Þjóðviljinn - 26.07.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.07.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 26. júlí 1961 — ÞJÖÐVIUINN — (5 Bourguiba: Þjóð sem í landi sínu er alfs Skömmu áður en átökin hófust um Bizerte átti Habib Bourguiba, íor- seti Túnis, viðtal við franska blaðamanninn Jean Daniel, sem þekkir flest- um betur allt sem gerist í löndum Norður-Afríku. í þessu viðtali sem þýtt er úr L'Express kemst Bourguiba að þeirii niðurstöðu að engin þjóð sem hafi erlenda hersiöð í landi sínu, sem láti erlent ríki fara með yfirráð yfir hluta þess hversu lítill sem hann or geti talizt frjáls og fullvalda. Ummæli hans sem kunnur er fyrir vinsemd sína 1 garð vesturveldanna gætu ef til vill vakið suma íslenzka stjórnmálamenn til umhugsunar. Gefum honum orðið: ,,Ég veit ekki hvort de Gaulle forseti œtlar Loks að fara að láta sér skiljast að alvara er að baki kröfum okkar Túnis- búa og að þær skipta ekki ein- nngis mig og þjóð mina megin- máli, heldur einnig Frakkiand og alla Norður-Afríku_ Þegar við hittumst í Rambouillet, virtist hann skilja þetta, það eitt er víst. En harn skuldbatt sig ekki á neinn hátt, þér vit- ið hvernig hann er, þér vitið leinnig livernig ég er. Ég tal- aði mikið, ég talaði allan tím- ann, en hann hlýddi á m:g með athygli, en við og við sagði hann eina og eina loðra setningu, stundum torskiljan- lega. En ég várð þess var að liann skildi vel hvemig málin stóðu. Ég get að vísu ekki sagt að lefcki hafi verið stað;ð við skuldbindingar. þvi að de Gaulle tókst ekki neinar slíkar á herðar, en ég get sagt, að sú af- staða sem lá að bafci boði hans til mín að koma til viðræðna við sig hefur verið svikin. Á ég að nefna dæani ? Við höfðum komið okkur saman um a'ð flýta sem mest fyrir sendiherraskipt- um. Til stóð skinun herra 'Masmoudi í embættið í Paris og herm du Chayla í Túnis- borg. í>að var ekki nema einn tálmi, hlægilegur I sannleika sagt, sem þurfti að rvðja úr vegi. Það var þessí múrveggur vi'ð fcvggingu franslia. ræðis- mannsins í Ra Marsa sem bæi- arstjómin taldi að kæmi ekki lieim við skirmlag sitt. Vegna þeirra miklu sameig- inlegu vandamála sem v:ð okk- ur blöstu, bauð ég að þetta leiðirriamál yrði afgieitt sem misskilningur, að Túnisstjóm greiddi sendiráðinu sknðabæt- ur og að við sæium siálfir «m að endurreisa múivegginn. Ég fór eig’nlega hiá mér að fcurfa að vera að minnast á betta. En á þetta sættumst við og við héldum a'ð málið væri úr sög- unni En bað var síður en svo Þess var tkrafizt. af okkur að við. viðurkenndum skrifiega að við ihefðum skert helgan rétt varð- Járnsmiðir Járasmiðir óskast nú þegar. Járaver sí. í Sími: 3-47-74. t---—-------------- andi ræðismamsbyggingar. Þvi neituðum við af fullri kurteisi og létum þess getið, að til of mikils væri ætlazt af okkur, það væri ekki hægt að kref jast þess að við skrifu'ðum ákæm- skjal í eigin máli. Á þessu gefck vikum saman ... og á meðan risu upp miklu alvar- legri og hættulegri vandamál milli Frakklands og Túnis. Nægileg skýring Einn góðan veðurdag var mér nóg boðið og ég bað einn af starfsmönnum utanrikis- ráðuneytisins að fiwna mála- miðlunarlausn sem diplómatar era svo slyngir að búa til. En það var þó ég sjálfur sem tók framkvæðið til að b:nda endi á þetta makk, því að ég sá fram á að erfi'ðleikar vom fyrir dyr- um þar sem sendiherrar myndu siður en svo vera óþarfir. Og hvaða samræmi var í þvi að iþegar hafnir vom samning- ar Frakka og Serkja sem við höfðum barizt fyrir og borið sáttarorð á milli aðila, að þá hefðum við efcki einu sinni sendiherra í París? Það er þetta sem ég skil ekki í afstöðu de Gaulle. Hann talar si og æ um afnám i!ýlenduskipulagsins og hamingjan má vita að ég fagna því, en hann hlýtur að gera sér í hugarlund að orð hana séu sama og athafnir og þegar hann segi að hanm ætli að gefa nýlendum frelsi, þá verði svo á samri stundu. Nei, ég skil ekki þennan manr.i. Sjáið t’l, siðan á sunnudag hefur svolítið miðað í áttina. Að sögn franska sendifulltrú- ans, herra Raoul Duval, krefj- ast Frakkar ekki lengur að Túnisbúar hætti mótmælasam- fcundum sínum. Þakka skyldi 'þeim! Af Serkjum í Alsír var bess fyrst fcrafizt að þeir siiðmðu sverðin, en s'íðan eru haldnar samningaviðræður með- ari allt logar í heirndaiverkum. Það voru ekki sver'ð:n sem kraf- izt var af okkur að við slíðr- uðum. við áttum að kæfa radd- ir okkar. Franska st.iórnin þóttist eiga. heimtingu á að hindm Túnisbúa að koma sam- an í sinu eigin landi, heima 'hjá sér, og til að krefjast hvers? Þess eins að sjálfstæði þeiiTa sem viðurkennt var fyr- ir fimm ái-um yrði endanlega óskorað. Herra Raoul Duval viður- kenndi að þessar samkomur hefðu fari'ð vel fram og að al- veg fram að þessu hefðu þær á engan hátt, hvorki beinari né óbeinan, stofnað öryggi né eign- um Fi-akka í voða, Sjáið itil, allt þetta sýnir að | franska stjómin hefur aldrei álitið að alvara væri að baki i kröfum okkar til Bizerte. Sönn- | unin fyrir þvl er að þegar við berum þær fram, þá er leitað allra hugsanlegra skýringa. Bour.guiba stendur einn upp’, ráðizt er á Bourguiba í egypzku blöðurium, hann á í erfiðleikum við Marokkómenn, Serki eða ég veit ekki hverja ... En setj- um svo a'ð Bourguiba sé aðeins umhugað um að þjóð hans Verði fullvalda? Að hann sætti sig ekki lengur við að hluti af föðurlandi hans sé fcersetinn af hinum gömlu kúgurum? Að 'gagnvart þjóð sinni, gagnvart sjá.lfum sér, samvizku sinni sem stjómmálamanri og þjóð- arleiðtoga, finnist fconum það auðmýkjandi að horfa á Frakka fara buit með her sinn úr Marofcfcó og Malí, en halda jafnframt áfram slíkum fram- kvæmdum í Bizerte, að aug- ljóst er að þnr ætla þeir að sitja sem fastast? Er þetta ekki nægileg skýring? Er ekki hægt að láta sér skiljast þetta ? En hvað sem þvi líður, þá munu menn reka sig á það í þetta skipti, að alvara. er að baki kröfum okfcar. Við munum ekki láta staðar numið fyrr en sig- ur er unnir.m. Við e:gum engan annan kost. Slæmt fordæmi Það hefur verið sagt við mig: „Blðið við, þér gefið slæmt fordæmi einmitt þegar samn- ingaviðræður standa sem hæst milli Frakka og Serkja. Ef þér neyðið de Gaulle til að rýma (B:zerte, þá munu Serkir ekki vilja láta undan varðandi Mers- el-Kébir“, og þar fram eftir götunum. Slík viðhorf eru mér meira á móti skapi en nokkur önnur, því að ef þau eru rétt, þá skilst mér að engir samn- ingar um Alsír geti nokkm sinni fcorið érangur. Haldi menn enn, að Serkir fallist nokkurn- tíma á, hvað svo sem ég tek mér fyrir hendur, að afsala sér ráðum yfir hluta lands síns, haldi menn enn að ég geti gefið „gott fordæmi" með því að láta falt fullveldi lands míns, þá er það vegna þess að þeir botna ekki upp né ríður í neinu, og gera sér heldur ekki far um að skilja neitt. Og mætti ég hugsa einnig örl'itið um Túnis- húa og um Túrrs? Ég frestaði kt-öfum mínum eftir 13. imaí 1958, eftir 24. janúar 1960 og götuvígin í Al- geirsborg, eftir uppreisn her- foringjanna í apríl, en ég er enginn hækju§miður fyrir de Gaulle. Þetta er ósköp einfalt mál, í hvert sinn sem ég á- Kabib Bourguiba forseii. kveð stundira, er sagt að stundin sé illa valin. En ham- ingjan góSa, hún mun ævin- lega verða illa valin, þvi að de Gaulle virðist alls ekki vilja rýma Bizeite. Með hægð og stillingu Þvi er ekki að neita að hann sagði mörg falleg orð um hversu óþolandi það væri fyrir sjálfstætt ríki áð annað ríki réði ytfir hluta af landi þess, hversu örsmár sem hann væri, og hve vinsamlegt sem það ríki væri sem í hlut ætti. En hafi ég skilið hann rétt, vildi hann semja með hægð og stillingu. En á þann hátt hafa Túnisbú- ar nldrei kom'ð neinu fram. Ef ykkur finnst að ég hafi valið óheppilegan tíma, þá var það ykkar sjálfra að velja stund- ina. En það var fjairi því. Þið tölduð ykkur trú um að Bour- 'guiba væi’i með áróður og sönnunin átti að vera fólgin i þvi að þjóðinni hljóp skyndi- lega kapp I kinn. Þið ættuð heldur að vera þakklát'r fyrir að þjóð min fylgir mér og lilýðir á mig. Og þessa síðustu daga hafið þið fengið tækifæri til að sann- prófa ákveðinn hlut. Við send- um til Bizerte ungt fólk sem aldrei liafði stigið fæti sínum þar og sem hólt að það byggi í sjálfstæðu í'íki þar sem viss- ir hlutir gætu ekki gerzt leng- ur. Þegar þetta unga fólk sá franska fánara blakta yfir hemaðannaniivirkjunum, fram- 'kvæmdirnar við stækkun flug- brautanna, sifelldan straum einkennisklædúrá heimanna, sjóliða og flugmanna o, s. fi-v., þá fannst því eins og það hefði verið leyrjt einliverju og gremja þess og reiði fór langt fram úr , orðræðum mínum. Menn halda að þetta fólk haldj að sér höndum, af þVi að það hefur stjóm á sér. Menn halda að hægt sé að bjóða því allt, af því að það er friðsamt ! og ekki fcefnigjarnt. Það er ' sama sagan og undir nýlendu- ' okinu. Jafnvel ég get ekki far- i ið fram á að þjóð mín geri annað en það sem er í s;miræmi j við þá þrá sem á sér djúpar rætur í brjósti henr.ar, sem hún ! felur í hjarta sér og gerir sér stundum jafnvel ekki fulla grein fyrir, en sem ég finn, af því að það er mitt hlutverk, m'tt starf. Hver er vandinn? Við segjum að við getum fallizt á að eiga mjög nána samvinnu við Frakka um tæknimál varðandi Bizerte, en að þegar í sta'ð , ^kuli ákveðinn brottfarartími franska lierliðsins, vegra þess að bæði innanlandsástandið í I Tún's og ástandið á alþjóða- vettvangi krefst þess að Túnis fái þegar í stað óskorað fúll- veldi. Við getum aldrei verið þeim þjóðum sem enn em í nýlendufjötrum til fyrirmynd- ar, ef við látum minnsta bilbug á okkur finna i þessu máli. De Gaulle veit ósköp vel, að engir Rússar munu taka v:ð af Frökkum í Biz- erte, fcvorki Rússar né nein- ir aðrir. Og hvað þá ? Af- staða okkar m^n<jj i breytast I^t stríðinu í Als'ii* Værl lokið. Við viljum ráða ein- ir okkar landi, það er allt Og sumt.“ J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.