Þjóðviljinn - 15.02.1961, Page 6

Þjóðviljinn - 15.02.1961, Page 6
i6) — IxJÓÐnUINN — iSfiðvikuda'gúr 1S. föbMtu’ 1961 — BS=ai:^i3S!“œ5irag>'^®5®!E®a JASíShÍmp. IIINN Útgefandl: Sameinlngarflolckur alþýBu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Sla- urður GuBmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón BJarnason. — AuKlýsingastJóri: Guðgeir Magrússon. — Ritstjórn. afssreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). - Askrlftarverö kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljane. ........ t/XííýMý/Xv', .''.''■‘'.'r'SSS.-'.'s IvMv P Skuldabraskarar heimta .veitu6 m ss Tliöð stjórnarílokkanna halda áfram að hóta nýrri ** gengislækkun og verðbólguflóði ef verkamenn fá leiðréttingu á kaupi sínu nú í vetur. Jafnframt er kyrjaður söngurinn um gagnsleysi verkfalla og gagns- leysi kauphækkana, og er í þeim áróðri furðu langt seilzt í því skyni að reyna að hræða verkamenn frá að leggja til baráttu íyrir bættum kjörum. Það sem gæti þó vakið menn til umhugsunar i sambandi við þennan áróður er hve tilbreytingariaus hann er, eiginlega nákvæmlega hinn sami og dunið hefur á verkamönnum og samtökum þeirra frá því verkalýðs- samtök hóíust hér á landi. fTíil lítils mun að segja islenzkum verkamönnum að -*• kjarabarátta þeirra hafi ekki fengið neinu áork- að til að bæta kjörin og auka réttindin. Það hefur verið segin sga allt frá því að verkamenn tóku að bera fram kröfur um kjarabætur að hinir svokölluðu at- vinnurekendur hafa átt það svar eitt, að engin leið væri að verða við þessum kröfum, því atvinnurekst- urinn þyldi enga kauphækkun. Hitt hefur þó jafnan reynzt að árangur kjarabaráttunnar hefur orðið til þess að örfa atvinnuþróun landsins jafnframt því að kjör verkamanna urðu bærilegri. Og hver verkamað- ur sem lifað hefur undanfarna áratugi og barizt kjara- baráttu verkalýðsfélaganna þessi ár, veit hvað sú bar- átta hefur þýtt fyrir heimili alþýðunnar í landinu. f^ví fer víðsfjarri að það fái staðizt sem afturhalds- * blöðin eru alltaf að klifa á, að kauphækkanir séu undirrót og orsök verðbólgunnar á íslandi undan- farna áratugi. Kauphækkanirnar hafa verið svar verkalýðsins við dýrtíðarflóðinu, sem afturhald lands- ins hefur skipulagt til að rýra kjör fólksins og auka gróðamöguleika braskaranna. Hvað eftir annað hefur alþýðan orðið að láta sér nægja þá varnarsigra að vinna upp kjararýrnunina sem ríkisstjórn landsins og afturhald hafði skipulagt, en jafnan hafa þó unnizt mikilvæg réttindaatriði jafnhliða kauphækkununum. Er þess skemmzt að minnast þegar verkamenn létu lög- ’festa atvinnuleysistryggingarnar, sem árangur hetju- baráttu í verkföilunum miklu 1955. Fleiri löggjafar- atriði til réttindaauka hafa verkamenn beinlínis sett með verkföllum, eftir að skammsýnir stjórnmálamenn höfðu ár eftir ár og áratug eftir áratug fellt slik réttlætismál á Alþingi eða hindrað framgöngu þeirra þar með öðru móti. tjjij T^n það er annað og meira sem felst í hótunum —Morgunbiaðsins um nýja gengislækkun og nýtt “11 Kli aai i B m i5i< æ 3 si r verðbólguflóð. Eftir fyrsta viðreisnarárið hefur stjórn- arstefnan beðið algert skipbrot á öllum sviðum þjóð- lífsins, öll gyllingin á henni hefur skafizt og þurrkazt af henni á prófi veruleikans. Og milljónaskuldaþrjót- arnir, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, gæðingar Alþýðu- flokksins af tégundinni Axel í Rafha, og aðrir slíkir heimta nú eina ,,veltu“, en það þýðir á þeirra máli nýja gengislækkun og verðbólguöldu. í skipbroti við- reisnarinnar vita foringjar íhaldsins og „litla íhalds- ins“ ekki sitt rjúkandi ráð og vilja margir að þessi leið verði farin. En þeir hyggjast afsaka sig með kaup- hækkunum vetrarins sem þeir vita að ekki verði hjá komizt. Vegna hættunnar á slíku framferði hljóta verkamenn að leggja þunga áherzlu á að tryggja sig með ákvæðum um kaupbætur fyrir aukna dýrtíð, sem bráðabirgðaráðstöfun. Varanlegri lausn er það að sjálfsögðu að tryggja í næstu þingkosningum meiri- hluta Alþingis og ríkisstjórn sem ekki misnotar ríkis- valdið til baráttu gegn verkalýðssamtökunum og til s. þess að rýra kjör alþýðunnar í landinu. SL Sjö og hálfur mánuður er iiðinn síðan sjálfstæði Kongó var lýst yfir og sjö mánuðir síðan Öryggisráðið fól Dag Iiammarskjöld að ,,gera nauðsynlegar ráðstafanir. í samráði við ríkisstjórn lýðveld- isins Kongó, til að veita þeirri ríkisstjórn alla þá hernaðar- .aðstoð sem nauðsynleg kann að reynast“ til að losa Kongó við belgiska herliðið sem ráðizt hafði inn í landið fáum dög- um eftir að Belgíustjórn lýstí yfir að hún hefði afsalað sér völdum í Kongó í hendur lands- manna sjáll'ra. Nú er Patrice Lúmúmba, forsætisráðherrd ríkisstjórnarinnar sem Hamm- arskjöld var falið að veita lið í nafni heimssamtakanna, liðið lik, faliinn fyrir hendi morð- ingja í þjónustu Moishe Tshombe, lepps Belga í námu- héraðinu Katanga. Þar ráða belgísk námufélög, belgiskir embættismenn og belgiskir herforingjar lögum og lofum, þangað streyma vopn og her- menn frá Belgíu, frá Katanga hyggst belgíska ríkisstjórnin leggja undir sig Kongó á ný, koma þar á aftur nýlendustjórn undir yfirskini sjálfstæðis. Reynsla undanfarins misseris hefur sýnt að framkvæmd þess- ara fyrirætlana verður ekki eins auðveld og belg'isku ný- lendusinnarnir héldu í fyrst- unni. Patrice Lúmúmba var tákn og fyrirliði Kongómanna isiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiKiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiíiiiiigiiiiiimuiiiiiiiiiimiiiiiiiiniii Tryggvi Emiisson: Kjarabarátta verkalýðssamta lyftistöng framfaranna á I Oft er um það rætt að verk- lýðsbaráttan verði að beinast inn á nýjar brautir, skipulags- lega og í starfoháttum hvað snertir kjarabaráttuna. Skipulagsmálin hafa þegar verið mikið rædd og ýtarleg greinargerð lá fyrir síðasta Alþýðusambandsþingi frá mi’liþinganefnd sem fjallaði um málið og enn er starfandi nefnd sem vinnur að því að ganga þannig frá þeim mál- um og vinna þeim þann ihljómgrunn hjá félögum A. S. í. að nýja skipanin nái fram að ganga á næstu á,r- um. !En nýjar brautir í kjara- baráttunni hafa raunar alltaf verið troðnar í hvert skipti sem verkalýðsfélögin hafa háð kjarabaráttu. Við höfum allt- af sótt fram einmitt með baráttunni og unnið nýja sigra sem alllaf háfa víkkað menn- ingarhringinn. öllum þykir nú sjálfsagt margt það sem kostað hefur löng verkföll að ná fram, og er sá brunnur sem ætíð verð- ur ausið úr, svo sem mann- réttindi margskonar í trygg- ingum, vinnuskilyrðin og lífs- viðhorfum, sem 'hafa kennt. okkur hvers við erum megn- ug, og opna leiðir til frekari ávinninga. Grunnmynd af lífi alþýðu manna er atvinnan, kaupið og kjörin, vhmudagurinn, trygg- ingar og húsakynni og mögu- leikar til þekkingarleitar. En að baki þeirrar myndar er langvinn og hörð barátta verkafólksins, við ríkjandi öflin atvinnurekendur og rik- isvaldið. Aldrei hefur nokkur kjarabót eða réttlætisaðgerð verið samþýkkt af valdi auðs- ins fyrr en eftir liörð átök, sem ætíð hafa kostað stórfé, og þá hefur ekki þurft að spara. En kaupið mátti aldrei hækka. Hver væri myniiin af lífi alþýðunnar nú ef þeir of- ríkismennirnir hefðu einir fengið að ráða? Það svarar sér sjálft. En vegna baráttunnar stendur nú verkafólk á þeim sjónarhóli sem yfirsýn gefur um þjóðlífið og lífsmöguleik- ana í landinu. Og við vitum að hægt er að lifa farsælu þróandi menningarlífi og að í vegi standa fasthreiðraðir ríkismenn sem landssl jórnin lýtur. Oftast hafa að tiltölu fá- mennir hópan verkamanna og kvenna við sjávarsíðuna auk fátækra iðnaðarmanna og sjómanna orðið að heyja bar- áttuna og aðrar stéttir notið úppskerunnar og oft í ríkum mæli, og ætíð hefur þjóðlífið stigið spor fram á við að enduðum hverjum sigri. Nú vitum við að landsfólkið er að minnsta kosti 3/4 vinnandi fólk, verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn og iðju, verzlunarfcV.k, bændur og skrifstofufólk, karlar og kon- ur, utan heimilis og innan, og að allt þetta fóJk á í raun og veru eamstöðu um að hyggja upp það þjóðfélag sem boðið gæti öliu lands- fólkinu kosti góðra kjara og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.