Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1961, Blaðsíða 4
"§) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 31. maí 1961 cDagskrd konungs- heimsóknarinnar Árdegis í dag stígur Ólafur fimmti Noregskon- ungur á land í Reykjavík. Hann er hingað kominn í opinbera heimsókn og dvelst hér á landi fram á laugardagskvöld. Hinni opinberu heimsókn konungs lýkur þó á föstudagskvöldið; á laugardaginn dvelst Ólafur V. hér í einkaerindum og mun þá m.a. heim- sækja Borgarfjörð og koma að Reykholti, þar sem hann afhjúpaði fyrir tæpum 14 árum styttu þá af Snorra Sturlusyni, sem Norðmenn gáfu íslending- um eftir stríðið. Ólafur var þá, á Snorrahátíðinni il 947, ríkisarfi Norðmanna. Hér á eftir verður rakin dag- skrá hinnar opinberu heimsókn- ar ^Noregskonungs. 1 4 Miðvikudégur Árdegis í dag sigiir varðskip- ið Óðinn til móts við kcnungs- skipið NORGE og fylgir því til haínar. Konungsskipið leggst ekki að bryggju heidur mun liggja v:ð festar á ytri höfn- inni. Um kl. 10.30 íara H’alvard Lange utanríkisráðherra Nor- «gs, Bjarne Börde ambassador, dr. Sigurður Nordal og Valgeir Björnsson hafnarstjóri um borð í konungsskipið. Kl. 11 leggur hátur Noregskonungs að bryggju og konungur stígur á land. Þar verða fyrir forsetahjónin, ráð- liillliiiililiiiiliillllilllilillilllirfjraiini | Föruneyti | | konungs og | | fyigdarlið | E Föruneyti Ólafs kon- E = ungs er þannig skipað: E E Halvard Lange utanríkis- E E ráðherra, Odd Grönvold E 5 stallari, E. T. Lundes- - E gaard ofursti og Arne E E Haugh majór. E í hinu íslenzka fylgdar- E liði Noregskonungs eru: E I>r. Sigurður Nordal pró- E fessor og Pétur Sigurðs- = son forstjóri Landhelgis- = gæzlunnár. Fylgdarmaður = utanríkisráðherra Noregs = = er Þorleifur Thorlacius = = deildarstir.ri í utanríkis- = = ráðuneytinu. E Últlllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllll herrar ailir, fylgdarlið konungs, utanríkisráðherra Noregs o.fl. Þegar forseti íslands og for- setafrú hafa heilsað konungi og fylgdarmönnum hans verða leiknir þjóðsöngvar Noregs og íslands. Síðan verður ekið írá höfninni um Geirsgötu, Póst- stræti, Hafnarstræti, Lækjar- torg, Lækjargötu og Vonar- stræti að Tjarnargötu 32, ráð- herrabústaðnum, þar sem kon- ungur mun búa meðan hann dvelst hér. Kl. 12.07 leggur Ólafur kon- ungur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelii, en nokkrum mínútum síðar verður gengið í alþingishúsið, þar sem þingforsetar taka á móti kon- ungi og föruneyti; Konungur skoðar síðan húsið undir leið- sögn forseta þingsins, en því næst gengur hann ásanit forseta íslands út á svalir alþingishúss- ins. Kl. 15.40 hefst stutt athöfn í Fossvogskirkjugarði. Konungur leggur þá blómsveig að norska minnisvarðanum í kirkjugarðin- um. Norðmaðurinn séra Harald Hope heldur minningarræðu og Karlakórinn Fóstbræður syngur. Kl. 17 tekur Noregskonungur á móti forstöðumönnum erlendra sendiráða í ráðherrabústaðnum. Bjarni Börde ambassador kynnir en viðstaddir verða utanríkis- ráðherra Noregs, Halvard Lange, og fylgdarmenn konungs. Laust eftir kl. 20 um kvöldið hefst veizla forseta íslands að Hótel Borg. Fimmtiidagar Annar dagur hinnar opinberu konungsheimsóknar hefst með heimsókn í Háskóla íslands, kl. 9.55—10.45. Frá háskóianum verður ekið að þjóðminjasafninu og það skoðað kl. 10.50—11.45- K'. 12>’0 hefst guðsþjónusta í Béssastaðakirkju, en að messu lokinni snæðir konungur og fylgdariið hádegisverð að Bessastöðum í boði íorsetahjón- anna. Kl. lö heíst móttaka Reykjavíkurbæjar í Melaskól- anum, en kvöJdverð snæða hin- ir norsku gestir ásamt forseta- hjónunum í ráðherrabústaðnum. Hátíðasýning hefst í Þjóðleik- húsinu kl. 20.45. Þá verður sýnd ur leikþáttur sá sem dr. Sigurð- ur Nordal samdi sérstaklega vegna konungskomunnar; einnig verður kórsöngur. Föstudlagur Árdegis á föstudag, síðasta dag hinnar opinberu heimsókn- ar Noregskonungs, verður farið til Þingvalla. Lagt verður af stað frá ráðherrabústaðnum kl. 8.30, komið ti! Þingvalla um klukkustundu síðar, staðnæmzt í Almannagjá og gengið á Lög- berg. Hressing verður veitt í ráð- herrabústað á Þingvöllum. en síðan haldið til Reykjavikur aft- ur. Hádegisverður verður snædd- ur í Sjálfstæðishúsinu í boði ríkisstjórnarinnar. Kl. 1G verður móttaka fyrir ncrska boðsgesti í norska sendi- ráðinu við Fjólugötu, en um kvöldið býður Ólafur konungur til kvöldverðar um borð í kon- ungsskipinu Norge. Munu for- setahjónin leggja af stað á skipsbáti útí kónungsskipið frá Loftsbryggju kl. 19.50. Lcagardtgur ó’.afur konungur óskaði þess, er heimsókn hans var ákveðin. að fá að dveljast hér ú landi einn dag eftir að hinni opin- beru heimsókn hans lyki. Þann dag, laugardag, mun konungur nota m.a. til að komast ,að Reyk- holti, þar sem hann aíhjúpaði árið 1947 styttu Snorra Sturlu- sonar svo sem áður var greint frá. Konungsskipið siglir árdegis á laugardag upp í Hvalfjörð, en þar stígur Ólafur konungur á land ásamt föruneyti og ekur síðan, i fylgd með forseta ís- lands o. fl. um nærsveitir, upp í Borgarfjörð að Reykholti. Um kvöldið stígur konungur aftur um borð í skip sitt, sem held- ur þegar af stað áleiðis til Nor- egs. Þessi mynd er tekin í Norður-Noregi. Ólafur konungur hefur heimsótt byggðarlög á Finnmörk, konungsskipið liggur úti á Porsangerfirði eni skips- báturinn er leið frá landi til skips. _ Konungsskipið Norge er 1628 lestir r.ð stærð, 80 metra langt, 11,6 metra breitt. Aflvélar eni tvær 15 þús. lia. disslvélar og ganghraði skipsins 16 hnútar. Skipið var smíðað á árinu 1937 í Englandi. Á styrjaldaránmum var skipið í þjónustu brezka flotans, en 1948 var það keypt fyrir fé sem safrazt hafði meðal Norðmanna heima og erlendis og af- hent Hákoni konungi, föð- ur Ólafs V., að gjöf. Hafði skipið þá verið lag- fært hátt og lágt. Norski sjóherinn sér um viðhald á konungsskipinu og áhöfnin er sjóliðar. Yfirmenn skipsins eru 8 talsirs, 11 undirforingjar og 45 óbreyttir. Skipherra er kommandörkaptein W. O. Thoresen. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimintiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiimiiiiiii"imiii!miiiiiiiiiiiiiiiiii!miiiiiiiimiiiiiiiiii! Menning -þjóða sést oít aí salernismenningu hennar — kvengestur segir ekki sínar íarir sléttar — ljót lýsing af Hressingarskálanum — verkamaður ofan úr Borgarnesi sendir okkur vísu ur kurteis og lipur og öll umgengni í sölunni til sóma. En eins og stundum kem- ur upp á, þá þurfti ég að bregða mér inm á salerni og annan eins sóðaskap og ó- þrifnað hef ég aldrei aug- um litið fyrr. Vatn úr einni salernisskál- inni flóði yfir mest allt Hér kemur umkvörtunar- bréf frá kvengesti á veit- ingastað: „Svo er mál með vexti, að ég fékk mér kaffisopa inni á Hressingarskála fyrir nokkrum dögum ásamt vin- konu minni. Framreiðslan var í stakasta lagi og stúlkan, sem afgreiddi okk- gólfið og megnan ódaun lagði frá þessu. Ekkert handklæði var við vaskinn og þeir allir stiflaðir. Ekki bætti úr skák, að lýsir.igin var með eindæmum slæm og ekki viðlit að púðra nefbroddinn án þess að eiga á hættu að verða eins og hveitipoki í framan. Ekki má gleyma að geta þess, að Iæsingin á annarri salemishurðinni var í ólagi og þar sem vatn flóði úr hinni skálinná urðu gestir frá að hverfa og það er ekki gcður kostur að hlaupa unp I Bankastræti eða flýta sér með hraðferð- inni heim og getur haft ó- fyrirsjáanlegar afleiðingar á almannafæri. Nú langar mig til að spyrja, hvort ekkert eftir- lit sé haft með veitinga- húsum hér í bæ eða hvort þar sé farið í manr.igrein- arálit og einstöku menr< fái að reka veitingahús án alls eftirlits. Spyr sá' sem ekki veit. Ég get ekki fundið neina frambærilega afsökun fyrir veitingahúsið, þar sem margir veitingastaðir eru reknir með sóma og hrein- lætis gætt í hv'ivetna. Menn mættu athuga, að menning þjóða sést oft af salernismenningu hennar.“ Verkamaður einn uppi í vísu, þegar hann frétti af undirtektum litvaxpsráðs undir dagskiá Alþýðusam- bands Xslands 1. maí s.l. Fnykurinn verður fúll og súr, firrtur þrifa kjörnum. Hvernig sem þeir ausa úr andans kveisugömum. imiiiiiiimimmiiiiiiiimiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiin'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.