Þjóðviljinn - 25.03.1961, Blaðsíða 9
4 — ÓSKASTUNDIN
Laugardagur 25. marz 1961 — 7. árgangur — 8. tölublað
Krossgáta og
dama
Ólöf Ólaísdóttir, 13
ara, Bæ, sendi okkur
þessa dömu og kross-
gátu. Litla systir hennar,
Guðrún sendi okkur
mynd af prentvillupúk-
anum. Við ætlum að
geyma hana þar til púk-
inn sá gerir okkur grikk
næst. Þess verður varla
langt að bíða.
1. dýr, 5. burt, 6. hljóð
úr dýri, 8. líkamshiuti,
10. tveir eins.
Lóðrétt skýring:
T. kvenmannsnafn, 2.
Spurn, 3. ending, 4. stór,
,7. upphafsstafir.
Lausn í næsta blaði.
P á s k a e g
Framhald af 1. síðu.
opið. Mamma getur að
sjálfsögðu notað eggið í
páskakökurnar. Sex egg
duga til að skreyta
greinina, þó er íallegra
að hafa þau fleiri.
Til að skreyta eggin
má nota ávaxtalit. vatns-
liti eða krítarliti, eftir
því hvað er hendi næst.
Eggin eru svo skreytt
með fjölbreyttum
mynztrum, það fer líka
vel að hafa einstaka ó
iitað.
Til þess að hengja
eggin á tré þarf ekki
annað en nál og tvinna.
Eftir páskana má
ganga frá eggjunum í
g j a t r é ð
pappakassa og geyma
þau til næsta árs.
Hann safnar
frímerkjum
Kæra Cskastund!
í fyrra sagði ég þér
frá frímerkjasafninu
mínu. Nú á ég 666 frí-
merki. Ég vissi ekki
hvaðan 21 frímerki var,
en í sumar kom frændi
minn og sagði mér frá
hvaða löndum þau voru.
Og eitt þeirra var rúss-
neskt.
Vertu blessuð og sæl.
Guðmundur Þór
Brynjólfsson,
10 ára
25 bréf í skriftarsamkeppnina
Hérna eru þrjú ný nöfn á listann:
23. Guðmundur Þó.r Brynjólfsson. 10 ára.
Brúarlandi, Mýrarsýslu.
24. Hafdís Jónsteinsdóttir. 9 ára, Revkjavik.
25. Ólöf Þórarinsdóttir. 9 ára, Boðaslóð 25,
' Vestmannaeyjum.
Póska
egqiatré
Hvernig lízt ykkur á
að búa til páskaeggjatré?
Það mun vera gamall
þýzkur siður að skreyta
egg og hengja þau á
trjágrein, eða lítið tré,
um páskana.
- Hérna sjáið þið mynd
af slíku tré. Aðferðin við
að búa það til er mjög
einföld. Það er tilvalið
að bjóða heim fáeinum
vinum sínum og skreyta
eggin í félagi við þá.
Trjágreinin er hæfi-
lega stór svona tvö fet á
hæð. Það má mála hana
* , ,
og bua til a hana papp-
írslauf, ef hún er nakin,
annars fást í blómabúð-
um skemmtilegar grein-
ar með örsmáum gulum
• blómum, en gult er ein-
mitt páskaliturinn. Grein
ina á svo að festa í skál
fvlltri af sandi, það er
l’ka fallegt að hafa mosa
í kringum greinina. eins
og gert er í jólaskreyt-
ingum. Lifandi grein
með blóm og laufi er
bezt að koma fyrir í
flösku, leirbrúsa eða
vasa með vatni í.
Eggin eru venjuleg
hænuegg. sem innihaldið
er blásið úr. þannig að
stungið er gat með grófri
stoppunál á báða enda
og blásið í annað opið,
þá rennur út um hitt
Framhald á 3. síðu.
Laugardagur 25. marz 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Þróttur veitti Heim hörðustu
keppniua í hraðkeppnimótin u
Á íimmtudagskvöldið tók Þróttur átti ekkert mark og lauk
sænska liðið HEIM þátt í hrað-
keppnimóti með Aftureldingu,
Þrótti. ÍR. KR, Víking og Ár-
manni.
leiknum 11:9.
Sigur Víkings yfir Ármanni
var 11:8 og er sanngjarn.
Úrslitaleikurinn varð hinsveg-
ar nokkur vonbrigði, þvi Ár-
menningarnir náðu ekki neitt
svipað eins góðum leik og í
tveim ieikjum sínum fyrr um
kvöldið og sigur HEIM var auð-
veldur og öruggur 14:4 (5:2).
Dómarar kvöldsins voru Dan-
íel Benjamínsso/i, Magnús Pét-
ursson. Valur Benediktsson og
Óskar Einarsson, sem vakti
furðu hinna fjölmörgu áhoríenda
að Ilálogalandi.
— b i p —
Úrslit í 1. umfcrð:
Þróttur — Afturelding 11:6
Ármann — ÍR 11:7
Víkingur — KR 9:8
tJrslit í annarri umferð:
HEIM — Þróttur 11:9
(framlenging)
Ármann —■. Víkingur 11:8
IJRSLIT;
HEIM — Ármann 14:4
Það einkennilega við leikina í
1. umlerð var að 2. deildar liðin '
Þróttur, Ármann og Víkingur
(að vísu kominn í hóp 1. deildar-
liða nú), unnu öll leiki sina gegn
1. deiklarandstæðingum. Leikur
Víkings og' KR var jafnastur
þeirra ieikja og skemmtilegastur.
f 2. umferð léku fyrst gestirn-
ír HEIM, greinilega mjög sigur-
vissir, og 2. deildarlið Þróttar,
sem birtist í inngangnum, heldur
íeimið og uppburðarlítið. Þróttar-
arnir voru þó ekki í'eimnir við
Svíana er á leikinn leið og börð-
ust af kappi. í hálfleik var
staðan 4:4 en er nokkrar sek.
voru til leiksloka var staðan
9:8 Þrótti í vil, en þá glopruðu
Þróttarmenn boltanum til HEIM,
sem skoraði 9:9. I framlengingu
skoruðu Svíarnir tvisvar en
Fram sigraði Heim í
ágætum leik 30:23
Flestir sem komu til leiks
Fram og Heim í gærkvöld munu
ekki hafa gert ráð fyrir að
Fram mundi takast að sigTa
hina ágætu sænsku gcsti, en
Fram brást ekki að þcssu sinni.
Liðið náði betri leik en það
liefur náð nokkru sinni áður.
Hraði og öruggur samleikur ein-
kenr.di leik þeirra nær alltaf
meðan haun stóð.
Heim byrjaði að skora (Sven-
son) en Ágúst jafnaði iljótlega.
Anderson og Ilellgren skoruðu
sitt markið hvor, en ungu menn-
irni.r Tómas og Sigurður Einars-
son, jöfnuðu fyrir Fram, og Guð-
jón bætir við 4:3 fyrir Frarn.
Jarlenius jafnar, en Karl Ben.
! gefur Fram íorustuna aftur.
Fyrirliði Heim, §venson, jafn-
ar. Guðjón skorar enn og enn |
jafnar Jarleníus og' bætir tveim
við og hafa Svíarnir nú 8:6. En I
Síðasti leikur
fyrir utanför
í kvöld lceppir landsliðið í
körfuknattleik vi'ð úrval af
Keflavíkurflugvelli. Leikurinn
fer fram að Hálogalandi og
hefst kl. 8.15 og verður þetta
síðasti leikur landsliðsins áður
er.i það heldur utan, en það
keppir við Svía 2. apríl og
Dani 3. apr'íl. Danir og Svíar
ileika 1. apríl, en Finnar hættu
Ivið þátttöku.
Fram lét ekki bilbug á sér finna,
og Ágúst jafnar með tveim á-
gætum mörkum, og' svona held-
ur þetta áfram um stund. 9:9
kemur á töfluna, 10:10 og 11:11.
Heim tókst þó að skora tvö síð-
ustu mörkin í fyrri' hálfleik og
stóðu leikar í hálfleík 13:11 fvr-
ir Ileim.
Eftir leikhlé skorar Ágúst 3
mörk í röð og tóku Framarar
þar með forustuna. Hellgren
tókst að jafna á 14:14, en eft-
ir það höiðu Framarar forust-
una í leiknum og dró mjög í
sundur með þeim. Hraði Fram
dvínar ekki og Heim tekst ekki
að ná þeim tökum á leiknum
sem þarf til þess að jafna eða
hafa l'orustu. Vörn Fram er
furðu þétt og þrátt fyrir góðan
leik Svíanna úti á gólfinu tekst
þeim ekki að brjótast í gegn
og skotin takast heldur ekki af
löngu færi. Leikurinn var mjög
skemmtilegur og fjörlega leik-
inn frá upphafi til enda. Vörn
Svíanna var opnari en á móti
Val, og markmenn þeirra voru
ekki eins góðir og áður.
Þeir sem sko.ruðu mörkin
fyrir Fram voru: Ingólfur 8.
.Ág'úst 7, Guðjón 4. Tómas 3,
Erlingur, Hilmar og Jón Frið-
steinss. 2 hver. Karl Ben. og
Sigurður Einarsson 1 hvor. Fyr-
ir Svíana skoruðu Jarleníus 7,
Anderson 5, Svenson 3, Sinde-
berg 3, Hellgren 3, Lignell og
Larson 1 hvor. Dómari var Fri-
mann Gunnlaugsson og dærJR
hann vel.