Þjóðviljinn - 12.07.1961, Síða 4

Þjóðviljinn - 12.07.1961, Síða 4
tKiunvaOT -- 1961 iirgBibiníivóiM 3j _ ÞJÓBVILJINN — Miðvikudagur 12. júlí 1961 Þrátt fyrir örlagarík átök íslenzkra auðmanna og verka- manna þar sem sigurinn er verkamannsins; þrátt fyrir það að samstaða verkamanna og bænda í þessum áttikum boðar endurmat. vinnustéttanna á hlutverki sínu í sköpun fram- tíðarinnar. — þrátt fyrir það að sbkir stórviðbiurðir hafa gerst, fellur ekki skuggi á þann þriðja, þótt af. öðrum toga sé: gjöf Ragnars Jónsson- r- - t / ar á máiverkasafni sínu til AJ- þýðusambands íslands. Sú gjöf verður ekki ótalin meðal stærstu viðburða i sögu al- þýðusamtakanna. Frá henni ber skærri Ijóma og dýpri en öðru þvi, sem samtök alþýð- unnar hafa mátt fagna í við- skiptum sínum við þjóðfélag •og einstakiinga. Öll réttindi al- þýðunnar og viðurkenning er fengið fyrir baráttu hennar sjálfrar. Ailt, hversu sjálfsagt, sem okkur finnst það í dag, heíur kostað hana fórnir og • eftirtölur. Það hlýtur því að vekja ánægju allra iaunþega sem skilja hvað gjöfin Ragnars geymir, að samtök þeirra skuli eiga að vin svo vaxinn mann í tvennum skilningi: annars vegar hafinn yfir smásmugu- skapinn og penineabyggjuna. að hinu leytinu ekki minni. er hann metur samtök albvðunn- ar í landi sínu svo mikils að fela þeim forsiá menning- arverðmæta. sem með ílestum þjóðum er talið .á fárra færi að meta og ávaxta. *##**«**#* Á sýnin.gunni í Listamannaskálanum: I’rjár myndir eftir Þorvald Skúlason: 1. (f.v.) 1 eld húsinu; 2. Portrett; 3. Komposisjón, þær eru kunnar á ýmsum skeiðum lífsferils hans. 1 ð ei En það iór vel á því að listin skyldi ’ koma til alþýðu- samtakanna á þennan hátt, að hún skyldi koma sem viður- kenning fyrir baráttu eriiðis- mannsjns, bæði sem einstak- lings og samtakamanns, en ekki knúin fram í átökum og afhent við nauðung. Margir hafa hrist höfuð sín yfir þessari nýju afstöðu til samtaka alþýðunnar og leitað ótal skýringa. Þeir sem þekkja gefandann undrast minnst. Þeir gleðjast aðeins yfir því hve farsæli íslenzkur höfðingsskap- ur getur verið þegar hann kemur frá þeim, sem hann er eiginlegur. Eftir er hlutur okkar. Það er mikill vandi, sem heimtar víð- sýni og vit að ávaxta þessa gjöf. Það kostar mikið fjár- magn að reisa safninu verðug- an samastað, en fyrst og fremst kostar það skilning allra laun- þega, sem orðið getur upp- spretta milljóna svo "margir sem við erum. En sá skilning- ur þarf líka að endast til þess að stækka hvern mann við kynni hans af listinni. Við slíka gjöf eru tengdar þær vonir, að þeim, sem áttu of langan dag, of þreytta hvíld, of stutta svefnró, finnist ekki lengui- að lífsnautnih frjóa sitji í fangelsi stritsins, að þeim finnist ekki gleðin horfin á þeirri stund, sem hún verður á vegi þeirra. st. BJÖRN BJARNASON; UM ALÞJÓÐASAMBÖND VERKALÝÐSINS íiiá i Amsterdamsambandíð og Lundunaráðstefnan # ji Þpþítjöf Amsterdamsambands- ins fyrir fasismamim. Á árunum milli styrjaldanna eru það einkum 3 ártöl í sögu hinnar alþjóðlegu verkalýðs- hreyfingar, sem staldra verð- ur við, valdataka nazismans í Þýzkalandi og hið algera getu- og viljaleysi Amsterdamsam- bandsins til þess að leggja fram hinn minnsta skerf til baráttunnar gegn fasisma og stríðshættu. 1936, fyrsta til- raunin til alþjóðlegrar einingar og raunhæfrar baráttu gegn íasismanum. 1939, heimsstyrj- öldin síðari skeliur á. Þegar ítalski fasisminn hafði náð að festa sig í sessi myndaði hann sín fyrstu fas- ista verkalýðsfélög 1924—’25. í. kjölfar þess kom svo Hitler þegar hann 2. maí 1933 lagði undir sig hina voldugu bygg- ingu þýzka verkalýðssam- bandsins, D.G.B., og hinir sósí- aldemókratísku leiðtogar þýzka verkalýðsins horfðu aðgerðar- lausir á að hin voldugu verka- lýðssamtök þýzka verkalýðsins voru lögð undir Vinnufylkingu Hitlers. í kjölfar þessara aðgerða Jtomu svq hinar hörðustu árás- ir afturhaldsins á samtök verkalýðsins hvarvetna um heiminn. Á þingi Amsterdamsam- bandsins í Brussel sumarið 1933 skorti ekki stór orð í garð nazista og fasista, en rmnna varð úr raunhæfum að- gerðum. Þessu þingi lauk svo að engin tilraun var gerð ti! samstarfs við verkalýðshreyf- ingu Sovétríkjanna. Með hverju ári sem leið magnaðist stríðshættan en sam- einað afturhald kom i veg fyr- ir allar tilraunir þáverandi ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, Litvinoffs, til að hefta árásaröfl- in. Barátta verkalýðssamtak- anna víða um heim, gegn at- vinnuleysi og örbyrgð færðist í aukana og skilningur þeirra á fyrirætlunym árágaraflanna varð gleggri' Áhrif sovézku verkalýðsfélaganna fóru vax- andi svo ,að á þingi Amster- damsambandsins 1936 lögðu fulltrúar Mexiko, Rrakklands og Noregs til að samstarf væri hafið milli sambandsins og miðstjómar Sovét verkalýðs- sambandsins. Samningaumleitanir voru hafnar en dregnar á langinn og að tveim árum liðnum end- anlega rofnar af hendi Amst- erdamsambandsins. Á þessum örlagaríku árum vanrækti Amsterdamsamband- ið algerlega það hlutverk að sameina verkalýðinn til bar- áttu gegn fyrirætlunum aftur- haldsins og árásaraflanna svo að þau mættu engri sam- ræmdri mótstöðu og heims- styrjöldin skall á. Á fundi brezka verkalýðs- sambandsins 1941, sem haldin var í Edinborg var samþykkt að taka upp samstarf við verkalýðssamband Sovétrikj- anna um einbeitingu verka- lýðssambandanna í baráttunni gegn fasismanum. Samböndin skiptust á fulltrúum, Walter Citrine fór til Moskvu en Nik- olai Shvernik fór til Lundúna. Með þessum fulltrúaskiptum hófst árangursríkt samstarf með þessum tveim verkalýðs- samböndum. í nóvember 1944, á sameig-, inlegum fundi brezka og franska verkalýðssambandsins var samþykkt að beita sér fyr- ir úndirbúningi alþjóðlegrar verkalýðsráðstefnu. 4.—7. des. Var svo haldinn í Lundúnum fundur undirbúningsnefndar, með fulltrúum frá Sovétríkj- unum, Bretlandi, Frakklandi og frá Bandaríkjasambandinu C.X.O. í jan. 1945 kom sam- an í Moskvu fransk-sovézka samstarfsnefndin og ræddi um möguleikana á stofnun raun- verulegs alþjóðasambands verkalýðsins. Allt þetta undirbúningsstarf Framh. á 10. síðu TÓMAS: „ . . . Hér er með öðrum orðum risið upp nýtt listasafn og fágætlega verð- mætt, sem aflient verður al- þýðu þessa lands til varð- veizlu. . . “ HANNIBAL: „ . . . mikill vandi og þung ábyrgð fylg- ir því að taka við slíkri gjöf. — Hennar verður vandlega að gæta. — Hana verður að ávaxta. — Henn- ar bjarta Ijós má ekki liggja undir mælikeri. . . “ Gamolt boð- orð og nýtt • Fyrsta boðorð launþega- saintakanna var í upphafi og er enn, táknaö með einu orðl; orðinu EINING. Grein laga um tilgang hvers stéttarfélags hljóðar venjulega eitthvað á þessa leið: AÐ efla og styrlíja samtök og bróöurhug félags- manna — AÐ Uoma í veg fyrir að réttur þeirra sé fyrir borð borlnn í atvinnumálum. — Saga íslenzku launþegasam- takanna geymir margan sigur,' sem vannst í nafni einingar- innar, en það vita þeir, sem kynnst hafa að það kostaði meim en orðið eitt að skapa slíka einingu. Barátta, sem háð var í verkfalli, oft einangruð, gegn ofurvaldi þeirra, sem réðu yfir vinnu og lífsbjorg, — sú barátta var háð i hjarta hvers verkamanns og iíonii, þar sem manndómur, sam- hyggð og skilningur á samtök- urn og múlstað vógust á við skort heimilisins, gylliboð um bjarta framtíð og látlausan á- róður gegn samtökunum og einstaklingum,' sem fremstir stóðu. • Einliver mun segja: Þetta er iiðin tið, nú er það ailt um garð gengið, og samtökin ó- vinnandi. Það er satt. En þó margt hafi breytzt eru höfuð- einkenni stéttaátakanna hin sömu. Ennþá lifir hugsjön ein- ingarinnar, enn má sjá hetju- skap manns og stéttar, þegar gylliboð, liótanir og . áróður ríða eins og liolskeflur yfir samtök og einstaklinga. Og enn, ekki s’ður en fyrr, er reynt að rjúiá eininguna með því að ota fleygnum milii ein- staklings og samtaka. 1 stétta- átökunum á þess.u sumri liöf- um við kynnzt hvorútveggju: miklum styrk, sem færði okii- ur sigra og miklu ístöðuleysi, og félagsiegri spiliingu, sem úr þeim dró. 1 þessum átökum liefur auðstétiinni tekizt að fleyga einstök félög frá heild- inni og veikja þannig mátt samtakanna. Petta eru víti til varnaðar og lærdóms. Annars vegar höfum við félög, sem bresta í átökunum sjálfum þegar forustan bilar, eins og Hlíf; hinsvegar félög, sem frá byrjun átakanna vöidu sér hlutskipti spákaupmannsins, að bíða meðan aðrir börðust. tii þess að geta að því húnu hirt það sem vannst og jaínvel orð- ið aðnjótandi viðurkenningar frá auðstéttinni fyrir að iuifa iamað baráttuna með hjásetu og sundrung. l>ar höfum við dæmin frá Iðju, Prentarafélag- inu, Frainsókn og fleiri félög- um. Þessi dæmi, sem nefnd voru, lýsa átalianlegum þver- brestum, sem enn eru í röðum verkalýðssamtakanna. Og þau lýsa braskhyggju, sem síðari áratugir hersetu og vaxandi spiUingar, liafa lætt inn í ó- spiUt hugarfar hins vinnandi manns. En alveg sérstaklega •skýra þau frá meginorsök þess, að siilít getur átt sér stað, en það er niðuriæging og póUtískur va'ndisferill Alþýðu- flokksins. Svo djúpt eru leið- togar þessa flokks soklcnir, að vonlaust er að þeir fál afplán- að misgjörðir sinar \4ð alþýðu landsins. Þeim mun heidur elíki takast að liafa varanleg skemmdaráhrif innan verka- lýðshreyfingarinnar; aðeins mun það taka nokkurn tima fyrir fyigjendur þeirra að sætta sig við brostnar vonir. Og það mun krefja vinstri öfl- in þróttmeira starfs en nokkni sinni fyrr að hraða svo þróun og uppeldi l erkalýðsstéttarinn- ar, að á næstu árum finnist hvergi í röðum hennar félög né memi, sem skortir þroska og manndóm tii þess að gera eininguna að ófrávíkjanlegu boðorði sinu. st.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.