Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 9
--- ' ■ -:- o.- - V? Pí - v'itör/.}. - ' Miðvikudagur 31. maí 1961 — ÞJOÐVILJINN — (91 ÍSLANDSMÓriÐ 1. DEILD Á mánudagskvö'dið Iéku ' hinir nýbökuftu Reykjavíkur- 'meistarar Frarii gegn Val á Laugardalsvellinum og s'graði Valur með einu inarki gegn engu. Veður var hið ákjósan- legasta til að leika knatt- spyrnu, stillilogn og sólar- laust. Áhorfendur voru um eitt þúsund. Fyxri hálfleikur. í fyrri hálíleik voru Framar- ara mun meira í sókn en sköp- uðu sér ekki verulega hættuleg marktækifæri og langskot þeirra á mark gáfu engan árangur og hefði verið hyggilegra að nota úth. betur, dreií'a spilinu og reyna að opna Valsvörnina. Aft- ur á móti fengu Valsmenn færri tækifæri, en mun hættulegri. Fyrstu 30 mínúturnar er Fram Kutenko hlaut 8127 stig í _____tugþraut___________ Savézki íþróttamaður- inn Jurí Kutenko féldí 8127 stig í tugþrautar- Ueppni í tyrradag. Annar varð Ku.snetsoff með 7672 stig en hann varð að hætta. er síðasta grein- in var eftir. Kutenko er annar Ev- rópumaður sem fær yfir 8000 stig, en landi hans Kusnetsoff i-arð fyrstur eins og kunnugt er. Bandaríkjaniaðurinn Raf- er Johnson á heimsmetið, 8683 stig. Á þessu sama móti náði Valerij Brumel að stökltva 2.19 í hástökki sem er bezti árangur í ár. meira í sókn og enda sóknarlotur þeirra með fram- hjáspyrnum, eða í fangi Björg- vins Hermannssonar markv. Vals. Síðustu 15 mín. er leikur- inn mun jafnari og eiga Vals- menn tvö hættuleg fækifæri er þeim tókst ekki að nýta, Síðari hálfleikur. Á fyrstu mínútum síðari hálf- leiks ná bæði liðin sóknarlotum, en markverðir verja. Á í). mín. er þvaga við Frammarkið og Valsmenn skjóta, en Framarar verjast, þar til Mafthías skorar sigurmark Vals í leiknum 1:0. Færist nú meira fjör í leikinn og á 15. mín. er Skúli v.úth. Vals í góðu íæri. en hann leit ekki upp cg skaut beint á markvörðinn í stað þess að miða skot sitt bet- ur. því hann hafði nægan tíma. Á 21. mín. myndast hætta við Valsmarkið upp úr hornspyrnu. Björgvin markv. missir knöttinn | og Grétar spyrnir á mark, en varnarmaður bjargar. Á 30. mín. kemst Dagbjartur upp að enda- mörkum við markteig og glatar þar góðu tækifæri með því að skjóta úr vonlausri stöðu í stað þess að gefa knöttinn út. Á 40. mín. bjargar Sigurður h.bakv. Fram marki meter frá marklínu með því að stökkva fyrir skot frá. Skúla og varð úr horn. Sið- ustu 5 mín. eiga bæði liðin sókn- artilraunir er ekki gáfu árangur. í kvöld, miðvikudag, fer fram í Bern knattspyrnukapp- leikur sem vekur athygli all- staðar þar sem knattspyrna er stunduð, en það er úrslita- Lið Fram. Framarar hafa eflaust haldið að mark þeirra myndi koma, en það eiga þeir að vita. að það kemur ekki áreynslulaust. 5>:am- línan var of lin upp við markið og heí'ðu þeir átt að treystá hver öðrum betur. Framverðirnir áttu ágætan leik og vörnin yfirleitt, en Geir ætti að minnast þess að yfirgefa eþki markið, nema að vel alhugúðu máli. Lið Vals. Valsvörnin fékk mikið að gera og slapp allvel frá leiknum, en la'ngbeztur var markv. Björgvin Hermannsson, er átti mjög góð- an leik. Framverðirnir unnu vel. en í framlínunni var virkastur B.jöravin Daníelsson. Dómari var Magnús’ V. Péturs- son cg dæmdi vel. H. Ksflavík vcnn Sandgerði 4:1 Fyrsti leiluirinn í 2. deild lór fram í Keflavík og kepptu Keflavík og Reynir Sandgerði. Keflavík vann 4:1. í háifleik stóð 2:0. Páll Jónsson og Sigurður Albertsson *.koruðu 2 mörk hvor, en Keflvíkingar gerðu eitt sjálfsmark. leikurinn í Evrópubikarkeppn- inni. Þar eigast við lið frá eitt hvoru landinu í Pireneaskag- anum: Barcelona frá Spáni og Benfica frá Porlúgal. Yfirleitt munu sérfræðing- ar telja líklegra að Benefica sigri í þessari viðureign. í þvi sambandi má geta þess að 8 leikmenn frá þeseu félagi voru í landsliði Portúgal þegar það og England kepptu um rétt- inn til að taka þátt í HM næsta sumar í Cliile, og fóru leikar þannig að jafntefli varð 1:1 og þó hefur England ver- ið ósigrandi um nokkurt skeið, bæði heima og heiman. Barcelona hefur um langt skeið verið eitt af heztu lið- um Spánar, en talið er að liðið sé ekki í eins góðri þjálfun og oft áður. Portúgalarnir fóru til Bern 24. þ.m. Þeir vildu vera tíman- lega þar til þess að æfa þar fyrir leikinn og kynna sér all- ar aðstæður. Þ-ess má geta að Barcelona var „slegið út“ í bikarkeppn- imii spönsku, og kom það mjög á óvart, og þótti lieldur léleg „generalprufa“ fyrir úr- slitaleikinn í Bern, en þetta skeði nú fyrir nokkrum dögum. Vflur leikur við Sl Mirren á Laugsrdílsvelii í kvöld kl. 8=30 St. Mirren: James (Brown Robert Campell John Wilson Robert Stewart James Clunie Jolin Mc Tavish I Tommy Bryceland Tommy Gemmel Albert Henderson Donald Kerriganj Alister Miller j Lið Vals: Björgvin Hermannsson Árni Njálsson Þorst. Friðþjófsson Ormar Skeggjason Magnús Snæbjörnss. Hans Gu'ðmundss. Björgvin Dan. Halldór Halldórsson Bergst. Magnúss. Albert Guðmundss. Matthías Hjartars. Dómari: Guðbjöni Jónssoni Línuv.: Magnús Pétursson, Baldur Þórðarson. Á undan leiknum leika Valur og KR í 3. fl. og hefst sá leikur kl. 7.30. Drslitin í Evrópubikar- keppninni verða í kvöld Sitt of hverju ★ Austurþjóðverjar og Danir léku landsleik í knattspyrnu á sunnudag er endaði 1:1. Leikurinn var i'reniur lélegur af beggja hálfu. 37 þúsund manns horiðu á leikinn, en Austur- þjóðverjar liafa ekki áður leikið í Danmörku. Bæði mörtkin voru gerð í fyrri hálfleik. Á sama tíma léku þessi 'lönd unglingalandsleik í Ros'tock og J'.ar unnu Aust- urþjóð'verjar 2:1. Áliorfend- ur voru iáir, 5—6000. ★ Austurríki stöðvaði langa sigurgöngu enska landsliðs- ins á laugardag. Leikið var í Vín að viðstöddum 90 þús. áhorfendum og endaði leik- urinn 3:1 (2:1). ★ Svíþjóð vann Sviss' í knattspyrnu á sunnudag með 4 mörkum gegn engu (2:0), en Sviss vann Hol- land á dögunum 3:1 og Hol- land og A-Þýzkaland skildu jöfn 1:1. A Enski kúluvarparinn A. Rone náði nýlega sínum bezta árangri í ár, kastaði 18.70 m á móti í London. Aðalfundur KEA hefst í dag Akureyri þriðjudag 30/5 — Aðalfundur KEA hefst á morg- un, miðvikudag Er þetta 74. aðalfundur í sögu félagsins, en það verður 75 ára á þessu ári. I félaginu eru nú 5309 manr.s' í 24 félagsdeildum. 180 fulltrúar hafa rétt til setu á ‘aðalfundinum, auk stjórnar, framkvæmdastjóra og endurskoðenda. Félagsstjórnin mun leggja fyrir aðalfundinn tillögu um úthlutun arðs, þannig að í stofnsjóð félagsmanna leggist 3% af ágóðaskyldri vöruút- tekt 1960, og að af tekjuafgangi lyfjabúðar félagsins verði greidd í reikning félagsmanna 6% á úttekt þeirra ‘i lyfjabúð- inni. Fastráðið starfsfólk kaupfé- lagsins er nú á fimmta hundr- að og launagreiðslur þess á Ak- ureyri námu á síðasta ári rúm- um 28 millj. króna. jSamið um 15% Framhald af 1. síðu. liefur liingað til tekizt að hindra saimiinga, en samningagerðin á Akureyri sýnir að svo þarf ekki að vera. Nú jþurfa aðrir at- vinnurekendur að taka rögg á sig og ganga til samninga, Inort sem þröngsýnum og of- stækisfulliun valdabröskurum líkar það betur eða verr. Akureyri þriðjudag 30/5 — Leikfélag Akureyrar hefur að undanförnu sýnt ópeiættuna Bláu kápuna við góðan orðstír. Sýningum átti að ljúka um síðustu helgi, en þar sem fullt hús var þá á sýningu og mik- il eftirsnurn verða tvær sýn- ingar til viðbótar, á laugardag og sunnudag n.k. 61 fórust s flugslysi Lissabon 30/5 -— Samtals 61 maður missti lífið er DC-8 far- þegaþota frá hollenzka félaginu KLM fórst skömmu eftir flug- tak í Lissabon i dag. Með flug- vélinri fórst 14 manna áhöfn og 47 farþegar þar af 10 börn. Flugvélin var ‘í leiguflugi fyr- ir flugfélagið „Viasa“ í Vene- zuela. Flugvélin var á leiðinni frá Róm til Venezuela með við- komu í Lissabon. Sjónarvottar- segja að flugvélin liafi sprung- ið í tætlur eftir fjö'gurra mín- útna flug yfir hafi skammt frá baðstaðnum við Caparica. Rign- ing var og þrumuveður þegar- flugvélin fórst, og skyggni var mjög slæmt. A Bifhjólakeppnir eru mik- ið stundaðar erlendis og ein slík var haldin ný’lega í Prag, þar sém þátttakendur voru úr löndum úr austri og vestri. Hér er einn sig- urvegara, Tékkinn J. Hre- becek, sem ekur á ESO hjóli yfir hvaða torfærur sem er. -Á Bandaríkjamaðurinn Dyrel Burleson hljóp nýlega enska niílu á 3.57,6, sem skipar honum í 7. sæti mílu- hlaupara. Burleson er 187 cm á liæð og vegur 73 kg. Herkostnaður sijórnarvalda Framhald af 12. síðu. fóniuhljómsveitinni greitt kaup- á dögunum fyrir allan þann tíma sem þeir höfðu verið í verkfalli. ★ Sá maður fyrirfinnst varla á Islandi sem kenni verkalýðssamtökunum um vinnustöðvun þá sem nú er hafin. Mönnum ber saman um að ekki hafi verið hjá því komizt að semja við verka- fólk um óhjákvæmilegar kjara- bætur, og því eigi atvinnurek- endur og ríkisstjórn alla sök á því hvernig nú er komið. Kostnað og tjón af þeirri frá- leitu ráðsmennsku að sóa þjóð- artekjunum í stað þess að nota þær til þess að bæta kjör verkafólks eiga 'þeir einir að» greiða eem ábyrgðina bera.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.