Þjóðviljinn - 25.03.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1961, Blaðsíða 6
■ 6 'v.Tr .^W^LJINNim Lgug^rdagu^ J>5. r1961 ÞlÓÐV ■{ Útsefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurlnn. -= í Hitstjórar: Maenús KJartansson (áb.). Magnús Torfi Ólafsson, Siíc- ' urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónssón, Jón \ BJarnason. — Auglýsingastjóri: G.uðeelr Magnússon. — RitstJórn. í efgreiðsla. auglýsir.gar. prentsmiðjá: Skólavörðustíg 19. — Sími » 17-500 (5 línur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. í Prentsmiðja Þjóðviljans. Rökþrot Morgunblaðsins ■Tl/torgunblaðið fer nú hamförum dag eftir dag og skor- " * ar á menn að undirrita ekki kröfur Samtaka her- mámsandstæðinga um brottför hersins. Aðferð blaðsins er sú að það hrópar eins og löngum fyrr „Moskva, Moskva“ og virðist þannig ætla að reyna að sefja les- endur sína til ósjálfráðra viðbragða. í skrifum sínum Jeggur blaðið kröfuna um brottför hersins og komm- -únismann að jöfnu og segir að allir þeir sem ekki eru ikommúnistar hljóti að neita að berjast fyrir fullu sjálfstæði Íslands! Hins vegar forðast blaðið að færa snokkur rök fyrir því að erlendur her skuli vistast hér á landi nú og um alla framtíð; það veit að rökin öll mæla með brottför hersins, þess vegna reynir það að balda því fram að undirskriftasöfnunin snúist um k ommúnismann en ekki herinn! * Tjetta er aðferð sem Morgunblaðið hefur oft beitt gegn * sjálfstæðiskröfum landsmanna, alla tíð síðan Einar Ölafur Sveinsson prófessor kallaði það málgagn for- heimskunarinnar einmitt af þessu tilefni. En þeir eru crðnir ákaflega fáir sem taka þessi grýluhróp alvarlega cg það hefur einmitt sannazt í því mikla starfi sem Samtök hernámsandstæðinga hafa unnið. í öllum £ tQfnunum Samtaka hemámsandstæðinga eru menn úr cillum flokkum, fólk sem er sammála um það að ís- iendingum sé það lífsnauðsyn að búa einir og óháðir 1 landi sínu, þótt það greini á um almenn landsmál og skiptist 'í stjórnmálaflokka af þeim ástæðum. Undir kröfuna um brottför hersins skrifa menn úr öllum 'flokkum, einnig ákveðnir Sjálfstæðisflokksmenn sem blygðast sín fyrir óróður málgagna sinna. í fjölmörg- mm hreppum um land allt 'hefur meirihiuti kjósenda jjegar undirritað kröfuna um brottför hersins, og á ;'insum þeim stöðum fyrirfinnast vart kommúnistar — ckki einu sinni í þeirri merkingu sem Morgunblaðið ieggur í það orð. Það er mikil rausn hjá Morgunblaðinu í;ð gefa kommúnisrnanum allt þetta fól'k, og þar gef- ur raunar sá sem ekki á. Oáðamenn Morgunblaðsins virðast ekki hafa mikið álit JL®' á dómgreind lesenda sinna. En þeim skjátlast í 'því mati. Fjölmargir kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru andvígir hernáminu — og sumir þeirra einmitt af umhyggju fyrir sínum eigin flokki. Það hefur ekki :arið fram hjá þeim frekar en öðrum hversu mjög her- námið hefur spillt ýmsum valdamönnum Sjálfstæðis- Tlokksins, sýkt siðgæði þeirra og ruglað dómgreind þeirra, þar til hagsmunir erlendra aðila skipa fyrir- : úm í hugum þeirra, jafnvel þótt málstaður íslendinga bíði hnekki. Margir Sjálfstæðismenn höfðu ætlað flokki : ínum annað og betra 'hlutskipti, og þeir skrifa undir kröfuna um brottför hersins einnig til þess að hafa 'ahrif á flokksforustu sína og freista þess að gera hana heilbrigðari. \ TT’f stuðningur Morgunblaðsins við herinn væri sprott- inn af heiðarlegri sannfæringu myndi blaðið ein- mitt nú færa fram rök sín til stuðnings hernáminu, :;kírskota til dómgreindar og vitsmuna lesenda sinna. Kostur sá sem blaðið velur sannar bezt að stuðning- urinn við hernámið er sprottinn af annarlegum á- stæðum og verður ekki varinn með skynsamlegu viti. Öll von Morgunblaðsins er við það bundin að enn megi takast að æra fólk með fráleitum upphrópunum og ofsa. Málstaður sem bindur gengi sitt þvílíkum bar- áttuaðferðum fær aðeins staðizt skamma stund. — m. í Mbl. 22 marz, bls. 15, ber Helgi Tryggvason fram „kirkjulega“ ráðgátu lesénd- um til úrlausnar: Hversvegna sækja bandarískra unglinga kirkju að. stáðaldfi eftir- fermingar- aldur, þegar 80% evrópskra urglinga afrækja sömu stofn- un með öllu eftir fermingu? Ekki verður annað séð en greinarhöfundurinn telji svar við ,,ráðgátu“ þessari miklu máli skipta og furðar hann sig á tómlæti alls þorra manna um svarið. Ekki er því að leyna, að mér finnst þetta engin ráðgáta vera; svarið liggur svo í aug- um uppi: Trúhræsni, mennt- unarskortur og yfirborðs- ■mennska eru svo alþekkt þjóðareinkenni bandaríkja- ananna að þeir meira að segja viðurkenna það sjálfir. En það er önnur ráðgáta, sem er öllu girnilegri til fróð- leiks, ef einhver (t.d. Helgi) gæti leyst hana réttilega: Hversvegna er bandarískur æskulýður ekki jákvæðara fólk en raun ber vitni, þrátt fyrir þessa miklu kirkjusóku? Það er staðreynd að banda- rískur æskulýður hefur ekki betri dómgreind, er ekki dúg- legri, haiðarlegri, hreinlyndari né reglusamari en evrópskur æskulýður, — þvert á mcti. Bandaríkin eiga heimsmet í fjölda afbrotaunglinga; iivergi eru hlutfa.llslega fleiri eiturlyfjaneytendur meðal barna og unglinga, hvergi í heimi eru andleg verðmæti jafn ókunn unglingum, né al- mennt, siðgæði á lægra stigi — ekki einu sinni í hinum „van- þróuðu )öndum“ (Með andleg- um verðmætum meina ég bók- menntir. listir c g vísindi én ekki trúarbragðapésa; með siðgæði meina ég siðgæði to1) heirn 11 im annsi n s en ekld isiðgæði faríseans). Yfirborðsmennskan er svo veigamikill þáttur í lífi banda- ríkiamanna að bar virðist allt snúasf. um að sýnast en vera ekki. Andlit eru málaðar grímur (sbr. snvrting for- petaefnanna. í sjónvarpinu), jafnvel nefin eru úr plasti, farartæki og húsgögn msl, ofhlaðið skrauti os: pírumpári, fatnaður smekklaus hégórhi gerfiefnadót og ska.rtgripír litað pla.st og Joganvlt priál. Mvnd’istin .íOTn prýðir heim- iiin að frátöldum a7'dstvggi- legum smpttum kvikmvnrta,- geddanna. afskræmdnm hnefá- leikarafésum og svkursætnm íbróttag'írólóum er vægaist sagt mjög ósmelvkleg. Bókmonntir bær sem bjóð Iþe'isi hefnr almennast sér til andlegs fóðurs.þegar hún ekki situr í kirkju „vith a hvmn on ths lips and the bible in ■hands“ (úr bandarískum isálmi). hafa öðlazt samheitið sorprit á íslenzku. Einkum eru bókmenntir þessar vinsælt Jestrarefni æskufóiks. Ekki batnar, þegar maður athugar móralinn í almennum við- ■skiptum, ástamálum og upp- eldismálum svo eitthvað sé nefnt. Um stjórnmáJabarátt- una er bezt að hafa sem fæst. orð. Skinhelgin er sá gullkálf- ur sem allir dansa kringuní. Algengt er til dæmis að ganga í hjónaband liálfan mánuð kringum fæðingu frumburðar- ins til þess að kcma nafninu „hjónabandsbarn“ á sakleys- ingjann. Að fæðingu afstað- inni er svo hjónaljaivdinu s!it- ið og vesálings ,;erfingjaiunn“ ef ekki er hægt að selja hann eða gefa til ófrörra hjóna Afar og ömmur hafa sjaldn- a.st nægan siðferðisstyrk t.il að ganga „skömm“ barna sinna í foreldrastað. Munað- arleysingjahæli, uppeldisheim- ili og betrunarhæli Bandaríkj- anna eru af stjórnarvöldum landsins talin varhugaverð, og sakafræðingar í ungbnga- afbrotum telja þau gróðrar- stíur allskonar spillingar. Mikill fjöldi bandarískra glæpamanna hefur siitið þar barnsskónum. Það eru ófáir æsktimenn frá ,,kristnum“ bandarískum heimilum sem hafa mvrt barnshafandi unnuustur sin- ar. Það er álitin svo hrylli- leg synd að eignast barn utan hjónabands, að þeir sjá sig tilneyc’la til að bæta gráu ofan á svart og ráða stú'k- unni og ófæddu barni sínu bana. Sýndarmennskan og helgi- slepjan eru allsráðandi. Mann- gildishugsjón bandariskrar æsku ber því skýrast vitni: „The lucky .guy who has made fortune“ = maður sem á lúx- usvillu, ekur dollaragríni, er kristilega kvæntur sncppu- fríðri stássbrúðu og miður kristilega tengdur nokkrum glamurgálum, á eitt eða í mesta lagi tvö börn, sem helzt verða að líkjast hinum ■heimsfrægu amerísku plast- brúðum. hund (vitanlega með ættartölu), kött (ættartala grátlega vafasöm). The lucky guy“ vinnur helzt ekkert, lætur í mesta lagi sjá sig hjá fyrirtækinu endrum og eins („forstjórinn er aldrei við“). Minna er sagt um hve'rnig hann hafi öðlazl. „auðæfi“ þessi. Þannig eru margir al- þekklir stórglæpamenn meðal auðugustu borgara Banclaríkj- anna vel metnir áhrifamenn í viðskiptalífinu og virtir Ásta Sigurðardóttir i þjóðMfinu vegna auðæfa sinna. Þetta þykir kannski I ekki kurteisleg. mynd af í bandarísku þjóðfélagi, en hún | er því miður sönn. Fjölda | margt er óupptalið, til dæmis j kynþáttahatrið. *., • I Ég hef undanfarin ár lesið i mér til um Bandaríkin allt ! sem ég hef komizt yfir; lesið * um sögu þsirra, þjóðfélags- ( háttu og menningu. Áður | hafði ég lesið margar beztu ! skáldsögur þeirra, sem venju- legur bandaríkjamaður kann- ast ekki einu sinni við, sé liann spurður. (Þeir kannast yfirleitt ekkert við Heming- way.). Svo fór ég að hleypa forv'tninni í það Jakasta í bandarískri menningu ef menningu skv’di kalla, — það sem bandarísk a.lþýða og revndar svonefndir be.tri borg- arar einnig hafa sér helzt : til and.’egs viðurværis. Ekki fór hjá iþví meðan. ég sótti : kvikmyndaliús að ég slvsaðist inn á ameríska mvrú. Tónlrst sú sem bandaríkiamenn lilýða mest á er þekktari en svo að um hana þurfi að ræða. Uppeldis- og memiing- argildi bandaríska sjónvarps- ins er svo a’.þekkt, að bezt er að ræða þ<að ekki frekar. Ég lagðist jafnvel svo lágt að lesa „bókmenntir" þær sem eru helzta lestrarefni bánda- rískrar æsku, — sórpritin eða „ritin". Helmingur þeirra fjallar um „the ameriean way of making love“, allt frá ,,petting“ og niður í „the ugli- est sin“ og þaðan upp í „the happy end“.. Þetta eru eigin- lega Kinsey-skýrslur sem færðar hafa verið í stílinn eftir bandarískum smekk. Hinn he’mingur ,,bók~ mennta“ þessara fjalla.r um „the american way of dying“ og það af þeim sem ekki er „skáldskapur" (Mike Hamm- er o.þ.h.), t.d. True detective stories, Inside detective og Master detective, -— svo eitt- livað sé nefnt, hafa óneitan- lega eitt sér til ágætis. Þær eru heimi’d frá fyrstu hendi um þetta hádramatíska f.vrir- brigði mannl.'fsins í „Gods own country'*. Þetta eru líka skýrslur —• lögregluskýrslur; - líka færðar í stílinn •— af rit- höfuudum sem þjálfað hafa hæfileika sína í hinum fjöl- sótlu skólum sem keiina ,,how to make money on writing“. Til frekari áréttingar eru þær rikulaga skrcyttar mjög raunsæjurn ljósmyndum. Hver einasti óamerískur lesa.ndi myndi tapa vitgVórr unn; ef hann ætti að lesa alh an heunan ófögnuð, svo ég takmarkaði lesturinn við ungr lingaafbrot, og var það þó engum lestrarhesti ætlandi að 'koma.st yfir einn hund'raðasta hlíuta af öi’.um þeim cþverra. 75% dembt á munaðarieysingjahæli

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.