Þjóðviljinn - 25.03.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.03.1961, Blaðsíða 12
 Verkakonur í Keflavík og' Njarðvíkum hafa boðað vinnustöðvun frá og með miðnætti á sunnudagsnótt •hafi samningar við atvinnu- rekendur ekki tekizt fyrir þann tíma. Vinnuveilendasamband íslands, sem hefur tekið öll ráð af at- vinnurekendum á Suðumesjum, hol'ur svarað með þvi að lýsa verkfallsboðunina ólöglega og hóta verkakvennafélaginu mál- sókn. Vilja fá sama og Eyjakonur Strax eftir samningana í Vest- mannaeyjum sneru konurnar í Kefjavík og Njarðvíkum sér til atvinnurekenda og fóru fram á somu lagfæringar og konur í Eyjum fengu. Á fyrsta samn-J ingaíundinum mætti ekki einn einasti maður úr hóui Vinnu- veitendasambands Suðurnesja, heldur kom íyrir þeirra hönd Barði Friðriksson frá Vinnuveit- endasambandi íslands, sá sami sem látinn var banna atvinnu- rekendum í Vestmannaeyjum að semja vikurn saman. Haldnir háfa verið þrír samningafundir en án árangurs. Aðalkröfur settar fram Þegar atvinnurekendur sýndu ekki minnsta samkomulagsvilja, settu verkakonur fram aðalkröí- ur sínar og samþykktu einróma að boða verkfall. Jafnframt var atvinnurekendum tilkynnt að til- boðið um bráðabirgðasamkomu- lag stæði aðeins þangað tij vinnustöðvun hæfist, el' til henn- ar kæmi væru konurnar þaðan i frá einungis til viðtals um að- alkröfurnar. Sáltasemjari, Torfi Hjartarson, hefur átt einn sáttaíund með deiluaðiJum og boðað annan klukkan tvö i dag. Staðhæfingar sínar um að verkfallið sé ólöglegt og hótan- ir um málsókn byggir Barði Friðriksson fyrir hönd Vinnu- veitendasambandsins á þeirri ■ staðhæíingu, að sáttasemjara ^ liafi ekki verið tiikynnt verk- faljið eins snemma og átvinnu- rekendum. Kennedy hótar innrás í Laos AukiS bandariskf herliS til Thailands Washington 24/3 (NTB—Reut- -er) — Kennedy liandaríkjafor- seti sagði á blaðaniannafundi í gærkvöldi, að ef „koinmún- istar“ hættu ekki sókn í Laos ineð erlendum stuðningi, myndu Bandaríkin og aðrir aðila^ Snðaustur-Asíu-bandalagsins (SEATO) hefja snar mótað- gerðir. Floti flugvélaskipa og turdurspilla úr Kyrrahal'sflota USA siglir nú með lcynd til Laos. Yfirmaður landhers USA á KyrrahafssvæðJnu, I. D. White hersliöfðingi, skýrði frá því í gær, að 1500 fallhlífar- hermenn, sem staðsettir eru á Okinawa, ,séu viðbúnir að fara til Laos mcð tveggja stunda fyrirvara. Hinn hluti 25. lier- deildarinnar, sem væri á Hawai, gæti farið til Laos ineð 12 stunda fyrirvara. Bandaríska hermálaraðúneytið neitaði enn í kvöld að segja nokkuð um það, að herskipa- flota Bandar.'kjanna á Kyrra- hafi væri steínt til Laos. Fregnir hafa annars borizt um að þrjú ílugvélaskip og fiöldi annarra herskipa hefðu verið send til stranda Laos. Með skipunum væru 1400 úrvalshermenn úr Bandaríkjaher. Jafnframt var skýrt ■ frá því af yfirvöldum i Thailandi, að 300 manna lið bandarískra sjó- liða hefði haft millilendingu í morgun i Bangkok á leið til norð- urhluta landsins, þaðan sem að- eins er um 100 km. loftlína til Vientiane í Laos. Látið var í veðri vaka að sjóliðar þessir ættu að stjórna þyrJum, sem Bandaríkin hafa gefið hægri-’ stjórn Boun Oums í Laos. Þrátt fyrir þögn liermálaráðu- neytisins telja góðar heimildir i Washington að ekki sé. vafi á því að sjöundi bandar'ski flot- inn stefni til Laos til þess að vera reiðubúinn til íhlutunar. Á blaðamannafundinum vék Kennedy sér undan því að svara beint spurningum um það hvert flotanum væri stefnt, og hvort Bandarikjastjórn hyggðist láta SEATO hefja beina hernaðarí- hlutun í Laos. Sagðist hann að- eins óska þess að menn skildu það af máli sínu hversu alvar- legt ástandið væri orðið í Laos. Hann var þá spurður hversu hættulegar hann áliti hernaðar- aðstæðurnar vera í Laos. Sagði Kennedy að kommúnistar ynnu stöðugt á, konungsborginni Lu- ang Prabang hefði verið ógnað og þeir sæktu fram í átt til höf- uðborgarinnar. Vientiane. Myndin var tekin er gullmcrki HUfar vorn afhent á aðalfundi iélagsins s.l. sunnudag. Frá vinstri: Ilermann Guðnmiuisson formaður, Bjaini Erlendsson, Si.gurbjörn Guðimmdssoa og Ingvi Jónsson (Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir). í gær fór fram afliending verölauna í leikritasam- keppni MenningarsjóÖs. Heitiö var einum verölaunum aö upphæö 30 þús. kr. fyrir bezta leikritiö. Dómnefndin taldi ekkert leikritiö fullnægja settum skilyröum til /erölaunanna en álcvað aö veita fjórurn höfundum viöur- kenningu fyrir leikrit þeirra. Axel Kristjánsson í Raflia hefur ekki aðeins ,,tapað“ milljónum á milljónir ofan af a'menningsfé á útgerð sinni á Keili og Brimnesi, hanu hefur einnig tapað öðru. Hann fékk á sínum tíma log- arann Brimnes og 2,5 milljónir króna meö honum. Síðan gerði hann togarann út um skeið og hafði ótakmarlcaða heimild til þess að fá hallann greiddan úr ríkissjcði. Þegar þessari sér- kennilegu útgerð — sem eng- inn veit hvað kcstaði ríkissjóð mikið — !auk og togaranum var lagt voru sérstakir útlekt- armenn látnir alhuga skipið fyrir hönd ríkissjóðs. Kom þá í Ijós að í togaraim vantaði vélar og tæki fyrir á aðra milljón króna, sem allt hafði „tapazt“ meðan Axel sá um reksturinn! Ekki mun Axel enn hafa gert nein skil fyrir þessu dularfulla lavarfi. j I þessu sambandi er einnig I vert að geta þess að áður en Keilir var boðinn upp lét Axel ^ f jarlægja allt lauslegt úr lion- I urn, þar á meðal ýms dýr tæki. Ekki er kunnugt að ríkissjóður hafi gert neina gangskör að því að endurheimta þessar eignir upp í milljónalapið. Þetta hvorttveggja ér hluti af því sem ekki má rannsaka. Formaður MenntamáJaráðs, HeJgi Sæmundsson, lýsti úr- skurði dómnefndarinnar. TiJ samkeppninnar var boðað haust- ið 1959 og var irestur til að skila handritum ákveðinn til 1. október 1960 en síðan framlengd- ur til 1. janúar sl. Alls bárust 20 leikrit. Menntamálaráð skip- aði 12 jan. sl. þriggja manna dómnefnd en í henni áttu sæti, Verðlaunahöfundarnir þrir, sem viðstaddir voru athöfn- ina í gær: Bjarni Benedikts- son, Einar Pálsson og' Oddur Björr.sson. Sigurður A. Magn- ússon er erlendis um þcssar mnvílir íT.insm Pinðv. A.K.T ' Ásgeir Hjartarson, bólravörður j og leikararnir Baldvin HaJJdórs- son og Ævar Kvaran. Skilaði nefndin úrskurði sínum i fyrra- dag. Eins og áður segir varð nefndin sammáia um. að eklœrt leikritið uppfyllti sett skilyrði | til verðlaunanna en varð sam- mála um að skipta verðlaunun- um á fjögur leikrit í viður- kenningarskyni. Sérstaka viður- kenningu, 12 þúsund krónur. hjaut einþáttungurinn Trillan eítir Sindra en liöí'undurinn reyndist vera Einar Pálsson leikari. Þr.iú önnur Jeikrit liiutu 6 þúsund króna viðurkenningu hvert um sig; Foss eftir Grímni en hann reyndist vera Oddur Björnsson bókavörður, Gesta- j gangur eftir Gestagang, er reyndist vera Sigurður A. Magn- i , I usson blaðamaður, og Undir i sem var dulnefni Bjarna Bene- diktssonar frá Hoi'teigi. Formaður Menntamálaráðs kvað tilgang samkeppninnar hafa verið að vekja áhugá á íslenzkri leikritun og lýsti ■ánægju sinni yfir þátttökunni. Kvaðst hann vona, að þessir íjórir ungu menn héldu ái'ram á þessari braut. íslenzk leikrit- un ætti mikla framtíð fyrir sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.