Þjóðviljinn - 07.04.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1961, Blaðsíða 6
te) " ry^QjVT „ - ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 7. apríl 1961 Útfteíandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson íáb.), Magnús Torii Ólafsson, SiK- nrður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Biarnason - Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, aígreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 1*1-600 (5 Jínur). - Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. Prentsmiðja Þióðvil.ians. 3!M'Sil!BIBII ..Játsiingar” Ginars 01 geirssonar ¥Jvað skyldi Morgunblaðið hafa fullyrt oft að Einar Ol- geirsson hafi bent á að kaupmáttur tímakaups Dags- brúnarmanns sé minni nú en í stríðslokin og með því hafi hann „játað“ að bárátta verkalýðshreyfingarinnar á þessu tímabili hafi orðið árangurslaus, verkföllin sem háð hafi verið þessi ár hafi öll verið til einskis eða verra en það, og því sé verkalýðnum fyrir beztu að hætta ba.ráttunni fyrir bættum kjörum. í stað þess væri reynandi að fara þess kurteislega á leit við atvinnurekendur, að þeir veiti verka- mönnum góðfúslega kjarabætur án verkfalla og baráttu. Ekki þarf mikla athugun á þessum margendurtekna áróðri til þess að sjá að röksemdafærslan er af þeirri gerð sem á slæmri íslenzku e.r stundum kölluð ,.hundalógík“, að álykt- unin sem íhaldsblöðin hafa dregið af upplýsingum og ábend- ing.um Einars er fáránleg viíleysa. J7n svo oft eru Morgunblaðið og Vísir búin að japla á þessu “ að fyrir bragðið hefur grein Einars í Þjóðviljanum i gær vakið enn meiri athygli en annars, en meginhugsun hennar, .rækilega studd staðreyndum og tölum um kaup- mátt launanna og um verkalýðsbaráttuna frá því í stríðs- Jok, er dregin þannig saman í fyrirsögnum: ,,Á undanförnum tuttugu árum hefur verkalýðurinn aðeins fengið kjarabætur -með sigursælum verkföllum. — Auðvaldið hefur hinsvegar beitt mætti sínum og lengstaf ríkisvaldinu til þess að rýra kaupgetuna með verðhækkunum og gengislækkunum. — Án beitingar verkfallsvopnsins hefðu lífskjör verkalýðsins farið stórversnandi.“ En þeim sem einungis hafa lesið Morgun- bíaðið og Vísi eða heyrt til þingmanna afturhaldsins á þingi skal á það bent, að í hvert einasta sinn, sem Einar Olgeirs- son hefur vikið að staðreyndinni um minnkandi kaupmátt tímakaups verkamanna í stjórnmálaumræðum undanfarinna ára, hefur hann beitt þeirri staðreynd sem sönnunargagni fyrir því að þessar hafi verið aðallínur kjaramálanna allt frá striðslokum. Það kann að þykja óþarfi að taka fram jafnsjálfsagt mál, en nákvæmlega þetta er ,,viðurkenning“ Einars Olgeirssonar á „gagnsleysi verkfallsbaráttunnar“ sem Morgunblaðið og Vísir hafa gert sér svo tíðrætt um undan- farna mánuði. Jgrein Einars er sýnt með skýrum rökum hvernig aftur- haldið með ríkisvaldið að vopni gerir hvað eftir annað ráðstafanir til að rýra kaupmáttinn og skerða kjörin. Aldrei hafa atvinnurekendur komið og boðið fram réttmætar „kjara- bætur án verkfalla“. Hvað eftir annað hefur verkalýðshreyf- ingin orðið að leggja til stórátaka til varnar árásum aftur- haldsins, t;I varnar lífskjörum sínum. „ ... Það eru verk- föllin sem verkalýðurinn alltaf hefur orðið að beita til þess að fá kjör sín bætt. Án þeirra væri auðvaldið búið að koma honum niður í það neyðarástand, sem alþýðan bjó við fyrir stríð. Og nú fyrst verkalýðssamtökin hafa beðið í tvö ár. þá er afturhaldsstjórnin komin með kaupgetuna hálfa jeið þangað. 1938 mun kaupgetan vera tæp 70 stig móti 100 1945, en nú i marz 1961 84,5 stig,“ segir Einar í lok Þjóð- viljagreinarinnar í gær. fturhaldið getur ekki neitað þessum staðreyndum. En Sjálfstæðisflokkurinn og hjálparflokkar hans reyna af öllum mætti að firra sig ábyrgðinni á kjaraskerðingarárásun- um. Verkamönnum er ætlað að trúa því að kjaraskerðingin sé ekki til komin fyrir ráðstafanir afturhaldsmeirihluta á Alþingi og afturhaldssamrar ríkisstjórnar, heldur hafi kjör- in rýrnað samkvæmt einhvers konar náttúrulögmáli, og sé verkamönnum sjálfum um að kenna, þeir hafi knúð fram of hátt kaup, ekki miðað kaupkröfur sínar við framleiðslu- aukningu þjóðarinnar, og annað því um líkt. Og þessi aflur- haldsáróður lætur sér ekki bregða þótt röksemdirnar séu ekki einu sinni heldur þúsund sinnum hraktar, þó er eins og heldur hafi slumað í þeim áróðri að kaupið eigi að fylgja framleiðsluaukningunni eftir að sýnt var með óhrekj- andi tölum að uui mörg undanfarandi ár hefur framleiðslu- aukning orðið mikil árlega hér á landi án þess að kaup- máttur launanna hafi aukizt. Enda mun þeim verkamönnum óðum fara fækkandi sem skilja ekki samhengi afturhalds- me'irihluta á Alþingi og afturhaldssamrar r'kisstjórnar við kjaraskerðingarherferðir undanfarandi áratuga. Og í þeim skilningi hefst vitundin um að til þess að kjarabætur al- þýðunnar, sem hún vinnur sér í baráttu sinni, verði varan- legar, verður steinrunnið afturhaldið sem á höfuðvígi sitt í Sjálfstæðisflokknum ,að missa völdin í þjóðfélaginu. — s. Það er apr'I árið 1961, og þann mánuð helga leikhúsin íslenzku verkum Eugéne Ion- esco, hins umdeilda nýtízka höfundar sem orðið hefur flest- um leikskáldum víðírægari á síðustu árum; en það er okkur sannkallað fagnaðarefni er leikhúsin fylgjast með tíman- um og leggja hiklaust á nýjar leiðir. Allir vita að Ionesco er Rúmeni sem býr í París og ritar á frönsku, maður um fimmtugt og mátti heita ó- þekktur fyrir íimm árum, en nú einn fyrirliðanna í þeirri marglitu sveit sem löngum er kölluð avant-garde eða framlið leikrænna mennta, og nefndur í sömu andránni og Samuel Beckett, Arthur Adamov, Jean Tardieu. Enn eru ærið skiptar skoðanir um Ionescó og mjög að vonum, ýmsir jafna verkum hans við skrípalæti, listrsena spákaupmennsku eða hót- fyndni, aðrir telja hann frum- legastan nútímahöfunda, djúp- sæjan speking, pkarpgáfaðan og meinfyndinn ástungumann, snjallt leikskáld og' sannan uppreisnarmann gegn kyrr- stöðu og arfgengum venjum. En hver er lífsskoðun Iones- co, hver er boðskapur sá er liann flytur af svo miklum ákafa og'ástríðuþunga? Framar öllu fyrirlitning á heiminum, l'finu, manninum — veröldin er leikvöllur heimsku og harms, lífið fáráxrlegur dára- dans, óskiljanlegt, meiningar- laust og vonlaust, maðurinn máttvana og einskis nýtur, ein- mana fífl sem þekkir hvorki sjálfan sig né aðra og öll við- leitni hans grátleg og hlægi- leg í senn. Tal nútímamanns- ins er ekki annað en innan- tómt orðagjálfur sem einn apar eftir öðrum, og vegna alls þessa er gagnslaust að reyna að túlka líf hans með eðlileg- um hætti á leiksviði, heldur verður að beita annarlegum ráðum, fáránlegum, öfgakennd- um og kynlegum, og það gerir Ionesco refjalaust. Háðið og skopstælingin er honum kær- ust vopna, og einmitt þess- vegna hefur hann orðið vin- sælastur hinna bölsýnu nýst- árlegu skáfdbræðra sinna. Þó að Ionesco skopist jafnan óþyrmilega að gervilífi smá- borgarans er stefna hans skil- getið afkvæmi borgaralegs þjóðfélags og ber dauðann í brjósti sér. Djúphygli hans verður mjög að draga í efa, en dást um leið að óvenjunæmu auga hans fyrir möguleikum sviðsins, snjöllum og djarfleg- um tilraunum með ný leikræn form, beizkri en litríkri kímni og sannri trúðlist; Eugéne Ion- esco er ef til vill ekki mikið skáld, en hann hefur á sinn hátt auðgað leikmenntir okkar daga. ,,Nashyrningarnir“ eru að- eins rúmlega ársgamlir og arka um heiminn með brauki og bramli, vekja umtal og at- hygli hvar sem þeir fara. Leik- rit þetta er í ýmsu sérstætt á meðal verka Ionesco, lengst og viðamest þeirra aUra og skilj- anlegast og alþýðlegast í snið- um, mál og íramsetning næst- um hversdagslegt í samanburði við „Sköllóttu söngkonuna“ svo dæmi sé nefnt, og dyljast þó ekki stílbrögð skáldsins og sérkenni. Maðurinn er hópsál að dómi Ionesco, eðlishvöt hjarðarinnar býr honum í brjósti, og um múgsefjun og múgæði fjallar leikurinn, hann er varnaðarorð skáldsins til á- horfenda, táknrænt verk og þrungið geigvænlegri svart- sýni. Við erum stödd í franskri boi'g á sólheitum sunnudags- morgni, f-yrst í stað gerist ekki neitt. En allt í einu fer nas- Þjóðleikhúsið: hyrningur á harðastökki um stræti og torg og síðan annar; þessi furðulega sjón veldur að sjálfsögðu talsverðu uppnámi og ótta og þó öllu framar flóknum rökfræðilegum deilum um hégóma og hjóm. Daginn eftir verður það lýðum ljóst hvernig á þessu óhugnanlega fyrirbæri stendur — nashyrn- ingar þessir eru hvorki frá Asíu né Afríku, það eru sjálfir íbúar borgarinnar sem tryllast og ærast cg breytast í skyn- lausar skepnur, segja skilið við mannlega reisn, hugsun og sál. Múgæðið fer eins og logi yfir akur, áður en varir eru háir sem lágir orðnir að ljótum, klunnalegum og heimskum nas- hyrningum, fá ekki staðizt dýrslegan kraft þeirra og á- hyggjuleysi; heimurinn leikur á reiðiskjálfi. Loks er aðeins einn maður eftir, lítilsigldur, vínhneigður og uppburðarlaus skrifstofumaður Berenger að nafni sem hvorki vill né getur afneitað mannlegu eðli sínu og heldur einn á lofti merki hugs- andi stríðandi mannkyns. Lokaorð hans eru átakanleg og sterk: „Ég skal berjast gegn þeim öllum, gegn öllum heim- inum. Ég er slðasti maðurinn og verð það unz yíir Ldrur. Ég gefst ekki upp!“ Það verður ekki sagt að Ionesco sé að gæla við gesti sína — að dómi hans erum við öll nashyrningar að meira leyti eða minna, múgamenn sem. skortir dómgreind' og sjálfstæði, látum stjórnast af tilfinningum og hvötum í stað heilbrigðrar skynsemi. Og þó er sjónarmið þetta skiljanlegt hjá manni sem lifað hefur grimmdaræði og vitfirringu nazismans, en „Nashyrningarn- ir“ munu samdir upp úr stuttri smásögu um það geigvænlega vald sem naziátarnir. þýzku) náðu yfir hugum lýðsins. Leik- urinn er vart annað en líking og langorð dæmisaga. einföld að gerð og einhljóða um skör fram, enda kannar skáldið hvergi félagslegar orsakir hinnar uggvænlegu þróunar, reynir ekki að -grafast fyrir rætur meinsins. Verkið skortir verulega spennu, þótt áhrifa- mikið sé og stórbrotið, það er þreytandi til lengdar að sjá og heyra sífellda endurtekningu sömu atburða, en Ionesco hef- ur verið kallaður meistari end- urtekningarinnar og beitir henni miskunnarlaust og af ráðnum hug: það sem í fyrstu virðist skoplegt og kynlegt verður loks átakanlegt og ógn- um þrungið, og þannig breyt- ast ,,Nashyrningarnir“ í raun og veru úr skopleik í harmleik. Sumir hafa haldið því fram að efni leiksins hefði notið sín mun betur í styttra og þrengra formi, og get ég tekið undir þá skoðun. Sýningin er vönduð og vel unnin, litrík og tilkomumikil á ýmsa lund og leikhúsinu til sóma. Leikstjóri er Benedikt Hcrdís Þorvaldsdóttir og Lárus Pálsson. ! 1111111 s: i 111! 1111111 m 11111111111 ] 1111111 ■ 11111 ■ 111111111111111 i 11II111111111 ■ 11 ■ 11111) í 1111! ábending\ Alþingi þaö ætti aö senda, = á- þaö vildi ég mega benda, | undireins til enskrar þjóöar, = orösendingu, er þannig hljóöar: E Viö kunnum skil á kurteisinni, = í kaupbæti meö landhelginni, E takið vinir þessa þarna: E Þiö megið eiga Gvend og Bjarna. E Nei, ekki aö þakka, allt í lagi, | ekki nokkur minnsti bagi! E Við höfum þegar selt og svikið, E svotil allt, og fyrir vikið, E skapast varla á okkar ævi, E atvinna hér viö þeirra hæfi. = Viö höfum ekki betra að bjóða, = Bandalagi Frjálsra þjóöa. = í Kenía, og kannski víöar, E þeir koma mundu aö gagni síöar. E Þegar á aö selja og svíkja, = í samningum á milli ríkja, | er gott aö eiga gripi slíka. E Ef þeir gerast ellimóöir, E og ekki lengur nógu góðir, = letjast viö að ljúga og svíkja, E má láta, þá úr starfi víkja. E Sjálfsagt er aö svifta griöum, = taka þá og breyta í beitu, E og brúka hana á íslandsmiðum. 9. — 3. 1961. | Starri í Garði. E eftir Eugéne íonesco — Le.kstjóri: Benedikt Árnason Kóberfc Arnfinnsson og Lárus Pálsson. Árnason og hefur skipað í hlutverk af þeirri glöggsýni og nákvæmni að hvergi heyr- ist hjáróma rödd, velflestir liðsmenn leikhússins eru á sviðinu og gera allir skyldu sína. Leikstjórinn hefur að sjálfsögðu glöggt auga fyrir sérstæðri k'mni skáldsins, en stillir skopinu í fyrsta þætti mjög í hóf, gætir þess að skerða ekki samræmi leiksins; ög leggur réttilega megin- áherzlu á einlæsa mannlega túlkun. Leikrit Ionesco heimta ítrustu nákvæmni og fullkom- inn samleik ef vel á að fara, en á frumsýningu gætti nokkurs óstyrks í einstaka atriði, tíma- mörk ekki .alltaf nógu hnit- miðuð, raddirnar ekki nógu samstilltar þrátt fyrir mikla æfingú og lofsverða viðleitni — þannig urðu hinar tvískiptu og samtvinnuðu orðræður fjór- menninganna á torginu ekki eins listrænar og skemmtileg- ,ar og efni standa til. Samvinna leikstjóra og leiktjaldamálara er með sýnilegum ágætum, en sviðsmyndirnar fjórar gerði ungur og þekktur kunnáttu- maður enskur, Disley Jones. Tiöld hans eru í fyllsta sam- ræmi við efni leiksins og hrynjandi, í upphafi er brugð- ið upp raunsönnum myndum, síðar stílfærðum og skáldleg- um. Torgið í fyrsta þætti er mjög glæsilegt verk og fallegt í litum og línum, okkur þyk- ir sem við séum komin til hinnar suðrænu sólvermdu borgar. Skrifstofuna kann ég s'ður að meta, hún er óþarf- lega hátimbruð og fátæklegri og þrengri en ætlast er til. Á- hrifamest er list Disley Jones í lokaþætti, herbergi Bereng- ers er líkast flaki úti á regin hafi, það er eins og heimsend- ir sé í nánd. Ljósum og lit- brigðum er beitt af ótvíræðri vandvirkni, eiturgulir og kol- grænir litirnir eru ömurlegir og sterkir; um hljómlistina gegnir svipuðu máli. Þýðing Ernu Geirdal er nákvæm og viðfeldin, málið víðast Ijóst og hreint og þó ekki alveg laust við hvimleið og óþörf lýti. Það er eðlilegt og sjálfsagt að fela Lárusi Pálssyni hið mikilvæga hlutverk Berengers, eina mannsins sem heldur velli og breytist smám saman úr lít- ilmenni í hetju. Túlkun Lárus- ar er einlæg, hlý og sönn — í upphaíi lýsir hann veiklyndi Berengers og timburmönnum ágæta vel, feimni, barnaskap og lífsflótta, og birtir ljóslega góðsemi hans og umburðar- lyndi er bezti vinur hans verð- ur að villidýri fyrir sjónurn hans. í þriðja þætti verður ör- væntingarfull barátta Bereng- ers og heit ást tæpast nógu tilkomumikil, það er eins og leikarann skorti líkamlegan þrótt; en hina miklu lokaræðu sína flytur hann af þeim inni- leik og sannfæringu sem ratar beint til áhorfenda. Róbert Arnfinnsson leikur Jón vin Berengers og bregður upp heilsteyptri og sterkri mannlýsingu þegar í byrjun; Jón er ósvikin hópsál, þröng- sýnn, umvöndunarsamur og drjúgmontinn, en annars eins og fólk gerist og gengur. Og þó er enn meira vert um hið Föstudagur 7. apríl 1961 ÞJÓÐVILJINN — ■— > • • ■ rrr-n • I , Sviðsmynd úr Nashyrningunum. Frá vinstri: Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Jón Að- ils, Ævar Kvaran, Lárus Pálsson. gráthlægilega atriði er Jón breytist í nashyrning — röddin verður æ hrjúfari og rámari, hreyfingarnar klunnalegri og látbragðið dýrslegra, unz ham- skiptin eru alger orðin; við trúum vart okkar eigin aug- um. Róbert þarf ekki að grípa til neinna ytri ráða, setja á sig horn eða mála sig í fram- an eins og víðast er gert og ætlast virðist til; nýtt og glæsi- legt afrek mikilhæfs leikara. í skrifstofu Berengers kynn- umst við meðal annarra Daisy, ungri ljóshærðri stúlku sem hann elskar og sem skilur við hann síðust allra. Túlkun Her- dísar Þorvaldsdóttur er eðli- leg og blátt áfram, í meðför- um hennar er Daisy aðaland- stúlka, góð og hjartahrein, og það á hún að vera. Rúrik Har- aldssori fer mjög nærfærnum höndum um Dudard lögfræð- ing, drengilegan mann og vel gefinn: traust og hugþekk mannlýsing. Það sópar réttilega að Val Gislasyni, hinum virðu- lega kvensama skrifstoíustjóra, og Haraldi Björnssyni má sízt gleyma, en hann lýsir á mark- vissan og ljóslifandi hátt öldr- uðum nöldursegg og fyriver- andi barnakennara sem allt þykist vita og þrætir um allt og við alla. Ilaraldur er ef til vill óþarflega hávær, en myna- in heilsteypt og sannfærandi í öllu; þessi málóði maður get- ur blátt áfram ekki verið öðru- vísi. Emilía Jónasdóttir er hin örvinglaða kona skrifstofu- mannsins sem fyrst skiptir um ham, og bregzt ekki skyldu sinni. Á torginu morguninn góða kveður mikið að rökfræðingn- um, það er Baldvin Halldórs- syni, en hann er skringilega ■ franskur í útliti og látbragði og sker sig úr fjöldanum. Furðulegar rökræður hans og málaflækjur eru mjög sérkenn- andi fyrir Ionesco, og þær ræð- ur flytur Baldvin skörulega og skemmtilega. Það er lika ánægja að kynnast hinu fólk- inu: Jón Aðils er gamli herr- ann, hið kurteisa snyrtimenni. Inga Þórðardóttir harmar dráp kisu sinnar sárt og innilega, Bessi Bjarnason er kátbrosleg- ur og mjög almúgalegur smá- kaupmaður og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir hin laglega kona hans og virðist í öllu manni sínum fremri. Ævar Kvaran er eigandi kaffihússins og all- ur hinn borginmannlegasti, og Helga Löve framreiðslustúlka, lipur og létt á fæti. Áhorfendur hlýddu á hinri áhrifamikla og nýstárlega leik með vakandi athygli og létu ánægju sína yfir vel unnu verki óspart í ljósi; lófaklapp- ið í lokin var langvinnt og innilegt. Vona má að Reykvík- ingar kunni vel að meta ferskt loft og hressandi og gjaldi leik- húsinu framtak þess og ár- vekni. Á. Hj. iiiiiiimniii 11111111111111111:11111111111111111111111111111■ 111111'11111111■ 111111111111111m11111111■ iu::111m11111111111111mi111111■ 11;r DAUÐATEYGJUR = Málsvarar hernámsins of- = bjóða ekki heilakvörnunum = með þvi að leita uppi rök E þessa dagana enda mun slíkt E ekki títt um frömuði í lands- E eölumálum. E Maður skyldi þó ætla að E nú, þegar andspyi’nan fer E sívaxandi, ríði þeim á að E stuðla að þessu áhugamáli E sínu með fyllstu rökvísi og = ef ekki rökvísi, þá einhverju E öðru því er skírskota mætti E til tilfinninga og sárrar með- E líðunar hjá almenningi þeim = í hag. (Eitthvað, eillhvað r slíkt hlýtur að ve'ra til...) E Nei, þeir hafa frekar kosið = að verða sér til skammar E frammi fyrir liverjum hugs- E andi manni meðan þeir hugsa = sem, svo: Nú björgum við því = sem bjargað verður og görg- E um helvítis kommúnistar og E svaka maður framaní okkar = dyggasta þý, skrílinn. Sam- E kvæmt þessu er síðan unnið. E Við þetta hætist sú stað- E reynd að þau heimili eru E firna mörg til sjávar og sveita e!r lítt sinna prentuðu máli utan Morgunblaðinu, og lifir lengi vqnin um að það fólk láti ginnast af upphróp- unum einum um illsku kommúnista, meðan rök, með eða móti, eru því ekki sjáan- leg. Hinsvegar vill það Eftir Þorstcin Jénsson frá Hamri brenna við að þessir vana- föstu morgunblaðslesendur reynast svo eftir allt saman ekki skrill upp til hópa. Það sýndi sig átakanlega þeg- ar liernámsandstæðingar stofnuðu sem óðast héraðs- nefndir í sveitum landsins. Lesendurnir reyndust þegar allt kom til alls ekki svo svag fyrir hvaða kommún- istaníði sem var. Svona eimir tilfinnanlega eftir af vægð- arlausri dómgreind í íslend- ingum. Og svona hættir falsrökum, og slagorðagjammi til aö valda frekar af'hroði en á- vinningi. Þegar stefnur gánga sér til 'húðar og dauðinn bíður þeirra á næstu leitum ber framferði þeirra ávallt •glöggt vitni um ástandið. Eitt. þeirra er sú viðleitni og' raunar meginmarkmið, að ala upp skríl. Því hlutverki gegna hersetan og amoríkan- isminn á íslandi nú. í öðru. lagi rökleysur og lygar. Þær> annast leppar hins ameríska garpskapar og snápar þeirra. Síðan verður skrillinn þeirra tryggasti liðsauki. Nákvæmlega þetta er að gerast. Þetta; örvæntingaríull slagorð, falsrök og fylgi! sjúks dómgreindarleysis og' skrílmsnnsku eru sem ann- arsstaðar dauðateygjur hina alþjóðlega skriðdýrsháttar fyrir stríðsgróða og auð- valtli. Gegn faEsrökum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.