getið sér til um,
en það útskýrði ekki hvers
vegna hún hataði föður sinn,
sem hafði verið henni góður
eða hvers vegna hún óttaðist
óréttlætið svo mjög. Hann var
næstum hræddur við að grafa
dýpra, því að hann var ekki
sálfræðingur og honum fannst
allt í einu sem hann væri kom-
inn út fyrir sitt eigið svið.
Hann hélt á tæki sem heillaði
hann og freistaði hans en hann
kunni ekki næglega vel á.
Hann vildi óska að það væri
einhver á Jamaica sem hann
gæti' leitað ráða hjá; en hann
þekkti engan, svo að bezt var
sjálfsagt að láta tækið eiga
sig.
Samt sem áður var það ekki
eingöngu efnið í sögu Silvíu
sem honum þótti athyglisvert.
Rithátturinn var það einnig;
þetta var ekki lítið afrek af
tólf ára barni. Sögusviðið var
að vísu ekki sennilegt og þráð-
urinn ekki heldur en hún sýndi
frásagnárhæfileika, sem ekki
.íli.rííim,<>*:), j ■ijU.udiP:;r!I
hafði áður borið á, hvorki i
kæruleysislegum stílum hennar
né tali. Lýsingar hennar voru
lifandi og frumlegar og' frá-
sagnir hennar af sálarlífinu
vorú nákvæmar, þótt þær
sýndu að sjálfsögðu þroska-
leysi hennar. Það leyndi sér
ekki að hún hafði stuðzt við
eigin reynslu. Þegar Júlian
varð fyrst ástfangin af hinni
fögru kvikmyndadís, vissi
hann ekki hvort ást hans var
endurgoldin eða ekki. Hann
tók g'amla bók og' fór að rífa
úr henni síðurnar og segja:
„Hún elskar mig, hún elskar
mig ekki,“ alveg eins og börn
gera þegar þau blása á biðu-
kollu. Síðasta blaðið sagði
honum að hún elskaði hann
ekki. Ilann vildi ekki taka það
gilt og' komst að þeirri niður-
stöðu að hann hlyti að hafa
rifið tvö blöð í einu og fékk
þannig snúið hinni uppbaflegu
niðurstöðu við. Þessi lýsing var
svo mannleg og' frásögnin svo
skýr, að Douglas var viss um
að Silvía hefði einhverntímann
gert eitthvað svipað. í slíkum
atriðum tókst henni bezt upp.
Atriðið í réttarsainum, sem hún
hafði trúlega fyrirmyndina
að úr einhverri kvikmj<nd, var
nauðaómerkilegt, en frásögn
hennar af viðbrögðum Júlíans
við háðsyrðum fjöldans, — ein-
beitni hans og fyrirlitningu og
stolti — var mjög athyglisverð.
Douglas hefði þótt fróðlegt að
vita, hvort Silvíu hefði verið
Ijóst að hún var að lýsa sínum
eigin tilfinningum þann tíma
sem börnin létu sem hún væri
ekki til, Sennilega hafði hún
ekki hugmynd um það.
Þegar Silvía kom til að heyra
álit hans á sögunni, hefði hann
gjarnan viljað útskýra fyrir
henni ýmsar af liinum ómeð-
vituðu ástæðum til þess að hún
skrifaði einmitt þessa sögu, —
það hefði ef til vill hjálpað
henni til að skilja sjálfa sig.
En þar sem hann var óvanur
að nota tækið sem hann hafði
í hendi sér, lét hann það ógert
og ræddi söguna aðeins frá
bókmenntaleg'u sjónarmiði. Og
hann hrósaði henni þótt í hófi
væri
„Haldið þér að ég geti orðið
rithöfundur?“ sagði hún. Hann
sagði að það væri eingöngu
undir henni sjálfri komið, —-
ef til vill gæti hún orðið það
ef hún ynni markvisst að því.
Hún var ekki ánægð með það.
Hún vildi heyra hann segja,
að hún gæti orðið frægur rit-
höfundur.
„En er sagan góð í aivöru?
Haldið þér að é« hafi hæfi-
leika?“
„Það er ýmislegt í henni sem
lofar góðu,“ sagði hann. „En
þú ótt margt ólært. Hæfiieikar
gagna lítið. ef þeir eru ekki
þroskaðir.“
Hún fór leiðar sinnar og dag-
inn eftir kom hún með ijóð.
Það var eftirlíking á Words-
worth, léleg stæling; það f.iall-
aði um enskt landslag sem hún
hafði aldrei augum litið og það
hafði ekki að geyma neina
frumlega hugsun. Hann gagn-
rýndi hana með varúð En hún
varð móðguð, roðnaði og reidd-
ist. Hann sagði henni, að e£
Wordsworth hefði re.vnt að
skrifa um Ja'maica í stil Mil-
tons, hefði útkoman sennilega
crðið versta klúður. Hún yrði
að finna sinn eigin stíl og
skrifa utft það Eem hún þekkti,
og þótt' hún gerði það, hlyti
hún óhjákvæmilega að verða
að fleygja miklu í bréfakörf-
una. Hún Var samt sem áður
ólundarleg og fór leiðar sinn-
ar 4iT að 'reýhá við nýja sögu.
Sú saga vafð mjög stutt, því
að nú var hún óþolinmóð eftir
að heyra álit. hans, og hana
skorti margt af kostum fyrri
sögunnar; en þó var hún betri
en almennt gerðist. Hann hrós-
aði henni aftur og það lifnaði
yfir henni. Enn var hann ekki
öruggur um að allir illir andar
væru á brott reknir, þess var
tæplega að vænta á einutn
mánuði, en hann treysti því að
hlýlegt viðmót bæri meiri á-
rangur en harka. Og' stundum
leyfði hann sér að sökkva sér
niður í dagdrauma: — hann
var staddur í Englandi og átti
þar notalega ellidaga og hann
hafði boðið Silvíu til hádegis-
verðar. Hún var orðin frægur
rithöfundur, en hélt enn tryggð
við gamla kennarann sinn, sem
fyrstur hafði veitt henni leið-
sögn í bókmenntum. Þau
skemmtu sér við að rifja upp
aðfarir hennar í húsi hans og
ýmis hrekkjabrögð. Það var
enn einn við borðið sem
skemmti sér ásamt þeim, en
hann hafði þó ekki enn látið
það eftir sér að hleypa Júdý
inn í þennan dagdraum, svo að
liann reyndi að láta sem húh
væri ekki viðstödd og sneri sér
aftur að Silvíu til að ræða
síðustu bókina hennar.
í byrjun næstu viku kom
bréf frá Júdý. Það var ekki
nema fjórar línur og í því
stóð að Louis færi næsta
fimmtudag og henni liði ágæt-
lega og væri alls ekki í sjálfs-
morðsþönkum. Samt sem áður
fór Douglas til Pawleys til að
fá frídegi sínum skipt. Pawley
samþykkti það undir eins.
Hann hefði sjálfsagt samþykkfe