Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.08.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Yfírlýsing Casfros i lok þ}ó&háti($ar Einingarflokkur sósíalskrar byltingar stofnaður á Kúbu Havana 28/7 — Fidel Cast- ro, forsætisráðherra Kúbu, lýsti yfir því í ræðu á mikl- um fjöldafundi í Havana, aö öll byltingaröfl á Kúbu ingunni um nýja flokksstofnun um nokkurt skeið. Fyrir nokkru höfðu borizt tilkynningar um að í ráði væri að sameina .-26. júlí-hreyfinguna“, sem Castro hefðu nú sameinazt í ein- um stjórnmálaflokki sem nefnist „Einingarflokkur hinnar sósíalísku byltingar á Kúbu“. hefur ætíð veitt forystu, og Sós- íal'ska alf)ýðuflokkinn (ko.mmún- istar). 1 hinum nýju stjórnmálasam- tökum eru sameinuð öll bylt- Fidel Castro og Júrí Ga.garín höfðu skipti á höfuðfötum þegar geimfarinu var í heimsókn á Kúbu fyrir skemmstu. Castro hélt ræðu sína í lok hátíðahaldanna í tilefni af 8. afmælisdegi fyrstu uppreisnar- tiiraunarinnar gegn Batista ein- ræðisherra. Áður hafði Júrí Gagarín, fyrsti geimfari verald- arsögunnar, flutt kúbönsku Jþjóð- inni kveðju á fundinum frá þjóðum Sovétríkjanna með full- vissu um að Sovétríkin myndu veita Kúbu alla aðstoð við að framkvæma byltingarstefnu- skrá sína. Sanitök byltingaraflanna Búizt hafði verið við tilkynn- ingaröfl á Kúbu. Auk áður- nefndra tvegga hreyfinga eru Samtökin til varnar byltingunni, verkalýðshreyfingin og önnur lýðræðissamtök aðilar að ein- ingarflokknum. Nýtt þjóðfélag Ræða Castros stóð í 4 stund- ir, og var tilkynningunni um einingarflokkinn tekið með mikl- um fögnuði af mannfjöldanum. Castro ræddi einnig um hlut- verk millistéttarinnar í hinu nýja þjóðfélagi, sem væri að vaxa upp á Kúbu. Hann sagði að sum öfl meðal millistéttanna hefðu rangt fyrir sér, er þau litu með tortryggni á uppbygg- ingu hinna nýju þjóðfélagshátta. Það væri nauðsynlegt að forða því að millistéttin félli í iaðm afturhaldsaíla og heimsvalda- sinna. Hún ætti miklu fremur leið með verkalýðnum. í hinu nýja þjóðfélagi á Kúbu verða að gilda einir hags- munir, sagði Castro, en ekki sérhagsmunir einstakra stétta eða hópa. Hagsmunir heildarinn- ar verða að sitja í fyrirrúmi og ná til allra Kúbubúa. Verkalýð- urinn er ekki lengur arðrænd stétt án mannréttinda. Hún finn- ur til máttar síns og réttar á borð við aðrar þjóðfélagsstétt- ir og hennar er valdið. Weisskepf for- rczðnr CERN Genf — Prófessor V.F. Weiss- kopf hefur verið ráðinn næsti formaður CERN, evrópsku kjarnarannsóknarstöðvarinnar í Genf. Weisskopf sem er 63 ára gamall flúði til Sovétríkjanna þegar nazistar komu til valda. Síðan fór hann til Bandaríkj- anna og var prófessor við MIT árin 1945—’60. Nkrumab sfaddur í Ausfur-Berlín Berlín 1/8 — Forseti Ghana, Kwame Nkrumah, kqm í dag til Austur-Berlínar. Varaforsætis— herra austurþýzku stjórnarinn- Bruno Leuschner tók á móti honum á flugvellinum. Nkrumah kom frá Prag, en hann hefur ferðazt um ýms lönd Austur- Evrópu að undanförnu. Nœsti sovézki geimfarinn af stað í þessum mánuði? MOSKVA 1/8 (NTB-AFP) — Nýr orðrómur liefur breiðzt út í Moskvu urn það að sov- ézkir vísindamenn séu nú að ganga frá undirbúningi fyrir geimferð manns síðar í þess- um mánuði. Orðrómurinn er talinn minna mjög á sögurn- ar sem voru á ferðinni áður en Júrí Gagarín fór í fyrstu geimferðina, enda talinn koma frá sömu heiinildum, segir í fréttuin blaðamanna í Moskvu. Samkvæmt orðróminum er ætlunin að næsti geimfari fari a.m.k. fimm sinnum kringum jörðu á braut í geimfarinu sem síðan verð- ur látið lenda á jörðu. Talið er að næsta geimfar verði allmiklu fullkomnara en ,,Vostok“, sem Gagarín fór ferð sína í, en einstaka heim- ildir telja að ,,Vostok“ verði einnig notað í næstu geim- ferð. Sagt er að tilgangurinn með nýju geimferðinni eigi m.a. að vera sá, að rann- saka áhrif þyngdarleysisins á mannlegan líkama um lang- an tíma. Auk þess vilja vís- indamennirnir ganga úr skugga um að geimfarið boli geisjunaráhrif í lengri tíma. Þá er sagt að nýja geim- farið verði í svipaðri hæð og „Vostok“ var á braut sinni umhverfis jörðu. Orðrómurinn um nýja mannaða geimferð fékk byr undir báða vængi á kvik- myndahátíðinni i Moskvu fyrir skemmstu. Þá var sýnd kvikmynd um væntanlega geimfara Sovétríkjanna, um æfingar þeirra og líf al- mennt. Sýndi myndin að þeir voru. í mjög góðri líkams- þjáifun og höfðu geysimikla þekkingu á tæknilegum at- riðum varðandi géimferðir. Þeir sem eru tortryggnir á þennan orðróm minna á, að fyrir nokkrum mánuðum var orðrómur á kreiki um að Sovétmenn væru í þann veg- inn að senda þrjá menn á loft í geimfari umhverfis jörðu, en þær sögur reyndust ekki á rökum reistar. Sovétmeim eiga fulllíoninustu MOSKVÁ 30/7 — Vfirmaður alls herafla Varsjárbandalags- ríkjanna, sovézki marskálkurinn André Gretsjko, sagði í ræðu á hátíðardegi sovézka flotans í dag, að kjarnorkuknúnir kafbát- ar væini kjarninn í sovézka flot- anum. Ekki er þó vitað með vissu hvort það voru slíkir kafbátar, sem tóku þátt i flo.tasýningunni á Neca-fljóti í Leningrad í dag. Áhorfendur gátu ekki séð hvort kafbátarnir á sýningunni væru kjarnorkuknúnir eða ekki, en sumir þeirra minntu á banda- rísku kjarnorkukafbátana Naut- ilius og Skate. Gretsjko hélt ræðu á þilfari orustuskipsins Kirov. Hann sagði að Sovétmenn væru farnir að framleiða algjörlega nýja teg- und af kjarnorkukafbátum. Þeir væru miklu fullkomnari en þeir kaíbátar sem öll önnur ríki hefðu yfir oð ráða, og gætu skot- ið eldfjaugum miklu lengra en aðrir kafbátar. í ræðu sinni lagði Gretsjko áherzlu á að Sovétrikin óskuðu eftir friði umfram allt. Árásar- stefna og vaxandi hervæðing vesturveldanna gerðu það hins- vegar óhjákvæmilegt fyrir So.v- étríkin að búast góðum vopnum, enda væru allar greinar sovézks herafla reiðubúnar að mæta hvaða árás sem væri. Eins og venja er til var beiti- skipið Aurora fremst í flota- siglingunni í Leningrad í dag. Þáð var éihmitt-þefta skip. "sem hleypti af fyrsta skotinu á vetr- arhöll keisarans 1917 og um leið hófst byltingin í Rússlandi. Öflugar varnir Búizt hafði verið við því að ’ Sovétmenn myndu tilkynna það einmitt í dag að þeir heiðu. kjarnorkukafbáta til að sýna , fram á vaxandi styrk sovézka flotans. Fyrir þrem vikum hafði sov* ézki flugherinn mikla sýningu yfir Moskvu og voru þá sýnd- ; ar í fyrsta sinn algjörlega nýj.ar tegundir af orustuþqtum og sprengjuþotum, sem munu vera fullkomnari en áður heiur þekkzt, í grein sem Gorsjkov aðmír- áll skriíaði í Pravda fyrir skömmu segir m.a.: „Sovézki flotinn er búinn full- komnustu nýtízku tækjum, og getur framkvæmt hvaða aðgsrð sem er á sviði sjóhernaðar. Bandarískir heimsvaldasinnar reyna að telja sjálfum sér og öðrum trú um að þeir geti gert skyndiárás á Sovétríkin og önn- ur sósíalísk lönd með Polaris- eldflaugum sínum. Sovétþjóðirn- ar þekkja vel þá hættu sem þeim er búin af þeim vigbúnaði. sem Bandaríkjamenn hafa hleypt af stokkunum. Það er vegna þess, að Sovétríkin hafa gert sínar nauðsynlegu. öflugu ráðstafanir til að efla hern- 'aðartækni sína nú þannig að ekki sé nokkur leið að ógna ör- yggi Sovétþjóðanna. Fulltruar Afriku gengu á fund Krustjoffs í gær Moskvu 1/8 — Krústjoff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, veitti í dag móttöku fulltrúum nítján Afríkuríkja sem hafa sendimenn í Sovétríkjunum. Fyrstur til að fara á fund Krústjoffs var sendiherra Túnis í Moskvu. Ekkert hafði áður verið látið uppi um þennan fund, og ekki hefur verið skýrt. frá því um hvað var rætt á honum, en hér er talið víst að erindi hins túniska sendimanns hafi verið að fara þess á leit við sovétstjórnina að hún sfyddi kröíuna um að allsherjarþingið verði kvatt samán til að ræða Bizerte-málið. Það er Afríku- ríkið Líbería sem borið hefur fram þá kröfu eftir að í Ijós hafði komið að Öryggisráðið gat enga ákvörðun tekið í málinu. Eftir að Krústjoff hafði rætt við sendimann Túnis gengu full- trúar annarra átján Afrikuríkja á hans fund. Það hefur vakio athygli að Krústjoff forsætisráð- herra skyldi taka á nióti hinum afrísku sendimönnum, en slíkt er venjulega í verkahring utan- ríkisráðhérrans. Fulltrúar Afríku- og Asíu- ríkja hjá SÞ sem styðja tillögu Líberíu eru ekki alveg nægilega margir til að knýja fram að allsherjarþingið ve’rði kvatt saman, en fil þess þarf stuðning helmings aðildarr'kja. Styðji ^vétríkin og bandamenn þeirra kröfuna má hins vegar telja víst að hún hljóti nægilegari stuðning. Talsmaður Bandaríkjastjómar var spurðúr álits á þessari frétt frá Moskvu og svaraði bvt til að hún væri þvi mótfallin að allsherjarþingið kæmi saman til að ræða Bizerte-málið. Hún hefði enn ekki tekið neina af- stöðu til Bizerte-málsins. í Washington Wasliington 1/8 — Fjárveit- inganefnd öldungadeildar- Bandarikjaþings mælti í dag einróma með því að fjáihæð sú sem Kennedy forseti hefur fiirið fram á til að auka stríðs- mátt Bandaríkjanna skuli hækkuð um einn milljarð doll- ara. Kennedy forseti hafði upp- haflega farið fram á 3.5 millj- .arða dollara aukafjárveitingu til vígbúnaðar, en þingið veitir honum 4.5 milljarðii dollara. í Moskvu 1 Moskvu 1/8 — Krústjoff for-- sætisráðherra veitti í dag þeim sem hyggja á striðsævintýri þessa aðvörun: „Gætið yðar — þér skuluð vita að v:ð eigum ráð sem sefa munu jiifnvel þá sem æstastir eru.“ Þessi orð voru mælt yfir borðum í Kremi þegar tekið var á móti rúm- enskri stjórnarnefnd sem ný- komin er til Moskvu til sann- inga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.