Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.08.1961, Blaðsíða 5
AÐ FORÐA GJALDÞROTI „Mér virðist að íslendingar sem eiga í miklum efnahags- örðugleikum og landið er á barmi gjaldþrots séu að reyna að ná sér í dálítinn aukaskild- ing í sterlingspundum með Ijví að taka brezka togara allt- af öðru hvoru, og nýlega hafa Jieir lækkað gengi krónunn- ar.“ Þannig fórust brezka tog- araskipstjóranum George Pe- arson orð í viðtali við blaðið YORKSHIRE POST s.l. jiriöju- dag. Pearson er skipstjóri á togar- anum Southella frá Hull, sem staðinn var að veiðum 1,4 mílum innan 6 mílna marka fyrir aust- fjörðum fyrr í mánuðinum. Hann var dæmdur í 260 þús. króna sekt (2180 sterlingspund) á Seyðisfirði. 4| Ekki fcrð til fjár Southella kom til Hull s.l. sunnudag með i'ýran afla. Tog- arinn var aðeins með 44 lestir og fékk fyrir þær 2811 sterlings- pund og var því mikið tap á veiðiferðinni. Aflinn var um þriðjungur af því sem togarinn hefði átt að geta fengið í góðri veiðiferð, og fiskverðið í sam- ræmi við það. © Hryggilegt! „Það er hryggilegt til þess að vita, að brezkt herskip skuli vera viðstatt en hafast ekkert að þeg- ar íslenzkur fallbyssubátur beinir skothríð að brezkum togara, en þetta er það sem gerðist“, sagði skipstjórinn við fréttamann blaðs- ins. Skipstjóri heldur áfram: Ég var aldrei innán 6 mílna mark- anna. Það var meira að segja annar togari milli mín og lands en ekki var. hreyft við honum. Ég var kominn 30 mílur undan landi þegar varðskipið Þór kom á vettvang. Ég var að sigla heim- Togarinn Southella í Seyðisfjarðarhöfn. Sovétríkin skipta sér ekld af gerðiim fullvalda ríkis leiðis og var á rúmsjó þegar varðskipið byrjaði að skjóta lausum skotum. Þegar ég sinnti því engu var skotið föstum skot- um. Síðan segist skipstjóri hafa beðið herskipið Duncan um að- stoð og að skipstjóri þess hafi ráðlagt sér að fylgja Þór til Seyðisfjarðar. „Þar létu Islend- ingar okkur tefjast í fjóra og hálfan dag og voru allan þann tíma að eiga við málið,“ bætti hann við. $ Staðreyndir Skipstjóri telur sér óhætt að segja ósatt og einnig hálfsann- leika í trausti þess að hann er fjarri þeim slóðum sem atburð- irnir gerðust. Málsatvik voru þau, að gæzluflugvélin Rán kom að tog- aranum að ólöglegum veiðum, og gerði Þór viðvart. Þór gaf tog- araskipstjóranum frest til að hafa samband við útgerðina en síðan heyrðist ekkert frá togaranum. Síðan gaf Þór togaranum skipun um að fylgja sér til hafnar. en þá setti togarinn á fulla ferð og •stefndi í átt til hafs. Var þá skot- ið að honum þremur lausum skotum og síðan tveimur föst- um áður en skipstjórinn fékkst til að hlýða fyrirmælum Þórs um að fylgja sér til Seyðisfjarðar. Reykjavíkurkynning 1961 / Laugardagur 19. ógúst Kl. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. — Lúðraar Gests o. fl.). Stjórnandi Jón G. Þórarinsson. Kl. 15.30 Tízkusýning í Hagaskóla í umsjá Tízkuskólans. Guðmundsdóttir. Kl. 21.40 Skemmtiþáttur í Hagaskóla. (Svavar Gests o. f 1.). Kl. 22.00 Dans, úti við Melaskóla. Gömlu og nýju dansarnir. Stjórnandi Sigríður Berlín 18/8 — Vfirmaður sovézka setuliðsins í Austur-Berlín vísaði í dag á bug mótmælum vestur- veldanna í garð Sovétríkjanna vegna aðgerða austurþýzkra yfir- valda í Berlín. Yfirmaðurinn. I. Solovjeff, seg- ír að mótmæli vesturveldanna séu algjörlega óviðeigandi. Það sem gerzt hafi í Berlín, sé mál austurþýzkra yfirvalda og heyri algjörlega undir þau. Eftirlitið á mörkum borgarhlutanna væri framkvæmt samkvæmt fyr- irmælum austurþýzka ríkisstjórn- arinnar í samræmi við þau rétt- indi sem sérhvert fullvalda ríki hefði. Myndu sovézk yfirvöld ekkert blanda sér* inn í málefni höfuðborgar Austur-Þýzkaiánds. 'Austurþýzku stjórninni væri heimilt að stöðva þá ólöglegu og þjóðhættulegu starfsemi sem rek- in hefði verið vegna þess að ekk- ert eftirlit var á mörkunum. Ulbrieht hcldur ræðu Ulbricht, formaður ríkisráðs Á.-Þýzkalands, hélt útvarpsræðu í kvöld. Hann sagði að nú væri kominn tími til að setja strangt feftirlit með þeirri spillingu og liatursáróðri -sem hellt hefði ver- ið yfir Austur-Þýzkaland frá Vestur-Berlín. Ulbricht beindi máli sínu til allrar þýzku þjóðar- innar og deildi hart á valdhaf- ana í Bonn sem hefðu hafnað öllum tillögum Austur-Þjóðverja um friðsamlega lausn deilumála og sameiningu landsins. Við höf- um sýnt mikla þolinmæði, en við gátum ekki beðið lengur. Við bindum nú enda á undirróðurs- starfsemina frá Vestur-Berlín og lokum fyrir alla svartamarkaðs- verzlun. Samvinna Kína og Ghane PéÍting 18/8 — Nkrumah, for- seti Ghana, undirritaði í dag fyr- ir hönd lands síns vináttusamn- ing við Kína. Jafnframt var und- irritaöur samningur milli ríkj- anna um efnahagslega, tæknilega og menningarlega samvinnu. Nkrumah, sem nú er í opin- berri heimsókn í Kína, sagði eft- ir samningsgjörðina að hann vonaði að samningurinn yrði til þess að efla til muna samvinnu Kína og Ghana og til að styrkja tengls Kína við alla Afríku. Kynnisferðir um Reykjavík Kl. 16.00 Ferð um Gamla bæinn. Lýst upphafi hans og þróun., K. 17.00 Ferð um Gamla bæinn, Nýja bæinn og Árbæjarsafn sltoðað. Báðar ferðirnar verða farnar u ndir leiðsögn þaulkunnugra fararstjóra. Brottför frá bílastæði við Hagaskóla Dunhagamegin. Afmœlisútvarp Reykjavíkur Sérstök athygli skal vakin á hinni fjölbreyttu dagskrá, sem útvarpað er frá sýningardeild Ríkisútvarpsin s í Melaskólanum. Dagskráin hefst kl. 20.00 og lýkur kl. 23.00. Otvarpað er á miðbylgjum á 217 m. (1440 Kr/sek.) og á metrabylgjum (örbylgjum) 96 Mr (Rás 30). Dagskrá afmælisútvarpsins er birt á öðrum stað í blaðinu. Verð aðgöngumiða: Fyrir fullorðna kr. 20.00 Börn 10—14 ára — 10.00 Börn undir 10 ára þurfa ekki að greiða aðgangseyri. FRAMKVÆMDANEFNDIN. Laugardagur 19. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.