Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 7
5&r> — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. maí 1961 IIIÖÐVIUINN | frtgefandi: Sameininearflokkur alþýSu - _ Sósíalistaflokkurinn. - Rítstjórar: == ^Æagnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — == Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir = Magniísson. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: .Skólavörðust. 19. == Sími 17-500 (5 lín'C“v Askriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. r= lllillI!!llltD![!!ji!!jiÍ!!HI!lllillllllíilillll!lt!!!<IIIIIHIII!llililllllllllllll[[!iilll!ll!!l!l!IIII[!iinill[[R!]lllg Hvar er samningsviljinn? || í miðvikudaginn var birti Vísir viðtal við Kjartan §1 Thors formann Vinnuveitendasambandsins og þar §§ komst þessi aðalleiðtogi atvinnurekenda m.a. svo að |= °rði: „Á þeim mörgu samningafundum sem við höfum H átt með fulltrúum v.erkalýðsfélaganna hefur mér virzt §§§ að af þeirra hálfu væri fyrir hendi vilji til samkomulags =§ ... Á þessu stigi deilunnar á ég enga von betri en þá f|§ að sá samningsvilji, sem mér fannst vera fyrir hendi á §§ fundum okkar með fulltrúum verklýðsfélaganna, verði |H að raunveruleika á fundunum með sáttasemjara.“ §§ Þetta voru að vísu engar fréttir, því öll þjóðin vissi §| að verklýðshreyfingin hafði miðað öll vinnubrögð sín g við það að auðvelda samninga án verkfalla, en athygl- §§ isvert var að Kjartan Thors skyldi komast svo að orði H! á þessari stund. Þetta var þeim mun eftirtektarverðara §§§ sem Morgunblaðið játaði um sömu mundir að verka- gj§ menn ættu rétt á verulegum kjarabótum og þyrftu §§§ raunar að hafa þriðjungi hærra kaup ef vel ætti að g vera, og Alþýðublaðið sagði að ríkisstjórninni bæri = að leggia sitt af mörkum, með tollalækkunum eða Ws slíku, til þess að samningar gætu tekizt án verkfalla. §|§ Öll voru þessi viðbrögð í samræmi við það að sá maður §§§ er vandfundinn í landinu sem telur ekki sjálfsagt a𠧧j samið sé við verkafólk um stórbætt kjör, og er allur !§§j þorri atvinnurekenda þar ekki undanskilinn. §|| En. eftir þessar sanngirnisyfirlýsingar af hálfu for- Ii§ manns atvinnurekenda og stjórnarblaðanna urðu snögg umskipti. Það var eins og einhver falinn leik- m stjóri hefði kippt í þræði í brúðuleikhúsi og fært leik- §§§ brúður sínar um set. Eftir að Kjartan Thors birti um- §§§ mæli sín má heita að ekkert !hafi verið rætt við full- =Éi trúa verkamanna af hálfu sáttasemjara og atvinnurek- §§§ enda; þeir fáu og stuttu fundir sem boðaðir voru urðu §§§ flestir ósæmilegur leikaraskapur, eins og rakið var hér í blaðinu í gær. Á sama tíma og „samningsvilji“ verka- Q manna var viðurkenndur og Kjartan Thors kvaðst vona §§§ að hann „verði að raunveruleika á viðræðufundunum ||| með sáttasemjara“, var algerlega tekið fyrir samnings- vilja atvinnurekenda, og sáttasemjari hœtti gersamlega §§§ að gegna skyldustörfum sínum. Hér skal ekki getum §§l að því leitt hvað veldur þessum snöggu umskiptum, §§§ en vitað er að í forustu stjórnarflokkanna eru ofstœkis- §§1 menn sem einskis svífast og þeir eiga sér erlenda hús- 1§I bœndur. , §!! ¥ stað þess að atvinnurekendur og sáttasemjari ríkis- §|§ stjórnarinnar störfuðu af „samningsvilja“ eins og §§§ verkamenn, hefur sá kostur nú verið valinn að reyna §§j að beita valdboði í kjaradeilunni. Atvinnurekendur og ss Eríkisstjórn hafa einhliða gengið frá „miðlunartillögu11 ~ án samráðs við fulltrúa verklýðsfélaganna; þessir herr- fjjM ar hugsa sér að skammta sjálfir eins og tíðkaðist áður j§§ 'en verklýðsfélög voru stofnuð á Islandi og reyna síð- m an að knýja menn með áróðri og hótunum til þess að-'= sætta sig við skammtinn. Þessi aðferð hefur verið reynd 1= áður en hún hefur alltaf gefizt jafn illa. Til þess stofn- §§§ uðu verkamenn samtök sín að þeir vildu sjálfir fá að H| skera úr um kaup og kjör en undu ekki einhliða vald- |§§ boði, og atvinnurekendur og ríkisstjórn skulu ekki í- =§ mýnda sér að alþýða manna á Islandi hafi gleymt sögu H§ sinni, stéttarvitund og sjálfsvirðingu. Hver smánar- §§§ tillaga verður felld, og af þeim hlýzt aðeins töf og tjón j§|§ fyrir þjóðina alla. iH 17'jaradeilurnar verða ekki leystar án samninga vi𠧧| v verklýðsfélögin. Samningsvilji verkamanna er enn §§§ hínn sami sem Kjartan Thors lýsti fyrir viku. En til §j§ þess að unnt sé að semja þarf vilji að vera hjá öllum §§§ aðilum. Samningsvilji atvinnurekenda og ríkisstjórnar §§§ hefur nú verið heftur um sinn, en þeir herrar munu þá j§§§ fá að læra af reynslunni í staðinn. Kjaradeilurnar s verða ekki leystar án samninga við fulltrúa verka- §§| Jíólks. — m. ' m Björn Þorsteinsson sagníræðingur: ÍSLAND OG NOREGSKONUNGAR í dag kemur norskur kon- ungur í annað sinn til ís- lands, svo að vitað sé. Á þriðja tug 11. aldar sendi Ólafur konungur digri Þór- arin Nefjólfsson með Hræ- rek konung af Heiðmörk til Grænlands, en hann komst ekki lengra en til Islands með hinn blindaða og brott rekna konung; hér lauk hann ævi sinni á kotinu Kálfsskinni norður í Eyjafirði, eins og frægt, er orðið í sögum og kvæðum. Þótt norskir konungar hafi ekki gert sér tíðförult til fs- lands, þá létu þeir löngum ísland sig miklu skipta, og íslendingar endurguldu ríku- lega ást þeirra og umhyggju. Þannig er Noregur eina land- ið, sem íslendingar hafa reynt að leggja urjiir sig með vopnavaldi, þótt óhöndug- lega tækist og Færeyingár yrðu hlutskarpari. Saga okk- ar hefst á fásögnum um við- skipti við Noregs konung. Haraldur háríagri „Haraldur konungur var mjög gjörhugall, þá er hann hafði eignazt þau fylki, er nýkomin voru í vald hans, um lenda menn og ríka bú- endur og alla þá, er honum var grunur á, að nokkurrar uppsteitar var af von, þá lét hann hvern gera annað hvort, að gerast hans þjóniistu- menn eða fara af landi á brott, en að þriðja kosti sæta afarkostum eða láta lífið, en eumir voru hamlaðir að hönd- um eða fótum. Haraldur kon- ungur eignaðist. í hverju fylki óðul öll og allt land, byggt og óbýggt, og jafnvel sjóinn og vötnin, og skyldu allir búendur vera hans leiglend- ingar, svo þeir, er á mörk- ina ortu, og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi og voru allir þeir hon- um lýðskyjiir. En af þessari áþján flýðu margir meim af landi brott, og byggðust þá margar auðn- ir víða, bæði austur í Jamta- land og Helsingjaland og Vesturlönd, 'Suðureyjar, Dyflinnarskíði, írland, Norð- mandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orþneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í 1 ann tíma fannst lsland.“ Þannig lýkur fjórða kapí- tula Egils sögu, og þannig hefrst saga Islands. Noregs- konungar hafa löngum verið ta'dir miklir örlagavaldar í íslenzkri sögu með réttu eða röngu. Hún hefst á því, að pólit'skir flóttamenn flýja veldi fyrsta , konungsins yfir öllum Nöregi, og síðan eru Noregs konungar jafnan miklar söguhetjur á Islandi, unz meykóngur komst þar til valda. „Fannst öllum Nor- egsmönnum lítið um þá brevtni og einkanlega í skattlöndunum", segir í ís- Jenzkum annál, enda hættu ís- lendingar sagnaritun er svo var. komið, tókú sér hvild í nær 200 ár. Það er óyggjandi stað- reynd, að ísland er að mestu leyli numið frá Noregi, og hér varð norsk menning drottnandi í upphafi lands- byggðar. Frá því segir í Landnámabók, og örnefni hér á landi staðfesta í öllu þær frásagnir. Landnáma segir að Ingólfur hafi komið frá Dalsfirði í Noregi. Arfssagn- ir greina, að hann hafi búið þar á bæ, sem nefnist Hrífu- dalur, en Hjörleifur bjó að Kleppsnesi. Bæjarnafnið Kleppur er allalgengt í Nor- egi, en í heimabyggð þeirra fóstbræðra getur að finna bæi, sem heita: Eiðisvík og !Flekkudalur. Akurey, Engey, Esjuberg, Gullbringa, Hengill, Ka’dá, Kjalarnes, Kjós, Klé- berg, Kollafjörður, Skeggja- staðir, Tröllafoss, Viðey og Vífilsstaðir eru allt kunn ör- nefni í Veslur-Noregi og einnig í landnámi Ingólfs. í Noregi eru tvær Rangár norður í Naumidal, en Land- náma segir, að Ketill hæng- ur hafi komið þaðan, en hann tók sér bústað milli Rang- ánna á Rangárvöllum. Gull- foss og Glóðafeykir, Hekla og Hestfjall skreyta jafnt Ólafur helgi, forn norsk tr ésku r ða riny nd. norskar byggðir sem íslenzk- ar, þótt landslag sé ólíkt. Tortryggnir menn á 20. öld telja, að 'Haraldur hár- fagri hafi ekki verið nógu vel að sér í.bókfærslu til þess að geta komið á jafnströngu tollheimtukerfi í Noregi og Snorri Sturluson vill vera láta. Af þeifn sökum hafi fjárkúgun hans varla verið svo yfirþyrmandi, að menn hafi af þeim sökum hlaupið þúsundum saman úr landi./ Bókhaldið var vís'ega i mikl- um ólestri hjá Noregs kon- ungum nokkuð fram eftir öldum, en þess ber að gæta, að menn voru þá einn- ig byrjendur í skattsvikum, og mun Snorri hafa að mestu rétt fyrir sér. ís’and á Haraldi konungi það að þakka, að það byggðist fljótt og vel. Ólaíarnir Eftir lát Haralds hárfagra höfðu Noregs konungar lítil skipti af málum íslands á 10. öld, unz Ólafur Tryggvason kom til valda 995. Á þessu tímabili voru konungarnir lítt þokkaðir af Norðmönnum, sem drápu þá flesta, þótt Is- lendingar legðu sig alla fram um að ausa þá lofi og tækju að sér upplýsingaþjónustuna fyrir þá. Ólafur Tryggvason hóf fyrstur bein afskipti af íslenzkum málum og sendi okkur kristindóm, en flýði að því búnu á náðir Pólverja og var drepinn. Ólafur digri tók upp þráðinn að nýju og beidd’st. hér herstöðva, við hann gerðu íslendingar fyrsta milliríkjasamning-sinn. Engu kom Ólafur konungur hér áleiðis, af því að Norð- menn drápu hann 1030. Bróð- ir hans, Haraldur harðráði, vingaðist á margan hátt við Jslenúinga og veitti þeim fyrstu efnahagsaðstoðina, en Englendingar drápu hann 1066, áður en í ljós kom, hvað undir bjó. Eftir það er tíðinda lítið um samskipti Is- lendinga og Noregs konunga á 11. öld. Norska hirðin efld- ist að vö’dum og virðingu, og Islendingar sóttu þangað löngum cg var þar vel fagnað sökum kunnáttu sinnar í fornum fræðum og skáld- skaparíþróttar. Norska hirðin og ís- lenzkar menntir Listir og vísindi efldust í skjóli konunga og fursta, en ekki í hreysum kotunga. Þótt norska hirðin væri löngum ekki sú glæsilegasta í Evrópu, þá reyndi hún að tolla í tízkunni og siðir hennar og hættir voru fyrirmyndir ís- lenzkra höfðingja. Isler.ding- ar fluttu henni kvæði og sagnaskemmtan, en þágu að launum erlenúa tízku og kurteisi. Bókmenntir okkar fornar eru það bezta, sem ís- lendingar hafa skapað. Þess- ar bókmenntir eiga óneitan- lega upphaf sitt við norsku hirðina. Ritöld er talin hefj- ast á Islandi um 1100. Bók- mennlir okkar standa þó á eldri rót, því að það hefur varðveitzt fjöldi kvæða eftir íslenzk hirðskáld á 10. og 11. öld. Norska hirðin var sú stofnun, sem ól íslenzku hirð- Sverrir konnngur, höggmynd í Niðaróskirkju. skáldin; í skjólí hennar varð 'til einn meginþáttur íslenzkr- ar sagnfræði, sá er fjallar um erlenda atburði. Jslend- ingar nutu hirðarinnar sem stofnunar og menningarmiðl- anda án þess að sveitast und- ir konungsvaldinu. Sem menningarþjóð stóðu Is'end- ingar frá upphafi öðrum fæti við hirð Noregskon- unga, hinum á Þingvelli við Öxará. Fyrsti sagnaritarinn íslenzki, Sæmundur fróði (d 1133), samdi rit um ævir Noregskonunga, og fyrsta listaverkið í óbundnu máli, samið af íslendingi, fjallaði einnig um ævintýralegt líf og hörmuleg endalok norsks konungs. Náin kynni ís- lenzkra menntaætta af norsku hirðinni sjás't m.a. af því, að sonur Sæmundar fróða var kvæntur norskri konungsdóttur og Jón Lofts- son, sonur þeirra, fæddist í Noregi og ólst upp í Kon- ungahellu. S'ðar varð Jón þessi voldugastur manna á Islandi og fóslurfaðir Snorra Sturlusonar. Áhrif norsku hirðarinnar á islenzkar menntir eru augljcs og verða 7 Ekki er úr vegi að hrista af sér slenið og yrða á gamla vini og eignast nýja. Mörg- um getur fundizt sem sókn alþýðunnar í þessu landi gangi grátlega seint, og raun- ar finnst mér það líka, og mun marga ör þurfa að hvessa og senda í mark áð- ur en svo er komið að ís- lenzkt alþýðufólk þekki sinn vitjunartíma og taki örlög sín og þar með alþjóðar í eigin hendur. En ég vona að elli- mörk sjáist ekki enn á manni sem fornar sagnir telja að orðið geti þrjúhundruð ára, þó nú séu ein tuttugu og fjögur ár frá því nafn Örvar- Odds sást fyrst í Þjóðviljan- um. Og óhætt er að lofa les- endum blaðsins því að hug- leiðingar Örvar-Odds halda áfram að koma öðru hvoru löngu eftir að allir þeir sem nefndir hafa verið til sem höfundar þeirra eru fallnir frá, því vísast er að þær end- ist í ,að minnsta kosti þrjú- hundruð ár. Löngu áður en það tímabil er liðið, er kom- in alþýðustjórn á íslandi, en sízt mun vanta umhugsunar- efnin, gaman verður að lifa þá! ★ Til eru hlutir sem í eðli sínu eru raunalegir en um- fnyndast í skop og spé. Svo fór mér um daginn þegar ég las í Vísi rökstuðning Kjart- ans Thors fyrir því að verka- Miðvikudagur 31. maí 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (T ekki ofmetin, en þó eru það Islendingar, sem veita hirð- inni meira en þeir höfðu á braut. með sér. Bóklegar menntir Islendinga hefðu ekki náð þroska sínum án þeirrar stofnunar sem norska hirðin var, og norska hirð- in væri sviplítil án ís- lenzku skáldanna og sagna- ritaranna. Ólafur konungur Hákonar- son hefur komið áður 'til fs- lands, msðan hann var krón- prins Norðmanna. Slíkar ferðir hafa fleiri konungsefni farið úr Noregi. Snemma á 12. öld kom hingað til lands maður að nafni Sigurður slembir eða slembidjákn. Hann hafði flækzt víða, m. a. til Palestínu, en dvaldist hér á landi vetrar langt vest- ur í Saurbæ. Árið 1135 kem- ur hann til Ncregs og kvaðst þá vera bróðir konungs, spretthláuparans Haralds gillikrists eða gilla (sbr. Gil- christ). Báðir töldu þessir náungar, að þeir væru synir Magnúsar berkonungs ber- fætts, en sá var með kven- sömustu konungum í Noregi. Ekki vildi Haraldur taka við frændsemi Sigurðar, svo að Sigurður drap hann, en var sjáTur píndur til bana 1139. Ævintýramaðurinn Sigurður slembir varð ekki konungur á Islandi, þctt hann legði íiingað leið sína, en íslend- ingar urðu nákunnugir hon- um, og skömmu eftir dauða hans samdi Eiríkur Oddsson sögu hans í bók sem nefndist Hryggjarstykki. Sú bók er glötuð fyrir ævalöngu, en Snorri Sturluson fellir efni hennar að miklu leyti inn í Heimskringlu. Hryggjar- stykki er fyrsta sagan, sem vitað er til að Islendingur semji um höfðingja Noregs og jrauninni fyrsta sagan, sem við vitum, að samin sé á ás- lenzka tungu. Hafi íslenzki.r atburðir fram til þess tíma ekki verið svo ævintýralegir, stórbrotnir og heillandi, að þeir megnuðu að fjötra huga hins skriftlærða listamanns, þá tókst Sigurði slembi að verða sú söguhetja, sem leysti blundandi hæfileika ís- lenzks listamanns úr viðjum, fyrsta skráða listaverkið varð til á íslenzka tungu. íslendingur tekur sér. konungsnafn Um miðja 12. öld var erki- biskupsstóll settur í Niðarós, cg efldist þá kirkja Noregs að völdum og virðingu og konungsvaldið að sama skapi, þegar erkibiskup og konung- ur voru sáttir að kalla. Um 1170 kom til árekstra milli Norðmanna og Islendinga. Erkibiskup skarst skömmu síðar í málið og bannfærði helztu íslenzku höfðingjana. Iiér var liafin sú barátta, sem leiddi til þess, að Islendingar leniu undir norsku krúnunni um það bil öld síðar. Að þessu sinni rann atlaga hins norska furstaveldis út í sand- inn, af því að til Noregs kom ungur maður frá Færeyjum Sverrir að nafni, tók sér kon- ungsnafn, drap hinn smurða konung Norðmanna, en stökkti erkibiskupi úr landi. Sverrir varð að verðleikum ástsæll af íslendingum, því að hann bjargaði íslenzka þjóð- veldinu um skeið, en varð bannfærður af páfa. Þegar hann var aðþrengdastur af kirkjunnar mönnum, fór á- bótinn á Þingeyrum, Karl Jónsson, á fund hans og skráði sögu hans að sjálfs hans fyrirsögn. Sverris saga er eitt elzta listaverk ís- lenzkra bókmennta í óbundnu máli, sem varðveitzt hefur. En það voru fleiri Islend- ingar en ábótinn á Þingeyr- um, sem fóru til Noregs um þessar mundir. Héðinn hét maður, sonur Þorgríms hrossa eða hrossaprests á Is- lanúi. Hann fór til Noregs, tók sér nafnið Sigurður, kvaðst Framhald á 10. síðu. Hákon gamli, Margrét drottn- ing og sonur þeirra franuni fyrir drottni. Skreyting úr saltara sem drottning átti. Ólafur konungur og Hákon faðir hans. Konungdœmið} síðara i NOREGf I dag kemur Ólafur V. Nor- egskonungur í opinbera heim- sókn til íslands, síðastur likj- andi þjóðhöfðingja Norður- landa. Gömul og ný tengsl Norðmanna og íslendinga eru það náin að ekki getur svo eindreginn lýðveldissinna á landi hér að hann telji ekki skylt að fagra konungi Norð- manna eins vel og kostur er. Auk þess hefur reynslan sýnt að Ólafur konungur er eins og faðir hans þeim kostum búinn sem gera hann vel til þíngbundins þjóðhöfðirgja fallinn. Þegar hjónunum Karli prins af Glúcksborg, næstelzta syni Friðriks VIII Danakonungs, og Maud prinsessu, yngsta dóttur Játvarðs VII Breta- konuiigs, fæddist eir-kasonur í Appelton House í Norfolk í Englandi 2. júlí 1903, óraði ergan fyrir því að hahn ætti eftir að ríkja yfir Noregi. En tveim árum síðar var norska ríkisstjórnin sem slitið liafði ríkjasambandið við Svíþjóð 'í konungsleit og sneri sér til Karls prins. Óskar Sv-íakon- ungur var svo reiður yfir framferði Norðmanna að hann harðneitaði að Ieggja þeim til konung af Bemadotteættinni. Mikill hluti norsku þjóðarinn- ar vildi stofm lýðveldi, en ríkisstjórnn óttaðist að sl'ikt yrði litið illu auga í konungs- og keisaraveldum Evrópu og taldi sig þurfa á velvild þeirra að halda í eftirmálun- um við Svia eftir sambands- slitin. Karl prins féllst á a<5 gerast konungur ‘i Noregi, ef víst væri að Norðmenn vildu, við sér taka, og í þjóðarat- kvæðagreiðslu í nóvember 1905 var hann kjörim kon- ungur Noi’egs með 259.563 at- kvæðum gegn 69.264 atkvæð- um lýðveldissinna. Strax eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna kom hinn nýkjörni konungur til Noregs með som sinri tvævetran á handleggn- um. Karl tók sér konungsnafn- ið Hákon VII, og rikisarfanumr syni hans, sem í skírninni hlaut nöfnin Alexar.ider Frede- ■rik Edward Christian, var gef- ið hið forna, norska konungs- nafn Ólafur. Hákon konungur festi hið endurreista. konungdæmi í Nor- egi í sessi með alþýðlegri og“ óbrotinni framkomu og hanni og hans fólk samdi sig að- norskum siðum. Ríkiserfinginni var ekki nema þriggja ára. gamall þegar hann snart hjarta skíðaþjóðarinnar með þv'i að staulast á skíðum unt hallargarðinn í Osló. Hanrl gekk í Halling-skólann og var kosinn þar forseti skólafé- lagsins, en settur af þegar meirihluti nemendanna reis Framhald á 10. síðu. menn mættu ekki fá kaup- hækkun. Það setti að mér stórkarlalegan hlátur. Þó er það í rauninni alvörumál að Kjartan Thors skuli ekki á langri ævi og í löngu starfi sem afturhaldsliðsforingi móti verkamönnum hafa upp- götvað neitt frumlegra en þá fullyrðingu að því miður beri atvinnuvegirnir enga kaup- hækkun! Þetta sagði Tryggvi Gunnarsson við skútukarlana fyrir sextíu árum, og þetta þuldi Eggert Cl-assen yfir samtíð sinni meðan hanh var og hét. Ailtaf með sama strembna þjáningarsvipnum fyrir hönd vesalings atvinnu- rekenda, sem vondir kröfu- verkamenn voru að angra með þeirri ósvifni að láta sér koma til hugar hærra kaup, meiri rétt. Ekki var heimskomúnisminn þó farinn að ólmast í skútukörlunum um aldamótin — þó mestu menn þeirra lifðu það að verða kommúnistar. Og „kommúnistarnir" sem íhald- ið lét blöð sín andskotast á fyrir fjórum áratugum hétu m.a. Jón Baldvinsson og Héð- inn Valdimarsson, Jónas frá Hriflu og Haraldur Guð- mundsson og Vilmundur Jónsson. Kommúnistar skyldu þeir heita, ef þeir vildu bætt kjör eða rétt alþýðu; og lika þó þeir gerðu ekki annað en rífa kjaft framan í íhaldið til að komast í þá aðstöðu að verða íhaldssamari en í- haldið, eins og Hriflu-Jónas. ★ En þegar ég hætti að hlæja að hinu raunalega fleypri Kjartans Thors vai’í mér að hugleiða: Geta enn verið til menn sem taka mark á svona óheyrilegum kjafta- vaðli? Eða er karlinn og þeir sem ota hönum fram haldn- ir slíkri blindu og kölkun, að þeir haldi að hægt sé að stöðva sókn íslenzkrar al- þýðu til bættra lífskjara ár- ið 1961 með jafngatslitnum gikkshætti- Ég man ekki bet- ur en það væri þessi sami blessaður Kjartan Thors sem fyrir nokkrum árum gaf Al- þingi það skriflegt að 12 stunda hvíld togaraháseta á sólarhring væri ekki einungis óframkvæmanleg vegna pláss- leysis í skipunum heldur hlyti hún líka að setj.a tog- araútgerðina á íslandi á líöf- uðið, atvinnureksturinn bæri ekki sl'kt álag! Var tekið mark á þessu? Nei, til allrar hamingju. Sjómenn ráku upp stórkarlalegan hlátur og hættu ekki fyrr en 12 stunda hvíldin var lögfest. Og þó ýmsum togaraútgerðum hafi ekki vegnað sem bezt undan- farið, er líklega enginn sá á landinu, nema kannski marg- nefndur Kjartan Thors, sem heldur að 12 stunda hvíldin sé völd að því. ★ I Mér finnst Vinnuveitenda- samband íslands og Kjartan Thors eiga sterkan leik: að tala inn á segulband, þrjú þúsund sinnum endur(ekið: „Atvinnureksturinn ber ekki kauphækkun““. Þá þyrfti aldrei framar af hálfu einka- atvinnurekenda á íslandi að spandera neinum vinnu- krafti á samningafundi með verkamönnum, heldur senda bara einn lítinn Thorsara til að spila segujbandið. Og seg- ulbandið hefur þann stóra kost að það kalkar ekki, og hægt er að endurnýja það þegar slitblettir verða of á- berandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.