Þjóðviljinn - 12.07.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 12.07.1961, Síða 6
B) — ÞJÖÐVILJINN—: Miðvikudagur 12. júlí 1961 (IIÚÐVILIINN ðtKefandl: Samelningarflokkur alþýSu - Sósíallstaflokkurinn. - Ritstjórar: Masnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Quðmundsson. — FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — RitstJórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. aimi 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f. Verðbólgan -- vopn auðmannastéttarmnar í róður stjórnarblaðanna fyrir verðbólgu verður æ vand- ræðalegri. Þessi blöð halda Því fram að samið hafi verið um hærra kaup en atvinnurekendur þoli, því verði að koma á verðbólgu. Hver á að dæma um þetta? Er ekki bezt að láta atvinnurekendur sjálfa dæma um þetta með gerðum sínum? Tökum t.d. iðnrekendur. Þeir hafa samið um kauphækkun án verkfalls. Ekkert neyddi þá til að semja. Þeir báðu hvorki um né fengu nein loforð frá ríkisstjórn um hækkun vöruverðs. Þeir sömdu af sjálfsdáðum. Dettur nokkru ábyrgu stjómarblaði í hug að þeir hafi hækkað kaup við starfsfólk sitt og ætli svo að gera þjóð- jfélaginu reikning á eftir? TVTei. Það er annað og illkynjaðra, sem hér er á ferðinni ' í stj órnarblöðunum. Það eru til í auðmannastétt lands- ins ábyrgðarlausir braskarar, — menn, sem nota stjórn- arflokkana sem svikamyllu til að mala sér auð en þjóðinni verðbólgu. Þessir valdamenn stjórnarflokkanna láta lána sér hundruð milljóna króna af almenningsfé úr bönkum ríkisins. Síðan festa þeir féð í fasteignum. Svo setja þeir verðbólguna af stað og knýja fram gengislækkun á 10 ára millibili. Þannig hækka þeirra fasteignir. Og þannig lækka þeirra skuldir í raungildi. Það eru þessir verðbólgubraskarar, sem hafa ráðið Sjálfstæðisflokknum síðustu áratugina. Fyrir verðbólgubi*askarana er útgerðin á Sjálfstæðisflokkn- um gróðavænlegri útgerð en annars er hægt að láta sig dreyma um á fslandi. ll/rorgunblaðið er þessum verðbólgubröskurum sem einn sjálf- spilandi eilífðargrammófónn, sem alltaf spilar sama verð- bólgulagið: „Atvinnureksturinn þolir ekki kauphækkun! Ef kaupið hækkar, verður verðið að hækka!“ Og Sjálfstæðisflokkurinn er þeim alltaf sama valdatækið: Ff verðbólgubraskararnir neyðast til að hækka kaupið eða þykir nauðsynlegt af einhverjum öðrum ástæðum að gera það, — þá á Sj álfstæðisflokkurinn að sjá um að stela því aftur af alþýðunni með verðbólgu. Ríkisvald Sjálfstæðisflokksins er verðbólgubröskurunum og auðmannastéttinni allri sem þjófalykill að bönkum rikis- ins og að vösum alþýðunnar. k uðmannastéttin á tvenns konar höfuðvopn í stéttabaráttu sinni við verkalýðinn. Annað er vald hennar yfir at- vinnutækjunum. í krafti þess valds reynir hún að arðræna yerkalýðinn beint, með því að lækka kaupgjaldið eða halda því niðri, er það ætti að hækka. Auðmannastéttinni tókst ekki að beita þessu valdi núna, þrátt fyrir góðan vilja, mik- ið ábyrgðarleysi og margra vikna stöðvun hennar á atvinnu- tækjunum til þess að reyna að svelta verkamenn til undan- halds. Hitt vopnið er ríkisvaldið. í krafti þess að auðmarna- stéttin ræður Sjálfstæðisflokknum og fylgihnetti hans, AI- þýðuflokknum, hefur hún nú beitt ríkisvaldinu, — fyrst með beinni, opinberri, lögskipaðri kauplækkun 1. febr. 1959, — síðan með stöðugt aukinni, lögskipaðri dýrtíð í krafti geng- islækkunarinnar í marz 1960. Og nú, þegar verkalýðurinn h,efur tekið dálítið af ránsfengnum til baka, heimtar auð- írtannastéttin rikisvaldinu beitt, til þess að ræna því aftur af verkalýðnum með verðbólgu. ITm þetta stendur baráttan nú. Dirfist auðmannastéttin að beita ríkisvaldinu til nýrra ránsaðgerða, þá á alþýða íslands einskis annars kostar, en týgja sig til harðvítugri baráttu en nokkru sinni fyrr, en á báðum þeim sviðum, sem auðvaldið haslar sér völl á: Annarsvegar með nýjum kauphækkunum. ííinsvegar með því að taka ríkisvaldið af auðmannastétt- inni, svipta verðbólgubraskarana þjófalykli þeim, sem þeir hafa of lengi notað, þjóðinni allri og alþýðunni sérstaklega til óþurftar. 'Eining og samheldnl alþýðunnar í næstu kosningum er áhejini jafn nauðsynlegt og oiningin í kaupdeilunum. Fátt er ánægjulegra en fylgj- ast með ungu fólki er ræðir framtígaráætlanir. Alveg ný- lega varð ég slíkrar ánægju að- njótandi þar sem ferðanefnd Æskulýðsfylkingarinnar sat á rökstólum í Tjarnargötu 20. Það var í undirbúningi kvöld- ferð, eftir klst. eða svo, en samt gaf þetta unga fólk sér tíma til að svara spurningum. Einar Ásgeirsson, formaður ferða- nefndarinnar og Dóra Skúla- dóttir, varaformaður, urðu einkum fyrir svörum, en auk þeirra eru í nefndinni Ólafur Sigurðsson, Skúli Guðmunds- son og Guðrún Hallgrímsdótt- ir. — Hvað er næst fyrirhugað hjá ykkur? —' Um næstu helgi, 15. þ.m., förum við í Landmannalaugar. Það er tvennskonar ferð: helg- arferð fyrir þá sem vilja dvelja þar um helgina en fara svo heim, og jafnframt sumar- leyfisferð fyrir þá sem vilja og geta verið lengur í ferðinni. ‘— Ætlið þið að halda kyrru fyrir í Laugunum þar til þið komið aftur? — Nei, það er ráðgert að dvelja þar í 2—3 daga, skoðá Jökulgilið og ganga á Há- barm og e.t.v, víðar. Síðan verður farin FjaUabaksleið um Kýlinga, Jökuldali og Eldgjá niður í Skaftártungur o,g það- an heim. — Ætlið þið að ganga niður í Skaftártungur? — Já, það ætti ekki að verða í ferðalögum ÆFR er alltaf glatt á hjalla, og þótt veðurguðirnir séu ekki ætíð hliðhollir, þá syngja menn sér til hita og smávegis sönghæsi skaðar engan. Ertu með neinum ofætlun. Við ráðgerinn stuttar dagleiðir, eða um 15 km — og gefst því nægt tóm til að athuga hið markverð- asta á leiðinni, sem er hin skemmtilegasta. Það eru ekki ráðgerðar miklar byrðar, en svefnpoka, nesti og annan nauð- synlegan útbúnað verða menn þó að bera. Fylkingin leggur til tjöld og eldunaráhöld, en nesti og svefnpoka verða menn að leggja til sjálfir. — Verður þetta dýrt ferða- lag? —> Nei, það verður mjög ó- dýrt. Ferðin stendur frá 15. til 23. júlí og fargjald verður iaðeins kr. 500 fyrir far í Land- mannalaugar og síðan úr Skaft- ártungum til Reykjavíkur. — Er þetta fyrsta ferðin ykkar í sumar? — Nei. Við höfum farið tvær helgarferðir. Fyrri ferðin var á Snæfellsnes um hvítasunn- una. Við gengum á Snæfells- jökul og skoðuðum nesið. Um Jónsmessuna fórum við í Þjórs- árdal. komum að Stöng, fórum í Gjána og að Háafossi. Þar fóru menn í bað, bæði vatns- og regnbogabað. — Og hvernig var þátttak- an? — Það var fullsetinn lang- ferðabíll í báðum ferðunum. —r Við höfuni einnig farið eina sundaferð í sumar, minn- ir einhver á. — Sundaferð — hvað er nú það? —. Við fengum bát og sigld- um hér inn um sundin. í þeirri ferð heimsóttum við Rein á Akranesi. — Rein? — Já, veiztu ekki maður að það er hið myndarlega félags- heimili sósíalista á Akranesi! Þar er mjög gott að koma. — Höfðu margir áhuga fyrir sundaferð? - •— Já, það voru 40—50 ,manns í tvelmur bátum. — Hvað farið þið fleira? — Við förum einnig út í bláinn. — Hverskonar flan er nú það eiginlega? — Það eru kvöldferðir, stutt- ar, lagt af stað kl. 8 síðdeg- is og komið aftur í bæinn um miðnættið. Engin föst áætlun er gerð um þær ferðir held- ur farið á þann stað hverju sinni er þá verður fyrir val- inu. Það er farið til einhvers staðar í nágrenni bæjarins, svara þau. Það virðist vera þrálátur kvilli hjá miðaldra pólitíkus- um og bisnissmönnum og hringormar eru í þorski, að geta með engu. móti skilið gagnsemi slíkra ferða „út í bjáinn“. fjarri öllum fundar- húsum og veitingástöðúm, og nú set ég mig í spor þeirra og' spyr: — Hver er svo eiginlega meiningin með öllu þéssu flakki? — Það er' hressing, heilsu- bót, skemmtun og lífsgleði — og fólkið kynnist jafnframt landinu, og það kynnist hvað öðru, svarar þéttá unga fólk — og brosir vorkunnsamlega í laumi að fávizku minni. — En eru þessar ferðir ékki eingöngu fyrir Fylkingarfélaga? — Nei, það mega allir vera með. — Hafa kannski einhverjir úr öðrum flokkum tekið þátt í þessum ferðum? —, Já, það hafa bæði kunn- ir unsir framsóknarmenn og heimdellingar verið með í þeim. — En enginn ungkrati? — Það held ég ekki. — Lík- lega eru þeir hræddir við okkur, ef þeir eru ekki allir útdauðir. — Eru þessar kvöldferðir ykkar út í „bláinn“ nokkuð dýrar? — Nei, þær eru mjög ódýrar. Þær eru ódýrari en hanga í bænum á bíóum og sjoppum á kvöldin. auk þess sem þær eru skemn^tileg^r, því- jafn- framt því að kynnast ná- .grenninu .förum við í «leiki — og það er oftiglatt á hjalla. Þá má ekki gleyma því að 10 dögum eftir hvert ferðalag er myndakvöld hér í félagsheim- ilinu, þar sem sýndar eru myndir úr ferðalaginu. Við förum í kvöldferðir á hver jum miðvikudcgi all- an júlí og frameftir ágúst. Við höfum haft þessa ferðastarf- semi í ein 4 ár og eru þær einn meginþátturinn í sumar- • starfinu. - — Hafið þið ekkí ráðgert ■ fleiri lengri íerðir í sumar? — Jú, um verzlunarmanna- helgina förum við inn á Kjöl,- göngum á Kerlingarfjöll og í Þjófadali og sennilega víðar. Einhverntíma í ágúst eða Frámhald á 10. síðu, Jón Böðvarsson er vinsæll í ferðalögum ÆFR, Hann kann frá mörgu skemmtilegu að segja ,og hefur oítar *n einu sinni verið sö.gumaður S ferða- lögum fylkingarmnar. Gunnar Ólafsson skólastjóri fimmtugur Fyrir löngu ákvað ég að senda Gunnari Óla.fssyni skólastjóra í Neskaupstað nokkrar . l'ínur með kveðju minni og minna, þegar liann yrði fimmtugur. Nú hefui' Gunnar lagt fimm tugina að baki, en ég hef svikið hann og sjálfan mig um kveðjuna. Afsökun mín er helzt sú, 3ð ég var í önnum við undir- húning að sambandsþingi og landsmóti Ungmennafélags Islands að Laugum, þegar af- mælisdaginn bar að garði. Gunnar er mikill og fórnfús félagshyggjumaður. Hann mun því taka, afsökun mína til gre:na. En kveðjuna skal hann fá þótt fátækleg sé og seiut á; fei'ðinrii. ■Gunnar er /æddur 21. júní 1911, að Efrá-Núpi í Miðfirði. Hann er sonur hjónanna Öl- afs bónda á Þverá 'í Miðfirði Halldórssonar Ólafssonar og Jóhönnu Margrétar Halldórs- dóttur bónda á Kárastöðum í Þingvallasveit Einarssonar. Gumar stundaði nám í Flensborgarskóla 1928 til ’30. Hann lank kennaraprófi við Kennaraskóla íslands 1932 og íþi'óttakennaraprófi við í- þróttakennaraskólann á Laug- arvatni 1935. Árið 1946 dvaldi hann við nám í Sviþjóð. Fyrstu kemnsluár s'in var hann kennari í Þingvallasveit, árin 1932 til '34. Ár:n næstu á eftir e'ða 1935 til 1939 var hann ungíinga- og íþrótta- kennari á Eyrarbakka, Stokkseyri og Keflavík. Hann flutti til Austin-Iands 1939 og var kennari við bamaskólanm á Fáskrúðsfirði til árs:ns 1946, en þá tók hann við skólastjóm bamaskólans í Neskaupstað og hefur gegnt því starfi siðan. Gunnar var 'i möi'g ár í stjóm Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands og hér- aðsstjóri- um skeið. Hann hef- ur einnig verið form. Kenn- arasamb Austurl. Á Fá- ski'úðsfirði og í Neskaunstað hefur Gunnar gegnt marghátt- uðum trúnaðar- og félags- störfum,. sem ekki verða raik- in ihér. -Hann hefur því kom- ið mjög við sögu í félags- og menningarmálum Austur- lands. Gunnari kynr.tist ég fyrst í Kennaraskóla Islands vetur- inn 1931 til 1932. Aðalkynni okkar hófust þó fyrst á Aust- urlandi, en í þánn landshluta fluttum við samt'imis. Á Aust- urlandi störfúðum við mikið saman á vettvangi umgmenna- félaganna og kennarasamtak- anna í nær tvo áratugi. Sér- staklega er mér ljúft að minn- ast samstarfs okkar í stjórn Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands um mörg ár. Eg þakka honum áhuga og atorku í þágu sameigin,- legra áhugamála. Gunnar er einn þeirra drengskaparmanna, sem duga bezt, þegar mest á reynir. Hann er djarfur í félagsmál- um, tiaustur, athugull og samvinnuþýður með ágæt- um. Hverju máli, sem hann tekur að sér sinnir hann af alhug og samvizkusemi. Gurru- ar á marga þá hæfileika í ríkiim mæli, sem beztir eru hverjum kennaia og æsku- lýðsleiðtoga og hefur sýnt það í verki. Gunnar er giftur mestu á- gætiskonu Ingibjörgu Magn- úsdóttur og eiga þau þrjá efnilega syni. Það er gott að vera géstur á heimili þeirra lijóna. Þar ríkir vinsemdi og hlýja. Raunar er maður varla gestur heldur e;ns og heima hjá sér. Þau kjósa fremur að vera en sýnast. Við þessi tímamót í ævi Gunnars, þegar liann á hálfa öld að baki> sendi ég honum konu hans og bömnm heztu þakkir og liamingjuóskir frá mér og fjölskyldu minni. Eg óska honum lángra lífdaga og mikils starfa að áhugamálum sínum I þágu hinna ungu, sem erfa landið. Sk. Þ. • •■■ "'• * '• ■•- '• . yyuJT'úUóld . - (?■ Miðvikudagur 12. júl'í 1961 — ÞJOÐVILJINN — (7 bridgeþáttu Síðastliðið föstudagskvöld lauk einviginu, um þátttöku- rétt á Evrópumótið í bridge, í karlaflokki. Til úrslita kepptu íelandsmeistararnir, sveit Stefáns J. Guðjohnsen og sveit Halls Símonarsonar. Spiluð voru 120 spil í þrem- ur lotum. Sigraði sveit Stef- áns með 27 stigum eftir að hafa haft forustuna allan tímann. Lokastigin voru 150: 123. Einstakar lotur fóru þannig að fyrstu lotu vann Stefán með 62:25, aðra Hall- ur með 49:41 en sú þriðja var jöfn 49:47 fyrir Hall. í sveit Stefáns voru auk hans Eggert Benónýsson, Jóhann Jónsson og Sveinn Ingvars* son. Þessir fjórir menn muna spila fyrir Islands hönd á. Evrópumótinu í Torquay á. S-Englandi, sem haldið verð- ur dagana 24. september til 4. október. Þeir munu svo mjög bráðlega velja tvo menn í viðbót í samráði við stjóra Br'dgesambands íslands. Far- arstjóri verður fyrrverandi forseti Bridgesambandsins Öl- afur Þorsteinsson. Efiirfarandi spil, sem var nr. 115 í einvíginu, var nokk- uð kostnaðarsamt, fyrir sveit. Halls. Staðan var a-v á hættu: og suður gaf. Þorgeir S: 4 H: 10-9-8-7-4 T: A-8-7 L: D-10-8-2 Jóhann N Siefán S: K-D-7-6-5 S: G-9-2 H: G-5 V A H: K- D-6 T: K-3 T: G-9-4 L: G-5-3 L: A- K-9-6 Símon S: A- 10-8-3 H: A-3-2 T: D- 10-6-5- -2 L: 7 Borð 1. Suður Vestur Norður Austur pass pass 1 hjarta dobl redobl 1 spaði pass pass dobl pass 2 lauf pass 3 hjörtu S spaðar pass pass dobl pass pass pass Borð 2. Sveinn Jón Eggert Hallur pass pass pass 1 lauf pass 1 spaði pass 1 grand pass pass pass Blekkisögn norðurs var ó- síðan hjarta inn á kónginm heppileg, þar eð hún blekkti í borði. Út kom spaðanía, aðeins einn mann við borð- tían á og drepin, laufagosi, ið. Hitt er svo annað mál að drot.tning og kóngu'r. Ennt dobl suðurs eftir það sem kom spaði, sjöunni svinað ogr undan er gengið er að bera trompin tekin í botn. Síðan í bakkafullan lækinn. Út- kom lauf og þar eð laufa- spilið var hjartatía, drepið á ásinn tryggði spilið, svínaði ás og lágtígull til baka. Jó- Jóhann ekki níunni og vannt hann hitti á að láta lágt og spilið slétt. Þorgeir drap á ásinn og spil- A hinu borðinu spilaðl aði mei'ri tígli. Jóhann átti Hallur eitt grand og varði slaginn, spilaði spaða á gos- einn niður. 1 næsta þætti ann, sem Símon drap með mun ég birta úrslit kvenna- ás. Enn kom tígull, tromp- flokksins og ef til vill eitts. aður af Jóhanni, sem spilaði spil frá einvíginu. Síðasta vika bezta velði Blaðinu hefur borizt skýrsla Fiskifélags íslands um sildveið- arnar í síðustu viku. í henni eegir, að framan af vikunni hafi veiði- vérið góð en dregið úr henni um miðja vikuna. Veðrátta var hagstæð og síld- in jöfn og feit. Saltað var eins og vinnuafl leyfði en svo mik- ið barst að, að talsvert magn fór í bræðslu. Vikuaflinn nam 192.511 málun og tunnum (i fyrra 68.336) og er þetta bezta veiðivika um langt skeið. í vikulokin var aflamagn- ið í heild orðið sem hér segir: 1 salt 213.574 upps. tn. (27.749) I bræðslu 130.398 mál (324.895) 1 frystingu 7!894 uppm. Útflutt ísað 0 (834) Samtals mál og tn. 351.866 (356.904) I vikulokin höfðu 205 skip (239 í fyrra) fengið einhvern afla, þar af 188 (209) yfir 500 mál og tunnur. 6 skip höfðu fengið yfír 6000 mál og tunn- ur. Hæstur var Víðir IL, Garði, með 77Ó5 m og t, annar í röð- inni er Ólafur Magnússon, Ak- ureyri, með 7314, þriðja Heið- rún, Bolungarvík, með 7163, fjórði Guðmundur Þórðarson |Reykjavik, með 6307, fimmta Guðbjörg, Ólafsfirði, með 6191 og sjötti Haraldúr, Akranesi með 6107. skip, sem veitt, hafa yfir 1200 mál og tunnur. Skip: Mál og' tunnur Ágúst Guðm. Vogum 3855 Akraborg Akureyri 2454 Akurey Hornafirði 1556 Anna Siglufirði 4021 Arnfirðingur H Reykjavík 3358 Árni Geir Keflavík 5428 Árni Þorkelsson Keflavík 3370 Arnkell Hellissandi 1378 Ársæll Sigurðss. Hafanrf. 3060 Áskell Grenivík 4410 Auðunn Hafnarfirði 2607 Baldur Dalvík 3757 Baldvin Þorvaldss. Dalvík 2297 Bergur Vestmannaeyjum 1786 Bergvík Keflavík 4081 Bjarmi Ðalvík 4258 Bjarnarey Vopnafirði 1764 Björg Eskifi'rði 2626 Björgvin Dalvík 1795 Blíðfari Grafarnesi 1686 Búðafell Búðakauptúni 1405 Guðm. Þórðarson Rvík 6307 Böðvar Akranesi 2462: Dalaröst. Neskaupstað 227(> Dofri Patreksfirði 3902: Einar Hálfdáns Bolungav. 4488- Einir Eskifirði 2163 Eldborg Hafnarfirði 5015» Gldey Keflavík 4200 Faxavík Keflavík 2177 Fram Hafnarfirði 2850 Fjarðaklettur Hafnarfirði 2990 Freyja Garði 1604 Friðbert Guðm. Suðureyri 1231 FróðakJettur Hafnarfirði 1511 Garðar Rauðuvík 1628- Geir Keflavík 1753 Gissur hvíti Hornafirði 1524 Gjafar Vestmannaeyjum 5560- Glófaxi Neskaupstað 1371 Gnýfari Grafarnesi 3145- Grundfirðingur II Grn. 2758 Guðbjörg ísafirði 4652: Guðbjörg Sandgerði 3027 Guðbjörg Ólafsfirði 6191 Framh. á 10. síðu tn. (3;427) Hér fer á eftir skrá yfir þau

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.