Þjóðviljinn - 25.03.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 25.03.1961, Side 4
itiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiuii bbbb«*bshskss: 4) — ÞJÓÐVIIJINN — Laugardagur 25. marz 1961 HJÁKÁTLEG HAGFRÆÐI ’ 1 Morgunblaðinu 14. marz jsl. er samantekt á eautjándu síðu um „Viðskipti og efna- 'hagsmál", að því er fyrir- sögnin hermir. Þetla eru fróð- leiksmolar um gjaMmiðils- gengi, vaxtamál og svo um einn þátt heimsverzlunar. (Sennilega á þetta að vera nýr fastur þáttur í blaðinu, enda <ekki seinna vænna, að höf- uðmálgagn auðstéftarinnar á íslandi fari að fjalla reglu- buntiið um hjartans mál sitt: vaxtaokur og verzlunarbrask. Og mun þetta eiga að liressa upp á hina gatslitnu Morg- unblaðsplötu. • Óneitanlega er byrjunin glæsileg, en þar getur að líta gengisskráningartöflu vikugamla (því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn er í dag, 15. marz, enn ekki búinn að segja seðlabankastjóranum, hvernig gengistaflan íslenzka skuli líla út eftir gengis- breytinguna hjá Þjóðverjum um daginn). Líklega finnst iþeim hjá Morgunb’aoinu þessi gengisskráninga’rtafla vera orðin svo sögulegt p’agg í ýmsum greinum, að þeir hafa ekki kunnað við að hafa hann lengur í dagbók blaðsins. Og er það vorkunarmál. Gripdeildir Ekki lækkar risið á sam- anlektinni með næsta kafla, ,,Vaxtakjör“ og síðan „Út- lánsvextir banka erlendis“. Hér hefur reisn Morgunblaðs- ins sig í nýtt veldi. Því hvað- an hefur Morgunblaðið vizku sina, þegar það ætlar að fara að konra af stað nýjum þætti, sem á að auðga blaðið og bæta? Það getur ekki tek- ið hjá sjálfu sér, heldur frá öðrum aðila, sem þó hefði mátt um lialda, að ekki væri sérlega aflögufær. Það er ekki einu sinni svo vel, að blaðið fari með uppsuður og upp- tuggur, slíkt er þvi nú orðið um megn; það tekur heilar ritsmiðar orðrétt og án allrar tilvitnunar í túnarit opinberra stofnana. Það er anzi hugvits- samleg og hampalítil blaða- mennska að fletta upp í nýj- ustu Fjármálatíðindum Lands- banka íslands, bls. 138, 139 og 140, og setja það sem þar stendur óbreytt. í dagblað. En þetta er það, sem Morgun- blaðið gerir. Af 19 máJsgrein- um í Morgunblaðinu eru 5 með smá orðatagsbreytingum, en 14 alveg orðréttar eins og í Fjármá'.atíðindu.m, Auk þess er ein tafla tekin óbreytt. Hér er því um hreinan rit- stuld að ræða, og verður frcð- legt að athuga viðbrögð ril- stjórnar Fjármálatiðinda við þessum nýslárlegu vinnu- brögðum í ísl.enzkri blaða- mennsku. Telur ritstjórn Fjármálatiðinda sér sæma að láta það óátalið, að stærsta blað landsins gripi efni þess ófrjálsri hendi ? Eða er kom- in sameiginleg viðreisnarrit- stjórn á máJgagn íhaldsins og t ímari t Landsbankans ? Eru þeir farnir að efast? Nú mætti halda, að þær fáu orðalagsbreytingar, sem MorgunbLaðið gerir á grein Fjármáiatiðinda, séu til þess að bæta stílinn, og má vera, að sumar hverjar séu gerðar í þeim tilgangi. En þó er ein breyting, sem ætla má við ná.nari athugun, að sé af öðr- um toga spunnin. Fjármála- tiðindi segja svo um tildrög þess, að aðeins var dregið úr mesta vaxlaokrinu í lok fyrra árs: ,,... með tilliti til þess, að jafnvægi hefur náðst milli framboðs og eftirspurnar á erlendum gja’.deyri og inn- lánsaukning viðskiptabanka og sparisjóða mun á árinu 1960 nægja lil þess að standa undir þeirri útlánaaukningu, sem orðið hefur, þannig að ekki hefur verið að ræða um nýja peningaþenslu hjá Seðla- bankanum, ákvað stjórn Seðlabankans að lækka al- menna innláns- og útlánsvexti um 2%, er gildi frá og með 29. desember 1960“. En Morg- unblaðið segir: „Þessi ákvörð- un (þ.e. að lækka vexti) byggist á því, að jafnvægi hefði náðst milli framboðs og eftirspurnar á erlendum gjaldeyri og innlánsaukning viðskiptabanka cg sparisjóða á árinu 1960 myndi nægja til þess að stanúa undir þeirri útiánaaukningu, sem orðið hefði“. Hver er munurinn á þessum tveimur frásögnum ? Sá, að Fjármálatíðindi segja frá jafnvægi í gjaideyrismái- um og lánastofnunum í beinni fullyrðingu, en Morgunblað- ið hefur viðtengingarhátt, þ.e.a-s. skýrir frá þeirri skoð- un á hlutunum, sem ákvörð- unin byggist á, en fullyrðir ekkert um þetta frá eigin brjósti. Það skyldi nú aldrei vera, að þeir séu orðnir van- tiúaðir á jafnvægisá.standið ’sjálfir? Eða kannski þá hafi klígjað við því að ha’iia því fram, að það r.'ki jafnvægisá- stand í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar, þegar greiðslujöfn- ur varð óhagstæður árið 1960 um 400 til 500 milljónir lrr,, að því er Þorvarður J. Júl- íusson skýrði frá einmitt i Morgunblaðinu 18. janúar sl. Og ef til vill hafa þeir flett aftur á bls. 145 í umfjölluðu hefti Fjármálatíðinda, þar sem sjá má, að útlánaaukn- ing var á fyrstu niu mánuð- um viðreisnarinnar rúmlega 200 milljónum meiri en spari- innláuaaukning. Þetta var nú allt jafnvægið þar, enda var orsök vaxtahækkunarinnar nú um áramótin sú hin sama og var fyrir skuldaskilunum hjá útvegsmönnum um sama leyti: Atvinnuvegirnir þola alls ekki neina viðreisnarpóJi- tik og allra sízt viðreisnar- vexli. Vextirnir eru mis- munandi Það er rétt að fara nokkrum orðum um fögnuð viðreisnar- postulanna yfir því, að þeir þykjast hafa fundið lönd, þar sem almennir vextir eru hærri en viðreisnarvextirnir ís- lenzku. 1 fyrsta Jagi er það ekki fagnaðarefni heldur harms, að til eru lönd, sam höfð eru fyrir tilraunastöðv- ar handa auðvaldshagfræði eins og ísland. 1 öðru lagi er það rökvilla að álíta, að efnahagspólitik, scm rekin er úti í löndum við einliver á- kveðin skilyrði og hefur viss áhrif, þurfi hér á Islar.di við allt önnur skilyrði endilega að hafa sömu áhrif. En gefa ber því gaum, að öll þau lönd, sem búa við viðreisnarvexti, eru þrælbundin á klafa heims- auðvaldsin.s, rétt eins og við- reisnin á að gera á íslandi. Er það annars eitthvað fleira en háir vextir, sem ísland á að apa eftir harðstjórnarríkj- um eins og íran eða hreinum lepprikjum hernaðarstefnu Bandaríkjanna eins og Tæ- landi ? Hér gefst llka gott tæki- færi til að sjá, hvað áróður- inn fyrir viðreisnarbröltinu er lævís og gegn betri vitund. Þeir segja: „Athyglisvert er, að vextir í Þýzkalandi og Japan eru 8—9%...“. Það er ekki verið að fræða fólk á því, sem er athyglisvert við vaxtakjör í Þýzkalandi, nefni- lega þiví, að vextir eru þar mismunandi háir, eftir því hvaða tilgangi lánsféð þjónar. Til útflutningsfyrirtækja er veitt lánsfé með tvisvar- þrisvar sinnum lægri vöxtum en hinum almennu útláns- vöxtum. Þetta samsvarar því, að útgerðin hér á landi fengi mjög lágra vaxta lán, og þetla væri eitt meginskilyrði fyrir stöðugum rekstri henn- ar á hre:n-kapítalískum grund- velli. Þótt með auðva’dssniði sé, er rekin framleiðlupólilík í Þýzkalndi, en hér í viðreisn- arlandi íhalds og krata ligg- ur öll framleiðslustefna und- ir bannfæringu. Hráeínaíramleiðendur arðrændir Síðasti kaflinn í þessari hagfræðilegu samanlekt Morgunblaðsins er um „Milli- ríkjaviðskipti með landbún- aðarafurðir“. Eflaust er hann álíka mikil frumsmið blaðs- ins. og hinir, enda þótt hann sé hvorki sóttur í dag- bókarefni blaðsins né í Fjár- málatiðindi. Fyrirsögnin gæfi tilefni lil langrar greinaægerð- ar, og það er stórmerkilegt, hvað hægt er að skrifa óveru- lega lít.ið undir jafnyfirgrips- mikilli fyrirsögn. Greinarstúf- urinn er langmerkilegaslur fyrir það, sem ekki stendur í honum. Ekki er minnzt einu orði á það, hvaða vandamál eru brýnust. í sambandi við þennan þátt. millirikjavið- skipta. Það eru markaðsörð- ugleikarnir krepout.iLhneig- ingar auðvaldsskipulagsins, og í öðru Jagi hið liltölulega lága verð, sem innkaupasám- bör.d hinna fáu háþróuðu aúð- Framhald á 10. síðu. Hvað eru Moskvuvíxlar — silfurpeningar á föstunni — himnaríkisvíxillinn — víxillinn og ljónið — fiddasaga — hver er Fiddi — heiðursmaður í vesturbænum. Hvenær falla Moskvuvíxl- ar? Falla þeir hvenær sem er? FaMa víxlar aðallega á haustin eins og 1 jóð Tómasar geía til kvnna? Hirða þá bankarnir þennan ávöxt sinn eins og til dæmis landbúnaðurinn? Allar þessar spurningar eru á dagskrá núna. Fjármálamenn hafa tjáð mér, að óvenuleg gróska sé í íalldögum vixla nú- sem stend ur. Það er víst engin tilviljun, að Morgunblaðið hampar víx- ilkenningum dag hvern. Það eru allskonar víxil- eyðublöð á lofti. Það ber fyrir sig þetta harðsvíraða form peninga- valdsins, sem er eins og átu- rnein í striti fólksins allt ár- ið um kring. Margt fólk þarf að fram- léngja víxlana sína á erfiðum viðreisnartímum og þá er svipan sýnd á lofti í mál- gagni auðstéttarinnar. Það velta nefnilega margir silfurpeningar inn í kapítalið núna á föstunni. Auðvitað ærin ástæða til þess að hengja sig. En Morgunblaðið hefur nú geíið nýlegar yfirlýsingar í þeim efnum. Prestur Háteigsprestakalls íiutti predikun í vikunni um hina guðlegu viðreisn í brjóstum manna. Hverskonar viðréisn er það? Er guð almáttugur farinn að gefa út víxla? Þetta er kannski gamli himnaríkisvíx- illinn. Þannig koma allskonar víxlar sögunnar. Þessvegna er ekki úr vegi að birta hér litla víxiisögu. Það er sagan um víxilinn og Ijónið. Ég var á gangi á Vestur- götunni eitt kvöldið og hitti Fidda fyrir utan West End. ■■■■B*****HH*********I Hver er Fiddi? Fiddi er lítiil kúluvambi með svartan harðkúluhatt og heldur sig í tízkunni frá kreppuárunum, þegar Ham- bros banki r'kti hér á lándi. Fiddi rak þá verzlun hér á Vesturgötunni, en hætti þeg- ar Bandaríkjamenn eignuðust landið. Það er langt síðan ég hafði séð Fidda bregða fyrir. Fiddi er nefnilega skrítn- asti og skemmtilegasti lygar- inn í Vesturbænum. Er Fiddi kommúnisti? Það heid ég sé af og frá. En öllum þykir vænt um Fidda og hann segir allt með hægum semingi og stundum þarf að toga hverja setnin'gu út úr honum. Andlitið er ein- kennilega stórt borið saman við kúlulagaðan, smávaxipn búkinn. Kjaftvikin mynda stóra skeiíu á niðurandlitinu og nefið er hvasst og vísar niður fyrir efsta skeifubog- ann. Dauft skin tórir í kringl- óttum aumum undan hatt- barðinu og augasteinarnir eru á miklu flökti, þegar hann er ú valdi trúverðugrar frásagnar. Fiddi tekur upp í sig og spýtir við sálrænar þagnir í sögukomi. Tungubroddurinn sveiflast kskihihhiiiimiihi þá banalt upp fyrir efri vör- ina og sleikir nefbroddinn. Allt er þetta eldsnöggt eins og hjá kamelljóninu. Þá er Fiddi ekki viss um. að sannleikurinn skipi æðsta sess hjá hlustandanum. „Hefur þú verið eitthvað lasinn, Fiddi minn?“ segi ég. „Já — það er ekki laust við það.“ „Fína veðrið núna“, segi ég. „Gæti verið betra, drengur minn.“ „Þeir tala mikið um víxla nú til dags“, segi ég. ,,Já — einmitt það“. Nú verður Fiddi íbygginn á svipinn og það kemur löng þögn. Og svo segir Fiddi mér laiiiiBHBBiBinnBiaasieBBisai söguna um víxilinn og ljónið. „Það var hér á árunum, þegar erfiðast var að fá lán. Þurfti að fá smávíxil. Brá mér oní Landsbanka. Talaði vig Mag'nús Sigurðs- son. Fékk neitun. Frétti að þeir væru með dýrasirkus um borð í franska skemmtiferðaskipinu Carónu. — hérna úti á ytri höfninni. Já — skellti mér um borð. Fékk lánað eitt ljón. Fór með það í land. Já, — upp í Landsbanka. Inn til Magnúsar. Með víxilinn og ljónið. Lagði víxilinn á borðið — hélt í ljónið. Hann var fljótur að af- greiða víxilinn." Fiddi gongur á fund bankastjóran.s iiiimiimiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiii »■■■■■■■■■■]

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.