Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 1
C'.aiur Noregskoiiungur stígur' á land í Reykjávik kiukkan 11 árdegis í dag. —- Sjá inn-> síður. Miðvikudagur 31. n:aí 13G1 — 26. ár.gangur — 121. tölublað. > ■ RýSur G% humpUmhhun nú9 4% efíir mtt ár — ehh&rt rihuhmwp* engjin Htytting á rinnutíma — engin trggging g-egn ngrri dgrtíðarhgígju 1 gærkvöld var fulltrúum 12 verklýðsfélaga afhent „miðl- urartillaga" sú sem ríkisstjórn, atvinnurekendur og sáttasemj- ari hafa verið að ganga frá undanfarna daga, og reyndist sá hlutur sem höfðingjunum þóknaðist að skammt verkafólki err.i rýrari en nokkurn hafði órað fyrir. Boðin er 6% kaupiiækkun, tíkall á dag — hálfvirði eins sígarettupakka, eða tæplega eitt par af nælonsokkum á viku! Eftir eitt ár eiga menn að eiga von á 4% kauphækkun í viðbót, allt gegri því að samið verði til tveggja árg. Verði samningum ekki sagt upp 1963, heldur þeir framlengdir til 1964 skal 3% kauphækkun 'i viðbct standa tii boða eftir tvö ár! I ,,miðlunartillögunni“ felst ekkert annað; ékki vikukau}) ‘ fyrir verk-amenn, ékki stytting vinputíman.s, engin’ af þeim sérákvæðum sem verkafólk hefur lagt mikla áher/lu á, þegar undan eru skildar smávægilegar tilfærslur milli flokka, sem litlu máli skipta. Þá eru í tillögunni almenn ákvæði um það að ákvæðisvinna sé heimil eftir samkomulagi aðila. Engisi trygging gagn dýrtíSinni í gær .var af.greitt á þá bíla, sem undanþágu njóta, í benzínafgreiðslusíöð Skeljungs við Eeykja- nesbraut. Meðal bílanna sem þxngað komu í gærmorgun var þessi sendibíll aðalmálgagns at- vinniirekenda, en, þeir bílar sem annast dreifingu dagblaðcnna eru í hópi ,,undanþágubíla“. — Á 12. síðu er sagt frá öðrum dégi verkfallsins í Reykjavík. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). •fe 1 samnirigunum er engin tr.vgging fyrir því að ríkisstjórn- in stórhækki ekki verðlag á þeim tveimur til þremiir árum sem samningarnir eiga að vera bundnir. Þar segir aðeins að hækki vísitala framfærslukostnaðar um 3% á tímabilinu frá gildistcku samninganna til 1. júná 1962 eða um 5% frá gildis- töku til 1. júní 1963 skuli heimilt að segja samningunum upp með eins mánaðar fyrirvara. Sú „vísitala framfærslukostnaðar“ sem hér er talað um hefur hækkað um 4% af völdum gengis- la.kkunarinnar! Það þarf sem sé þrjá fjérðu úr gengislækkun á einu ári til þess að heimiit sé að segja upp samrrngum — eða lieila .gengislækkun og fjórðungi betur á tveiinur árum! Og þá er aðeins uppsögn heimil — engin trygging fyrir neinum bótum! Allsfíerjðratkvæðagrefósla ssnn Allsherjaratkvæðagreiðsla um þessa smánartillögu fer fram síðari hluta vikunnar, á fimmtudag og föstudag, eða laug- ardag, samtímis í öllum félögunum í senn samkvæmt ákvörðun þeirra. Munu verða fundir í félögunum áður en atkvæðagreiðsla hefst og „miðlunartillagan“ skýrð og rædd. Vinnubrögðin við afhendingu tillögunnar voru eftir öðru. Fulltrúar verklýðfifélaganna voru kvaddir niður í Alþingishús kl, 8.30. Kl. 10 höfðu aðeiris fulltrúar tveggja félaga féngið að sjá tillöguna -— hinir heyrðu efni hennar fyrst í fréttum r'ikisút- varpsins! Fellum tilföguntj négu rækilega! Þjóðviljinn náði tali af Eðvarð Sigurðssyni þegar hann kom af fundi sáttasemjara. Hann sagið aðeins: — Nú veltur allt á því að verkafólk felli þessa til- lögu nógu rækilega. Það opnar leið til raunverulegra samninga. Þeim mun meiri einhugur, þeim mun styttra verkfall, þeim mun betri samningar. i Fyrsti samningurinn í yfirstandandi kaupdeilum undirritaSur á Akureyri Fyrsti samningur í kaup- deilunum sem nú standa yfir var undirritaöur á Ak- ureyri í gær milli Verka- mannafélags Akureyrar- kaupstaöar og Netageröar- innar Odda Féllst atvinnu- rekandinn á 15% kaup- hækkun til verkamanna og aukin fríöindi. Vikukaup starfsmanna Odda sem unnið hai'a þrjú ár eða lengur hækkar upp : 1356 krón- ur. tímakaup verður kr. 29.38. Kaup verkamanna sem unnið hai'a skemur en þrjú ár verður 1197 krónur á viku, timakaup kr. 25.85. Öll vinna verður greidd á vikukaupi, nema fyrirsjáan- legt sé að verk sem þeir eru ráðnir til standi skemur en manuð. Þetta kaup jatngildir 15"% hækkun frá því sem áður gilti. Eftirvinna verður samkvæmt nýja samningnum greidd með 60% álagi í stað 50%. Fullt orlof, sex af hundraði, verður greitt á allt kaup. einnig eftirvinnu og' næturvinnu, en ekki aðeins dagvinnu eins og hingað til. Atvmnurekandinn greiðir 1% aí útborguðu kaupi í Sjúkra- og styrktarsjóð Verkamannafélags- ins. Þegar unnið er utanbæjar fá starfsmenn fríar ferðtr, írítt tæði og húsnæði. Samningurinn giidir til 1. október og skal þá endurskoðast með tilliti til þeirr.a sámninga sem Nót í Reykjavík kann að g'era. Netagerðln Oddi annast nú alla netavinnu á Akureyri, bæði uppsetningu nóta og viðgerðir. Innan Verkamannafelags Akur- eyrarkaupstaðar hefur í nokkur ár starfað' deild nóta- og' neta- manna, og hefur hún haft svip- aða samninga og Nót við at- vinnurekendur. Þetta þurfa fleiri a'ð gera Samningur Odda við Verka- inannafélagið á Akure.vri sann- ar það sem margsinnis hefur verig bent á að fjöldi atvinnu- rekenda vill semja við verka- fólk sitt og viðurkenna að það þarf að fá verulega kauphækk- un eins og málum er nú komið. Ríkisstjórnin og valdaklíkunni í Vinnuveitendasambandi jslands. * Framhald á 9. síðu \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.